Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2011 Febrúar

28.02.2011 23:25

Tiltekt og ræktun matjurta í fiskikörum að verða að veruleika:)!


Krissa og Massinn í aksjón..........:)

Vorhreingerning stendur yfir í kotinu og um daginn komu hressir krakkar og mokuðu útúr kanínuhúsinu og gott betur.


Gestur yfir ruslaþeytir.........:)

Þau tóku sig til og flokkuðu allt rúlluplastið sem safnast hefur hér upp í gömlu hlöðunni til margra ára og úr varð þessi líka rosabingur sem nú er farinn á haugana.


Krakkarnir klifu Plast Everest í restina fyrir myndatöku.

Hörkuduglegir krakkar sem eiga stórt hrós skilið:)

Ýmislegt gamalt kom í ljós sem ég hef ekki séð í mörg herrans ár og flest fékk að fylgja plastinu á endastöð enda ekki hægt að geyma hluti svona endalaust:)


Endemis endaleysa er þetta blogg að verða!

En eftir að hlaðan var orðin flott og fín þá var henni lokað vel og vandlega því það kom í ljós heill haugur af góðum spæni sem við blésum inn með heyblásara fyrir mörgum mörgum árum.

Kallinn kom á teskeiðinni með skeljasand og slétti yfirborðið.

Nú næst var að skipuleggja nýja hreina fína hornið en ég er að fara af stað með tilraunaræktun í gömlum fiskikörum en þarna verður mjög hlýtt á sumrin og skjólgott fyrir norðanáttinni og ég kemst í vatn til að vökva allar gersemarnar sem þarna koma til með að spretta upp:)


Rosalega er þetta gaman!


Hebbinn að hækka undir körin fyrir gigtveiku konuna sína.

Konan að tjá sig...! Voðalega er maður eitthvað búralegur:)

Búin að mæla fyrirfram á milli kara hvað ég verð grönn í sumar af öllu kálátinu.

Neðst í körunum verður hreinn skítur,kanínuskítur og hrossaskítur sem á að hita upp karveginn (enginn jarðvegur þarna:)og svo efst verður góð mold sem ég er búinn að finna hér á landareigninni.


Eina sem ég er hrædd við að sú mold sé kannski of sterk en það kemur bara í ljós.

Hebbi minn að saga upphækkunina fyrir frúna.

Allt nákvæmlega útreiknað svo að hæðin verði sem auðveldust að vinna við:)

Á endasprettinu enda alveg búinn á því þessi elska.

Vonandi að með heimaræktuðu grænmeti komist heilsan hjá okkur báðum á rétt skrið:)


Fyrsta karið komið frá Nesfisk en svona úr sér gengin kör þurfa ekki endilega að enda á haugunum,þau geta orðið þessi fínustu ræktunarkör þó þau gagnist ekki lengur í sitt upprunalega hlutverki.

Ef einhver þarna úti á aflóga fiskikör sem eru úr sér gengin og ekki lengur nothæf sem slík þá myndi ég þiggja nokkur en mig vantar líklega 4 kör (af minni gerðinni einsog á myndinni:) svo þau verði 10 alls en kellan er með svo miklar hugmyndir að það fossar útúm eyru,augu nef og munn!


Skipulagning verður að vera rétt,jarðaber í eitt kar,gulrætur í annað,þriðja með salati og radísum,fjórða með sykurbaunum og einhverjum góðum nágranna fyrir þær í sama kari,eitt kar fyrir gulrófur og í einu kari verður Vínrabbarbarinn.

Hugmyndin er einnig sú að þegar að haustar/vetrar þá verður hægt að taka körin inní geymslu og setja vel af hálmi yfir plönturnar og þá ætti ég að eiga td gulrætur frameftir öllum vetri:)
En spyrjum að leikslokum hvernig þetta allt saman virkar,það hljómar nógu vel ekki satt!

Endilega commenta og koma með hugmyndir handa mér því að ég er svo spennt og opin fyrir allskyns hugmyndum.

16.02.2011 23:11

Kartöflur teknar upp í blíðunni


Vínrabbarbarinn er að lifna við.

Vorið bankaði á dyrnar hér í Ásgarðinum í dag þrátt fyrir að haustverkum sé enn ólokið.


Blálandsdrottning.

Blálandsdrottningin var enn útí beði en ég hafði haft vit á því að setja vel af mold yfir þær áður en dagatalið sagði að vetur ætti að vera við það að skella á.


Nokkuð vænar margar miðað við gsm inn minn.

Við hér á Garðskagatánni vorum orðin hundfúl á endalausu hausti en svo fengum við grimmdarfrost í Janúar og skulfum einsog hríslur og svo loksins snjóaði í byrjun Febrúar.


Stóðhestarnir og kindurnar í blíðviðrinu í dag.

Í dag 16 Febrúar er hinsvegar allt útlit fyrir að vorið sé að banka fyrsta banki á dyrnar en það eru farnar að kíkja upp nálar og fé er farið að rölta um eftir kroppi og hross farin að fara úr rúllum af og til.


Verst hvað hrossin eru agaleg með að róta upp jarðveginum til að næla sér í rætur og nálar og skilja svo allt eftir í rúst:(

Hænurnar eru á vappi eftir ormum sem eru farnir að láta á sér kræla.

Hlustað eftir ormum og öðru góðgæti.

Silkihæna og hani.

Kínverksu Silkihænurnar eru hinsvegar alsælar inni og vilja ekki fyrir sitt litla líf vera úti en fiðan á þeim gæti farið úr skorðum við að fá smá gjólu í hana:)


Skrautlegur Silkihani.

Það er BARA fyndið að sjá þær þegar að ég hef pínt þær út í góðu verði,þær verða hundfúlar og reyna að snúa á kellingun alveg einsog þær geta til að komast aftur inn.


Það er ekki viðlit að reyna að koma þeim út þrátt fyrir algert logn og sólskin.

Ég er að safna eggjum undan þeim til útungunar en fyrsta útungunarvél er að fara í vorþrif og sótthreinsun og líkur eru á ungum 12 Mars næstkomandi sem verða þá til sölu.

Hafir þú áhuga á að fá keypta Silkihænuunga þá hafðu samband í netfangið

ransy66@gmail.com

eða í síma 869-8192

14.02.2011 00:13

Fósturtalningar í fjárhúsinu

Þá veit maður það cirka 99% hvað eru mörg lömb í kindunum eða það fullyrða þeir sem að fengu hingað á Suðurnesin hann Gunnar fósturtalningarmann og konu hans að sóna í fjárhúsunum hjá okkur ofurspenntu fjárbændum.

Ég er ánægð með útkomuna en svona er staðan hjá okkar 18 kindum:

3 einlembur (tvævetlur að bera í fyrsta sinn)

13 tvílembur (Karen kind er með tvö en annað fóstrið er dautt)

2 þrílembur (Sibba Gibba sjálf þrílembingur og Forysta)

Nú er maður farinn að telja niður dagana í sauðburð og á ég ekki til snefil af þolinmæði í meiri bið.

Hrútarnir Frakkur Forkson og Toppur Sindrason voru teknir endanlega á hús og Frakkur sem var að missa allt niður um sig var færður úr ullinni.

Hrikalega ljótt að sjá ullina flaksandi laflausa á kroppnum á kallinum..........!

Enn verra að sjá hann blessaðann eftir meðferðina hjá frúnni en ég fann bara venjuleg skæri í verkið og dundaði mér við þetta en það tók voðalegann tíma.


Toppur Sindrason var afar áhugasamur með þetta allt saman.

Nú ekki gat ég stoppað úrþví ég var komin í klippistuð og næsta fórnarlamb varð hann Sprelli Angóra högni en hann var kominn langt frammúr áætluðum klippidag og veitti ekki af snyrtingu.

Hann var klipptur í þremur hollum svo að hann fengi nú ekki kuldasjokk og svo setti ég upp hjá honum gotkassa að kúra sig í fyrst á eftir á meðan að hann er að jafna sig á nýfenginni nekt.

05.02.2011 21:16

Stóðhestar og aðrir hestar í leik


Hrókur og Hrafninn að tuskast í snjónum.

Váli Hróks/Eðju vildi líka vera með.

Loksins fengum við snjó og eru líkur á því að han tolli hér í cirka viku en þá fer að rigna og öll drullan sem er búin að fara í taugarnar á mér birtist aftur.

En á meðan snjórinn er svona fallegur yfir öllu og birtir allt upp þá ætla ég að nota tækifærið og taka myndir af miklum móð.

Appolonía Spalardóttir frá Víðihlíð.

Þessi dama getur teygt sig vel á brokkinu og er hrein unun að horfa á yfirferðina og svifið.

Vilji Astró/Sif sonur frá Ásgarði.

Vilji sýndi strax tölt og brokk þegar að hann fæddist en svo týndist brokkið og notaði hann eingöngu töltið þartil snjóaði um daginn.
Síðan þá er bara brokkað með miklum tilþrifum í snjónum og verður spennandi að vita hvort töltið kemur aftur í ljós á Þriðjudaginn þegar að snjónum rignir í burtu:)


Þrúður Hróks/L-Löpp frá Ásgarði.

Ekkert smá faxprúð daman og ekki orðin tveggja vetra!
Til sölu/for sale

ransy66@gmail.com


Kóngur Fjalladísar/Hróks frá Ásgarði.

Ég tók nú bara ekkert eftir því þegar að ég smellti myndinni af Kónginum að hann var að pissa "perlufesti":)

Von Sylgju/Ögradóttir frá Ásgarði.

Fallega hringaður makkinn á þessari dömu:)

Hvað ætlar þú að gera litla hundspott skín úr augnaráðinu hjá henni þegar að hún lítur á hund lúsina við fætur sér?

Biskup frá Gíslabæ.



Gamli minn í lofköstum undan Súsý og Buslu sem enn heldur að hún geti hjálpað til við hrossin þó hálfblind sé,með 3 og hálfann virka fætur og hálfheyrnalaus:)

Komnir gestir og verð að hætta í bili:)

Taka 3 eða 4...........:)

Rafmagnið er meira að segja búið að fara af í miðri blogg vinnu og ég hélt að talvan mín fína hefði bara dáið en hún lifnaði aftur við:)


Mön frá Litlu Ásgeirsá.

Gamla Mönin verður fyrst til að kasta í vor og er hún orðin vel digur.
Hróksafkvæmi þarna inní bumbunni:)

Nótt Stórstjörnu/Hróksdóttir frá Ásgarði.

Nótt er til sölu/for sale

Gulltoppur Freistingar/Hrókssonur.


Skrautskjóninn á bænum hann Gulltoppur klikkaði í DNA testinu og breytti um föður en það kom í ljós að Hrókur á þennan skjótta strák en ekki Astró.

Ég var nú soldið sár .............emoticon

Eitthvað sagði mér að skutla Hrók í stóðið eftir að Astró fór en Hrókur var með merunum í eina viku en svo fór hann í stóðhestahólfið hér heim og þetta varð útkoman hjá honum.

Hann hefur alltaf átt brún folöld með Freistingu en í þetta skiptið vandaði hann sig alveg extra vel svona til að leggja áheyrslu á að ég sé ekki að fá aðra stóðhesta hingað því hann segist alveg getað opnað fyrir litatúpuna ef hann vill:)

Freisting hefur reyndar aldrei getað fyljast með öðrum stóðhestum en Hrók hvernig sem á því stendur.

Við höfum reynt nokkuð marga stóðhesta en hún var reyndar með legbólgur og var skoluð út og gefið pencillín og eftir það hefur Hrókur komið fyli í hana en enginn annar stóðhestur.

Ætli það sé ekki best að hún fái bara Hróksa framvegis:)

Albúm af hrossunum í Ásgarði 6 Febrúar 2011
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 42
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280615
Samtals gestir: 32698
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 03:22:52