Heimasíða Ásgarðs |
||
Færslur: 2009 Apríl30.04.2009 03:09Tóta og Hauskúpa bornar 29/4
Hauskúpa gerði sig líklega til að bera seinnipartinn í dag. Ég varð að grípa inní því lambið sem var greinilega hrútur stóð fastur á hornunum og ég var alveg að gefast upp þegar að hann loksins fór að mjakast út og ég var orðin dauðgrædd um að ég væri að slíta lambið í sundur í látunum. Þetta var rosalega stór og myndarlegur hrútur,tæpara mátti það nú ekki standa með hann því að tungan var orðin blá og hann var líflaus og andaði ekki. Eftir smá hrist og nudd þá loksins tók hann fyrstu andköfin og fór að hjaðna við og það leið ekki löng stund þartil hann var farinn að brölta á fætur og leita að spena. Farin að sofa gott fólk,kallinn fer svo í fyrramálið og kíkir á þær óbornu á meðan ég fæ að lúlla út Skrifað af Ransý 29.04.2009 02:01Hermína borin 28/4
Á meðan ég var að streða við að hjálpa Hermínu með hjálp góðra vina þá var dóttirin heima að sörfa á youtube og fann þetta líka snilldarinnar kindamyndband Skrifað af Ransý 25.04.2009 20:47Gleðilegt sumar!
Áframhald á blogginu eftir mikla vökunótt. Ég fór rúnt í merarstóðið í gær og smellti af nokkrum bumbulínu myndum. Heilladís frá Galtarnesi er því miður geld,hún hefur aldrei áður klikkað en auðvitað er hún farin að reskjast blessunin enda orðin 20 vetra. Ég er langt í frá tilbúin til að leggja henni sem ræktunarhryssu enda er Heilladís mjög hraust og með afbragðsfínar fætur. Toppa Náttfaradóttir er einnig geld og fær hvíldina í haust,Hebbi vill gefa henni sumarið og svo fær hún að fara enda orðin 25 vetra gömul. Hún skilur eftir sig hér í Ásgarðinum tvær hryssur sem Hebbi minn ætlar að eiga. Það þurfti ekkert að gangsetja hana neitt sérstaklega,hún bara tölti og brokkaði einsog herforingi strax með góðum áframvilja. Hylling þurfti endilega að skemma á sér sin í afturfæti þannig að hún var bara tveggja mánaða tamin og sett svo útí stóð en ör sést enn á fætinum en meiðslin há henni ekkert í dag. Hin hryssan sem Hebbi minn ætlar að eiga undan henni er hún Drottning Askdóttir sem Toppa kom með óvænt í fyrra. Frábærar fréttir fékk að utan í dag en hún Kirsten sem keypti Ask Stígandason pabba Drottningar er farin að ríða honum um allt og er himinlifandi með hversu jákvæður og þægilegur reiðhestur hann er. Í gær var aldeilis stuð á stóðhestum í góða veðrinu. Þegar að ró var komin á stóðhestana og þeir komnir aftur inní stíurnar sínar þá fengu kindurnar að fara útá kroppið. Skrifað af Ransý 20.04.2009 17:01Dáð frá Ásbrú til sölu/for saleÞað var að detta inn hjá mér á sölulistann spennandi hryssa og ekki síður spennandi það sem inní henni er Það er hún Dáð frá Ásbrú undan Þristi frá Feti og Dögun frá Feti. Dáð er með IS númerið IS2003281382 fyrir þá sem vilja skoða hana nánar í Jaki frá Síðu vann folaldasýningu í Sörla 2008. Hér er umsögn um Jaka: Aldís frá Síðu sem er einnig dóttir Vökuls sigraði í merfolalda flokknum hjá Mána 2009 og var einnig valin glæsilegasta folaldið af ríflega 40 folöldum sem mættu á sýninguna. Endilega hafið samband við mig ef þið viljið vita eitthvað frekar um hana Dáð frá Ásbrú í netfangið ransy66@gmail.com Skrifað af Ransý 18.04.2009 00:15Kanínur paraðar á fullu og eggjasöfnunÉg stend varla í fæturnar eftir síðust tvo daga því þegar að kanínurnar vilja fara á stefnumót þá verð ég að hlýða kalli náttúrunnar og opna búrin hjá dömunum og flytja þær yfir í karlalínuna og skoða ættir og finna út óskyldann eða fjarskyldann herra handa þeim. Skrifað af Ransý 13.04.2009 15:58Áttu þvottavél og ískáp?Hæ hæ kæru lesendur mínir Skrifað af Ransý 11.04.2009 22:09Páskatúr MánamannaGleðilega Páska allir nær og fjær. Einhverntímann hefði maður ekki mátt missa af árlegri Páskareið Mána en í dag sat ég bara inni í hlýjunni og horfði á hópinn renna framhjá Ásgarðinum og niður að Garðskagavita þarsem stoppað var á veitingastaðnum Flösinni. Yndislegt að koma þangað ríðandi á vorkvöldum og leyfa hrossunum að kroppa í hólfi sem þar er á meðan maður fer og fær sér Rjómatertu eða eitthvað annað girnilegt. Verst hvað það er stutt fyrir mig að fara,það tekur því ekki að leggja hnakk á hest hehehehehehe................. Heldur var napurt og vindasamt í dag en þrátt fyrir það þá taldi ég 32 ríðandi og sumir með tvo þrjá til reiðar. Ég gat ekki á mér setið þegar að hópurinn lagði af stað tilbaka og stökk útí bílskúr á stuttbuxunum og kom mér fyrir í dyragætt og skaut svo á hópinn í gríð og erg. Siggi Vill er greinilega með haukfrán augu og sá kallinn mig þarna og það var sko gefið í og kom kallinn ríðandi nánast innum bílskúrsdyrnar hjá mér! Kallinn var vel ríðandi og engin lognmolla þegar að hann er kominn í hnakkinn.
Hvar skildi nú pústið mitt vera?Hóst.................hóst............... Skrifað af Ransý 09.04.2009 20:04Kanínusalurinn mokaður:)Ég var svo heppin um daginn að fá galvaskann hóp af krökkum hingað sem eyddu tveimur eftirmiðdögum í að moka undan kanínubúrunum. Mitt bak ræður ekki lengur við að bogra undir búrin þannig að ég var næstum því bara uppá punt á meðan krakkarnir rusluðu út skítnum á mettíma! Það fóru líka nokkrir lítrar af Kóki ofaní mannskapinn og héldum við veglega pizzaveislu um kvöldið. Seinni daginn sporðrenndu krakkarnir niður einum hrygg og læri takk fyrir enda búin að vinna vel fyrir því Þakka ykkur æðislega fyrir krakkar mínir,það er alveg ómetanlegt að vita af svona ungu,hraustu og skemmtilegu fólki Þið eruð LANGFLOTTUST!!!!!!!!! Skrifað af Ransý 07.04.2009 19:45Kvennatölt og Vænting Hróks seldRosalega er ég búin að vera á miklum þönum síðustu dagana. Einhverntímann um daginn var Kvennatöltið hjá Mánakonum og drifum við Hrókur okkur af stað hann nýstíginn uppúr básnum/bælinu einsog ég. En hvað um það,við tókum þátt og það var mjög gaman en það vantaði alveg alla snerpu í okkur. Rosalega voru flott hross þarna,Mánakonur eru sko vel ríðandi það get ég svo svarið Ekki leiddist manni heldur að horfa á 4 flokkinn sem kallast því virðulega nafni Fíflaflokkurinn Salurinn argaði af hlátri og þulurinn missti á tímabilið andlitið þegar að hún sá múnderingarnar á dömunum hnéhnéhné............. Um helgina fórum við með Cathy vinkonu okkar inní Fák að prófa hryssu sem hún er búin að kaupa af okkur en þetta var önnur ferð hennar til að skoða gripinn. Cathy kolféll fyrir merinni sem er einsog vænta mátti algjörlega bombproof og þægt reiðhross með þægilegann vilja. Við fengum að sjá gríðarlega flotta og vel tamda hryssu hjá henni Hrefnu inní Fák. Hún væri flott fyrir mig á Knapamerki 3 því hún er búin að fara í gegnum fyrstu Knapamerkin með stæl. Það má láta sig dreyma er það ekki Þartil næst farið varlega með ykkur Skrifað af Ransý
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is