Heimasíða Ásgarðs

29.03.2007 23:48

Folaldasýning á morgun!

Nú er maður sko búinn að njóta sín í veðurblíðunni síðustu dagana.Vorboðarnir láta sig ekki vanta og er Tjaldparið komið alla leið uppá hlaðið og farið að sprella og ólátast eins og öll hin vorin mín hér í Ásgarðinumm.Fyrstu dagana/næturnar er þetta allt saman voðalega krúttlegt að heyra í þeim en svo fara að renna á mig tvær grímur þegar að þeir eru farnir að ólátast beint fyrir neðann svefnherbergisgluggann minn langt framá nótt og morgunn! Hettumáfurinn er líka kominn og láta margir hann plata sig með frekjugarginu en hann er ansi líkur Kríunni en hún kemur nú ekki fyrren í byrjun Maí hingað til okkar.
Folöldin hér á bær frá í fyrra blása út og núna eru þau farin að fá rúllur útí stóra hólf og una sér þar vel í blíðunni.Ekki amalegt líf að vera afvelta á vömbinni í rúllu og vor í lofti.

Pjakkur sá yngsi í folaldadeildinni stækkar og stækkar og sprautast um allt hólfið og lætur öllum illum látum:)Hann er að byrja að fara úr hárum og eru komin einskonar gleraugu á hann sem gera hann svolítið skondinn í framann.
Glenna mamma lætur sér fátt um finnast og hugsar  mest um að borða svo hún hafi næga mjólk í kútinn sinn.
Set hér inn myndasyrpu af folöldunum sem fengu aldeilis gott úti veður síðustu dagana.

Hér er hún Skvísa frá Víðihlíð hennar Sabine vinkonu:)Falleg hún Skvísa.

Sssól Hróksdóttir frá Ægissíðu.Algjör kelirófa sem er ekki hrædd við neitt:)

Raketta Hróksdóttir frá Ægisíðu er til sölu.Fæst á 80.000-Bollétt háfætt og fer um á hágengu brokki.Virkilega flott folald!

Snót Prinsdóttir að baða sig í sólargeislunum.Loksins lét sú gula sjá sig!

Yrja Prinsdóttir mikil vinkona hennar Snótar.Alveg óaðskiljanleg þessi tvö rauðskjóttu merfolöld:)

Þór Ögrasonur frá Ásgarði alltaf jafn fínn með hey í hárinu:)Hann fer að fara út til Sviss eftir cirka mánuð.

Are you talking to my? Ha???Ransý þú veist að ég er flottastur og ekki vera að eyða neinum myndaskotum á önnur folöld! Völusteinn alltaf svo snöggur með svör við öllu hehehehehehehe.......Hér er hann nýkominn inn með folalda hópinn sinn sem hann stjórnar af miklum myndaskap:) Aðalgaurinn í húsinu!

Biskup stóri frændi að kenna Kóngi litla frænda að teymast.

Nú er folaldasýningin á morgun Föstudaginn 30 mars og byrjar stundvíslega klukkan 20:00.Ekki seinna vænna hjá mér að byrja að kenna Frigg Ögradóttur og Kóngi Hróksyni að teymast.
Ég ætla ekkert að lýsa því nánar hvernig gekk með blessunina hana Frigg en ég er afskaplega fegin að hausinn skildi ekki við búkinn.Fer aðra bunu með hana á morgun og er ég handviss um að þá skilur hún blessunin betur hvað um ræðir og að betra sé að fylgja okkur Biskup eftir:)
Næst var hann Kóngur tekinn út og hengdur utaná og það var eins og hann hafi ekki gert annað á lífsleiðinni en að teymast og vil ég þakka það gúmmíkallinum góða sem hann hefur fengið að kynnast síðustu dagana.
Frigg er að dunda sér í gúmmíkallinum í nótt og verður eflaust orðin Háskólagengin í fyrra málið í að gefa eftir þegar að tekið er í:)
Hlakkar til að hitta hana í fyrramálið:)

Gleymdi að blogga um Endurnar okkar!Þær eru farnr að verpa útum allt og finnum við egg allstaðar! Erum að safna í útúngunarvél og nú skal sko eiga nóg af Andarungum í vor og sumar til að selja þeim sem vill kaupa.Það er nefnilega ekkert mál að unga þeim út og halda í þeim lífinu en samt er þetta heilmikil vinna en skemmtileg.
Fashanarnir eru líka komnir á fullt í varpi og líka íslensku hænurnar okkar en þær eru 18 talsins og farnar að skila þetta 10-15 eggjum á dag.Góðar!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297299
Samtals gestir: 34231
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:22:14