Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2019 Desember

25.12.2019 18:29

Gleðileg jól


Tvíreykt hangilæri frá Skiphólsbændum
Það er aldeilis að tíminn flýgur,komin jól og haustverkunum nánast lokið.
Enn er verið að reykja bjúgu,hangirúllur,læri og bóga í nýja reykkofanum hér á bæ.
Þetta er samstarfs verkefni þriggja bæja,Ásgarðs,Hólabrekku og Skiphóls.
Reyndar er Skiphóllinn einnig með sinn eigin reykkofa þannig að hér er mikið reykt.

Ég nældi mér í flensu stuttu fyrir jólin,kvefpest sem var við það að enda sem lungnabólga en ég á svo yndislegann lækni sem að skrifaði uppá fyrir mig sterkt pensillin sem ég má leysa út ef ég er að fá lungnabólgu.
Fjórum dögum fyrir jól fann ég að varð að láta leysa út fyrir mig pensillínið góða sem eru 3 rótsterkar töflur.Auðvitað svínvirkaði það og ég komst til RVK á Þorlák með Hebba mínum til að versla inn gjafir,mat og kíkja á Þóru og Kalla.
Það er alltaf svo mikill jólafílingur að kíkja á þau og spjalla yfir drykk og góðgerðum.
Þessi jól voru fín þó ég hafi verið hálf orkulaus en ég komst í föt og eldaði aligæs með alles en krakkarnir komu frá Skiphól og Krissan mín aðstoðaði mig við restina á eldamennskunni.
Eftir matinn er hefð að ganga frá í eldhúsinu og lesa síðan á jólakortin en Krissa hefur lesið þau hin síðari ár.
Núna brá svo við að aðeins eitt jólakort kom en flestir eru farnir að senda sínar kveðjur á internetinu.
Takk fyrir jólakortið Magga mín,góðar kveðjur tilbaka.
Síðan voru opnaðar jólagjafir sem vöktu mikla lukku eins og endranær.
Næst horfðum við saman á skemmtilega grínmynd og fengum okkur ís.
Hebbi hafði keypt vinettuna (ísterta) góðu og hér var líka tobleron ís sem að Siggi besti frændi ásamt sonum kom óvænt með um daginn!
Ísinn frá frænda sló rækilega í gegn hjá okkur öllum og nú þarf ég að suða út uppskriftina af þessum yndislega ís.
Óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsæls nýs árs með þökk fyrir það gamla elskurnar mínar.
Knús og kossar frá okkur í Ásgarðinum.



  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 152
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280725
Samtals gestir: 32704
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:45:49