Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2013 Mars

30.03.2013 00:51

Páskareið Mánamanna


Páskareið Mánamanna var heldur betur vel sótt en við fengum allan mannskapinn til okkar og hrossin þeirra hingað í Ásgarðinn.

Við settum upp gott hólf fyrir hrossin með rennandi vatni og aðgengi að réttinni og hesthúsinu svo að vel færi um alla og auðvelt yrði svo að ná hrossunum aftur.


Reiðmenn vindanna sýnist mér :)

Hrossin alveg misstu sig niður í leikhólfi:)

Ég náði að telja hrossin flestöll á myndunum þegar að þau fóru og taldist hópurinn vera í kringum 90 hross en ég hef ekki hugmynd um hve margir reiðmennirnir voru.

Hógværustu höfðingjar stukku um með rassaköstum.

Við gerðum svo fínt verkstæðið og allir gátu komið inní hlýjuna og yljað sér og tyllt sér niður.

En það var mikið gaman að fá alla hingað og hellti ég uppá kaffi í gríð og erg og Hebbi var búinn að hafa egglos (eða öllu heldur Kornhænurnar hans:) og sauð hann 300 hundruð Kornhænuegg handa mannskapnum og ekki fara sögur af því hve vel þau fóru í mannskapinn.
Það kemur bara í ljós eftir 9 mánuði LOL :)

Sumir gestir komu meira að segja alla leið frá Kabúl í Afganistan:)

Hópurinn stoppaði vel og lengi og gat ég hitt ansi marga og rölt um og kynnst nýju fólki.

Mikið þykir mér nú vænt um alla þessa gömlu og nýju félaga þó ég sé hætt að ríða út.
Þetta er frábært fólk í alla staði og mikið gaman að hitta það.
Vín sást á einum manni og þykir mér það nú ekki mikið í svona stórum hóp.

Unga kynslóðin

Allir komust heim glaðir og saddir af eggja áti og kaffisopa en ekki má gleyma því að hér var skellt upp sjoppu á vegum ferðanefndar sem seldi veitingar handa ungnum sem öldnum og tókst þetta allt saman frábærlega vel.

Takk innilega allir sem að koma hingað til okkar um Páskana:)!
Allar bestu myndirnar eru í þessu albúmi fyrir ykkur að skoða.
Albúm

05.03.2013 00:22

Rúningur búinn


Bondína nr. 007 frá Hrauni og vinkonur.

Í byrjun Mars komu rúningmennirnir hressir að vanda og rúðu féð.
Ég er alltaf jafn ánægð þegar að búið er að taka af þeim ullina en veturinn í vetur er búinn að vera ansi mildur og heitur og allir komnir með nóg af því að vera í ullarkápunum sínum.
Núna fer að styttast í næsta atburð en það er bólusetningin fyrir burð svo maður þurfi nú ekki að bólusetja lömbin.

Toppur steinsofandi í sinni kápu.

Melur Melabergi kominn úr sinni ullardragt.

En það er nú líka spurning hvort að það sé betra að sleppa við að tækla fullorðnar fílhraustar kindur og sleppa því að sprauta þær tvisvar fyrir burð og sprauta þá lömbin í staðinn?
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213928
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 03:49:05