Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2011 Ágúst

30.08.2011 21:37

Ótitlað

Þetta sumar hefur gengið alveg glimrandi vel og mikið af ungum komst á legg og mikið hefur selst af þeim.

Þó finn ég aðeins fyrir kreppunni en aðalsalan hefur verið til kúnna sem hafa keypt áður kanínur hjá mér.

Verðið er það sama og undanfarin ár enda tel ég mig ekki þurfa að hækka það.

Um daginn skeði það leiðinda atvik að brotist var inní útihúsin hjá okkur og farið innum allt og í gegnum kanínusalinn og inná kaffistofu og tóku innbrotsþjófarnir nýju fínu kanínuklippurnar mínar  og dýralyfjakassann minn sem ég var með og var hann fullur af sprautum og sprautunálum sem hafa heillað.
Einnig var þar ormalyf handa kindum og hestum þannig að þjófarnir ættu að vera lausir við orma skulum við vona.

Ég var svoooooooooo............sár!

En ég er búin að panta mér aðrar klippur frá Þýskalandi sem að koma í Október.

Oster Power Max sem eru með tveimur hraðastillingum og fæ ég tvær tegundir af kömbum með henni.

Hér eru myndir af þeim söluungum sem eru tilbúnir til að fara að heiman og orðnir mjög sprækir og lífvænlegir.


Móðir:9503
Faðir:Sprelli Angóra

Fæddir 24 Apríl 2011


Móðir:7615
Faðir:9532

Fæddir:28 Apríl 2011


Móðir:9546
Faðir:9532

Fæddir:23 Júní


Móðir:8420
Faðir:Ópal

Fæddir:22 Maí 2011


Móðir:9566
Faðir:Ópal

Fæddir:14 Mars

Þeir sem eiga pöntuð dýr eru vinsamlega beðnir um að drífa sig og sækja þau:)


12.08.2011 01:09

Þýskaland/Austurríki heimsótt:)

1 Ágúst

Askur með veturgömlum vini úti að borða:)

Mér var boðið út til Þýskalands og og Austuríkis í eina viku og nú skildi sko berja íslenska og útlenska gæðinga augum og hafa gaman af.


Auðvitað lá leið mín fyrst til hans Asks frá Hraunsnefi sem við seldum út fyrir fáeinum árum en hann býr í góðu yfirlæti á búgarði þarsem Kirsten vinkona ríður rækjum.....úppps....ræður ríkjum átti þetta að vera gott fólk:)

Kirsten að gefa Elisabeth banana:)

Þarna var gaman að koma enda mörg dýr á búgarðinum og margt að sjá.


Lísa á íslenskum hesti og teymir Pony við hlið sér:)

Mér var tekið opnum örmum og það leið ekki á löngu þartil allar mæður,frænkur og systur starfsfólksins þar voru farnar að baka alskyns eplapæ og kökur handa mér,enda lít ég svo mikið út fyrir að vera í stórhættu á að verða hungurmorða þá og þegar.


Fyrsti dagurinn fór nú í að jafna sig eftir flugið og átta sig á hlutunum en hitinn var rosalegur og sólin ekkert að hlífa manni neitt sérstaklega.

Ég var hálffegin þegar að dagur var kominn að kveldi og sú gula farin að hátta og dagurinn endaði á fínu veitingahúsi og smá létt í glasi og svo í bólið enda mikil og góð dagskrá framundan alla vikuna.

Er að vinna myndir og mun ég bæta við þetta blogg hverjum degi enda á hver dagur sína skemmtilegu minningu.

2 Ágúst

Annan daginn minn var ég orðin betri af flugferðinni og búin að sofa svolítið og var orðin hin hressasta þrátt fyrir allan hitann.

Það var margt að skoða á búgarðinum og gaman að segja frá því að þarna er hugsað vel um að nota ekki kemísk efni eða eitt eða neitt sem getur skaðað náttúruna.

Allt fóður í dýrin á bænum er framleitt án eiturefna og þarna er ræktað ógrynni af allskonar gómsætum ávöxtum og grænmeti sem ég gat gengið í úti að vild og týnt upp í mig:)

Pia og Lísa voru að temja/þjálfa hrossin og ekki var það dónaleg aðstaðan til taminga,reiðhöll og alskonar gerði og hjálpartæki á staðnum.

Reiðhöllin er með úðunarkerfi til að rykbinda gólfið.

Kirsten bauð mér niður að Chiemsee vatni til að sulla en ég íslendingurinn kunni nú ekkert á þetta og þorði varla útí!

En útí óð ég og tók myndir í gríð og erg en veðrið var geggjað og gaman að sjá alla þessa fegurð þarna,vatnið,fjöllin í fjarska og allan þennan fallega gróður.

Mér bauðst a meira að segja að fara í Loftbelg!

Úffffff......ég lak næstum niður af hræðslu við tilhugsunina og afþakkaði kurteislega.

Ofboðslega fallegt:)

Húsin þarna eru meira og minna skreytt með ofboðslega fallegum málverkum og varð mér starsýnt á þau.

Við fórum svo út að borða og auðvitað fékk ég mér banasplitt í eftirrétt:)

3 Ágúst

Við vöknuðum snemma (ég klukkan 06:00 á íslenskum tíma:)og drifum okkar af stað útí ævintýri dagsins.

Stefnan var tekin á eyju útí Cheimsee vatni en þar var hann König Ludwig II í höll sinni og ekki biðum við boðanna og hoppuðum um borð í ferju sem flutti okkar yfir á eyjuna fögru.

Þar vorum við fluttar einsog prinsessur í hestvagni sem að stórir klárar drógu uppað höllinni.

Spennan var rafmögnuð þegar að við stigum út og skoppuðum inní höllina en viti menn!

König Ludvig var ekki heima og hafði ekki verið heima síðan árið 1886 en þá dó hann blessaður kallinn.

Við vorum "aðeins" of seinar.......

En við fengum að skoða höllina hans sem er gríðarlega falleg!

Maður bara varð orðlaus af undrun yfir öllu sem þarna var inni.

Við fórum svo tilbaka með hestvagninum og fengum að sitja fremst og spjalla við ökumanninn sem að einsog svo margir aðrir krafðist þess þegar að ég sagðist vera frá Íslandi að ég segði EYJAFJALLAJÖKULL!

Ég þurfti alveg endalaust að segja það og er gosið í fyrra greinlega búið að auglýsa okkur rækilega.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213900
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 03:27:34