Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2006 Ágúst

31.08.2006 23:29

Heljar seldur!

Heljar frá Ásgarði er seldur.Innilega til hamingju Deidrie með Heljar.I hope that he will by a great stallion in the future in Ohio:))

Loksins lægði vindinn hér á Suðurnesjum (rok á Suðurnesjum!) og í gær náðum við að rúlla 45 rúllum af melnum svokallað hjá Gulla áður en myrkur skall á og náttfallið kom í logninu:))Veðurguðirnir hér hjá okkur geta ekki ákveðið sig og er annaðhvort í ökkla eða eyra hvað varðar vindstigin þessa dagana.

Í morgun kláruðum við melinn og man ég reyndar ekki hvernig talan endaði á rúlluvélinni en þetta er allt að hafast.Reyndar fékk ég svo nokkuð gott frí í dag frá traktornum sem ég þarf víst á að halda því ég tognaði á öxl um daginn við að ná múlnum af honum Hjartan kallinum.Eitthvað hefur hann lært samt af því að dingla í gúmmíkallinum góða því annars hefði hann líklega slitið af mér handlegginn en ég tel mig vera þokkalega handsterka en hann er mjög öflugur folinn.Mín varð að fara til læknis í fyrrakvöld alveg sárkvalinn af verkjum og með náldofa í þremur fingrum.Doksi hótaði mér því að ef ég lofaði ekki að vera stillt og hvíla mig framyfir helgi þá myndi hann setja handlegginn í fatla! Issss.....það er heyskapur og ég fékk svo rosalega góð verkjalyf sem heita Vóstar-S og eru þau svo góð að ég þarf ekki að taka gigtalyfin mín áður en ég fer að sofa því þau verka svona svakalega vel á gigtina líka:))

Í dag sló Hebbi Arnahól og er alveg kafagras þar núna en í sumar þegar að við vorum að rúlla og pakka fyrir Gísla við hliðina á Arnahólnum þá var varla gras að sjá á túninu sem er vel sprottið núna.Á morgun skal rúlla þar og pakka og svo rjúkum við áfram í Fuglavíkina.Hún lítur ágætlega út en mér sýnist samt að þar sé grasið eitthvað í minna lagi en í venjulegu ári.Við sjáum til hvað verður.

I have to tell people about what Dímon did today Deidrie! It was sooooo.....funny:))

Þannig var að ég Deidrie og vinkona hennar voru hér í dag að skoða sölufolöld og ég notaði náttúrulega sénsinn og gætti að öllum girðingum hvort allir væru í lagi í hverju hólfi.Þegar að við vorum búnar að skoða í hólfinun hjá Dímon og vorum að labba aftur heim þá læðist hann Dímon á eftir okkur einsog skuggi og fyrirvaralaust beit hann í buxurnar hjá Deidrie og var næstum búinn að taka þær niður um hana hehehehehehehe:)))Og ég náði þessu atviki næstum á mynd en þarna er hún Deidrie rétt búin að snúa sig útúr kjaftinum á klárnum hehehehehe.Svo eftir að hún skammaði hann þá hljóp hann til Orku og afgreiddi hana með stæl beint fyrir framan stelpurnar sem göptu af undrun yfir þessari náttúrulegu athöfn sem fór bara fram í ósótthreinsuðum haganum! Þessu eru þær ekki vanar og fannst mikið til koma:))

Ég verð samt að setja eina fallega mynd af henni Deidrie svo hún lemji mig ekki næst þegar að hún kemur í heimsókn hehehehe.This is a very good picture of her and Stórstjörnu who never let my touch her face but Deidrie was ok!

29.08.2006 02:16

Fullt af gestum og heyskapur (Buslufréttir)

Í gærmorgun hófst dagurinn á því að við hjónin ætluðum að vakna snemma og taka á móti Ragga Skúla (fyrrum torfærutappa á Galdra Gul:) en hann ætlaði að sjóða eitthvað fast framan á "nýju" fínu Toyotuna okkar.Auðvitað sváfum við eitthvað frameftir aðalega ég samt en Raggi var sko búinn að vera úti að vinna hér án þess að við hefðum hugmynd um og bankaði hann uppá hjá okkur uppúr tíu í gærmorgunn.Eitthvað fannst honum skrítið með hana Buslu þarsem hún lá á teppinu sínu en annar teinninn í afturfætinum var genginn eina 10-12 cm útúr henni og stóð þarna þráðbeinn uppúr skepnnunni! Djö.....var ógeðslegt að sjá þetta! Ekki heyrðist boffs í tíkaræflinum frekar en fyrri daginn og út fór hún og pissaði.Þegar að hún kom inn aftur þá hlammaði hún sér á rassinn og beint ofaná teininn sem stakkst aftur á kaf inní beinið eina cirka 8 cm og virtist hún ekki finna fyrir þessu eða er svona svakalgega hörð af sér.Ég athugaði hvaða dýralæknir var á neyðarvaktinni en þarsem "hennar"læknar voru ekki við þá gaf ég henni verkjalyf og ákvað ég að bíða framá mánudagsmorguninn.

Eftir að Raggi fór þá komu í heimsókn Hulda og Helgi frá Hellu og Gauja vinkona úr hestunum.Einnig komu Beggi og frú með sínhvora dótturina.Eftir mikið kaffiþamb og spjall þá stikaði ég niður tún í verkin mín þ.e.a.s færa strenginn hjá Hrók og merum og athuga hvort all væri í lagi í öllum hólfum.Helgi,Hulda og Gauja fóru með mér til að sjá folöldin og vakti hún Heilladís mestu athyglina með sín tvö folöld þær Sif Hróksdóttir sem er hennar eigið afkvæmi og Von Ögradóttur sem er fóstudóttir hennar.hryssan virðist mjólka þessum báðum folöldum mjög vel og er spikfeit og pattaraleg.Hún er reyndar ekkert glöð með að ég skildi taka hana frá Hrók og hinum merunum og kemur hlaupandi þegar að ég færi strenginn hjá Hrók og heldur að hún sé að missa af bestu beitinni!

Hér er Heilladís frá Galtarnesi með folöldin "sín".Ég verð að geta þess að dóttir Heilladísar Dögg Sæsdóttir frá Hellu hækkaði á yfirlitinu og er komin í 7.82 og er það nokkuð gott hjá fimm vetra hryssu sem ekki er búin að vera í margra mánuða tamningu hjá þeim "fremstu".

Stóðhestefnin hér á bæ voru heldur betur hressir í rokinu í kvöld þegar að ég gekk um hólfið hjá þeim! Það var kuldahrollur í þeim enda yfir 20 mertar á sekúndu í hviðunum.Hér er hann Glóðar Feykir Þengilsson á harðastökki.

Og þessi er sko kaldur kall! Lét sig ekki muna um að stökkva létt yfir gamla grjótgarðinn og hikaði ekki! Þekkir einhver þennan verðandi gæðing?

Í dag sló Hebbi Nýja-Bæ,Móhús og Miðhúsamelinn.Vonandi fýkur ekki heyið burt í öllu rokinu en við létum það vera að rúlla því upp í rokinu í dag enda nægur þurrkur framundan.Ég afturámóti fór með Buslu mína í bæinn og var hún þá orðin einum tein fátækari því snemma um morguninn sá ég hinn bókstaflega detta útúr löppinni! Dýralæknirinn tók hinn teininn úr líka og ég get ekki betur séð en tíkinni hafi létt við að losna við þessi ósköp úr löppinni sem eru greinilega búin að vera að trufla hana allann tímann.Hún heldur áfram á pencillíninu og vonandi er beinið orðið nægilega gróið svo hún geti farið að stíga aftur í fótinn fljótlega.Hún heldur fætinu alveg á lofti og hefur nánast ekkert stigið í hann allann tímann frá aðgerðinni.Matarlystin hefur ekki verið uppá marga fiska síðustu daga en núna í kvöld loksins þá sýndi hún matardallinum mikinn og góðann áhuga.Helst vill hún fá mat frá ákveðnum aðila úr bænum en hún Magga hefur verið afskaplega spennandi manneskja hjá tíkunum hér á bæ en hún er svoooooo........góð kona finnst þeim því hún vinnur í Mötuneyti!

Hér er þessi elska að sleikja dallinn sinn og þrífa einsog hún er vön að gera en hefur ekki gert lengi.Greinilegt batamerki á Buslunni minni.ég ætla að hlífa ykkur og fleirum við myndunum sem ég tók í gær þegar að teinninn var við það að fara útúr henni.Núna hlýtur þetta að vera að takast og mun ég krossa fingur og vona að allt verði gott og tíkin hætti að finna til.

 

 

27.08.2006 01:09

Frigg seld

Hún Frigg er seld og fer í hendurnar á góðum eiganda en hún Magga mín keypti hana í dag.Hún bara stóðst ekki freistinguna enda folaldið virkilega fallegt og vel ættað báðumegin frá.Innilega til hamingju með hana Frigg Magga mín .

Það er ekki á hverjum degi sem að heil rúta kemur í hlaðið í Ásgarðinum en það gerðist í dag og enginn venjulega flottur ökumaður um borð! Sigrún"rosalega er hún mamma þín töff á þessum trukk!!! Og það var sko bakkað eftir speglunum!

Við erum klár í næsta þurrk og ef vel heppnast þá eigum við að ná einum þremur túnum eftir helgina.Það spáir þurrki og á hann að haldast í einhverja daga.Jóel vinur minn fyrir norðann er víst að verða búinn að ná öllu sínu í plast eða ég býst fastlega við því að hann sé að senda okkur hér fyrir sunnan þurrkinn svo við getum klárað líka.Takk fyrir það Jóel og Guðrún .

 

25.08.2006 00:28

Seinna gangmál hjá Dímon!

Dímon Glampasonur varð hryssunni ríkari í kvöld en hans seinna gangmál hófst með komu Pamelu Náttarsdóttur.Henni fylgdi auðvitað sonurinn Sókrates og gekk mikið á hjá henni Pamelu súperofurmömmu þegar að hún var sett í hólfið.Ekki munaði miklu að eigandinn fengi að slóðardraga allt hólfið á eftir merinni sem rauk af stað með heljarinnar látum og skeytti engu um þótt mannvera héngi á taumnum.Hún skildi sko passa uppá krílið sitt og enginn önnur meri í hólfinu fengi að þefa af því! Það bókstaflega flæðir úr henni mjólkin og sá stutti verður sko ekki stuttur lengi með svona mjólkurframleiðslu hjá móðurinni.

Hér er Sókrates frá Höfnum,ekkert smá krúttlegur með mjólkurskeggið sitt:))

Það gekk alveg ótrúlega vel að setja Glóðar Feykir út í hagann með hinum stóðtittunum 6 en mér finnst langbest að setja allt saman inn í hesthús í nokkrar klukkustundir og láta hrossin kynnast í rólegheitum og setja svo út saman undir eftirliti.Þá er mesta spennan farin úr hrossunum og nýju aðkomuhrossin hlaupa ekki alveg tryllt og á allar girðingarnar.En djö.....var hann flottur! Hann sprellaðist um allt og hélt nú aldeilis að hann ætti heiminn þar til Hrókur kom æðandi að girðingunni þá hrundi alveg veröldin og hann gapti einsog Þorskur á þurru landi og það skein úr augunum hans "ekki berja mig,ég er bara lítill foli! Eftir smá stund þá sá Hrókur að hann var ekkert að skrökva sá stutti og hélt til hryssnanna sinna og skipti sér ekki meir að tittunum.

Við hjónin vorum dugleg í dag,kallinn hamaðist við að gera sláttuvélarnar klárar fyrir næsta þurrk og ég færði til öryggislínu og setti upp á Vinkilinn en þangað ætla ég að færa hana Heilladís með folaldið sitt hana Sif Hróksdóttur og Von Ögradóttur hennar Röggu vinkonu en hún Heilladís er alveg búin að taka hana Von að sér sem sitt eigið folald.Nú er um að gera að gera vel við Heilladísina sem er orðin 16 vetra og ætlar að mjólka vel ofaní þessi tvö folöld framá haustið.

Ég var alveg óð með cameruna í dag enda gott veður og gaman að taka myndir.Á ferð minni um hagana smellti ég og smellti af hinum og þessum hrossum.Hér er ein af mæðgunum Eðju og Frigg.Og Frigg er til sölu:))

 

24.08.2006 00:37

Folar ormahreinsaðir og hrossaflutingar

Það er búið að vera nóg að gera í hrossastússi hér á bæ síðustu daga.Tvær gestahryssur fóru frá Hrók og til síns heima og Toppa gamla Náttfaradóttir fór upp fyrir veg til Rjúpu og Freistingar til að bíta þar grasið græna sem við höfum ekki nýtt okkur hingað til.Við erum byrjuð að girða þar og er alveg lúmsk beit þarna fyrir ofan veg.Toppa gamla tók vel í grasið enda mathákur mikill einsog sést á þessum myndum:))Gamla brýnið orðin 22 vetra og er aðallega uppá punt hér hjá okkur en alltaf hefur hún gaman af því að vera hjá stóðhesti á sumrin og tókum við það ekki frá henni í vor og fékk hún að vera hjá honum Hrók svona honum og henni til mikillar gleði þó hún hafi eflaust ekki fest fang frekar en síðastliðin 3 ár.

Rjúpu minni fannst ekkert smá sport að fá þá gömlu til sín og fór í loftköstum um allt hólfið:))

Í fyrradag þá tók ég inn ungfola og ormahreinsaði,ekki voru þeir mjög hrifnir af þessu uppátæki hjá kellingunni og þurfti að hafa meira fyrir sumum en hafði ég bara gaman af að slást pínulítið við þá.Þetta má nú ekki allt saman standa grafkyrrt,það verður að vera smá fútt í þessu!

Ef þið mætið þessu tveimur perrahrútum leitið þá skjóls á öruggum stað og bíðið uns þeir eru horfnir.Gimbrarnar mínar eru alveg búnar á því og erum við hér í Ásgarðinu búin að setja upp Gimbra athvarf niður í hesthúsi.Tara fór ekki varhluta af árás þeirra og stoppaði ég för þeirra á eftir tíkinni þegar að hún kom hlaupandi innum dyrnar með þá á hælunum og inn allann ganginn og skondraði hún á annari hliðinni inní stofu! Tíkarræfillinn þarf líklega að fara í klippingu því hún er nú einu sinni Puddle-Terrier blendingur og gæti alveg verið grá gimbur.En hvað um það þá eru þessir spræku heimalningar frá næsta bæ ástsjúkir á eftir lömbunum okkar og bíð ég nú bara spennt hve lengi fram eftir hausti þeir fá að lifa,kannski verða þeir settir á! Hjálp!!!!!

Við hjónin fórum í bæinn í dag og skildi kallinn mig eftir í Kringlunni með gjafabréfin frá systkinum hans og nú skildi mín sko kaupa sér föt! Ekki fannst mér ég fá merkilega þjónustu í fyrstu tveimur búðunum þannig að ég sneri mér annað og hætti ekki fyrren ég fann buxur einsog ég vil hafa þær og lágu þrennar í valnum þegar að ég gekk út.Boli fann ég líka og er ég alsæl með þetta,komin með þessar fínu buxur á mig sem ég er sátt við.Ég er svo agaleg þegar að ég fer að versla mér föt.Ég vil helst að ég geti keypt mér svipuð eða eins föt ár eftir ár.Ég þoli td afar illa þessar víðu buxur sem allir eru með á hælunum,það er einsog ungdómurinn sé enn með bleyju og gleymst hafi að skipta um í marga daga!

Í kvöld kom afskaplega fallegur foli til mín í pössun og er hann undan hinum fræga Þengli frá Kjarri sjálfum.Ég tók bara andköf þegar að ég sá litinn á folanum,auðvitað var hann glófextur EN rauði liturinn á búknum er algert æði! Ég held að þarna sé bara Þengill heitinn kominn aftur og verður spennandi að fylgjast með þessum fola í framtíðinni:)

20.08.2006 21:08

Tara fælir innbrotsþjófa frá!

Ég var ekki að skilja lætin í henni Töru í dag en hún var í hundaðstöðunni útí kanínubúi ásamt Skvettu barnabarni sínu að passa uppá að Refur og Minkur komi ekki að taka frá okkur smádýrin sem þar eru.Hún gelti og gelti og var ég að hugsa hvað í ósköpunum gengi að tíkinni! Hún virtist vera ofsalega reið og æst en ég sem var um allt annað að hugsa hélt bara áfram því sem ég var að gera.Það kom svo í ljós þegar að Hebbi fór úteftir að gefa og líta til með skepnunum að einhver(jir) höfðu sparkað upp hurðinni á bakvið og farið þar inn.Eitthvað hefur þeim litist illa á lætin í tíkinni því ekkert var horfið og ekki hreyft við neinu.Eins hafði ekki verið gengið um kanínusalinn eða geymsluna okkar.Við viljum þakka það að ekkert var skemmt eða tekið hve tíkin gelti rosalega og var reið og ill.Hún er alveg einstök hvað varðar að passa uppá allt hér í Ásgarðinum og stundum er hún svo bíræfin að hleypa ekki fólki útúr bílunum nema að við séum útivið til að samþykkja gestkomandi fólk þó svo hún þekki það vel.Góð Tara mín!

Það var sko engin smá matarveisla sem þau heiðurshjón Boggi og Eygló héldu í nýja flotta Hjólhýsinu sínu á Sólseturshátíðinni og vorum við boðin í Lambalæri og Rauðvín sem var þegið með þökkum.Veðrið var frábært og margt af skemmtilegu fólki sem við hittum þ.á.m Frikki hestatemjari,Högni járningakappi með frú og hund og svo ekki síðast og síst,Jenni Dalaprins og Maja frúin hans.Það sem hægt var að skrafa um hesta og aftur hesta.Auðvitað kemst ekkert annað að þegar að svona hrossabrestir einsog við hittumst.Einhverntímann um nóttina þegar að mín var búin að innbyrða einhver ósköpin öll af dýrindis kræsingum sem runnu ljúft niður með hinum og þessum tegundum af hmmmm..........nefnum það ekki,mig langar ekki svoleiðis alveg strax á næstu dögum  ,þá fylgdu Boggi og Eygló okkur með vasaljósum heim á leið og kvöddumst við í nóttinni yfir rafgirðingunni hjá okkur við hófatak mikið en Hrókur og frúrnar hans þeyttumst um allt tún alveg steinhissa á þessu fólki með ljósgeislana.Og auðvitað var enginn friður til að fara beint í háttinn þó nótt væri skollin á með myrkri því að lömbin komu þjótandi og veinandi á móti okkur og terrorista hrútarnir frá Hólabrekku á eftir okkar gimbrum og voru ekkert nema gre.....an.Þeir hömuðust á gimbrunum sem leituðu skjóls á bakvið okkur og Hermann hrútur renndi sér stöðugt í þá til að bjarga sínum gimbrum og ætlaði allt um koll að keyra og lá við að ég dytti um koll í látunum við að koma okkar þremur lömbum inní hesthús og skella á Hólabrekkuhrússana sem góndu alveg steinhissa og lafmóðir á okkur.Þannig að það var gerð tilraun til nauðgunar á Sólseturhátíðinni í Garðinum:))Eða þannig sko:))

Hvernig er annað hægt en að ljóma svona í framan með nýkastað folald í höndunum.Þetta fallega folald fæddist í dag og voru þau Boggi og Eygló lengi búin að bíða eftir því og reyndar var Eygló búin að gefa út þá yfirlýsingu að merin væri bara svona feit og hana nú! En þessi fallega liti foli er nú enginn fituklumpur úr mömmu sinni heldur jarpblesóttur-sokkóttur að aftan og hringeygður á báðum!!!Þvílíkur litur á einni skepnu! Innilega til hamingju með gripinn vinir mínir .

Buslufréttir.

Við Busla fórum eina ferðina enn í bæinn síðastliðinn Föstudag en teinarnir voru eina ferðina enn að ganga útúr henni.Þó hreyfir þessi elska sig næstum ekkert,fer rétt út til að gera stykkin sín og það á þremur fótum.Þetta gekk vel og tók dýralæknirinn sem annaðist hana mjög vel á móti henni og fékk tíkin vel af verkjastillandi og verður áfram á Baytrilinu vegna þess að hún ælir upp Dalacininu nær samstundis og hún tekur það inn.Það eru tæpar tvær vikur eftir en þá má taka þessa bölvaða teina úr henni.Ég krossa bara fingur og vona að þeir hreyfist ekkert en ég verð ekki hissa þó þeir poppi upp eina ferðina enn.Þá verður að skera Busluna mína aftur og brjóta beinið aftur upp en það virðist ekki gróa alveg rétt saman.En þá verður líka að bolta allt saman með skrúfum eða hvað þetta nú heitir.Ég ætla bara rétt að vona að hennar kvölum samfara þessu öllu saman fari að linna.

17.08.2006 23:57

Fyrstu Fashanaungarnir!

Fyrstu Fashanaungarnir litu dagsins ljós í Ásgarðinum í dag.Þeir voru óvenjulega hressir og kátir og komust sjálfir úr eggjunum án nokkurrar hjálpar.Þeir eru undan fuglum frá Bjarna og Þuru en okkar fuglar voru hættir að verpa eftir að hafa byrjað alltof snemma að verpa í ár.Nú er um að gera að reyna að halda lífinu í krílunum en það getur verið býsna erfitt.Á einhver góð ráð handa okkur varðandi Fashanarækt???

Ég var svolítið heppin í dag þegar að ég lagði af stað á Sæunni(traktorinn minn).Ég var rétt lögð af stað og var að renna út hlaðið þegar að annað framdekkið brotnaði undan henni.Það var eins gott að ég var ekki komin útá veg þarsem ég hefði verið á meiri hraða og kannski að mæta bíl! Hebbi var  ekki lengi að kippa þessu í liðinn og svo var haldið áfram við að hirða túnið sem við slógum fyrir Gerðahrepp en þeir vildu endilega að við hreinsuðum eitt tún fyrir þá sem og við gerðum.Fengum við 13 rúllur af því í dag.

16.08.2006 23:15

Rafnkelstaðatúni klárað

Við hjónin kláruðum Rafnkelstaðatúnið í dag og vorum snögg að því! Mig minnir að rúllufjöldinn hafi verið 36 rúllur.Þá á ég að vera komin með það magn af heyi sem okkar hross þurfa,Möggu hross þurfa og það sem ég var búin að lofa fólki.Allt umfram fer í útigangsstæðuna sem verður vonandi stór og stæðileg einsog í fyrra.Reyndar fór kallinn að slá eftir að við kláruðum inní Garði en það er Sólseturhátíð í Garðinum á næstu helgi og vorum við beðin um að slá dágott stykki til að hafa allt sem flottast á leiðnni niður á Vita.Það verður rúllað á morgun og flutt heim.

Rjúpa og Freisting eru komnar upp fyrir veg en þar eigum við svolítið land sem við höfum ekki nýtt áður.Síðustu árin höfum við borið kanínuskítinn á móann þarna og hefur han vægast sagt sprottið upp með látum,fagurgrænn og fallegur.Þetta er flott fyrir hana Rjúpu sem er bara 3ja vetra dama en kannski ekki alveg óskahaginn fyrir hana Freistingu sem þyrfti að beita á malbik:))Líklega er hún fylfull eftir hann Hrók minn en Freisting hefur fest fang en ekki haldið það út að fullganga með fylin heldur látið þeim fljótlega eftir að hún fyljast.En í vor þá var hún skoluð út hjá Björgvin dýralækni og vona ég svo innilega að þetta takist hjá henni núna.

Ég er svo þreytt og sólbrennd í framan(þreytt í framan,dö....) að það hálfa væri nóg.Sem betur fer þá verður skýjað á morgun þannig að ég ætti ekki að verða að brunaösku í traktorssætinu.En gott fólk! Ég gerði svolítið af mér í dag:) Sigrún vinkona mín í Danmörku hringdi og eftir langt og skemmtilegt spjall þá var ákveðið hvað ég ætlaði að panta af kanínum í gegnum hana.Hún ætlar að sækja þær fyrir mig til ræktandans sem er að selja gullfalleg dýr og flott ræktunardýr fyrir mína starfsemi.Ég pantaði tvær Castor Rex læður,eitt par af Chincilla Rex,og eitt par af hvítum Rex.Þetta er Chincilla Rex.

Hvít Rex.

Og svo Castor Rex einsog ég er búin að rækta í mörg ár.Ekkert smá flott dýr.

15.08.2006 23:59

Meiðastaðir búnir.

Þessir tveir eru alltaf að metast hvor er stærri:))Sá skjótti hann Týr er alveg viss um að hann sé alveg nógu stór til að tuskast í honum Glófaxa en hann hefur bara gaman af þessum og leyfir Týr að vinna þennan ímyndaða bardaga af og til,þó ekki alltaf! Veturgömlu tittirnir eru alveg til fyrirmyndar og ekkert mál að hafa þá.Þeir stigu ekki einu sinni yfir línuna sem við vorum að taka þó svo að græna grasið hinumegin hafi freistað.Nei"við ætlum ekki að fá í okkur stuð af þessu kelling! Svo biðu þeir þartil línan var tekin og þá var nú gaman að spretta úr spori inná nýju beitina.

Við erum búin að vera á traktorunum í allan dag og kláruðum við að garða,rúlla og pakka Meiðastaðatúnið.Við fengum ekki nema 55 rúllur af því og segir það helling um hvað sumarið er búið að vera lélegt hvað varðar sprettu.Við treystum okkur ekki til að halda áfram í kvöld enda orðin vel þreytt og bíður heyið eftir okkur á Rafnkelsstaðatúninu þartil á morgun en sem betur fer þá á veðrið að vera gott áfram.Við ætlum að vera þakklát fyrir það hey sem við fáum því við höfum heyrt að margir bændur í Þingeyjarsýslu séu ekki komnir með eina einustu rúllu! Þetta er ekki eðlilegt hvernig sumarið er búið að vera.

Ég fékk góðar fréttir af einu "ömmubarninu"mínu í kvöld frá Huldu vinkonu en Dögg Sæsdóttir undan Heilladís minni frá Galtarnesi var sýnd í dag af honum Sigga Sig og er hún komin í 7.78 og á enn eftir að bæta sig.Þetta tosast allt uppá við:))

14.08.2006 23:57

Heyja heyja heyja halelúja!

Nú verð ég að reyna að muna síðastliðna daga,úfffff.

Síðastliðinn Sunnudag þá kom Valgerður vinkona að sækja hana Stjörnu sína sem hefur varið sumrinu hjá honum Dímon Glampasyni.Hún Stjarna er svolítið sérstök,hefur fengið brauð og snúða reglulega hjá okkur og hef ég reynt að vingast við hana einsog öll önnur gestahross hér á bæ.En "nei takk kelling,gefðu mér bara brauðið á jörðina og reyndu ekki að snerta mig! Svona hefur hún haft þetta í sumar og þegar að Valgerður kom þá sagði hún við mig"ég fer bara með múlinn niður í haga og tek hana.Ég: vertu ekkert að reyna það Valgerður mín,ég rek þau bara öll í réttina.Valgerður: Ok gerum það.Svo förum við niður í haga og hvað haldið þið að hún Valgerður geri! Auðvitað labbaði hún bara að merinni og tók í hökuskeggið á henni og bað mig um að rétta sér múlinn! Ég sem að er vön að geta hænt að mér og náð öllum hrossum!Bíddu bara Stjarna næst þegar að ég er með snúð og gotterý,já" bíddu....lengi hehehehehe:))

Seinnipartinn kom Hafdís hesta"kelling"og hjálpaði hún mér að koma honum Dímon á tamningarbásinn þarsem hann var bundinn og var hann alveg viss um að nú væri lífið búið.Þar stóð hann einsog dauðadæmdur þessi elska á meðan við fórum heim í kaffi og að sækja ormalyfið.Er ekki Siggi Dímonareigandi á hlaðinu!Auðvitað var hann drifinn inn í kaffi og með því og svo var stikað niður í hesthús að kíkja á folann.Við Siggi erum alveg viss um að þarna sé ein mesta kynbótabomba framtíðarinnar og það skal enginn segja okkur annað þangað til  annað kemur í ljós.

Síðan færðum við Hebbi öryggislínuna yfir í hausthagann og hleyptum Dímon og merunum hans ásamt folöldunum þangað en þá var farið að rigna talsvert og við orðin holdvot í gegn.

Er hún ekki flott hún Sif Hróksdóttir!Þessa ætla ég að eiga sjálf og er þetta eina folaldið sem er ekki til sölu í ár hjá okkur.Heilladís mamma hennar Sif var svo væn að taka að sér móðurlausa folaldið sem er undan Sylgju hennar Röggu vinkonu.Ég er óskaplega fegin að Von litla skuli vera á móðurmjólk hjá henni Heilladís en ekki þurrmjólk hjá mér úr pela sem kemur alsekki í staðinn fyrir kaplamjólkina.Sif er stundum að malda í móinn yfir þessu en hún er ekki eins svakalega reið og hún Þrá hennar Manar en Von ætlaði að fá sér sopa um daginn úr Mön sem stóð kyrr en þá varð hennar folald alveg brjálað og réðist með látum á hana Von! Þau eru alveg merkileg þessi folöld,vita að þau eru að missa sopann ef annað folald reynir að súpa úr mömmum þeirra.Ég ætla að taka hana Heilladís frá þegar að hausta fer og setja hana snemma í rúllu og algert dekur með þessi tvö folöld.Hún er algjör hetja að bjarga þessu folaldi henni Von.

Þennan stórglæsilega högna verslaði ég mér um daginn en hann er úr ræktun stelpnanna í Framtíðarræktun.Hann er undan Glæsir mínum gamla sem nú er fallinn frá og læðu frá stelpunum.Ég var óskaplega fegin að ná þessum högna til mín þarsem ég átti ekkert eftir af þessari flottu Looplínu.Nú er bara að finna nafn á drenginn?

Ég er mikið að pæla í að flytja inn nýtt blóð frá Danmerkunni og fór hún Sigrún vinkona fyrir mig til gamallar konu sem er með mjög góðan Castor til sölu og er ég alveg veik að versla mér dýr af henni.Ég veit bara ekki hvað ég á að gera,mig langar í par af Castor Rex og annað par af Chincilla Rex.Þessa myndi sendi Sigrún frá Danaveldi og margar margar flottar! Þetta er Chincilla Rex.

Við erum á fullu í heyskap og er kallinn búinn að vera á traktor í allan dag eða í 12 tíma nánast samfellt.Hann kom einu sinni heim að laga sláttuvélina og næra sig og svo beint aftur útá tún að slá.Ég er búin að elta hann á milli stykkja með tætluna og er alveg brjálaður þurrkur.Við kláruðum Meiðastaðatúnin og Rafnkelsstaðatúnin.Á morgun á svo að raka saman ,rúlla og pakka.Það verður einhver sprengur á okkur enda erum við bara tvö sem verðum á hlaupum á milli þriggja traktora! Issssss.........við reddum þessum:))

 

10.08.2006 23:59

Svona ætla ég að verða!

Þegar að ég verð minni(vonandi grennist ég einhverntímann)og eldri þá ætla ég að vera eins eldhress og konurnar tvær sem komu til mín í kvöld að versla sér kanínur og hænur.Það var svoooooo gaman hjá þeim í kanínubúinu og voru þær einsog börn í dótabúð enda ýmislegt að skoða hérna í Ásgarðinum hjá okkur.Litla-Löpp kanína var versluð og pöruð í leiðinni svo hún verði nú ekki kanína einsömul en reyndar fór með henni mjög fallegur ungur Högni undan Sauðnesvita kanínu.Kanínusalurinn nötraði af hormónum og paraði ég Skutlu með Sæla frá Sauðanesvita og á morgun verð ég að halda áfram að para svo að eitthvað verði til af kynbótadýrum fyrir næsta vor.

Tinna kom í kvöld og lagði á Biskupinn sem fór í feita fýlu einsog hún kallaði það en það þýddi ekki að malda í móinn við hana Tinnu og í reiðtúr skildu þau þrátt fyrir leiðindaveður.Það gekk mikið á hjá Biskup feitabollu þegar að hann kom á sýnu yfirferðatölti heim og náði ég varla mynd af þeim þegar að þau komu í hlaðið.

Buslufréttir.

Busla er komin á annað og breiðvirkara pencillín og finnst mér hún vera að braggast eitthvað núna,minnsta kosti er matarlystin að batna.Hún rokkar svona upp og niður og núna er lystin í lagi en hún vill ekki mikið hreyfa sig.Við Busla vorum vakandi framá nótt,hún lá á teppinu sínu fyrir framan svefnherbergisdyrnar og ég uppí rúmi að horfa á Animal Planet þegar að við heyrum skyndilega eitthvað detta á gólfið framí stofu! Ég náttúrulega tímdi ekki að vekja hrjótandi bónda minn heldur ákvað að setja í mig kjark og fram læddist ég og Busla var voðalega skrítin í framan og eyrun upp sperrt! Ég spurði hana lágt"hvað er að ske" og þá sneri hún hausnum að einhverju ógeðslegu krípi sem að silaðist í átt að henni á gólfinu! Þetta var greinilega ekki mús en samt á stærð við mús! Fjórir fætur var á þessu dýri og hlykkjaðist það áfram en það var einsog það væri hálflímt við parketið? Dööööö..........þetta var annar froskurinn sem hafði tekist að hoppa uppúr fiskabúrinu hehehehehe.Ég handsamaði skrípið og skellti honum aftur ofaní búrið og gaf mat og lokaði því betur með glerplötunum.Mig langar ekki til að mæta stærri frosknum á svona næturrölti,þá fengi ég hjartaslag!

10.08.2006 01:02

Álaga sumar

Hvernig og hvenær endar þetta skrítna sumar.Það er einsog einhver álög hvíli yfir mönnum og skepnum þetta sumarið.Síðastliðinn Sunnudag þá missti góð vinkona mín merina sína hér og lítur allt útfyrir að hún hafi fengið hjartaáfall.Það gekk undir henni gullfallegt merfolald sem ég hef haft áhyggjur af en strax á Þriðjudeginum sé ég að það er að fá sér mjólkursopa úr einni af mínum merum og þá ætti því að vera borgið sem betur fer.Reyndar er sú stutta að reyna að fá sopa úr annari meri en folaldið hennar bregst hið versta við og ver mömmu sína með kjafti og klóm!Ekki datt mér í hug að folöld gætu brugðist svona við að verja sopann sinn fyrir öðrum folöldum!Ég ætti kannski að fara útí það að skrá niður svona hegðun sem maður sér á mínu daglega rölti um stóðin hér á bæ.Annað undarlegt sá ég í minna stóðinu þarsem Dímon Glampasonur ræður ríkjum yfir sínum 4 merum (hann heldur að þær séu 40 hehehe).Hún Orka sem missti tvíburafolöldin sín í vor er að ganga upp í þriðja sinn og vildi merin fá sitt en Dímon var ekki í neinu stuði fyrir svona hryssu sem ekki fyljast strax heldur geipsaði bara stórum geispa og horfði útí loftið!

Og svo ullaði hann bara á hana!

Stuttu síðar kom önnur meri alveg hneyksluð á folanum,rak hann með hörðum hóf í burtu og hoppaði á bak þeirri sem var í hestalátum og reyndi að afgreiða málið!

Heyskapurinn gengur afar rólega fyrir sig en við erum ekkert að skreppa saman af stressi yfir því.En ánægjulegustu fréttirnar eru þær að hann Hebbi minn sem er nú alveg snillingur að gera við Krone vélina okkar smíðaði eitthvað (gormasystem) á hana þannig að núna lokar hún sér þannig að hægt er að rúlla með henni:)) Núna bíðum við bara eftir næsta þurrki og þá er bara að spretta úr spori og halda áfram að heyja,nóg er af túnunum sem bíða eftir okkur.

Deidrie sú sem er að læra "allt" um ræktun hrossa í Ásgarði kom í dag og er hún alveg kolfallinn fyrir honum Heljari og vill fá hann út með sér.Reyndar verð ég að láta aðra vita sem var spennt fyrir honum áður en lengra verður haldið með Heljar,nú ef hún vill hann ekki þá gæti hann verið á leiðnni út til Ohio.Ekkert minna ferðalag en það.En það sem henni Deidrie fannst mest spennandi var þessi náttúrulega frjóvgun sem á sér stað hér útum alla haga.Þeir eru víst ekki svona heppnir stóðhestarnir úti í hennar heimalandi,þar fer allt gamanið fram í hólkum og slöngum sem menn stýra.

Buslufréttir.

Busla greyið á ekki gott þessa dagana.Enn eina ferðina virðist teinninn á leiðinni útum löppina á henni og farið að grafa í öllu saman.Hún missti lystina í gær og vildi hvorki vatn né mat.Ég reyndi að gefa henni aftur hitt pencillínið sem hún var fyrst á en hún ældi því strax upp aftur einsog hún gerði um daginn.Það tollir enganveginn ofaní henni þannig að hún er þá á hinu pencillíninu sem að gengur vel að gefa henni.Verkjastillandi og bólgueyðandi fær hún kvölds og morgna.Á morgun ætla ég að ná í dýralækninn hennar og vita hvað hægt er að gera fyrir tíkina mína.Hana vantar bara viku uppá að það megi taka teininn úr fætinum og vona ég svo innilega að það verði hægt mjög fljótlega og að beinið sé að mestu gróið.

08.08.2006 23:37

Bilun í kerfinu sem er verið að laga

Komiði sæl öll sömul.

Þið hafið væntanlega tekið eftir því að síðan mín er búin að vera hálfskrítin síðustu daga en skýringin er hér fyrir neðan.Myndir hafa dottið út bæði á blogginu og heilu albúmin eru horfin.Sem betur fer þá á ég þessar myndir í tölvunni minni þannig að ég redda þessu fljótlega.Ég vona að þið hafið það öll gott,hef ekki tíma núna í blogg elskurnar mínar.Blogga fljótlega aftur

 

8.8.2006

Fréttatilkynning

Eins og allir áskrifendur 123.is hafa tekið eftir hefur 123.is verið í hálfgerðu lamasessi síðan á laugardaginn 5.ágúst.

Smá lýsing á búnaði 123.is
Öll gögn eru geymd á tvöföldu kerfi, það er: hverjir 2 diskar virka sem einn og það má annar hvor diskurinn eyðileggjast (en ekki báðir í einu). Hörðu diskarnir sem við notum er sérstakir vefþjóna diskar sem eiga að endast 4x lengur en venjilegir harðir diskar.

Við ákváðum að útskýra fyrir ykkur notendum 123.is hvað gerðist:
 - kl 11.40 á laugardaginn fær kerfisstjóri 123.is sent SMS frá kerfinu um að annar diskurinn sé bilaður í kerfinu
 - kl 12.00 kemur kerfisstjórinn og skoða málin og reynir að lagfæra á staðnum kerfið, segir því að reyna að lagfæra það sem hægt sé
 - kl 13.00 kemur í ljós að annar diskurinn er alveg ónýtur, en lítur út fyrir að hinn sé í lagi, OK þá notum við hann bara á meðan við flytjum gögnin
 - kl 16.25 dettur allt kerfið niður, og kerfisstjórinn kíkir á þetta, báðir diskarinn eru bilaðir í einu! (þetta er víst svipað líklegt og báðir hreyflar á flugvél bili í einu.
 - kl 19.00 er farið með diskana í gagnaendurheimtingu og kveikt á forriti sem greinir öll gögn á diskunum og reynir að endurheimta þau
 - endurheimtunarferlið tók hvorki meira né minna en 60 klukkustundir og það er ástæðan fyrir niðritíma / biðinni
 
Við ætlum að læra af mistökunum og höfum ákveðið að hafa 4falt lag af gagnaöryggi
 - 2faldar diskageymslur (er núna)
 - 1 "hot spare" diskur sem kveikist á sjálfkrafa ef diskur bilar
 - dagleg afrit af 2földu diskageymslunum

Verðum líklega í allt kvöld (8.ágúst 2006) að koma þessu öllu inn og láta það virka rétt.
 
Endilega látið okkur vita ef þið verðið vör við eitthvað undarlegt og við munum laga það eins fljótt og auðið er.

Vil fyrir hönd 123.is biðjast innilega afsökunar á óþægindum sem þetta olli og hvet fólk til að hafa samband við okkur ef það vill koma einhverju á framfæri vegna þessa.

Kveðja,
Stígur Þórhallsson
service@123.is

01.08.2006 01:15

Heyskapur og Króna að klikka!

Við vorum að gera tilraun til að klára kothúsatúniðí allri blíðunni í dag og vorum við búin með 24 rúllur þegar að kveiknaði í henni Krónu rúlluvél.Það er ekki í fyrsta sinn sem kveiknar í henni í látunum og náði Hebbi að stoppa hana þegar að hann sá reykinn og opna til að ná heyinu út sem kveiknaði í.Áfram var rúllað en þá fór lega.Við skiptum um legu og næsta sem skeði var að Króna neitaði að lokast almennilega og þá var ekkert annað en að fara heim að vita hvað væri að ske.Ég gaf öllum skepnum á meðan HJebbi grandskoðai Krónu og gerði einhverjar hundakúnstir við hana og á morgun á að vita hvort hún vill ekki snúast fyrir okkur.Í það minnsta klára þetta tún svo hægt verði að yfirfara hana enn betur fyrir næsta tún.Sprettan núna er alveg með ólíkindum! Loksins tóku túnin við sér og horfir maður á grasið spretta! Ég tók mynd af Meiðastaðatúninu fyrir nákvæmlega viku og aftur í dag og ætla ég að skella þeim hér inn hvor á eftir annari svo þið sjáið hvort það borgaði sig ekki að hinkra aðeins og vita hvort ekki kæmi meira gras á túnin og veður hlýnaði.

Meiðastaðatúnið 24 Júlí.

Sama tún 7 dögum síðar.Ótrúleg breyting á aðeins einni viku!

Það skeði svolítið fyndið í kvöld en þegar að ég kom heim frá heyskapnum var fyrsta verkið að gefa heimalningunum kvöldsopann sinn og þegar að ég keyrði niður að hesthúsið þá sá ég tvö lömb koma þjótandi á eftir bílnum en eitt lá spriklandi útá túni liggjandi á hliðinni!Mér datt strax í hug að nú hefði hundur tætt það í sig á meðan ég var ekki heima en þegar að betur var að gáð þá var það bara afvelta af spiki og komst ekki á réttan kjöl.Aumingja Hermína er orðin alltof feit og pattaraleg þó svo hún sé hætt á mjólkursullinu og fái einungis heitt vatn að drekka tvisvar á dag:))Hmmmm....ætli heimalningarnir þurfi að fara á Herbalife eða eitthvað svoleiðis?

Buslufréttir fyrir þá sem vilja fylgjast með Buslunni minni.

Busla er allt allt önnur en hún hefur verið undanfarnar tvær vikur eftir það sem gert var fyrir hana í gær.Sú er aldeilis breytt! Hún notar fótinn og situr með fótinn réttan undir sér en ekki teygðann útí loftið.Það er allt annað að sjá upplitið á tíkinni,góð matarlyst og ekkert mál fyrir hana að hreyfa sig sem hún á nú minnst að gera af.Núna er aðalmálið að reyna að fá hana til að labba rólega en ekki fara svona hratt einsog hún vill fara.Sem betur fer er hún mjög viðráðanleg og gegnin með afbrigðum.Það er semsagt stórbreyting á tíkinni og er ég alveg undrandi á því hve mikil hún er og það er greinilegt að núna er hún ekki kvalin í fætinum einsog hún er búin að vera frá fyrsta degi þegar að aðgerðin var gerð á henni.Það er meira að segja enginn blóðgúll aftan á henni við sárið þarsem teinninn gekk tvisvar út heldur hafði dýralæknirinn sem annaðist hana í gær vit á því að skilja eftir gat svo að blóðið og vessar gætu runnið út óhindrað.Buslan heldur bara áfram sínu striki,tekur lyfin sín á réttum tíma og hefur það endalaust rólegt.

Eitt glæsilegasta folald sem ég hef séð seldist hér í Ásgarðinum í dag.Innilega til hamingju með folaldið ykkar kæru vinir,ég læt ykkur um að segja frá kaupunum hehehe.Maður bloggar ekki fréttum annara:))) En þið takið það til ykkar sem eigið:)))

Annar gripur seldist hér líka í dag,innilega til hamingju með trippið þitt ????? mín.Vona að þið ????? verðið aðalgellurnar á Grundinni eftir fáein ár:)) Það má ekki kjafta frá svona kaupum,best að leyfa nýjum eigendum að njóta sín með fréttirnar ekki satt:)) Er ég leiðinleg hehehehehehe.......

Ég verð að fara að finna mér tíma til að setjast niður og auglýsa folöldin áður en vetur gengur í garð.Kannski kemst ég í það á morgun,fæ eina Ameríska úr Hernum ofanaf Velli til að aðstoða mig við búskapinn.Hún hringdi í dag og vantaði svo að komast frítt í vinnu við hesta áður en hún fer í Hestakóla útí Colorado.Hún ætlar að koma einu sinni í viku í nokkrar klukkustundir til að safna tímum fyrir skólann.Ég hlýt að finna eitthvað sniðugt fyrir hana að gera.Kemda,hreinsa úr hófum,lónsera,spekja trippin betur.Hafið þið einhverjar sniðugar uppástungur fyrir mig með hana? Ég er svo vön að vina ein að ég kann ekki að notafæra mér aðra! Hjálp hjálp........commentið eitthvað!

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 848
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208533
Samtals gestir: 23188
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:44:31