Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2012 Janúar

30.01.2012 21:19

Endalaus vetur........


Borgfjörð frá Höfnum

Ég er alveg að klepra á vetrinum og er orðin óþreyjufull eftir sólarglætu og yl.


Kindurnar sem áttu að vera við opið hafa meira og minna þurft að dúsa inni og hefðum við alveg eins getað látið rýja þær strax og þær komu á hús og haft þær bara inni.

Við erum að taka til og gera fínt hjá kindunum enda von á fósturtalningar manninum til að telja hve mörg lömb við eigum von á í vor.

Það gekk svona rosalega flott upp í fyrra og niðurstaðan 100% rétt hjá manninum og öll vinna miklu auðveldari og öruggari fóðrun á kindunum þegar að maður veit hvað er í pökkunum:)

Ég veit varla hvort að maður toppar frjósemina núna en í fyrra var talið í 19 kindum og var 2 einlembdar-15 tvílembur og 2 þrílembur.

Kindurnar að úða í sig súrsætu heyinu.

Við breyttum heimasmíðaða garðanum þannig að þær geta núna gengið í kringum hann og þá komast allar vel að en pláss er fyrir 24 á garðann en við erum með 21 kind.


Steingrímur hinn lævísi.

Það verður spennandi að vita hvort að Steingrímur hinn lævísi hafi sett lömb í gimbrarnar mínar en hann gerir ekki mikið af sér núna svona hommalegur og hornalaus í hrútastíunni.


Von hennar Röggu vinkonu

Hrossin eru hress þrátt fyrir allann veðurbarninginn og lætin.

Freisting hans Hebba

Sumar hryssurnar eru farnar að losa hár og þær yngri eru af og til í hestlátum og með hávaða og læti.


Fjalladís (Skjóna mín:) og Máni Hróksson

Einhver hafa samt fengið smá hnjúska en ekkert alvarlega þó.

Lotning að fá sér volgan sopa hjá Freistingu mömmu.

Folöldin dafna alveg rosalega vel enda streymir móðurmjólkin enn ofaní þau.

2 folöld fóru í hvíta húsið um daginn og ein hryssa en hér er skorið grimmt niður ef við erum ekki sátt.
Enda hvorki fjárframlög eða heyforði í gripi sem að standast ekki væntingar.
Við erum reyndar búin að bíða í hátt í 3 mánuði eftir plássi fyrir þau og loksins rann dagurinn upp.

Hænurnar mínar eru komnar í smá pásu en ég slökkti ljósin hjá þeim í þakklætisskyni fyrir öll eggin í Desember.

Reyndar eru Silkihænurnar alveg óðar í varpi og liggja grimmt á og gogga í mann alveg hneykslaðar þegar að við hirðum eggin frá þeim.

Váli, Mímir og Gulltoppur í leik

Stóðhestarnir eru hýstir í verstu veðrunum og eru Hrókur og Suddi farnir uppí stóðhestahús en þeirra var þörf þar til að redda moðinu frá kindunum en þær leggja sér nú ekki hvað sem er til munns og standa yfir hálfkláruðum garðanum og heimta nýtt á hverjum degi.


Kanínurnar eiga nú sína eigin síðu Kanínubúið Ásgarði en það er alltaf sömu fréttirnar af þeim,núna eru þær í hvíld og kynbótadýrin eru 44 talsins í húsinu og nú bíður maður bara eftir góðu veðri svo hægt sé að fara að moka út úr húsunum og þrífa fyrir fyrstu alvöru pörun.
Allar kanínur seldust upp um áramótin og sala hefst ekki fyrren með vorinu þegar að fyrstu ungar eru orðnir 8 vikna og geta hæglega farið frá mæðrum sínum.

Þetta er nú svona það helsta í fréttum úr minni sveit.

Knús á línuna og takk fyrir innlit/útlit elskurnar mínar:)


22.01.2012 17:06

Fyrir útlendingana sem að keyptu hér folöld:)
I took this video yesterday of the foals and horses witch I have sold last autumn.Hope you like to see them in action new owners:)

The are:

Máni frá Ásgarði sold to Germany


Lúna frá Ásgarði sold to Germany

Hamingja frá Ásgarði sold to Germany (is not in the video)

Nótt frá Ásgarði sold to Germany

Þrúður frá Ásgarði sold to Germany

Salan hefur verið frekar þung en þó hafa hrossin verið að týnast útaf söluskránni.

Mín aðferð við söluna er að taka nógu margar myndir og gera mitt besta til að sýna hrossin einsog þau eru best.
Það þýðir ekkert að kasta til hendindinni í þeirri vinnu og slæm mynd kemur bara óorði á gripinn ef illa tekst til.

Nú þegar að hrossin hjá mér eru seld og búið að greiða þau þá er ballið sko bara rétt að byrja!

Vanalega eru þau hér eitthvað áfram og þá reyni ég eftir bestu getu að taka myndir af viðkomandi gripum og senda af og til fréttir af hrossinu til nýs eiganda.

Það er ekkert annað en dónaskapur að hirða aurinn og láta sér svo í léttu rúmi liggja hvernig umhirðan á hrossinu verður eftir að það er komið úr minni eigu og sinna ekki nýjum eiganda sem maður hefur verið í oft á tíðum miklum skrifum við.

Ég er stundum beðin um að setja hross inná sölusíðuna mína og hefur það mest verið vinafólk og ekkert mál með það.

Sérstaklega þegar að fólk er tilbúið með textann og myndir og ættir eru á hreinu.

Hrossin verða að vera skráð í Veraldarfeng (algjört lágmark!) og ekki verra ef að video er til af hrossinu í reið ef það er tamið.

Enga vitleysinga eða fávita takk fyrir,þeir eiga að vera í lofttæmdum umbúðum að mínu mati!

Annars er allt gott að frétta héðan,uhhhhhh........kannski orðum aukið en ég er orðin nánast húsföst (ekki rúmföst enn:) því líklega er ég búin að vera með hælspora í mörg mörg ár án þess að leita mér læknisaðstoðar.

Núna er kellan draghölt ef hún fer eitthvað of geist í útiverkunum og í dag ákvað ég bara að vera inni.

Nú svo var ég að fá niðurstöður úr röntgen en þær líta þannig út að ég er líklega hætt að fara á hestbak (smá kökkur í hálsinum ****gúlp***) nema þá ef ég skildi verða alveg viðþolslaus þá gæti ég kannski komist á hestbak með fötluðum í RVK..........:)

En áhuginn að fara á hestbak hefur nú ekki verið mikill undanfarin ár og líkleg ástæða verkirnir sem hafa verið að læðast svona aftan að mér.

Núna skil ég betur þessa verki um allt og afhverju ég er búin að draga svo mikið úr hinum og þessum verkefnum í lífinu.

Slitgigt var það heillin um allan skrokk,hendur,axlir,hné,hryggjasúlan/hálshrygg og víðar í skrokknum var útkoman.
Mjaðmirnar eru það versta og stundum finnst mér ég vera að liðast í sundur.
Það skiptir ekki máli hvort ég er á feti eða fer hraðar yfir eða hvort ég fer í 20 mínútna reiðtúr eða 7 tíma smal einsog í haust.

Og svo eru fimmgangshestarnir (óhreinir á gangi) verri en fjórgangs.
Þetta endalausa hliðarjag fer alveg með grindina í mér.

Sem betur fer þá er ég á mjög góðum bólguhemjandi/gigtar lyfjum sem að redda alveg dögunum en stundum á ég það til að hætta að taka þau þegar að ég tel mig vera góða en það er fljótt að koma í bakið á mér.

En það þýðir ekkert að vera að þessu væli heldur reyna að gera bara það besta úr þessu öllu saman,lífið er sko bara rétt hálfnað og ég get bara ræktað hross og dundað við að taka myndir af ykkur hinum sem enn eruð með heilsu til að geysast um holt og hæðir á gæðingunum ykkar:)

19.01.2012 20:42

Kindur,veðurfar og draumar


Heba Toppsdóttir með Karen mömmu sinni.

Hér er loksins farið að sjást vel í jörð og allir skaflar farnir heita má.


Þessi vetur er ansi eitthvað langur og erfiður finnst okkur og höfum við heyrt um fleiri sem hafa varla komist af bæ nema rétt á milli veðra til að fylla á ískápana sína.

Mig dreymdi í Nóvember örfáum dögum fyrir fyrstu snjókomuna að ég var stödd niður í heimahesthúsinu.

Útihurðin er opin og inn streymdu kindurnar mínar og hlupu þær beinustu leið í rúllu sem þar var inn á ganginum og fóru að éta.

Lind Brynju Beautydóttir og H-Stað

Ég tók eftir því að þær voru flestar drifhvítar og bara örfáar með einstaka dökkum flekkjum.


Alltíeinu ruku þær útum hurðina sem snýr á móti norðri og stukku í rassaköstum niður á bakka og í fjöruna og hurfu mér augum.

Þegar að ég vaknaði þá lagði ég drauminn á minnið og sagði nokkrum vel völdum vinum frá honum og taldi ég víst að þetta væri fyrir miklum snjó sem að svo tæki upp um síðir og líklega myndi ég þurfa að taka kindurnar á hús og ekki getað leyft þeim að standa við opið með rúllu útí einsog vanalega.

Þessi draumur rættist og það var bara núna fyrir 2-3 dögum sem ég gat sett þær greyin út í rúllu en það fíla þær alveg í tætlur og una sér vel ef þær hafa bara nóg að bíta og brenna og sitt skjól.

Núna um daginn dreymdi mig annan draum sem ég veit varla hvernig ég á að ráða?

Dóra mamma Forystu útí góða veðrinu í dag.

Mig dreymir hana Forystu mína og var hún borin þremur lömbum og tvö fyrri lömbin voru mjallahvít og það síðasta flekkótt eða næstum alveg dökkt.


Skildi vera að við eigum eftir tvo snjóa mánuði og svo einn mánuð þartil við fáum að sjá vorið?

04.01.2012 20:47

Hversvegna á EKKI að rækta kollótt!


Sætt lamb hún þrílita Skita:)

Ég tók frá í haust 3 lífgimbrar ágætlega stigaðar og neyddist ég til að taka þá fjórðu með þeim,kollótta litla sæta gráflekkótta gimbur sem var með svo óstjórnlega skitu að hún var ekki neitt neitt þannig að ekkert varð úr að hún færi í frystikistuna í ár heldur ákváðum við að gefa henni líf í eitt ár í viðbót og fá þá flott hangiket næsta haust.


Þessar dömur fengu svo meiri félagskap en ég tók tvær hátt stigaðar gimbrar í pössun frá vinafólki okkar og var harðorð í garð þeirra fjárbænda sem að eru að hleypa til á gimbrarnar og hamra ég aldrei nógu mikið á því að svona lagað á ekki að gera.

Nóg er nú um kynsvallið í fjárkofunum þó við förum ekki að bæta við gimbrunum í það svall í ofanálag þarsem við erum nú bara að þessu okkur til gamans og fá kjet í kistuna.

Annað er með þessa stóru fjárbændur sem stóla á innkomu haustsins í dilkum og hafa það að lifibrauði sínu.
Þá skil ég mætavel að setja hrúta á bestu gimbrarnar sínar.

En að gimbrunum aftur sem að döfnuðu vel í dekri og fengu gæða hey og köggla og bygg og brauð og kjass og klapp.

Svo var hleypt til fullorðnu kindanna og gimbrarnar fengu bara að góna í gegnum rimlana á lætin.

Svo milli jóla og nýárs sé ég að Skita litla er farin að hömpast á stærstu og flottustu gimbrinni henni Hebu minni.

Heba Karenar/Topps dóttir

Nú ég hafði aldrei séð gimbrar hegða sér svona áður,bara yxna kýr og hugsaði með mér"skildi gimbrar geta orðið yxna"?

Ég held áfram að gefa á garðann hjá fullorðna fénu og enn heldur Skita litla áfram að hömpast á Hebunni.

Djös..........ónáttúra í þessum lömbum hugsaði ég!

Ákvað ég að kalla samt í kallinn svo ég gæti skoðað hana Skitu litlu betur en ég var farin að halda að hún væri tvítóla eða eitthvað vangefin þarna í neðra.

Kallinn grípur Skitu og ég veð undir hana og finn þennan rosa pung!

OMG..........!!

Skita er kollóttur hrútur og ég hafði víxlað honum við systur sína í fjárvís og sent hana sem hrút í SS haft hann með gimbrunum svona lítill pervisinn og hornalausann!

Nú á ég von á lömbum undan lömbum og skammast mín niður í rassgat fyrir allar ræðurnar mínar sem Ég var nýfarin að halda varðandi að lömb séu að búa til lömb.

En þetta segir manni að það á ekki að rækta kollótt fé,í þessu tilviki var hann Skita lambhrútur í gimbragæru bölvaður en mikið er hann búinn að hafa gaman af veru sinni með hátt dæmdum gimbrunum!

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 775
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208460
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 15:18:02