Tvö af þremur folöldum fæddum í ár eru seld.
Við höfum verið ansi heppin með kaupendur að folöldunum og kaupendurnir svo ánægðir með gripina að þeir hafa viljað ná sér í fleiri gripi hér á bæ.
Hrókur er auðvitað afskaplega ánægður með þetta allt saman enda á hann orðið afkvæmi víðs vega um heiminn.
Hann varð 24 vetra síðastliðið vor og enn er hann að fylja blessaður en ég finn það á honum að hann er farinn að reskjast og róast mikið.
Þessar þrjár merar sem við eigum og eru í folaldseign duga honum vel en hann slær nú ekki hófnum á móti einni og einni gestahryssu samt sem áður.
Ef hestakerra keyrir hér í hlaðið þá spennist sá gamli upp og er hann alveg viss um að það sé von á hryssu til sín.
Þessir gömlu eru ekki svo vitlausir!
 |
Jarpa hestfolaldið er selt/sold
Faðir Hrókur frá Gíslabæ
Móðir Rák frá Ásgarði
 |
Bleikskjótt merfoald selt/sold
Faðir Hrókur Gíslabæ
Móðir Lotning frá Ásgarði |
|