Heimasíða Ásgarðs

30.08.2011 21:37

Ótitlað

Þetta sumar hefur gengið alveg glimrandi vel og mikið af ungum komst á legg og mikið hefur selst af þeim.

Þó finn ég aðeins fyrir kreppunni en aðalsalan hefur verið til kúnna sem hafa keypt áður kanínur hjá mér.

Verðið er það sama og undanfarin ár enda tel ég mig ekki þurfa að hækka það.

Um daginn skeði það leiðinda atvik að brotist var inní útihúsin hjá okkur og farið innum allt og í gegnum kanínusalinn og inná kaffistofu og tóku innbrotsþjófarnir nýju fínu kanínuklippurnar mínar  og dýralyfjakassann minn sem ég var með og var hann fullur af sprautum og sprautunálum sem hafa heillað.
Einnig var þar ormalyf handa kindum og hestum þannig að þjófarnir ættu að vera lausir við orma skulum við vona.

Ég var svoooooooooo............sár!

En ég er búin að panta mér aðrar klippur frá Þýskalandi sem að koma í Október.

Oster Power Max sem eru með tveimur hraðastillingum og fæ ég tvær tegundir af kömbum með henni.

Hér eru myndir af þeim söluungum sem eru tilbúnir til að fara að heiman og orðnir mjög sprækir og lífvænlegir.


Móðir:9503
Faðir:Sprelli Angóra

Fæddir 24 Apríl 2011


Móðir:7615
Faðir:9532

Fæddir:28 Apríl 2011


Móðir:9546
Faðir:9532

Fæddir:23 Júní


Móðir:8420
Faðir:Ópal

Fæddir:22 Maí 2011


Móðir:9566
Faðir:Ópal

Fæddir:14 Mars

Þeir sem eiga pöntuð dýr eru vinsamlega beðnir um að drífa sig og sækja þau:)


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 325
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296582
Samtals gestir: 34136
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 08:36:56