Heimasíða Ásgarðs

06.08.2007 15:50

Hefring Hróksdóttir litförótt:)


Hefring er fyrsta folaldið hér á bæ til að sýna litförótta litinn undir folaldahárunum sem eru farin að losna af þeim.
Ég held að ég vilji barasta eiga þetta folald sjálf því hún verður líklega svipuð systur sinni henni Rjúpu Hróksdóttur enda alsystur.
Reyndar var ég búin að lofa einni góðri konu að ef hér fæddist litförótt folald þá fengi hún það keypt þannig að hún á enn rétt á því nú ef hún gefur sig ekki fram þessi ágæta kona þá ætla ég að eiga gripinn .Við ákváðum nefnilega að leyfa okkur að setja á 1-2 folöld á ári.Hin verða seld og gengur salan vel á þeim þrátt fyrir að ég sé ekki búin að auglýsa neitt nema hér inná 123.is.

Sleipnir Hróksson á harðastökki og teygir sig flott á stökkinu.
Sleipnir var að seljast í þessum pikkuðum orðum .Til hamingju með flottann fola nýr eigandi.Best að gera albúm fyrir hann á eftir.Ég er ekki búin að vera nógu dugleg að klára albúmin fyrir folöldin.OG fara að auglýsa þau á almennum markaði.
Á meðan ég man..................ég var að fá folald á söluskrá hjá mér en það er hrikalega spez á litinn!

Bleikálótt/blesótt/hringeygt á báðum augum!
Þetta er hestfolald undan Trymbil frá Akurey sem Stella vinkona á.
Hér er gallerý með myndum af Trymbli :http://www.dyrarikid.is/gallery/AlbumSkoda.aspx?A=2018
Móðir folaldsins er Mósa frá Kleifum en hún er af gamla kyninu þaðan.
Fleiri folöld eru til sölu undan þessum sama fola.Þau eru öll á Víðidalstunguheiði og kom niður í stóðréttunum í haust.
Fullt af litum og gaman gaman.Endilega hafið samband ef þið hafið áhuga á að versla þetta myndarlega folald í netfangið
herbertp@simnet.is

Hundafréttir:

Hvolparnir hennar Buslu dafna vel og eru hinir sprækustu.Sprækustu er reyndar vægt til orða tekið! Það eru fjórir rakkar eftir úr gotinu og seljast þeir á 30.000- stykkið,bólusettir og með heilbrigðisvottorð.
Þessi hérna uppi er kallaður Zorró og er hinn mesti kelistrákur.
Busla sjálf er hin sprækasta líka en ekki eru sömu fréttir að mömmu hennar henni Töru gömlu.
Hún er orðin frekar þreytt á lífinu og sefur mikið.Reyndar varð hér allt vitlaust í gær þegar að Busla og Tara fundu villtann kanínuunga undir drasli og voru þær ábyggilega að grafa í 2 tíma eftir honum!
Það streyma hingað viltar kanínur af og til sem fólk sleppti fyrir cirka tveimur árum og er alveg óþolandi að vita af þessum greyjum hér um allt.Ekki eru þær beint vinsælar á Golfvellinum hér skammt frá en þar eru þær að grafa allt í sundur.

Kindafréttir:

Gibburnar fengu rúllu til sín í hólfið fína því það hefur vantað tilfinnanlega rigningu í sumar og þar af leiðandi grassprettan í lágmarki.Sama hvað við reyndum að vökva þá dugði það ekki til.
Elsta lambið undan henni Hermínu er orðið svakalega stórt og er hrússi með mikil horn.
Gimbrin á myndinni heitir Brynja og er undan henni Gránu sem er upprunalega frá Tótu í Grindavíkinni.Brynja og Baddi tvíburarnir hennar Gránu dafna vel og stækka.Ég dauðsé eftir því að hafa ekki verið búin að fá mér eða finna gamla fjármarkið frá Ásgarði og merkja hana.En passa mig samt á því næsta vor að vera búin að þessu því annað má víst ekki.Lögbundin skylda að merkja öll búdýrin sín .

Baddi hrússi að gúffa í sig ilmandi töðunni.Nammi namm...........


Fuglafréttir:

Endurnar voru heldur betur duglegar að unga út í ár! Líklega er talan á ungunum hátt í 100 stykki! Og það lágu aðeins 7 endur á,reyndar 8 en ein er svoddan klaufi að hún lá á í tvo mánuði og kom ekki með einn einasta unga heim á hlað en í fyrra kom hún voðalega stolt með einn.
Það sem gerir alveg útslagið með að þeim gengur svona vel að ungan út er að eftir að við vorum látin setja þær inn í hús í fyrra vegna yfirvofandi Fuglaflensu þá eru þær svo öruggar með sig og í svo góðu atlæti inni við að þetta gengur alveg glimrandi hjá þeim.
Núna eru þær allar komnar út með ungana sína og eru með litla tjörn að busla í og nóg af fóðri og svo kemur haustið................
Og þá fækkar þeim aftur niður í 10 stykki ..........

Fashænan sem lá á fullt af eggjum kom með 4 unga og lifðu tveir af þeim.Þeir eru sprækir og sprautast um allt búrið hressir og kátir á eftir mömmu sinni.Við gáfum þeim allt sem okkur datt í hug,meira að segja suðum egg og muldum ofaní dall fyrir þá!
Við erum enn að leita að upplýsingum um hvar við fáum besta start fóðrið handa þeim en það er ekki auðvelt að finna það út á öllum þessum útlensku síðum sem við höfum verið að lesa.


Krían er komin með fullt af ungum niður á túni og er hin grimmasta.
Auðvitað varð hún alveg vitlaus þegar að ég steig inn fyrir varnalínuna sem ég setti upp svo að hrossin tröðkuðu ekki á eggjunum hennar og hún fengi að hafa sitt svæði í friði eins og undanfarin sumur.Ekki er eins mikið af Kríu og hefur verið og líklega er það vegna Sílaskorts eða svo segja fræðingarnir.
Hún er öllu seinni hjá okkur með varpið heldur en td í Norðurkoti sem er í cirka 6-8 km frá okkur í Ásgarðinum.
Hebbi var þar á ferðinni í morgun og voru komnir fullt af Kríuungum á veginn en þeir setjast gjarnan á vegina þegar að þeir eru að verða fleygir.
Ungarnir hér í Ásgarðinum eru enn að brölta um í túninu og eru þetta orðnir svakalegir boltar.Dúnninn er að byrja að detta af þeim og fallegar fjaðrirnar farnar að sjást.

Þessi ungi á vonandi eftir að komast með ættingjum sínum til Suður-Afríku.
Eggið á myndinni er vonandi fúlegg en ef þar kemur út ungi þá er hann alltof seinn að verða fleygur,veslast hér upp í túninu hjá okkur ásamt fullt af öðum ungum.Mestmegnis vegna þess að við náum stundum ekki að verja hér varpið dag og nótt fyrir fólki og þegar að týnt er undan Kríunni þá verpir hún aftur og aftur og ungarnir sem út klekjast verða eftir og svelta til dauða ef vargurinn nær þeim ekki á undan.
Og allir að hægja á sér þegar að keyrt er framhjá Ásgarðinum og fleiri stöðum þarsem ungar eru á vegi .


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 8
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 258
Gestir í gær: 28
Samtals flettingar: 299355
Samtals gestir: 34513
Tölur uppfærðar: 3.5.2024 01:32:36