Heimasíða Ásgarðs

14.08.2006 23:57

Heyja heyja heyja halelúja!

Nú verð ég að reyna að muna síðastliðna daga,úfffff.

Síðastliðinn Sunnudag þá kom Valgerður vinkona að sækja hana Stjörnu sína sem hefur varið sumrinu hjá honum Dímon Glampasyni.Hún Stjarna er svolítið sérstök,hefur fengið brauð og snúða reglulega hjá okkur og hef ég reynt að vingast við hana einsog öll önnur gestahross hér á bæ.En "nei takk kelling,gefðu mér bara brauðið á jörðina og reyndu ekki að snerta mig! Svona hefur hún haft þetta í sumar og þegar að Valgerður kom þá sagði hún við mig"ég fer bara með múlinn niður í haga og tek hana.Ég: vertu ekkert að reyna það Valgerður mín,ég rek þau bara öll í réttina.Valgerður: Ok gerum það.Svo förum við niður í haga og hvað haldið þið að hún Valgerður geri! Auðvitað labbaði hún bara að merinni og tók í hökuskeggið á henni og bað mig um að rétta sér múlinn! Ég sem að er vön að geta hænt að mér og náð öllum hrossum!Bíddu bara Stjarna næst þegar að ég er með snúð og gotterý,já" bíddu....lengi hehehehehe:))

Seinnipartinn kom Hafdís hesta"kelling"og hjálpaði hún mér að koma honum Dímon á tamningarbásinn þarsem hann var bundinn og var hann alveg viss um að nú væri lífið búið.Þar stóð hann einsog dauðadæmdur þessi elska á meðan við fórum heim í kaffi og að sækja ormalyfið.Er ekki Siggi Dímonareigandi á hlaðinu!Auðvitað var hann drifinn inn í kaffi og með því og svo var stikað niður í hesthús að kíkja á folann.Við Siggi erum alveg viss um að þarna sé ein mesta kynbótabomba framtíðarinnar og það skal enginn segja okkur annað þangað til  annað kemur í ljós.

Síðan færðum við Hebbi öryggislínuna yfir í hausthagann og hleyptum Dímon og merunum hans ásamt folöldunum þangað en þá var farið að rigna talsvert og við orðin holdvot í gegn.

Er hún ekki flott hún Sif Hróksdóttir!Þessa ætla ég að eiga sjálf og er þetta eina folaldið sem er ekki til sölu í ár hjá okkur.Heilladís mamma hennar Sif var svo væn að taka að sér móðurlausa folaldið sem er undan Sylgju hennar Röggu vinkonu.Ég er óskaplega fegin að Von litla skuli vera á móðurmjólk hjá henni Heilladís en ekki þurrmjólk hjá mér úr pela sem kemur alsekki í staðinn fyrir kaplamjólkina.Sif er stundum að malda í móinn yfir þessu en hún er ekki eins svakalega reið og hún Þrá hennar Manar en Von ætlaði að fá sér sopa um daginn úr Mön sem stóð kyrr en þá varð hennar folald alveg brjálað og réðist með látum á hana Von! Þau eru alveg merkileg þessi folöld,vita að þau eru að missa sopann ef annað folald reynir að súpa úr mömmum þeirra.Ég ætla að taka hana Heilladís frá þegar að hausta fer og setja hana snemma í rúllu og algert dekur með þessi tvö folöld.Hún er algjör hetja að bjarga þessu folaldi henni Von.

Þennan stórglæsilega högna verslaði ég mér um daginn en hann er úr ræktun stelpnanna í Framtíðarræktun.Hann er undan Glæsir mínum gamla sem nú er fallinn frá og læðu frá stelpunum.Ég var óskaplega fegin að ná þessum högna til mín þarsem ég átti ekkert eftir af þessari flottu Looplínu.Nú er bara að finna nafn á drenginn?

Ég er mikið að pæla í að flytja inn nýtt blóð frá Danmerkunni og fór hún Sigrún vinkona fyrir mig til gamallar konu sem er með mjög góðan Castor til sölu og er ég alveg veik að versla mér dýr af henni.Ég veit bara ekki hvað ég á að gera,mig langar í par af Castor Rex og annað par af Chincilla Rex.Þessa myndi sendi Sigrún frá Danaveldi og margar margar flottar! Þetta er Chincilla Rex.

Við erum á fullu í heyskap og er kallinn búinn að vera á traktor í allan dag eða í 12 tíma nánast samfellt.Hann kom einu sinni heim að laga sláttuvélina og næra sig og svo beint aftur útá tún að slá.Ég er búin að elta hann á milli stykkja með tætluna og er alveg brjálaður þurrkur.Við kláruðum Meiðastaðatúnin og Rafnkelsstaðatúnin.Á morgun á svo að raka saman ,rúlla og pakka.Það verður einhver sprengur á okkur enda erum við bara tvö sem verðum á hlaupum á milli þriggja traktora! Issssss.........við reddum þessum:))

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 309
Gestir í dag: 39
Flettingar í gær: 977
Gestir í gær: 21
Samtals flettingar: 285020
Samtals gestir: 33354
Tölur uppfærðar: 28.3.2024 09:50:55