Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2007 Ágúst

25.08.2007 01:57

Hestastúss og fleira stúss

Þið eruð alveg frábær gott fólk:)50 comment og ekkert minna!Nú er best að drífa sig í að blogga um það sem liðið er elskurnar mínar:)
Og Stella vann ókeypis "tour" í Ásdýragarðinn með fjölskylduna!!!

Loki Dímonarson frá Ásgarði.Sá hefur haft það gott í Útverkum í sumar með mömmu sinni.

Við drifum okkur með hestakerru austur í Útverk fyrir rúmri viku að sækja hana Sokkudís,Loka og Tinnu en þau voru í girðingu hjá honum Stæl frá Neðra-Seli.
Sabine átti réttinn á því að halda henni Sokkudís í ár og nú verður spennandi að sjá hvað hún fær næsta vor.
Með í kerrunni voru Hringur en hann var að fara í söluskoðun til Sigga Matt og hún Vordís mín Brúnblesadóttir fór í smá tamningu til hans Hilmars í Víðidalinn. Óðinn Hróksson var svo hafður innstur en hann var að eignast nýjann eiganda hana Monu á Selfossi.Innilega til hamingju með folann Mona mín.
Óðinn fékk nýtt nafn hjá henni og heitir núna Fenrir en það er eitt af nöfnunum úr Goðafræðinni.

Fenrir var hinn ánægðasti með nýja fína hesthúsið og alveg pollrólegur yfir þessu öllu saman.
Allt gekk þetta vel fyrir sig og alir komust heilu og höldnum á áfangastað.
Ég var að sjá hann Loka Sokkudísar/Dímonarson í fyrsta sinn með berum augum og leist mér alveg svakalega vel á gripinn.Fallegar línur í piltinum og geðslagið alveg til fyrirmyndar.Hann var að fara á hestakerru í fyrsta sinn og komst heill alla leið í hagann til hennar Heklu og þar  verða Sokkadís og Loki í góðu yfirlæti framá haustið.
Ég er mikið spennt að mæta í haust á folaldasýninguna í Ölfushöll en þar verður Loki Dímonarson sýndur og ætlar "amma" í Ásgarði að mæta með heilt klapplið.
Það er svo margt sem hefur skeð síðan ég bloggaði síðast að ég hreinlega man ekki allt!
EN ég man hvað ég gerði í gær/fyrradag:)

Sígrúnar-Rauðka með síða faxið:)
Þá fór ég og Eygló með hana Sigrúnar-Rauðku í bæinn til Krissu og Gunna en hún er að fara til Danmerkur eftir fáeina daga.
Það var gaman eins og altaf að koma í hesthúsið hjá Krissu en það var stappfullt af hrossum sem eru að fara út.
Næst kíktum við Eygló til Sigga Matt í smá spjall en þar er hann Hringur kallinn minn í smá prófun hjá ungri dömu.

Enn eitt hesthúsið áttum við eftir að kíkja í en þar eru þær Vordís Brúnblesadóttir og Vænting Hróksdóttir í tamningu.
Það var gaman heyra kumrið í henni Vordísi þegar að ég talaði til hennar:)Eitthvað kannaðist hún við kerlinguna sína.
Auðvitað fengum við að sjá dömurnar í reið en Vænting er búin að vera hjá Hilmari í 2 1/2 viku og ekkert mál að ríða henni um Víðidalinn og ég var ánægð með að heyra það hjá tamningarmanninum að það væri ekki til sjónhræðsla hjá henni eða neitt slíkt.Enn eitt Hróksafkvæmið með traustar taugar:)

Það gjörsamlega helliringdi á þau þegar að þau riðu úr hlaði en merin lét það ekki á sig fá og brokkaði þetta áfram og einungis var henni riðið með tauminn í nasamúlnum.nú var "amma" montin og reyndi ég að fá kallinn í hestakaup þegar að heim kom en það kom bara þvert nei" hjá kalli!? Enda er Vænting undan uppáhalds hryssunni hans henni Toppu Náttfaradóttur og er þetta líklega síðasta afkvæmið undan þeirri gömlu.

Næst var lagt á hana Vordísi Brúnblesadóttur og keyrðum við með henni og tókum myndir í gríð og erg ég og Eygló.
Alveg var ég handviss um það að hann Brúnblesi gamli myndi gefa mér í það minnsta eitt stykki draumahross fyrir alla,frábær í allri umgengni,taugasterk með afbrigðum,léttviljug og stáltaugar í hryssunni.Eina sem er svolítill mínus er að hún er ein af þeim hrossum sem maður verður að passa uppá að hún "óhreinki"ekki töltið með skeiði.Tamningarmaðurinn hafði á orði að það væri alveg sama hvað framundan væri sjónhræðsla væri ekki til í hennar huga.

Þarna er ég aftur komin með flott hross undir rassgatið á mér fyrir tamningarnar en ég hef verið alveg gjörsamlega fótalaus eftir að Skjóna mín datt út sem þolir allt áreiti sem getur komið þegar að unnið er með hrætt tamningartrippi.Bara snilld!
Eftir bæjarferðina varð ég náttúrulega að kíkja á nýjasta meðliminn í stóðinu hjá Bogga og Eygló.
Pamela var nefnilega loksins köstuð en merin er með eindæmum nákvæm í þessu og lætur engann segja sér það að vera að færa sig fram.Hún ætla sko að koma með folöldin sín í Ágúst og ekkert múður gott fólk.Í fyrra kastaði hún 20 Ágúst en núna flýtti hún sér um einn dag og kastaði 19 Ágúst:) Bæði skiptin var Sunnudagur og hana nú,svona vill Pamela hafa þetta:)

En af folaldinu er það að segja að þetta er algjört krútt (hvaða folald er ekki krútt:) En einn enn Dímonarsonurinn er kominn í heiminn og þessi er vindóttur með stóra stjörnu í enni og eina litla í snoppunni.Til hamingju með
gripinn kæru vinir.
Af okkar folöldum er það að segja að þau blása út og stækka og stækka.Ég setti 4 merar með folöldum upp fyrir veg í dag og grunar mig að einhver fái rennikúk á morgun því auðvitað byrjuðu þau öll að éta í sig áborna grasið sem er iðagrænt hingað og þangað um hagann.

Hefring Hróksdóttir er algjört montprik og nú hefur konan ekki gefið sig fram sem bað um litförótt og ákvað ég að eiga þessa dömu og láta temja hana með tíð og tíma og hver veit nema að maður sé með fallegan ræktunargrip þarna?

Embla Hróksdóttir fósturdóttir Sigga og Dímonar er að verða dökkjörp en ekki korgjörp eins og ég óttaðist um á tímabili.Hún er nákvæmlega eins og faðir sinn á litinn þegar að ég sótti hann 6 mánaða gamlann inní Reykjavík og keyptur óséður og varð ég að marghringja í ræktandann og fá leiðbeiningar um hvort folaldið ég átti að taka því hann Hrókur leit út fyrir að vera "bara" brúnn þegar að hann var folald:)
Eitt finnst mér alveg svakalega fyndið en það er að Embla og Sleipnir sem eru undan tveimur brúnsokkótum merum eru stöðugt að ruglast á mæðrum sínum og fylgja oft "vitlausri" móður eftir hehehehehehehe...........svo verða þau eins og asnar þegar að þær eru að hnibba í þau og reyna að koma þeim í skilning um það á kurteisann hátt að þau séu að fara mömmuvilt.Segiði svo að hross sjái ekki liti!

Þetta folald sem einhver nefndi því fallega nafni  Kvöldroða þykir afskaplega gaman að vera með alskonar kúnstir við okkur mannfólkið.Þarna tókst honum að ná húfunni af kallinum hehehehehe..............

Ussssss................nú verður hann Biskup minn alveg brjál.....þegar að hann sér þessa mynd af sér komna á netið!
Hvernig á maður annars að geta litið öðruvísi út þegar að maður er látinn inní blómagarðinn að bíta gras og til að taka til í beðunum?Smá viðbót og það um annarskonar fák eða mótorfák.Þessi gamli laglegi húsbíll er til sölu og er glænýskoðaður ef einhver hefur áhuga.Kolla og Addi systir og mágur Hebba ætla að selja hann og óska eftir tilboði í kaggann.Þið getið sent fyrirspurnir til okkar á netfangið herbertp@simnet.is og ég get sent fleiri myndir ef óskað er og komið ykkur í samband við þau.

Hér er nú reyndar rullan sem ég sendi á Húsbílar.is

Til sölu Ford Econoline 1984
Svefnpláss fyrir
tvo,Gaseldavél,Ískápur,Gasmiðstöð,gasskynjari,sólarrafhlaða,ferða WC.Bíllinn
er nýskoðaður 22 ágúst 2007 og fékk fulla skoðun.
Nánari upplýsingar í síma 422-7918 Gsm 690-1904 Kolbrún.

13.08.2007 16:22

Sabine Sebald tók glæsilegar myndir á HM í Hollandi!


Stian Pedersen og hinn glæsilegi Jarl frá Miðkrika.
Alexandra Montan Gray og Bragi von Allenbach í góðum takti með Stian og Jarli. Flott moment hjá Sabine vinkonu okkar!

Hér er linkur beint inná myndagallerýið hennar Sabine frá HM í Hollandi ásamt miklu fleiri myndum:
http://www.skinfaxa.net/frameset.html

Farin út að vinna elskurnar mínar .

06.08.2007 15:50

Hefring Hróksdóttir litförótt:)


Hefring er fyrsta folaldið hér á bæ til að sýna litförótta litinn undir folaldahárunum sem eru farin að losna af þeim.
Ég held að ég vilji barasta eiga þetta folald sjálf því hún verður líklega svipuð systur sinni henni Rjúpu Hróksdóttur enda alsystur.
Reyndar var ég búin að lofa einni góðri konu að ef hér fæddist litförótt folald þá fengi hún það keypt þannig að hún á enn rétt á því nú ef hún gefur sig ekki fram þessi ágæta kona þá ætla ég að eiga gripinn .Við ákváðum nefnilega að leyfa okkur að setja á 1-2 folöld á ári.Hin verða seld og gengur salan vel á þeim þrátt fyrir að ég sé ekki búin að auglýsa neitt nema hér inná 123.is.

Sleipnir Hróksson á harðastökki og teygir sig flott á stökkinu.
Sleipnir var að seljast í þessum pikkuðum orðum .Til hamingju með flottann fola nýr eigandi.Best að gera albúm fyrir hann á eftir.Ég er ekki búin að vera nógu dugleg að klára albúmin fyrir folöldin.OG fara að auglýsa þau á almennum markaði.
Á meðan ég man..................ég var að fá folald á söluskrá hjá mér en það er hrikalega spez á litinn!

Bleikálótt/blesótt/hringeygt á báðum augum!
Þetta er hestfolald undan Trymbil frá Akurey sem Stella vinkona á.
Hér er gallerý með myndum af Trymbli :http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=2018
Móðir folaldsins er Mósa frá Kleifum en hún er af gamla kyninu þaðan.
Fleiri folöld eru til sölu undan þessum sama fola.Þau eru öll á Víðidalstunguheiði og kom niður í stóðréttunum í haust.
Fullt af litum og gaman gaman.Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að versla þetta myndarlega folald í netfangið
herbertp@simnet.is

Hundafréttir:

Hvolparnir hennar Buslu dafna vel og eru hinir sprækustu.Sprækustu er reyndar vægt til orða tekið! Það eru fjórir rakkar eftir úr gotinu og seljast þeir á 30.000- stykkið,bólusettir og með heilbrigðisvottorð.
Þessi hérna uppi er kallaður Zorró og er hinn mesti kelistrákur.
Busla sjálf er hin sprækasta líka en ekki eru sömu fréttir að mömmu hennar henni Töru gömlu.
Hún er orðin frekar þreytt á lífinu og sefur mikið.Reyndar varð hér allt vitlaust í gær þegar að Busla og Tara fundu villtann kanínuunga undir drasli og voru þær ábyggilega að grafa í 2 tíma eftir honum!
Það streyma hingað viltar kanínur af og til sem fólk sleppti fyrir cirka tveimur árum og er alveg óþolandi að vita af þessum greyjum hér um allt.Ekki eru þær beint vinsælar á Golfvellinum hér skammt frá en þar eru þær að grafa allt í sundur.

Kindafréttir:

Gibburnar fengu rúllu til sín í hólfið fína því það hefur vantað tilfinnanlega rigningu í sumar og þar af leiðandi grassprettan í lágmarki.Sama hvað við reyndum að vökva þá dugði það ekki til.
Elsta lambið undan henni Hermínu er orðið svakalega stórt og er hrússi með mikil horn.
Gimbrin á myndinni heitir Brynja og er undan henni Gránu sem er upprunalega frá Tótu í Grindavíkinni.Brynja og Baddi tvíburarnir hennar Gránu dafna vel og stækka.Ég dauðsé eftir því að hafa ekki verið búin að fá mér eða finna gamla fjármarkið frá Ásgarði og merkja hana.En passa mig samt á því næsta vor að vera búin að þessu því annað má víst ekki.Lögbundin skylda að merkja öll búdýrin sín .

Baddi hrússi að gúffa í sig ilmandi töðunni.Nammi namm...........


Fuglafréttir:

Endurnar voru heldur betur duglegar að unga út í ár! Líklega er talan á ungunum hátt í 100 stykki! Og það lágu aðeins 7 endur á,reyndar 8 en ein er svoddan klaufi að hún lá á í tvo mánuði og kom ekki með einn einasta unga heim á hlað en í fyrra kom hún voðalega stolt með einn.
Það sem gerir alveg útslagið með að þeim gengur svona vel að ungan út er að eftir að við vorum látin setja þær inn í hús í fyrra vegna yfirvofandi Fuglaflensu þá eru þær svo öruggar með sig og í svo góðu atlæti inni við að þetta gengur alveg glimrandi hjá þeim.
Núna eru þær allar komnar út með ungana sína og eru með litla tjörn að busla í og nóg af fóðri og svo kemur haustið................
Og þá fækkar þeim aftur niður í 10 stykki ..........

Fashænan sem lá á fullt af eggjum kom með 4 unga og lifðu tveir af þeim.Þeir eru sprækir og sprautast um allt búrið hressir og kátir á eftir mömmu sinni.Við gáfum þeim allt sem okkur datt í hug,meira að segja suðum egg og muldum ofaní dall fyrir þá!
Við erum enn að leita að upplýsingum um hvar við fáum besta start fóðrið handa þeim en það er ekki auðvelt að finna það út á öllum þessum útlensku síðum sem við höfum verið að lesa.


Krían er komin með fullt af ungum niður á túni og er hin grimmasta.
Auðvitað varð hún alveg vitlaus þegar að ég steig inn fyrir varnalínuna sem ég setti upp svo að hrossin tröðkuðu ekki á eggjunum hennar og hún fengi að hafa sitt svæði í friði eins og undanfarin sumur.Ekki er eins mikið af Kríu og hefur verið og líklega er það vegna Sílaskorts eða svo segja fræðingarnir.
Hún er öllu seinni hjá okkur með varpið heldur en td í Norðurkoti sem er í cirka 6-8 km frá okkur í Ásgarðinum.
Hebbi var þar á ferðinni í morgun og voru komnir fullt af Kríuungum á veginn en þeir setjast gjarnan á vegina þegar að þeir eru að verða fleygir.
Ungarnir hér í Ásgarðinum eru enn að brölta um í túninu og eru þetta orðnir svakalegir boltar.Dúnninn er að byrja að detta af þeim og fallegar fjaðrirnar farnar að sjást.

Þessi ungi á vonandi eftir að komast með ættingjum sínum til Suður-Afríku.
Eggið á myndinni er vonandi fúlegg en ef þar kemur út ungi þá er hann alltof seinn að verða fleygur,veslast hér upp í túninu hjá okkur ásamt fullt af öðum ungum.Mestmegnis vegna þess að við náum stundum ekki að verja hér varpið dag og nótt fyrir fólki og þegar að týnt er undan Kríunni þá verpir hún aftur og aftur og ungarnir sem út klekjast verða eftir og svelta til dauða ef vargurinn nær þeim ekki á undan.
Og allir að hægja á sér þegar að keyrt er framhjá Ásgarðinum og fleiri stöðum þarsem ungar eru á vegi .


01.08.2007 01:31

Minkaveiðar á Snæfellsnesi í góðra vina hópi:)


Við tókum okkur smá frí frá bústörfum ég og kallinn og héldum vestur á Snæfellsnes á minkaveiðar með góðu vinafólki okkar.Hebbi smíðaði þennan flotta hundakassa á pallinn á Blakk Beauty og með fóru þær Tara,Busla,Skvetta og hún Tobba Anna 11 mánaða.

Það voru höfðinglegar móttökur sem við fengum,sér hús til að sofa í og dýrindis kræsingar bornar á borð fyrir okkur.Holugrilluð lambalæri með meðlæti eins og hver gat í sig troðið.

Þarna voru tvær fjölskyldur fyrir utan okkur og tveir hrikalega sætir Silki Terrier hundar.

Fyrst var farið niður með árósnum og svæðið skimað um allt og skyndilega urðu tíkurnar spenntar! Fóru að grafa og grafa í moldarbarð og æstust nú leikar! Skvetta hvarf næstum ofaní sína holu og upp kom hún hróðug með agnarlítinn músarunga hehehehehehe...........

Ekki veiddist meira þennan daginn en við Hebbi og Bjöggi gengum þónokkurn spöl í viðbót en ekki urðum við vör við þann ljóta.Við köllum alltaf mink þann ljóta og Tara,Busla og Skvetta vita sko alveg hvað það þýðir.

Um kvöldið var setið úti á palli með öl og sögur sagðar alveg hægri vinstri og brandarar flugu á víxl.

Við skemmtum okkur alveg konunglega í góðra vina hópi og fórum seint að sofa.Ég dröslaði Buslu minni með mér alveg innað rúmstokk því hún átti sko að passa kellinguna.Einhver var svo "vinsamlegur"að reyta af sér nokkrar draugasögur í lokin og eins gott að hafa hana Buslu sér við hlið hehehehehe............

Ein vesældarleg könguló asnaðist yfir gólfið og var Busla ekki lengi að gleypa hana og bjarga þarmeð minni geðheilsu þessa nótt:) Engi smá veiðitík hún Busla mín!

Næsta dag vöknuðum við kát og hress og eftir að hafa gleypt í okkur brauð og kaffi þá gerðu sig allir klárir fyrir næstu gönguferð með tíkurnar og núna skildi Garpur kallinn (Silkiterrier:) koma með og redda málunum og finna eitt stykki Mink fyrir okkur.Við örkuðum af stað með fimm hunda og vorum við bara rétt komin niður túnið þegar að Busla og Skvetta ruku uppeftir skurði og gengdu okkur ekki.

Auðvitað voru þær búnar að finna Ljóta í skurðinum og geltu og geltu alveg trylltar undir jarðfalli í skurðinum.Allir stilltu sér upp,ég öskraði og öskraði eins og vitleysingur (missi mig alltaf á þessu augnalbiki:) út þaut Minkurinn og Bjöggi sýndi þessa líka rosalegu Minkabana takta að annað eins hefur ekki sést og verður eflaust lengi í minnum haft.Ljóti féll í valinn og þá er einu villidýrinu færra í Íslenskri náttúru.

Bjöggi Westwood Minkabani.........nú má Ljóti fara að vara sig .

Við gengum upp með tveimur ám,óðum fram og tilbaka enda ekkert mál þarsem rigning hefur vart sést á Íslandi í sumar.Garpur litli sem var alveg óðamála fyrst þegar að við hittum hann upp við bústaðinn steinþagði blessaður þartil hann átti að vaða yfir aðra ána.Aftur varð hann blessaður óðamála og gelti og gelti að svona skildi sko enginn fara með hann að ætlast til að hann færi að dýfa sínum fínu loppum í kalda á"nei takk"! Auðvitað var hann borinn fram og til baka yfir öll þessi "stórfljót"þartil Ranga birtist með litlu Silki Terrier tíkina þeirra sem er nú bara pínulítill hvolpur.Sú gat sko vaðið yfir og æmti hvorki né skræmti!

Þá hættu allir að vorkenna honum Garpi hehehehehehehe..............Hann var sko látinn veina þartil hann fór útí og yfir og sá kunni nú hundasund og allir hættu að vorkenna honum:)

Skvetta fann Hunangsflugubú og stórskemmdi það með trýninu og Hunangsflugurnar uður alveg trylltar!

Verra var það samt með hana Buslu sem lenti í Geitungum en það var sko nóg af þeim þarna!!!!!

Ég sá að tíkin var eitthvað voðalega skrítin þegar að hún kom uppúr einum skurðinum og hentist niður rassgatið og var að reyna að ná einhverju á bakinu við skottið á sér.Ég beygði mig niður og ætlað aldeilis að klóra tíkinni minni á bakinu en ég hélt að hana klægjaði þar sem hún næði illa til með að klóra sér en hvað haldiði þið að ég hafi séð!!! Geitung á kafi í bakinu á henni að stinga Busluna mína!!!!

Ég náttúrulega stökk í burtu með mitt litla hjarta og Buslan bólgnaði öll upp undan stungunni! Me hero!!! ..........Held barasta ekki.

Við meira að segja óðum úti eyjur þarna en fundu ekki fleiri Minka en fegurðin þarna er alveg ómótstæðileg.

Við vorum þreytt og sæl eftir þennan skemmtilega göngutúr með eina 6 hunda með okkur.


Reyndar var hún Tobba Anna ekki þreytt eftir fleiri klukkustunda labbitúr og fann hún bolta sem hún djöflaðist með í óratíma og á endanum fékk hún Buslu og Töru í smá leik með sér:)

Góður og skemmtilegur félagskapur í náttúrfegurð sem þessari er ógleymanleg fyrir okkur.

Takk kærlega fyrir okkur Bjöggi og Ragna.

Heim komum við seint og um síðir og allt var á sínum stað í Ásgarðinum.Við mættum alveg gera þetta oftar við Hebbi minn að drífa okkur aðeins út fyrir landareignina,maður kemur bara hressari og endurnærðari heim aftur.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 848
Gestir í dag: 163
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208533
Samtals gestir: 23188
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:44:31