Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2007 Mars

31.03.2007 01:25

Vænting frá Ásgarði í 1 sæti og valin glæsilegasta folaldið!


Það gekk vonum framar á folaldasýningunni og það var ekki lítið gaman þegar að Vænting frá Ásgarði var kölluð inní salinn aftur ásamt tveimur öðrum merfolöldum og átti eftir að raða þeim í þrjú efstu sætin.En fyrst fóru þrjú flottustu hestfolöldin í salinn af tíu hestfolöldum og var þeim raðað í 3 efstu sætin.
Spölur frá Njarðvík í eigu Brynjars og Ásdísar varð í fyrsta sæti.
Kubbur frá Læk varð í öðru sæti og er hann í eigu Viðars Ellerts og Helenu.
Og Glampi frá Síðu í eigu Vidda Jóns varð í þriðja sæti.
Innilega til hamingju með árangurinn gott fólk.
Síðan varð spennan alveg ógurleg þegar að merarnar fóru í salinn og varð Vænting Glymsdóttir frá Ásgarði valin í fyrsta sætið og af 20 merfolöldum.Og ekki nóg með það,hún var valin glæsilegasta folaldið af öllum 30!
Við Eygló vorum í þvílíkri sigurvímu og vissum vart hvernig við áttum að haga okkur!
Hér er svo röðunin á merfolöldunum.
Vænting frá Ásgarði í fyrsta sæti og valin glæsilegasta folaldið:)
Fold frá Reynisstað í eigu Brynjars og Ásdísar.
Og Þoka Sandgerði hans Óla Garðars í það þriðja.
Ég vil óska sérstaklega til hamingju þeim hjónum Brynjari og Ásdísi með þeirra árangur en þau voru með sitthvort folaldið í vinningsætum,eitt í merarflokknum og annað í hestaflokknum!
Set hér inn myndir þó þær mættu vera betri en lýsingin í höllinni er soldið leiðinleg.


Vænting sýndi alla sínar bestu hliðar og bæði tölti,brokkaði og skeiðaði með miklum tilþrifum.
Mér finnst að Eygló hefði átt að fá líka heils árs birgðir af Vanish sápulegi því gárungarnir héldu því stíft fram að Væntingu hefði verið skellt í þvottavél á 90 gráður og sápuhólfið fyllt með þvottaefninu Vanish hehehehehehehehehe...........

Bikararnir hennar Væntingar.Nú er "amma"stolt af folaldinu .

Bæti hér við ættum hennar Væntingar en vegna ábendingar frá góðri vinkonu minni henni Huldu þá er Vænting skráð Skinfaxa frá Ásgarði í Veraldarafeng og átti alltaf eftir að breyta því í Vænting.
Hér er daman:)

IS2006225871 - Skinfaxa frá Ásgarði

  Fyljunarvottorð     Fangskrá     Eigandi     DNA/Blóð     Heilsukort     Staðsetning     Aths.  
  Grunnskrá     Myndir     Dómur     Merki     Kynbótam.     Afkvæmi     Ættartré  
 
 Fæðingarnúmer IS2006225871           
 Nafn Skinfaxa
 Uppruni í þgf. Ásgarði
 Upprunanúmer 129987  Svæði 25
 Litarnúmer 8610 Vindóttur/mó skjótt
 Litaskýring Móvindskjótt
 Land staðsett IS
 Gelding    Dagsetning  
 Afdrif Lifandi  Dánardags.  
 Faðir IS2001135613 - Glymur frá Innri-Skeljabrekku
 Móðir IS2002225860 - Sokkadís frá Ásgarði
 Eigandi IS0505577749 - Eygló Breiðfjörð Einarsdótt       
 Ræktandi DE2200000112 - Sabine Sebald       
 Skráningardags. 2006-07-18 14:05:37.0
 Lífsnúmer  
 Athugasemd  
 Hestavegabréf  
 Endurútgefið  
Segjum bara að ég hafi látið nokkra hlaupa 1 Apríl inní Veraldarfeng hehehehehehe...................Vona að þetta hafi ekki ruglað margar í ríminu.
Og svo til að blaðra smá í viðbót þá eru miklar pælingar í að fara aftur með móður Væntingar undir Glym og vita hvað skeður.
Núna í vor á ég von á að fá folald undan henni og Dímon Glampasyni frá Neðra-Skarði.Við Sabine Sebald eigum móður Væntingar saman og skiptumst á að halda henni.Sú er mjög hreyfingarfalleg Hróksdóttir með frábæra fótlyftu og þvílíka yfirferð.
Og ekki skemmir hvað geðslagið í henni er gott.Algjör perla í skapinu:)

29.03.2007 23:48

Folaldasýning á morgun!

Nú er maður sko búinn að njóta sín í veðurblíðunni síðustu dagana.Vorboðarnir láta sig ekki vanta og er Tjaldparið komið alla leið uppá hlaðið og farið að sprella og ólátast eins og öll hin vorin mín hér í Ásgarðinumm.Fyrstu dagana/næturnar er þetta allt saman voðalega krúttlegt að heyra í þeim en svo fara að renna á mig tvær grímur þegar að þeir eru farnir að ólátast beint fyrir neðann svefnherbergisgluggann minn langt framá nótt og morgunn! Hettumáfurinn er líka kominn og láta margir hann plata sig með frekjugarginu en hann er ansi líkur Kríunni en hún kemur nú ekki fyrren í byrjun Maí hingað til okkar.
Folöldin hér á bær frá í fyrra blása út og núna eru þau farin að fá rúllur útí stóra hólf og una sér þar vel í blíðunni.Ekki amalegt líf að vera afvelta á vömbinni í rúllu og vor í lofti.

Pjakkur sá yngsi í folaldadeildinni stækkar og stækkar og sprautast um allt hólfið og lætur öllum illum látum:)Hann er að byrja að fara úr hárum og eru komin einskonar gleraugu á hann sem gera hann svolítið skondinn í framann.
Glenna mamma lætur sér fátt um finnast og hugsar  mest um að borða svo hún hafi næga mjólk í kútinn sinn.
Set hér inn myndasyrpu af folöldunum sem fengu aldeilis gott úti veður síðustu dagana.

Hér er hún Skvísa frá Víðihlíð hennar Sabine vinkonu:)Falleg hún Skvísa.

Sssól Hróksdóttir frá Ægissíðu.Algjör kelirófa sem er ekki hrædd við neitt:)

Raketta Hróksdóttir frá Ægisíðu er til sölu.Fæst á 80.000-Bollétt háfætt og fer um á hágengu brokki.Virkilega flott folald!

Snót Prinsdóttir að baða sig í sólargeislunum.Loksins lét sú gula sjá sig!

Yrja Prinsdóttir mikil vinkona hennar Snótar.Alveg óaðskiljanleg þessi tvö rauðskjóttu merfolöld:)

Þór Ögrasonur frá Ásgarði alltaf jafn fínn með hey í hárinu:)Hann fer að fara út til Sviss eftir cirka mánuð.

Are you talking to my? Ha???Ransý þú veist að ég er flottastur og ekki vera að eyða neinum myndaskotum á önnur folöld! Völusteinn alltaf svo snöggur með svör við öllu hehehehehehehe.......Hér er hann nýkominn inn með folalda hópinn sinn sem hann stjórnar af miklum myndaskap:) Aðalgaurinn í húsinu!

Biskup stóri frændi að kenna Kóngi litla frænda að teymast.

Nú er folaldasýningin á morgun Föstudaginn 30 mars og byrjar stundvíslega klukkan 20:00.Ekki seinna vænna hjá mér að byrja að kenna Frigg Ögradóttur og Kóngi Hróksyni að teymast.
Ég ætla ekkert að lýsa því nánar hvernig gekk með blessunina hana Frigg en ég er afskaplega fegin að hausinn skildi ekki við búkinn.Fer aðra bunu með hana á morgun og er ég handviss um að þá skilur hún blessunin betur hvað um ræðir og að betra sé að fylgja okkur Biskup eftir:)
Næst var hann Kóngur tekinn út og hengdur utaná og það var eins og hann hafi ekki gert annað á lífsleiðinni en að teymast og vil ég þakka það gúmmíkallinum góða sem hann hefur fengið að kynnast síðustu dagana.
Frigg er að dunda sér í gúmmíkallinum í nótt og verður eflaust orðin Háskólagengin í fyrra málið í að gefa eftir þegar að tekið er í:)
Hlakkar til að hitta hana í fyrramálið:)

Gleymdi að blogga um Endurnar okkar!Þær eru farnr að verpa útum allt og finnum við egg allstaðar! Erum að safna í útúngunarvél og nú skal sko eiga nóg af Andarungum í vor og sumar til að selja þeim sem vill kaupa.Það er nefnilega ekkert mál að unga þeim út og halda í þeim lífinu en samt er þetta heilmikil vinna en skemmtileg.
Fashanarnir eru líka komnir á fullt í varpi og líka íslensku hænurnar okkar en þær eru 18 talsins og farnar að skila þetta 10-15 eggjum á dag.Góðar!

26.03.2007 23:15

Hrókur kvikmyndastjarna:)

Það var mikið að gera hjá Hrók í dag og svolítið öðruvísi dagur en vanalega hjá honum.Hann var pantaður í kvikmyndatöku en frændi hans Hebba er að gera sveinsstykkið sitt í Kvikmyndaskólanum.
Hann vantaði dökkan hest sem átti að geta staðið kyrr í sjó og hlaupa smá spöl frjáls í fjörunni og svo átti hestuirnn að velta sér.
Ekki mátti vera múll á hestinum og allt átti að vera eins og hann væri frjáls og óháður öllu.
Ég vissi að við gætum stjórnað honum vel með kúlum en mér leist svona og svona á að hann færi að bleyta á sér hófana og hann sem hefur aldrei difið hóf í sjó en þetta var barasta ekkert mál!Smá hnus af sjónum og svo teymdur útí og gefið smá nammi í verðlaun.
Það er sko ekki orðum aukið að hann lætur teyma sig á hestaeyrunum um allt fyrir kúlur:) Eina sem var svolítið erfitt var að fá hann til að standa einann útí sjónum.Hann vildi elta Hebba með kúludallinn alltaf uppúr sjónum aftur hehehehehehehe......
Hebbi var sá eini sem var í stígvélum og kallaði ég til hans að fylla munninn á hestinum af kúlum og fara svo og ég kallaði Hóóóó......og þá stóð klárinn eins og myndastytta nógu lengi fyrir myndaskotið.Mesta furða hvað hann hlýddi þessi elska:) Ég meina Hrókur sko en ekki kallinn hehehehehehehe...........

Komum að vaða Hrókur minn,gaman að sulla soldið.En ekki lengra en stígvélin mín þola!
Hann sá sjálfann sig í vatninu hmmmmm.....flottur hestur þarna niðri!


Er þetta ekki orðið nóg gott fólk! Hvað á ég eiginlega að fara marga hringi fyrir ykkur?

Hér er sjálfur kvikmyndatökumaðurinn Guðmundur Magnússon.Ég er svo heppin að ég fæ eitt eintak af myndinni þegar að búið er að fullgera hana:)
Allt gekk þetta vel nema að eitt var ekki hægt að biðja Hrókinn um að gera.Ekki vildi hann leggjast niður fyrir okkur og velta sér.
En hvað er hægt annað en að vera ánægður með að missa hann ekki frá sér svona lausann útí náttúrunni! Sumir hefðu nú látið sig hverfa um leið og fyrsta tækifæri hefði gefist en nei"ekki Hróksi nammihross.Allt fyrir kúlurnar:)

Eitthvað var stuðið á folöldunum sem eru komin inná Mánagrund til Bogga og Eygló þeim Sif Hróksdóttur og Væntinu Glymsdóttur.
Frétti að Vænting hefði haldið sýningu á Bogga í neðri götunni en hún flaggaði karli um allt rígmontin! Engin smá orka og kraftur í því folaldi hehehehehehehehe.Þegar að Bogga tókst að hemja hana og stoppa til að draga andann þá þusti fólk útúr hverjum kofa að reyna að fá folaldið í sitt hesthús:)Hún vakti víst verðskuldaða hrifningu því það geta ekki öll folöld flaggað svona fallega um með heilann karlmann í eftirdragi!
Það er ekki seinna vænna hjá mér að fara að flagga um með þessi tvö sem eru hér hjá mér í Ásgarðinum því að stutt er í sýningu.
Held barasta að ég hengi þau utaná Hrók og láti hann um að siða þau til minnsta kosti í fyrsta göngutúrnum:) Þau fara ekkert með hann:)

26.03.2007 02:00

Stolt af stelpunni!

Nú er ég stolt af stelpunni "minni" henni Sigrúnu í Danmörkunni! Hún hringdi í mig um daginn og hafði frá mörgu að segja eins og vanalega því Sigrún mín er altaf eitthvað að bardúsast með hross og skepnur eins og ég.
Nema hvað,hún fór með litlu Miniture hryssuna sína í dóm og tók þetta víst mjög á bæði Sigrúnu og litlu hryssuna en hryssuna þurfti að raka svo hún leit út fyrir að hafa lent í stórbruna!Ekki hár að sjá á skepnunni eftir meðferðina að hennar sögn.Ekki var það allt búið því það þurfti náttúrulega að laga hófa sem sjálfsagt er en svo tók við annað og þá blöskraði henni Sigrúnu minni alveg!
Haldiði ekki að skepnan hafi verið spreyjuð með glimmeri hátt og lágt svo hvein í brúsunum og er aumingjans dýrið enn að jafna sig á hvissinu!
Nú næst var að drífa hana inní sýningarhringinn og dómararnir skoðuðu hana hátt og lágt eins og lög gera ráð fyrir.Næst þurfti aumingja Sigrún að bíða í fleiri fleiri klukkutíma eftir niðurstöðunum.
Svo kom dómurinn! Hryssan fékk prýðisdóm og er komin í einhvern voðalega fínan ræktunarklúbb! Nú má leiða hana undir fínustu og flottustu smáhestana í Danmörkunni og folöldin verða væntalega seld eins og heitar lummur á himinháu verði:)
Innilega til hamingju Sigrún mín með þennan góða árangur!

Fyrir þá sem vita ekki hver Sigrún "mín" er þá var hún hérna hjá mér í nokkur ár með hross og tömdum við og þjálfuðum heilann helling af hrossum saman.Það voru ansi margir sem héldu að hún væri dóttir mín því hún var/er frekar lág vexti þessi elska:)
Sumum blöskraði fífldirfska mín að setja hana á bak ungtrippunum og sleppa lausri! Barninu!!!!!!!!!!!!
Ég lenti eitt sinn í þvílíkum látum við einn og þegar að ég sagði við hann að knapinn á hrossinu væri kominn yfir tvítugt og væri lærður Búfræðingur frá Hvanneyri þá hélt sá kj......og hætti röflinu við mig hehehehehehehehe.....................
Ég verð að fá að segja frá Kókómjólkursögunni sem lifir lengst allra af þeim sögum þegar að aðrir héldu að hún væri litla dóttir mín:)
Þannig var að við Sigrún fórum ríðandi inná Mánagrund með trippadót með okkur og sem oftar þá var gert stopp hjá Friðbirni og Eymundi á kaffistofunni.Þeir buðu okkur auðvitað uppá kaffistofu og þar fékk ég kaffi og útí það (var svo heitt hehehehe:) og svo sneri Friðbjörn sér að Sigrúnu og sagði"hvað má svo bjóða þér vina mín? Kókómjólk eða djús!
Hehehehehehehehe................Sigrún varð voðalega súr á svip því auðvitað vildi hún líka kaffi og útí það hehehehehehehe........en þeir félagar héldu að hún væri 10 ára gömul dóttir mín!
Þeir voru búnir að tala mikið um það hvað hún væri dugleg að fara á hestbak dóttir hennar Ransýjar:))))Og líka á tamningartrippin Hehehehehehehehehehe.Bara fyndið!

Sko þarna sjáið þið hana Sigrúnu "mína":)
Hún ætlar að koma til mín í sumar og temja svolitið.

Þær eru ekkert smá sætar og krúttlegar þarna saman:) Flott hjá þér Sigrún (dóttir:) mín:)

24.03.2007 13:09

Kvennatölt Mána 2007


Sjáiði dolluna sem við Hrókur náðum í gær! Ég er svo montin af okkur að hálfa væri nóg.Klárinn búinn að standa í 2 ár og er svo drifinn af stað á námskeið 1 sinni í viku og var þetta í 6-7 skipti sem hann var hreyfður.Við skráðum okkur í 2 flokk og þar kepptum við við 14 aðrar dömur og hesta og vorum við 5 inní úrslit og þar náðum við að koma okkur uppí 3 sæti!
Við Stella erum alveg með það á hreinu að það var teipið sem hún setti á Hrókinn sem fleytti okkur upp í þriðja sætið hehehehehehehehe.................ekki rétt Stella?
Þetta var svo gaman og skemmtilegt að hitta allar hinar stelpurnar og stemningin góð í salnum.Innilegar hamingjuóskir til ykkar allra sem tókur þátt.
Svo er folalda sýningin á næsta Föstudag og ég er sko búin að versla sýningarmúla og góðan taum svo maður geti nú haldið gripunum vel í uppstillingunni án þess að brenna sig á næloni ef þau skildu nú fara af stað og halda sýningu á kellingunni sinni um allann salinn hehehehehehehehehe....................Sé mig í anda flagga um allann salinn á yfirferðarstökki!
Keypti mér líka reiðbuxur í gær,ætlaði reyndar að splæsa á mig þessum fínu flottu í MR (Lífland:) á tæp 25.000- en það eru sko buxur sem mig er lengi búin að langa til að kaupa en hafa ekki verið til hér á landi í mörg herrans ár.Ég hreinlega elska reiðbuxur með leðri alla leið upp í you know:)Maður er svo fastur í hnakknum og öruggur.En haldiði ekki að ég hafi fengið svoleiðis buxur á rúmar 5000 krónur takk fyrir!!!!Auðvitað verslaði ég þær og keypti svo bara grasköggla til að dekstra folöldin með og varpköggla handa fuglunum á bænum.Það var ilmandi lykt í bílnum alla leiðina heim af graskögglunum og verður gaman að sáldra smá ofaná heyið hjá þeim og nota þá í leiðinni til að spekja þau.Ekki veitir af áður en þau fara í sveitina svo þau spýtist ekki í öfuga átt þegar að þau verða svo sótt aftur í haust:)
Best að hætta þessu bulli og fara að ryksjúga húsið sitt,það veitir víst ekki af!

22.03.2007 02:44

Ungfrú Lopi 2007?

Þá er kvennatöltið hjá Mánakonum framundan og skráning hafin á fulu og ekki seinna vænna að drífa sig í Höllina með Hrókinn í kvöld og ákveða svo á síðustu stundu hvort við tökum þátt.
Við hrókur stóðum okkur ágætlega í tímanum hjá Trausta Þór í gærkveldi og fengum hrós:) Reyndar hefði ég mátt hafa pískinn með því að Hrókurinn var svolítið saddur og vildi helst liggja á meltunni heima og hafa það næs.Þetta var eiginlega fullmikið fannst honum að láta þenja sig svona áfram á yfirferðatölti hring eftir hring!Kannski ég láti hann ekki éta svona svakalega fyrir æfinguna í kvöld:)Aumingja hesturinn stóð hreinlega á öndinni!
En þá er það stóra spurningin?Vantar einhvern fallega Lopapeysu á sig fyrir helgina??? Eins og allir vita þá er þemað á Kvennatöltinu Lopi
Kolla systir hans Hebba er að prjóna svo svakalega fallegar lopapeysur og eru þær hérna hjá mér í Ásgarðinum og líka pínulitlar krúttlega Lopapeysur utanum pelana td fyrir kvennareiðina:)



Peysurnar kosta 7500 þær stærri og litlu pelapeysurnar kosta 1500.
Ef þú hefur áhuga á að versla þér fallega lopapeysu hafðu þá samband í síma 869-8192 eða í netfangið  herbertp@simnet.is




20.03.2007 21:14

Karlatölt Mána og Árshátið Byssuvinafélagsins

Það voru engin smá átök hjá köllunum á Mángrundinni síðastliðinn Föstudag! Ég hef aldrei séð eins spennandi karlatölt áður og engin smá hross heldur! Hún stóð langt uppfyrir önnur hross hryssan hans Jóa hún Ása frá Keflavík.Þvílik skepna þarna á ferð! Engin smá fótlyfta og kraftur í einu dýri! Það kítlar mann alveg svakalega að fara með eins og eina hryssu undir hann Oríon frá Litla-Bergi sem er faðir hennar og vita hvað skeður:) Alveg synd að þessi hestur fái ekki meiri notkun með þessar fínu einkunnir og orðinn hundgamall blessaður kallinn.

Hvernig skildi afkvæmi hennar og Glampa koma út? Það myndi nú bara bora í nefið á sér held ég!

Boggi og Hervör náðu örðu sæti með mjög örugga sýningu þrátt fyrir mikil læti og harða baráttu í höllinni.Klikkuðu sko ekki á því.Til hamingju Boggi minni.
Mummi stóð sig heldur betur líka á nýju hryssunni sinni henni Ástu frá Herríðarhóli og endaði í 4 sæti.Ekki slæmt hjá Mumma og vini hans honum Birki sem var í þriðja sæti á Ögra frá Akureyri.Því miður þá var cameran orðin batterýlaus og á ég ekki mynd af honum Birki.En til hamingju strákar mínir:)

Búin að borða og best að halda áfram með bloggið:) Mmmmnammi namm.........var að renna niður steiktum Humar í rjómahvítlaukssósu *rop*.Svo er maður hissa á því að vigtaræfilinn stynji þegar að maður stígur á hana:)
En góðir hálsar,við Hebbi minn fengum okkur smá frí frá bústörfunum og renndum austur fyrir fjall um hádegið síðastliðinn Laugardag en hið Íslenska Byssuvinafélag hélt þar annað sinn í röð sína árlegur árshátið á Hótel Geysir á Skeiðunum.Þetta er eina fríið sem ég tek á ári en ég er ekkert mikið fyrir að fara langt að heiman.En það er alltaf gaman að hitta hinar konurnar sem mæta þar með mönnunum sínum.Á meðan þeir halda Aðalfundinn þá fara þær sem vilja annað hvort í nudd eða í heita pottin eða hvorttveggja og síðan söfnust við saman uppá einu af herbergjunum á Hótelinu og fáum okkur snakk og eitthvað gott að drekka *hikk* you know:) En bara pínulítið smá,helst ekki neitt því að næst er komið að skotkeppni kvenna og þar hef ég komið heim með verðlaunapening um hálsinn frá upphafi eða 2 gull 3 silfur og 2 brons.En núna brást mér bogalistin enda orðin pressa á mér að standa mig og svo fór að ég endaði í 7 unda sæti.Sú sem var í fyrsta sæti náttúrulega skaut af þvílíkri nákvæmni að það var ekki fyndið! Enda hafði ég heyrt það að hún væri búin að vera í ísraelska hernum síðastliðin 4 ár og handleikið byssur daglega!! í öðru sæti var hún Helga hans Ödda og stóð hún sig eins og hetja og var með sama skor og Öddi sjálfur en Öddi og Hebbi fengun að spreyta sig eftirá.Frábært hjá henni Helgu,hún átti þetta sko sannarlega skilið! Í þriðja sæti var hún frúin hans Steina Stál en því miður þá er mér algerlega fornumað að muna hvað manneskjan heitir?Þeir höfðu orð á því kallarnir að við værum orðnar óvenjugóðar og hittnar skyttur,ekki minna hittnar en kallarnir barasta:)Við vorum 7-8 sem skutum 30 stig og yfir og þykir það bara nokkuð gott hjá köllunum sem eiga að heita þrælvanir en við konurnar ekki mikið vanar:)

Jóna hans Bóbó að fá leiðbeiningar frá Ödda og Hebba.Það vantaði ekki að þeir eru duglegur að sjá um Skotkeppnina kvenna ár eftir ár þessir tveir:)
Maturinn var ágætur en samt er svínakjöt ekki í miklu uppáhaldi hjá mér og grrrr.....urrrr......það vantaði sultutauið með! Ég bara verð að fá sultu með kjöti,það er algert MÖST! Og grænmeti líka!En það var nást ekkert slíkt með kjötinu.En þetta slapp allt saman vel og hugsaði ég fallega uppá herbergi en þar beið mín harðfiskur og eitt og annað gott í kropinn yfir sjónvarpinu:)
Eftir matinn var happadrætti og þar höfum við Hebbi gert góða hluti undafarin ár en hvað skeði! Ekki einn lítill vinningur???Svona er lífið,stundum blæs á móti,stundum með.
Þá voru það skemmtiatriðin eftir en nokkrar konur voru teknar upp og þar á meðal ég og við áttum að blása í Andaflautur og keppa um hver næði best hljóðunum.Ekki myndi skemma ef við myndum reyna að leika Endurnar líka.Þarna varð ég að standa mig! Nú var að duga eða drepast!Þær flautuðu og flautuðu hinar konurnar og voru eitthvað pínu ragar við að leika önd en þarsem ég á Aliendur þá vissi ég sko alt um það hvernig þær hegðuðu sér:)Svo þegar að röðin kom að mér þá bað ég hana Helgu að beygja sig aðeins niður(vera Mínu önd:) og ég var Andarsteggur og lék þegar að endur eru að ..............do do og salurinn sprakk alveg og ég fékk fullt hús stiga hjá öllum þremur dómurunum og vann með glæsibrag:)
Það var mikið stuð á öllum og entist ég til 3 um nóttina og fór þá uppá herbergi í Harðfiskinn minn en Hebbi varð eftir í þvílíku stuði með vinunum og var ég ekkert að trufla það enda maðurinn kominn langt yfir 18 árið og má bara alveg vera úti alla nóttina:)
Hann skreiddist svo inná herbergið um 6 leytið alveg búinn að fá nóg af skemmtunum:)
Við vöknuðum ekki fyrren um hádegið og skiluðum af okkur herberginu um eittleytið.Hebbi minn afhenti mér bíllyklana og setti líf sitt í mínar hendur yfir hálfófæra Hellisheiðina og við á litlu bíltíkinni með ónýt sumardekk að aftan.Á leiðinni austur þá missti kallinn vald á bílnum í hringtorgi og fórum við heilann hring og lentum sem betur fer ekki á öðrum bílum! Tveir af Byssuvinunum misstu vald á sínum fjallatrukkum á Skeiðunum og enduðu útí móa.
Ég puðaðist þetta í 3ja gír niður að þjóðvegi 1 en þar var aðeins hægt að anda léttar þó að skafrenningurinn hafi verið ansi mikill á köflum.Við stoppuðum í Eden í Hveragerði og fengum okkur að borða og biðum þar í smá stund til að vita hvor ekki rofaði til en veðurguðirnir voru í ham.
Upp Kambana puðaði bíllinn og sáum við bíla hingað og þangað utan vegar.Það var svo dimmt á köflum að ég var við það að stoppa en þorði samt varla að stoppa af ótta við að fá einhvern aftaná okkur.Við sluppum niður Hellisheiðina ósködduð en fyrir aftan okkur varð aftanákeyrsla og slys.Ég varð mikið fegin að komast inná Reykjanesbrautina vel saltaða og tvöfalda með Hebba minn alveg glærann af þynnku (eða var það hræðsla:)
Ég held að það hafi verið einskær heppni að við komumst þetta í þessum litla bíl okkar en þetta er í annað sinn sem ég fer yfir Hellisheiðina lokaða á litlum bíl og langar ekki til að gera það aftur!

Lagsi frá Bár kom aftur í  í Ásgarðinn í gær en hann var í tamningu hjá honum Alla blinda.Þarsem allt þarf að ske með ofurhraða svo stóðhestur nái góðum einkunnum og athygli þá var hann Lagsi kall sendur heim með þeim orðum að hann væri klárhestur og það myndi taka einhvern tíma að fá hann í töltið.En hesturinn er þægur og meðfærilegur og góður að öðru leyti.Hann er til sölu fyrir þá sem hafa áhuga á að ná sér í stóðhest með þennan lit og af ágætis kyni.Endilega hafið samband við mig í þetta netfang herbertp@simnet.is  og gerið tilboð í klárinn.

Dímon frá Neðra-Skarði að heilsa uppá Lagsa vin sinn.


12.03.2007 23:25

Bloggþyrst eða ???

Jæja kæru blogg lesendur mínir.Þið eruð víst orðin langþreytt á að bíða eftir þessari færslu og hér kemur hún:)
Það gekk mikið á hjá okkur hér síðastliðinn Föstudag en eins og þið vissuð þá var Halla Eygló væntaleg hingað að örmerkja og taka strokusýni úr nös á helling af hrossum.
Halla birtist hress og kát um hádegið og var mikið gaman að spjalla við hana og vinna með henni.Það var tekið Dna úr hátt í 40 hrossum hér og var þetta mikil vinna.Sem betur fer þá kom hún Magga mín og hélt fast um pennann og ritaði niður upplýsingar í gríð og erg.Takk æðislega fyrir alla hjálpina Magga!




Iðunn örmerkt,hún var alveg yndislega stillt eins og flestir:)
Iðunn er til sölu fyrir þá sem vilja geðgott og mátulega gæft folald! Langar varla til að selja hana en ef einhver hefur áhuga þá endilega hafa samband.Ég nefnilega get ekki átt allt þó mig langi til:)
Allir fóru út í dag að virða sig í frábæru veðri.Meira að segja gibburnar fengu að leika lausum hala í smá stund.Fyrst hleypti ég kjúklingunum nýklipptu út og var mikið gaman að sjá æðiskastið sem rann á þau þegar að þau voru búin að átta sig aðeins:)

Kjúklingarnir á harðahlaupum hehehehehehehe.........

Hrókur passaði vel uppá folöldin fyrir ig á meðan ég mokaði og gerði fínt hesthúsið.Það þurfti að kljást við þau og allt.


Pjakkur varð alveg steinhissa í dag þegar að hann sá í fyrsta sinn kindur!!!Ég held að honum hafi ekkert litist á útlitið á þessum ullahnorðum sem spýttust um allt hesthús ef hann hreyfði sig hehehehehehe.....
En hann stækkar og stækkar og er mjög duglegur að borða heyið sitt.Hrikalega krúttlegur og bræðir hjörtu allra sem hingað koma:)
Þori ekki að blogga meir í bili,kerfið er soldið leiðinlegt eftir að því var breytt.


08.03.2007 22:15

Dna sýnataka á morgun!

DNA-greining

Búnaðarsamband Suðurlands býður upp á DNA-sýnatöku úr hrossum til staðfestingar á ætterni. Sýnatakan er unnini af Búnaðarsambandinu en greining sýnanna er á vegum líftæknifyrirtækisins Prokaria. Niðurstöður DNA-greininganna eru síðan lesnar inn í Worldfeng að lokinni greiningu.

Mælt er með því að láta DNA-greina kynbótahross til staðfestingar á ætterni þeirra.

Tekið er við pöntunum hjá Búnaðarsambandi Suðurlands í síma 480-1800, einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin halla@bssl.is og petur@bssl.is.

Sýnataka fer þannig fram að tekið er stroksýni úr nös sem er einföld og örugg aðferð. Einungis eru tekin sýni úr einstaklingsmerktum hrossum, þ.e. ör- eða frostmerktum.

Gjaldskráin er eftirfarandi:
Tímagjald fyrir sýnatöku og frágang 3.000 kr/klst + vsk
Komugjald 2.100 + vsk
Greining á sýni 1.750 kr + vsk
Sýnaglas 250 kr + vsk

Folöld fædd frá og með árinu 2007 fá ekki A-vottun án DNA-greiningar til sönnunar á ætterni.

Jæja er þetta ekki nóg blogg fyrir gott fólk hehehehehehehe.........held ekki barasta!

Gáfum útiganginum einhvern tímann um daginn,man það ekki en allir líta flott út.Er það ekki aðalmálið að allir líti út svona cirka eins og ég? Minnsta kosti er það æskilegt ef þú ert hross:) Ég er flottust,flottust flottust!!!!!
Ég er í einhverju þreytukasti núna:) Var að koma inn frá að hugsa um þessi óþekku folöld ykkar:) Byrjaði í heimahesthúsinu en þar hafði hann (mjög líklega hann:) Kóngur náð að opna hliðið á stíunni og Sif og Vænting voru sko alveg til í að fara um allt hesthús og fikta í ÖLLU! OG skíta um ALLT! Ég tók til og gerði fínt aftur og fór svo í stærra hesthúsið.Ekki tók betra við þar!
13 folöld laus þar og búin að háma í sig af rúllunni og skíta því út um allann ganginn og hrinda hinu og þessu niður!!!! Hvernig gátum við Hebbi gleymt því í gær að loka einu hliðinu inní stíu hjá þeim! Ég sem ætlaði sko að njóta þess í dag að gera extra fínt fyrir morgundaginn.En svona er lífið gott fólk:)
Hér eru myndir af Kóngi stíuopnara:)

Ekkert smá stór og stæðilegur hann Kóngsi!

Kóngur fór ekkert smá hjá sér þegar að Boggi ætlaði að raka nærri því allra heilagasta og varð hún Eygló að taka við og þá stóð hann kyrr.Mjúkar konuhendur voru eitthvað sem hægt að treysta fyrir nafna sínum:) Lol:)))

Kóngur um stund...............berstrípaður:)


Pamela Náttarsdóttir sefur í matnum sínum alsæl blessunin.

Hjálpið mér að finna nafn á albinóa merfolaldið mitt í einum logandi hveli fyrir morgundaginn!!! Páll Imsland og dóttir hans eru búin að litgreina folaldið og á morgun verður leiðrétt litanúmerið á henni í Veraldarfeng en þar er hún skráð leirljós.Flott nafn á hana í grænum hvelli elskurnar mínar og skellið því inná álit hér fyrir neðan:)))

03.03.2007 23:50

Folöld tekin undan og rökuð


Þá er búið að gera þennan fína varnargarð niður á bakka hjá okkur.Frábærlega vel unnið hjá gröfumanninum og á hann hrós skilið fyrir.Hann meira að segja gerði sliskju fyrir Æðarfuglinn að labba upp eftir og nú er að vona að Æðarkollurnar verði ánægðar með nýju gönguleiðina sem er búið að gera fyrir þær.Það er alveg merkilega mikið af fugli fyrir neðan hjá okkur og gleðilegt að sjá svona fallega hópa í góða veðrinu.Gott að Wilson Muga er ekki búin að gera útaf við allan fuglinn.

Fíni flotti varnargarðurinn "okkar":) Nú ætti foksandurinn úr fjörunni að stoppa og hætta að flæða yfir beitina á bakkanum og kaffæra allt gras langt frameftir sumri.

Æðarfuglinn farinn að huga að því að koma sér í land svo hann endi ekki allur í olíu! Nei"ætli hann viti nokkuð hvað tvífætlingarinr eru að aðhafast og menga út sjóinn fyrir þeim.Held bara ekki.Vonum bara að fleiri fuglar drepist ekki.


Hebbi fór í Víðdalinn síðastliðinn Föstudag og sótti Rjúpu en tamningunni á henni er lokið í bili.Hún er alþæg,ekki hrædd við neitt og sullast alveg áfram á brokkinu.Töltið er laust en ekki var hreyft við því núna.Fín fótlyfta og mikið framgrip.Hún fer framúr öðrum hestum í reið og mætir óhikað hrossum.Hilmar er hrifinn af henni og mikið hissa á því hve auðveldlega gekk að temja hana.Við erum mjög ánægð með vinnubrögðin á henni og langar helst til að fara með systur hennar til Hilmars líka en drengurinn er umsetinn og verður það líklegast að bíða betri tíma.

Jæja gott fólk,ég þori ekki að pikka mikið meira í bili því að það var verið að breyta vinnslukerfinu á blogginu og allt hverfur af og til sem ég er að pikka! Myndir eru óratíma að koma inn og er ég barasta búin að fá nóg í bili! Ég sem er með svo skemmtilegar myndir af folaldarakstrinum frá í gær! Reyni aftur á morgun:) Og það voru 3 folöld tekin undan í dag og er ein móðirin núna alveg brjál......hneggjar og hneggjar á folaldið sitt útí nóttinni!!!! Best að fara út og kíkja hvort það sé í lagi með greyin svona berrössuð niður í hesthúsi!:)

Næsti dagur áframhald á pikki:)

Það var í lagi með alla niður í hesthúsi og allt í orden eins og sagt er.
Ég ætla að halda áfram að blogga um folaldaraksturinn og vita hvort kerfið er ekki hraðvirkara en í gær.

Fyrst var hún Sif Hróksdóttir rökuð hátt og lágt.Gaman að sjá hve fallega þau koma út í skjónumynstrinu undir.Fyrst er mynd af henni fyrir rakstur:)

Hálfrökuð blessunin.Hún át bara hey á meðan á rakstrinum stóð.Verður góð einn daginn þessi held ég bara.Ef ég passa mig á því að vera ekki að kjassa hana um of,hún er svo rosalega fljót að spekjast!

Alveg orðin berrössuð.............Algjör kjúklingur!

Pálmi að tala við Hebba heyverkandann sinn.Tuggan er bara ágæt að sögn Pálma með móðurmjólkinni en nú er hún ekki lengur til staðar.

Næst var hann Pálmi frá Höfnum tekinn og rakað undan faxi og rönd eftir bakinu.Hann fer svo útí stærra hesthúsið en það er ekki upphitað og þá er nú eins gott að vera ekki berrassaður kjúklingur.Eygló og Boggi afar einbeitt á svip að raka "barnabarnið" sitt:)

Þá var það aðalgellan í hópnum hún Vænting frá Ásgarði (fyrrum Skinfaxa:).Ég varð alveg heilluð af litnum á henni þegar að farið var að raka hana og undir hárunum kom nokkuð skemmtilegt í ljós! Set hér inn myndasyrpu af henni og fleiri orð eru óþörf.

Boggi byrjaður að raka af skvísunni:)

Er maður ekki langflottastur með hringamynstur!!!!!Klikkuð á litinn!!!

Litla gellan berstrípuð.Hún var alveg svakalega stillt og þæg.Merkilegt hvað folöldin eru þæg og róleg á meðan þau eru rökuð þrátt fyrir að hafa bara verið handleikin í ormalyfsgjöf:)



  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 143
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280716
Samtals gestir: 32704
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 05:21:00