Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2008 Júní

26.06.2008 16:15

Sölufolöldin 2008 frá Ásgarði/VíðihlíðJarpskjótt hestfolald frá Ásgarði.

Móðir Fjalladís frá Drangshlíð (Skjóna mín:)
Faðir Hrókur frá Gíslabæ

Nóg af mjólk hjá Skjónu mömmu.

Mjög háfættur og fallegur foli með forvitna lund.
Hann fer um á brokki og töltið er laust.
Verð:150.000-

Dúfa frá Ásgarði

Móðir Eðja frá Hrísum
Faðir Hrókur frá Gíslabæ

Dúfa er sótrauð/litförótt og með eindæmum fallegt folald.
Hún sýnir allan gang líkt og móðir sín.

Flottur frampartur á þessu folaldi.
Verð:180.000-
Dúfa frá Ásgarði er SELT/SOLD!

Himinglæva frá Ásgarði.

Móðir Stórstjarna frá Ásgarði Brúnblesadóttir 943
Faðir Óðinn Hróksson frá Ásgarði

Háfætt,bollétt og flott byggð.

Himinglæva er rauðblesótt/litförótt.
Verð 180.000-

Hávi frá Ásgarði.

Móðir Heilladís frá Galtanesi
Faðir :Hávi á tvo feður í augnablikinu en Dna verður tekið úr Háva fljótlega og þá fær hann verðmiðann sinn .
Hann "lúkkar "vel og framparturinn geysilega flottur.

Svartstjörnótt merfolald frá Ásgarði.

Móðir Freisting frá Laugarbóli
Faðir Hrókur frá Gíslabæ
Folaldið er SELT/SOLD!.

Folöld til sölu frá Víðihlíð


Vindótt skjótta merfolaldið frá Víðihlíð er SELT/SOLD!.


Brúnsokkótt m/væng hestfolald frá Víðihlíð

Fallegur frampartur með skásettum bógum.

Hin hliðin á drengnum.

Verð 80.000 Staðgreitt.

Móðir: Lukka frá Uxahrygg IS1999281035
Faðir: Rauður frá Uxahrygg IS19AC181130


Flott merfolald frá Víðihlíð.

Með Drottningu mömmu minni.

Spænska sporið æft .

Hin hliðin á dömunni.

Sibbin í góða veðrinu.

Bara krúttlegust .
Sú jarpskjótta er SELD/SOLD!
Nóg af tölti í dömunni og gott brokk með góðri lyftu.
Verð 100.000-staðgreitt

Móðir: Drottning frá Uxahrygg
MF:Eitill frá Hala Bygging 7.75 Hæfileikar 8.15
MM: Díla frá Uxahrygg

Faðir: Lykill frá Varmalandi
FF: Tígull frá Gígjarhóli 1v Bygging 8.65 Hæfileikar 8.65
FM: Síða frá Halldórsstöðum Bygging 7.75 Hæfileikar 7.86

23.06.2008 02:16

Litförótt+litförótt = litförótt:)

16 Júní

Komum heim að norðan um kvöldið þann 16 Júní og var þá ekki hún Mön búin að kasta og þarmeð er ég hætt að trúa þeirri gróusögu að tvö litförótt hross geti ekki átt saman afkvæmi.

Sú stutta undir vökulum augum hennar mömmu .

Ég bara varð að prófa að leiða saman tvö litförótt hross og í fyrra þá setti ég Mön hjá Óðni sem er brúnlitföróttur stóðhestur undan Hrók og Eðju.

Teygja vel á eftir góðann lúr .

Ég fylgdist grannt með þeim og eftir að Mön hleypti Óðni á sig í fyrrasumar þá gekk hún aldrei upp og skilaði okkur í ár bráðhugglegu merfolaldi rauðstjörnóttu að lit og tel ég hana vera litförótta að auki.


Efast reyndar ekki um það vegna þess að hún er með silfur litann undirfeld líkt og systir sín Dúfa Eðjudóttir er með.

Mön hefur átt mér vitandi 6 afkvæmi og öll eru þau litförótt.

Hinsvegar skil ég þá kenningu að arfhreint fóstur undan tveimur litföróttum drepist fljótlega á fósturstiginu.

En nú er ég með spurningu til ykkar allra þarna úti sem eruð svo fróð um þessi mál.

Er það tilviljun ein sem ræður því að Mön kemur ALLTAF með litförótt afkvæmi???

10.06.2008 15:11

Folaldablogg

10-06-08

Folöldin dafna og stækka og stækka enda vorið búið að vera með eindæmum gott fyrir ungviðið að koma í heiminn.

Og enn bætast hryssur hjá Hrók og eru þær orðnar 18 talsins,þaraf gestahryssur 8 talsins.

Skrautleg gestahryssa sem er búin að lofa fallegum lit næsta vor .

Þær eru reknar saman við stóðið hver á fætur annari og mikil hamingja hjá þeim þegar að þær eru byrjaðar í hestalátum og átta sig á því að það er þarna einn með öllu og láta hann Hróksa ekki í friði þá.

Hann passar vel uppá það að hann fái hvíld á milli og neitar þeim óspart um þjónustu sína þegar að honum finnst nóg komið.Enda er hann ekki að setja í þær "just for the fun of it"bara þegar að mestar líkur eru á að folald verði til.

Um daginn sá hann við þeim en þá voru tvær mjög aðgangsharðar við hann og lallaði hann sér þá bara inná tún og lagði sig en skildi þær eftir niður á bakka og var rafgirðingin á milli þeirra hehehehehehe......
Þarna héngu þær og mændu á hann græðgisaugum en hann svaf bara vært og hvíldi sig sá gamli.

Nú eftir góðan svefn og kærkomna hvíld stóð minn upp og æddi af stað með miklum látum endurnærður á líkama og sál og afgreiddi dömurnar niður á bakka.

Það er gaman að fylgjast með öllum þessum folöldum sem eru undan þremur stóðhestum og það fer mest fyrir Stællsdótturina henni Sæludís Sokkudísardóttur.

Sokkudísar-Stælsdóttirin á harðahlaupum.

Það er enginn smá kraftur í henni og hún getur alveg endalaust hlaupið og leikið sér daman.

Ef hin nenna ekki að hlaupa með henni þá bara hleypur hún um af krafti alein og þarf sko ekki á neinum leikfélögum að halda.

Hraunsbræður eru miklir vinir .

Dímonar synirnir frá Hrauni halda sig voðalega mikið saman með mæðrum sínum og sprella í kringum þær á milli þess sem þeir kljást hvor við annan.

Þetta eru alveg svakalegir boltar enda snemmfæddir og mæðurnar hinar mestu mjólkurkistur.

Óðins afkvæmið hún Himinglæva er ennþá voðalega ný en hún er dugleg að hlaupa í kringum móður sína á löngu köngulóar leggjunum sínum.

Himinglæva og Litlu Lappar-Hróksdóttir að kljást.

Ég er enn að furða mig á því hvernig hún Stórstjarna kellingin gat komið með svona langleggjað og fótahátt folald!?

Hávi Heilladísarsonur að sperra sig í veðurblíðunni.


Palli að safna gögnum á cameruna sína.

Páll Imsland kom hér um daginn og var eins og alltaf mikið skrafað og pælt um liti og erfðir þeirra.Mikið gaman að fá hann í heimsókn og  spjalla um hinar og þessar ættlínur en kallin er hreint út sagt hafsjór af fróðleik um ættir .

 Við skelltum okkur norður um daginn og tók ég myndir fyrir vin okkar Val í Víðihlíð en hann er með nokkrar vel ættaðar hryssur í folaldseignum og hér er gullfalegt vindskjótt merfolald sem stakk mig verulega .........

Til sölu/for sale this great looking marefoal!


Flott vindskjótt merfolald.

Sætust þessi dama.

Kattliðug sú stutta.
Andlitsfríð.

M:Depla frá Þórunúpi

MF:Sleipnir frá Vindási
MM:Þruma frá Þórunúpi

F:Lykill frá Varmlandi

FF:Tígull Gýgjarhól
FM:Síða frá Halldórsstöðum

Þetta fallega vindskjótta fer um á flottu tölti og sýnir brokk líka.
Hún er til sölu á 100.000-

Hafið samband við Val í síma GSM 895-5300

Nú ef þið eruð eitthvað feimin þá hafið þið bara samband við mig í staðinn hehehehe......


Knús þartil næst .10.06.2008 03:01

Folalda nöfn óskast/úr Goðafræðinni:)

Fórum í höfuðborgina í dag til að versla fóður og ýmislegt fyrir skepnurnar á bænum.
Ég keypti Vítamín fötu fyrir hrossin en það verð ég að viðurkenna að ég hef ekki gert það áður.

Hef látið saltsteina nægja í hagann og hana nú.
Ekki fannst mér þau vera neitt sérstaklega spennt fyrir fötunni eða innihaldi hennar en flest smökkuðu þó en síðan röltu þau bara aftur útí hagann að kroppa í sig grængresið.

Hrókur er iðinn við merarnar en það virðast bara vera tvær að ganga og þær ganga hreinlega endalaust!
Eða honum finnst það gamla "manninum:)

Það er alveg sama hvað hann reynir að skipta sér á milli þeirra en hann hefur þann háttinn á að æða skyndilega af stað og hneggja hátt og snjallt einsog hann sé að spyrja"vill einhver af ykkur dömunum dr...tt???

Ein jörp og ein svört æða þá á móti honum og enn er barist um hver nær að fanga athygli hans í það skiptið.

Hrókur í hvíld á milli verka .

Ég bætti á hann 4 hryssum um daginn og var gaman að sjá hann taka á móti þeim.

Það er nóg að kalla nafnið hans og þá veit hann hvað er að ske!

Nýjar dömur að koma í hólfið hans........jibbý!

Hann kom hlaupandi og ég sleppti merunum niður á tún og hann var fljótur að átta sig á því að 2 þekkti hann vel og 2 voru nýjar.

Ein af þeim þekkti ekki alveg réttu leiðina niður á bakka en hann sýndi henni þolinmæði og stuggaði henni rólega í rétta átt.

Eina sem er leiðinlegt við að bæta inn nýjum hryssum á hann í hólfið er að horfa uppá hvað hinar merarnar sem fyrir eru geta verið leiðinlegar við þær nýkomnu.

En allt róast þetta nú og eftir smá stund þá hættu gömlu breddurnar að eltast þetta og fóru að sinna sínum hugðarefnum,nefnilega að éta og éta:)

Mér finnst ég hafa misst af stórum parti í sumar en við vorum á rölti niður í fjöru í gær og okkur krossbrá þegar að við sáum Æðarfugl með fullt af ungum í flæðarmálinu!

Hvernig má þetta vera! Rosalega hefur fuglinn verið snemma í ár að koma upp ungum!

En sætir eru þeir vaggandi í sjónum undir verndarvæng mæðra sinna .

Hér eru í gangi rannsóknir á Kríunni og getur hún sagt mikið til um það sem er að ske í sjónum í kringum landið og þá varandi Sílið sem hún lifir á.

Ég öfundaði hreint ekki manninn sem er hér við rannsóknir hjá okkur þegar að hann fékk að fara inní aðalvarpið hjá okkur!

Sá kom goggaður og útskitinn EN alsæll til baka því þetta lítur bara mjög vel út í ár að hans sögn.

Mikið af Síli greinilega sem segir manni það að nóg æti er í hafinu í kringum landið og er það einn stór hlekkur í fæðukeðju margra fiska sem við byggjum afkomu okkar á.

Í kvöld komu hér tvær flottar tíkur í heimsókn.Þær eru af Terrierkyni sem lætur best að eltast við Mink og fást þessar tíkur gefins á góð heimili.

Eigandinn og ræktandinn hann Palli í Norðurkoti svarar í síma 698-4784 fyrir þær .

Nú þarf ég að finna nöfn á folöld sumarsins en við höfum haft þann háttinn á að nota nöfn úr Goðafræðinni.

Hér eru þau fyrstu sem eiga að fara á sölulistann.

Dúfa frá Ásgarði.
Litförótt merfolald undan Eðju frá Hrísum og Hrók frá Gíslabæ.

Ofsalega flott folald sem ég varla tími að selja.

Himinglæva frá Ásgarði.
Rauðblesótt merfolald (gæti orðið litförótt) undan Stórstjörnu frá Ásgarði og Óðinn frá Ásgarði.

Sama folald,ekkert smá lappalöng og flott byggð.

Hávi frá Ásgarði.
Gullfallegt hestfolald undan Heilladís frá Galtanesi og Dímoni Glampasyni.

Sama folald.
Endilega hjálpið mér að finna nöfn hið fyrsta svo hægt sé að auglýsa þau í söludálkinum með nafni en ekki NN.

Þartil næst,fariði vel með ykkur dúllurnar mínar .

06.06.2008 16:01

Stórstjarna og Heilladís kastaðar

Smá blogg á milli hestaferða.Erum að keyra í stóru sveitina (austur:) þeim hrossum sem þar eiga að vera framá haustið í frelsinu.

Ásgarðurinn er að tæmast af hrossum en í staðinn fyllist hér allt af fuglalífi en hjá okkur er Friðlýst Æðarvarp.

Alveg merkilegt hvað fólk er farið að átta sig á því að að hér eigi ekki að æða innfyrir girðingar og ræna og rupla eggjum!

Skildi það vera útaf nýja flotta skliltinu sem var sett hér upp fyrir nokkrum dögum?
Held að það hjálpi alveg svakalega til .

En að hrossunum .

2 Júní.

Stórstjarna Brúnblesadóttir kastaði rauðblesóttu merfolaldi afar háfættu og fallegu undan honum Óðinn frá Ásgarði.

Alltaf gott að fá merfolöld og nú er að krossa fingur og vona að daman verði litförótt einsog pabbinn .

3 Júní

Það kom að því að Heilladísin frá Galtanesi (LM Sokka:) kastaði.

Hún var hjá honum Dímoni Glampasyni síðastliðið sumar og kom heim reyndar í hestalátum og beint í hólf hjá Óðinn Hrókssyni þannig að það gæti orðið faðernismál með þetta flotta hestfolald.

Strengur frá Ásgarði???

Eitthvað segir mér samt að Dímon eigi þennan grip.

Allt kemur þetta samt endanlega í ljós þegar að Dna verður tekið úr því í haust.

Eitthvað var naflastrengurinn lengi að detta en að lokum datt hann af sem betur fer.

Hin hliðin er næstum eins og sokkar á öllum fótum .

Ekki gott að dröslast með svona aukahlut á eftir sér lengi en kannski er hann bara búinn að læra að "draga taum".........hnéhnéhné.

Hrókur í tannröspun hjá Bjögga og yfirhalningu.

Það stóð ekki á honum Björgvin dýralækni að heilbrigðisskoða hann Hrók og fékk klárinn tíma strax og var hesturinn drifinn í spattmyndatöku líka þó svo hann hafi ekki þurft þess vegna aldurs.

Stóðhestar fæddir 1998 og eldri þurfa ekki að fara í spattmyndatöku en Hróksi er einmitt fæddur 1998.

Klárinn flaug í gegnum alla skoðunina og reyndist 100% heilbrigður og spattfrír .

Strax næsta dag hringdi ég inní VÍS og lét tryggja hann í bak og fyrir.

Halló kelling! Á ekki að fara að sleppa mér í dömurnar???

Hann var ekki lítið spenntur að fá að fara í merarnar sínar niður á bakka en hann vissi alveg hvað var að ske þegar að við fórum með hann í heimahesthúsið að draga undan honum skeifurnar.

Ég var ekki minna spennt þegar að ég var að baksa við að ná fjöðrunum á meðan kallinn hélt löpp en hesthúsið var hreinlega yfirfullt af Hunagnsflugum sem hlussuðust þarna allt í kringum okkur!OJJJJJJJJJJ.......barasta!

Ég þurfti að hlaupa nokkrum sinnum út öskrandi vitlaus við verkið og kallinn bara hló að mér!!!
ARRRRRGGGG.......ég er bara skíthrædd við þær .

Mættur á svæðið og tilkynnti það með ógurlegum hávaða!

Dömurnar alveg slefuðu og tvær slógust um hann og tók það hann dágóðann tíma að ákveða hvor ætti að fá hann fyrst .
Pamela náði að vera fyrst og var mjög sátt með dr.......inn .

Farin aftur í hestaflutninga.
Sjáumst dúllurnar mínar!

Smá viðbót!
Eftir mikla útreikninga hjá mér og Sigurði Dæmon grúppgæja
þá er það víst að Dímon kallinn á þetta flotta hestfolald með henni Heilladís.
Sigurður hallast mest að því að Heilladís þyki bara svo gott að fá í kroppinn að hún hafi ekki getað stoppað þegar að heim kom aftur í Ásgarðinn og notið ásta líka með honum Óðni kallinum.
Þetta er víst ekki óalgengt að hryssur gangi aftur þó þær séu fengnar .
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 56
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213844
Samtals gestir: 24505
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 02:44:24