Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2010 Nóvember

29.11.2010 22:03

Heimilið þrifið út og bakstur að hefjast

Dugnaðurinn er mig lifandi að drepa en ég er búin að skúra skrúbba og næstum bóna hér útá hlað í dag.
Ég held að málið sé að nýju gigtarlyfin séu að þrælvirka og einnig að ég jók skammtinn sjálf um helming og ég er varla búin að stoppa síðan að ég gerði það.
Fyrst tók ég bara eitt hylki á kvöldin en uppá síðkastið hef ég prófað að taka inn annað hylki á morgnana þegar að ég finn að mjaðmagrindin er að liðast í sundur þegar að ég stend upp og þetta er alveg að gera sig og ég himinlifandi með árangurinn!

Eina sem er ekki að gera sig er vigtin.Hún stynur alltaf meira og meira eftir því sem tíminn líður og ég bara þyngist og þyngist þrátt fyrir að ég hafi skorið allt niður sem heitir óhollusta.
Eða nánast allt:)
Ég er meira að segja löngu hætt að drekka Cola Light sem að fór alveg hrikalega illa í lappirnar á mér.

Ég fékk alltaf svo rosalegann pirring í fæturnar á kvöldin þegar að ég ætlaði að fara að sofa og tengdi ég það við Cola Ligtið enda hefur pirringurinn steinhætt eftir að ég hætti að drekka það.

Þrá Þristdóttir og Von Ögradóttir í góða veðrinu.

Útigangurinn er kominn á fulla gjöf en ég gaf í 3 hólf í gær og ég er ekki alveg tilbúin að sameina strax yngri hryssurnar og setja þær saman við folaldshryssurnar.
Það er allt miklu rólegra þegar að gömlu skessurnar eru ekki að tuska til þær yngri.

Hrókur á hlaupum

Nú svo eru Hrókur og sonur hans Váli pungalingarnir á bænum með geldingunum þeim Biskup,Sudda og Kóng í hólfi og allir sáttir þar eða á minnsta kosti þegar að Hrókur stendur öðrumegin við rúlluna og hinir allir hinumegin og borða.
Hrókur þarf mikið pláss og vill frið á meðan á matartíma stendur.

Nú er sá árstími sem að erfiðast er að mynda og ég tók einar 300 myndir um daginn í frábæru veðri en sólin er bara svo lágt á lofti að það er til vandræða.
Ég varð að eyða út 95% af myndunum og henda:(

Hér eru nokkrar af veturgömlu dömunum sem allar eru undan Hrók mínum enda leynir það sér ekki hver er faðirinn.

Þrúður Hróksdóttir/Litla-Löpp.

Nótt Hróksdóttir/Stórstjarna.

Laufey Hróksdóttir/Pamela.

Hafið það svo gott elskurnar mínar þatil næst:)

25.11.2010 18:06

Minkurinn slyngi og dýrbítar


Skvetta
Þær voru þreyttar og lúnar hálfsysturnar Súsý og Skvetta Busludætur um daginn eftir smá hasar við mink sem við náum engann veginn uppúr grjótvarnargarðinum hér niður á bakka.

Súsý litla
Sá er öruggur með sig og gefur ekki frá sér lykt og sefur sem fastast innanum öll fuglahræin sem hann hefur dregið í bælið sitt.

Ég er búin að heyra mikið af ljótum sögum um illa dýrbitin lömb og er rebba að fjölga allsvakalega og sveitafélögin gera lítið sem ekkert í málunum.
Sumir ekki neitt því það eru víst ekki til peningar til að halda útí skyttum.
Þetta er alveg sorglegt og eigum við eflaust eftir að sjá mun meira af þessu sem að vinafólk mitt í Borgarfirðinum gekk fram á í sínu smali um daginn.
Myndirnar tala sínu máli og sumar eru ekki fyrir viðkvæma!

Myndaalbúmið hennar Gunnhildar frænku.

21.11.2010 19:53

Gestahrossin og góða veðrið


Virðing frá Víðihlíð eigandi Sibylle í Þýskalandi.

Ég ætlaði að vera löngu búin að koma frá mér gestahrossa bloggi fyrir þá sem hér eiga hross í hagagöngu.Drottning frá Ásgarði eigandi Sybille Þýskalandi

Vil taka það fram að ég er hætt í bili að taka í hagagöngu og er að hvíla bæði okkur og jörðina eftir 2007 lætin og þar í kring.


Það er ekki lítil ábyrgð að hafa hross fyrir aðra og ég tala nú ekki um núna á meðan að hestapestin er að hrella hross og veturinn framundan.

Þrá Þrisdóttir frá Ásgarði eigandi Ragga í Noregi.

Talandi um hestapestina í öðrum dýrategundum en hrossum þá er sannað að hún fer í menn,ketti og hunda og núna grunar mig að hún fari einnig í sauðfé en það eru orðnir ansi margir sauðfjárbændur sem kvarta yfir sérkennilegu kvefi í sínum kindum.


Ekki þessu venjulega kvefi sem þekkist í sauðfé heldur eitthvað annað sem líkist hestapestinni.

En þarsem ég hef ekki hundsvit á þessu og er ekki menntuð á þessu sviði er mér nær að steinþegja og halda bara kjafti því ekki er gott að blaðra um eitthvað sem maður veit ekkert um.

Von frá Ásgarði eigandi Ragga í Noregi

Veðrið er ekki til að kvarta yfir.


Folaldshryssurnar fengu rúllu um daginn og lágu hér afvelta um allt af ofáti en svo tóku þær á rás niður á bakka aftur þegar að ég opnaði hliðið og hafa ekki látið sjá sig hér heima meir þannig að það var sjálf hætt að bjóða þeim í mat.
Þær láta sjá sig aftur þegar að þær verða svangar eða jarðbönn verða vegna snjóa.

Embla Hróksdóttir frá Ásgarði

Var í 4 sæti á folaldasýningu Mána 2008
4 place at foalshow 2008
Til sölu/for sale
Fylfull við Astró frá Heiðarbrún
Covered by Astró frá Heiðarbrún

Snjó höfum við ekki séð og er maður að vonast til að sjá nokkur korn í kringum jólin minnsta kosti.


Margt var um manninn í Ásgarðinum í dag,talan er að nálgast 20 manns enda helgi og gott veður.
Við erum ekki einmana í sveitinni og erum rík af vinum:)


Allt að fyllast af söluhrossum og margt spennandi á boði!
Many new horses on the salespage!

13.11.2010 18:27

Fashanar/hænur og pöddublogg


Þetta epli var keypt í Bónus.........................!

Handa litlu sætu mjölormunum að sjálfsögðu..............Hehehehehehe..............gotja..........!

Og þeir eru ræktaðir hér á bæ handa Fashhanaungunum sem nenna ekki að lifa eftir að þeir koma úr eggi nema að þeim sé færður maturinn á fati/flísatöng.

Það er til 1 karlfugl og 2 kvenfuglar eftir og um að gera að hafa samband ef einhver hefur áhuga á að fá sér flotta fugla sem eru mjög duglegir að verpa en unga helst ekki út sjálfir.

Fashænurnar byrja yfirleitt að verpa í kringum Páskana og hætta ekki fyrren í Október.

Þær eru að skila cirka 5 eggjum á viku hver hæna og eru þau helmingi minni en stórt hænuegg og mjög bragðgóð.

Við höfum haft tvær aðferðir við að halda lífi í ungunum en eftir að þeir koma úr eggi lifa þeir auðveldega án matar í 1-2 daga en eftir það drepast þeir ef maður aðstoðar þá ekki með matargjöfum.

Fyrri aðferðin hefur gefist mjög vel en það er ágætt að láta hænuunga klekjast úr eggi á sama degi og láta hann um að kenna Fashanaungunum átið.

Seinni aðferðin er tímafrekari og þá er Fashanaungunum gefnir mjölormar með flísatöng en betra er að afhausa mjölorminn áður en unginn gleypir hann í sig því annars getur mjölormurinn gatað ungann innan frá og þá drepst hann á innan við mínútu eftir að hafa gleypt hann.

Finnst ykkur þetta er rosalega spennandi búgrein Fasahanræktin!

Talandi um pöddur þá rak ég á rogastans niður í haga fyrir örfáum dögum á eftirliti mínu með hrossunum.

Í grimmdarinnar frosti voru lellurnar á hrossunum þaktar af flugum!

Ekki mikið að frétta héðan en vonandi verður meira spennandi að ske en þetta á morgun en þá verður kellan að smala og sækja restina af kindunum uppí hólf og svo er bara að fara að dekstra í þær fóðri og dekra svo þær verði nú fjörugar við hrússana í Desember:)

11.11.2010 16:09

Folaldafréttir


Vilji frá Ásgarði Astró/Sif
Seldur/sold

Fór rúnt í þessi tvö stóð sem hér eru en unghryssurnar eru sér og folaldshryssurnar í öðru hólfi vegna reglna um heimasóttkví.


Sjöfn frá Ásgarði Astró/L-Löpp
Ásett fyrir okkur.

Allir eru frískir og enginn með hor í nebba líkt og var í sumar og haust.


Röskva frá Ásgarði Astró/Heilladís
Ásett fyrir okkur.

Gaman að sjá hve folöldin eru frísk og pattaraleg og hryssurnar halda góðum holdum og mjólka ennþá vel.

Ægir frá Ásgarði Astró/Stórstjarna
Til sölu/for sale


Aðeins eitt folald hefur misst hold vegna flensunnar en það er hann Vilji Astró/Sif sonur en hann er allur að blómstra og braggast.Hann er undir smásjá og verður kippt inn ef eitthvað skeður.

Mímir frá Ásgarði Astró/Fjalladís
Til sölu/for saleGulltoppur frá Ásgarði Astró/Freisting
Seldur/sold

Mig er farið að klægja í puttana að fara að gefa út rúllu en það fer að líða að því að ég geri það þrátt fyrir að ekki séu komin jarðbönn.

Má svosem draga nær Desember en þá verð ég komin af stað á traktornum og farin að gefa á alla staði.

Núna eru geldingarnir og stóðhestarnir á bænum komnir á gjöf.

Kindurnar eru komnar með rúllu og taka í hana af og til með beitinni:)

Hann leggst bara vel í mig veturinn þrátt fyrir að kuldaboli sé að bíta í kinn.

Kanínur seljast núna einsog heitar lummur!

Var að uppfæra og betrumbæta nínusíðuna.........!

Komin með hnapp sem að heitir Fróðleikur um kanínur og þar er nú ansi mörgum spurningum svarað er varðar kanínuuppeldi.
http://kaninur.123.is/


07.11.2010 21:03

Sága og Vordís flugu út til Danmerkur í gærmorgun

Sága og Vordís frá Ásgarði flugu út til Danmerkur í gærmorgunn.
Um kvöldmatarleytið var búið að fella Ságu á flugvellinum en hún fótbrotnaði illa þar.Sága í Ágúst kát og lífsglöð.


Á kroppinu niður á túni.


Blómarós niður á bakkanum.....:)

Mikið agalega er þetta leiðinlegt þegar að svona hlutir gerast og sendi ég henni Önnu samúðarkveðjur en hún náði aldrei að hitta hryssuna sína í Danmörkunni en hafði þó heimsótt hana hér uppá Íslandi tvisvar sinnum.

Ekki missir hún bara unga hryssu heldur var Sága sónarskoðuð fylfull við Astró frá Heiðarbrún 1 verðlauna stóðhesti.


Vordís komst á leiðarenda og er komin í sitt hesthús og allt í fínu lagi með hana blessaða.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213819
Samtals gestir: 24503
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 02:22:35