Heimasíða Ásgarðs

18.04.2009 00:15

Kanínur paraðar á fullu og eggjasöfnun

Ég stend varla í fæturnar eftir síðust tvo daga því þegar að kanínurnar vilja fara á stefnumót þá verð ég að hlýða kalli náttúrunnar og opna búrin hjá dömunum og flytja þær yfir í karlalínuna og skoða ættir og finna út óskyldann eða fjarskyldann herra handa þeim.

Nú svo þarf að skúra og skrúbba og bóna búrin á fæðingarganginum svo þær geti nú skilið við kallana eftir fjörið því það er ekki hægt að bjóða þeim uppá að vera hjá þeim í marga daga eins óstýrlátir og þeir verða á þessum tíma emoticon .

Nú svo er maður á höttunum eftir hænueggjum (frjóum:)og nú er svo komið að stóra útungunarvélin fer í gang enda búið að safna allmörgum eggjum í hana.
Ég fékk hátt í 50 egg úr þessum flottu dömum.

Hér er svo annar pabbinn að eggjunum en hinn var vant við látinn að kroppa eftir ormum og öðru góðgæti í veðurblíðunni í gær.

Núna liggja ansi margir yfir stóðhestablaðinu og hvar sem maður kemur inná kaffistofur er verið að vega og meta hvaða stóðhestur/ar eigi nú að verða fyrir valinu í sumar.

Ég sá einn flottan í vikunni og slef.....................emoticon
Hvernig var lagið aftur "ef ég væri ríkur"dararararararara.........emoticon

Hversu glögg eruð þið kæru lesendur mínir?

Þekkið þið þennan faxprúða höfðingja??

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 271
Gestir í dag: 19
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 50
Samtals flettingar: 285503
Samtals gestir: 33384
Tölur uppfærðar: 29.3.2024 13:26:21