Heimasíða Ásgarðs

30.01.2012 21:19

Endalaus vetur........


Borgfjörð frá Höfnum

Ég er alveg að klepra á vetrinum og er orðin óþreyjufull eftir sólarglætu og yl.


Kindurnar sem áttu að vera við opið hafa meira og minna þurft að dúsa inni og hefðum við alveg eins getað látið rýja þær strax og þær komu á hús og haft þær bara inni.

Við erum að taka til og gera fínt hjá kindunum enda von á fósturtalningar manninum til að telja hve mörg lömb við eigum von á í vor.

Það gekk svona rosalega flott upp í fyrra og niðurstaðan 100% rétt hjá manninum og öll vinna miklu auðveldari og öruggari fóðrun á kindunum þegar að maður veit hvað er í pökkunum:)

Ég veit varla hvort að maður toppar frjósemina núna en í fyrra var talið í 19 kindum og var 2 einlembdar-15 tvílembur og 2 þrílembur.

Kindurnar að úða í sig súrsætu heyinu.

Við breyttum heimasmíðaða garðanum þannig að þær geta núna gengið í kringum hann og þá komast allar vel að en pláss er fyrir 24 á garðann en við erum með 21 kind.


Steingrímur hinn lævísi.

Það verður spennandi að vita hvort að Steingrímur hinn lævísi hafi sett lömb í gimbrarnar mínar en hann gerir ekki mikið af sér núna svona hommalegur og hornalaus í hrútastíunni.


Von hennar Röggu vinkonu

Hrossin eru hress þrátt fyrir allann veðurbarninginn og lætin.

Freisting hans Hebba

Sumar hryssurnar eru farnar að losa hár og þær yngri eru af og til í hestlátum og með hávaða og læti.


Fjalladís (Skjóna mín:) og Máni Hróksson

Einhver hafa samt fengið smá hnjúska en ekkert alvarlega þó.

Lotning að fá sér volgan sopa hjá Freistingu mömmu.

Folöldin dafna alveg rosalega vel enda streymir móðurmjólkin enn ofaní þau.

2 folöld fóru í hvíta húsið um daginn og ein hryssa en hér er skorið grimmt niður ef við erum ekki sátt.
Enda hvorki fjárframlög eða heyforði í gripi sem að standast ekki væntingar.
Við erum reyndar búin að bíða í hátt í 3 mánuði eftir plássi fyrir þau og loksins rann dagurinn upp.

Hænurnar mínar eru komnar í smá pásu en ég slökkti ljósin hjá þeim í þakklætisskyni fyrir öll eggin í Desember.

Reyndar eru Silkihænurnar alveg óðar í varpi og liggja grimmt á og gogga í mann alveg hneykslaðar þegar að við hirðum eggin frá þeim.

Váli, Mímir og Gulltoppur í leik

Stóðhestarnir eru hýstir í verstu veðrunum og eru Hrókur og Suddi farnir uppí stóðhestahús en þeirra var þörf þar til að redda moðinu frá kindunum en þær leggja sér nú ekki hvað sem er til munns og standa yfir hálfkláruðum garðanum og heimta nýtt á hverjum degi.


Kanínurnar eiga nú sína eigin síðu Kanínubúið Ásgarði en það er alltaf sömu fréttirnar af þeim,núna eru þær í hvíld og kynbótadýrin eru 44 talsins í húsinu og nú bíður maður bara eftir góðu veðri svo hægt sé að fara að moka út úr húsunum og þrífa fyrir fyrstu alvöru pörun.
Allar kanínur seldust upp um áramótin og sala hefst ekki fyrren með vorinu þegar að fyrstu ungar eru orðnir 8 vikna og geta hæglega farið frá mæðrum sínum.

Þetta er nú svona það helsta í fréttum úr minni sveit.

Knús á línuna og takk fyrir innlit/útlit elskurnar mínar:)


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 187
Gestir í dag: 22
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 295980
Samtals gestir: 34031
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 14:54:58