Gamli Garðskagavitinn fékk ljósakúpulinn sinn aftur í dag en þyrlan TF
-Líf setti kollinn á hann og nú lítur hann svo fallega út blessaður.
Hef verið löt við að blogga hérna en síðan er þung í vöfum en von er á að 123.is uppfæri kerfið hjá sér og þá verður allt hraðvirkara og nýtt útlit með allskonar spennandi hlutum.
Hér er vorverkin á fullu,búið að þrífa útihúsin hátt og lágt,smúla skrúbba og bóna. Erum að vinna í túninu og "stagbæta" eftir hrossin undanfarin ár og gera fínt aftur því að nú á að slá hér heima í fyrsta sinn í mörg mörg ár aftur og hlakka okkur mikið til.
Þartil næst,farið varlega elskurnar mínar og eigið góða helgi.
Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.