Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2008 Október

30.10.2008 00:20

Ransý the Róbót:)

Ransý Róbot ryksuga mætti í Ásgarðinn í dag enda veitir ekki af þegar að Ransý manneskja hangir allan liðlangann daginn í tölvunni!

Nú get ég hangið alla liðlanga nóttina í tölvunni líka á meðan Ransý Róbot sér um gólfin emoticon .

Best að fela sig á bakvið mömmu emoticon !

Buslu og Súsý leist nú ekkert alltof vel á þetta apprat svífandi um öll gólf,klifrandi yfir þröskulda og rekandi sig í hundakörfuna þeirra!

Nei"án gríns þá hefur mig langað lengi í svona Róbót ryksugu og sérstaklega þá útaf öllum hundahárunum.
Með henni fylgir aukabursti sérstaklega ætlaður fyrir hunda og kattahár.

Auk þess ef að óhreinindi sitja djúpt í teppum eða mottum þá bankar hún þau upp með sérstökum bankara og fer extra vel yfir það svæði!

Þetta apparat er hrein snilld! Ég sé ekki eftir þessum aurum í hana Ransý Róbót og nú get ég bara stillt hana á tíma td 10:00 á morgana og hún byrjar daginn á því að svífa yfir gólfin og þegar að hennar störfum er lokið þá fer hún sjálf í hleðslustöðin og setur sig í samband!

Hér er allt um þetta frábæra tæki fyrir þá sem eru þreytt á td hunda og kattahárum eða bara með bilað bak eða bæði einsog ég:
http://www.irobot.is/

Vinkona mín hún Begga kom hér í dag.Hún ætlar að selja klárinn sinn hann Flugar en þetta er frábær hestur í bara allt!
Flugar er hestur með reynslu og verður 10 vetra í vor.

Begga á Flugari sínum í dag í góða veðrinu.

Alþægur og prúður töltari,vanur ýmsum stærðum og gerðum af knöpum og frábær í ferðirnar.
Allir sem eitthvað hafa komið nálægt hrossum geta riðið þessum hesti.
Einnig flott að hengja utaná hann trippi sem er verið að temja.

Ég mæli sterklega með þessum hesti fyrir alla sem eitthvað hafa komið nálægt hestum.
Hann er fallegur undir og ber sig vel svo knapinn getur horft stoltur fram á veginn emoticon .
Þið getið haft samband í netfangið

busla@simnet.is

eða bara beint í símann hennar Beggu en hann er: 8207093

25.10.2008 19:17

Restin af hrossum ormahreinsuð


Gunni Arnars kom í morgun og sótti þær stöllur Feilstjörnu og Lilju en þær eru að fara til Hollands.

Ég gaf mér góðan tíma og dúllaði svolítið við þær,ormahreinsaði og fór aðeins yfir reglurnar með þeim einsog að muna að spenna beltin fyrir flugtakið emoticon .

Ég kláraði að ormahreinsa þau hross sem enn áttu eftir að fá ormalyf og sleppti þeim svo inná vetrarbeitina til folaldshryssanna.

Eðja með Dúfu Hróksdóttur.


Biskup frá Gíslabæ bróðir Hróksa.

Biskup gamli reiðhesturinn minn er orðinn svo feitur að það er ekki fyndið lengur......í alvöru!
Hvað gerir maður við svona belg?


Drottning Hróksdóttir þandi sig sem mest hún mátti.

Flott folald með rosa yfirferð á brokkinu og skrefar stórt.


Sváfnir Hróksson á fullri ferð.

Þetta risastóra folald er til sölu,lofa ykkur því að þarna eru góðir reiðhestahæfileikar og traust lund á ferð.

Móðir:
Fjalladís frá Drangshlíð
MF:Vaðall frá Oddgeirshólum 2
MM:Villimey frá Drangshlíð
Faðir:
Hrókur frá Gíslabæ
FF:Kormákur frá Flugumýri
FM:Best frá Brekkum

Verð/prize 180.000-ISL/1.200-EUR
Innifalið Örmerking-dna og vetrahagaganga.

Sváfnir is big and beautyful guy with nice temperament.

Included microchip-Dna and feeding until spring 2009.


Himinglæva Óðinsdóttir.

Til sölu/for sale

Himinglæva er rólyndis skepna líkt og foreldrar sínir.Fer um á brokki og hefur sýnt tölt.
Real nice mare with very good temperament.

Móðir/Mother:
Stórstjarna frá Ásgarði
MF:Brúnblesi frá Hoftúnum
MM:Halastjarna frá Drangshlíð

Faðir/Father:
Óðinn frá Ásgarði
FF:Hrókur frá Gíslabæ
FM:Eðja frá Hrísum 2

180.000-ISL/ 1.200-EUR

Himinglæva afhendist Dna testuð og örmerkt.
Included microchip-Dna and feeding until spring 2009.
Vinsamlegast hafið samband í netfangið/Please contact us here: 
busla@simnet.is

22.10.2008 16:35

Fjárveiting í Ásgarðinn


Í gær áskotnaðist mér gimbur í sjaldgæfum lit og var ég snögg að sækja hana ásamt Fjármálaráðgjafa mínum henni Valgerði vinkonu.

Þreifingar í fjármálum emoticon .Vóv.....sú er væn!
Kolótt er hún og afar samarekin og þykk lítil gimbur.
Alveg úrvals ræktunargripur að sögn Valgerðar og ég var ekki lengi að smella nafni á gripinn en hún heitir Valmína.

Fé lagt til hliðar emoticon .
Við eyddum löngum tíma í kindakofanum við fjárþreyfingar og mal enda þegar að tvær kindarlega konur koma saman þar er gaman emoticon .

Er hún ekki fín hún Valmína emoticon !
Ég er svo stolt af nýja gripnum að ég bara varð að skella inn myndum af dömunni.
Sem Valgerður á http://www.123.is/hrauni/ tók!
Takk fyrir myndirnar emoticon .
Bara stutt í dag elskurnar mínar emoticon .

20.10.2008 15:49

Vinda á leið út til Sweden

 


Vinda á leið út til nýrra eigenda.

Enn streymir fólk til landsins að skoða hross og versla.Stóðhestar virðast vera í miklum metum hjá úrlendingnum ásamt ungum fylfullum hryssum og vel tömdum hrossum sem dúllast mest um á tölti.

Ég er uppiskroppa að mestu með hross en ég ætla að biðja ykkur samt í lengstu lög um að hella ekki yfir mig meilum með hrossum og myndum heldur gerast bara dugleg sjálf og auglýsa td á
http://hestafrettir.is/
og hafa auglýsingarnar á ensku og þýsku.

Málið er að það er best að hver og einn beri ábyrgð á sinni sölu og á sínu hrossi!

Djö....................er kalt núna! Mig langar ekkert út að vinna en auðvitað verður maður að harka bara af sér og skella sér í gamla góða kuldagallann og setja undir sig hausinn og út!

Þeim var kalt á stélinu í dag þessum ræflum.

Það rokgengur að koma upp verkstæðinu,þakið var sett á í gær og á morgun þegar að lægir ætla kallarnir að príla upp aftur til að ganga endanlega frá því.

Það verður mikill munur að geta haft aðaltraktorinn hér heima við í upphituðu húsi þegar að ég fer að gefa útiganginum í vetur.

Við búumst við því að byrja snemma útigjöfina og er það tilhlökkunarefni að fara að sýsla við það.

Það verða fá hross hjá okkur í vetur en við tökum ekki að okkur hross fyrir aðra nema bara folöld inní hesthús á gjöf.

Tveir stóðhestar eru hjá okkur í vetur og meira verður það ekki.

Farin út í gegningarnar.
emoticon  

18.10.2008 00:09

Askur fékk heimsókn:)


Askur fékk stórt knús emoticon !

Askur kallinn fékk góða heimsókn í dag.Nýji eigandinn gerði sér lítið fyrir og kom fljúgandi til að kíkja á gripinn sinn og varð hún ekki fyrir vonbrigðum.Þetta var ást við fyrstu sín og drifum við í að panta flug fyrir kappann en hann fer líklega út um  miðjan Nóvember.
And here is Askur´s new home: 
http://www.brokelohermoorhof.de/

Það kom margt skemmtilegt í ljós í dag í spjalli mínu við þýsku dömurnar sem hér voru í dag en önnur hefur aldrei komið til Íslands áður en hin var hér síðast fyrir 25 árum.
Hún var alveg rasandi hissa á því hve íslenski hesturinn er orðinn stór!

Enda eru 41 ár síðan hún verslaði hér hross síðast og er sú hryssa enn á lífi og í fullu fjöri orðin 42 vetra gömul.
Ég sá nýja mynd af henni en hún er alveg hnöttótt af spiki og lítur gríðarlega vel út.

Bíddu aðeins emoticon !

Hún er semsagt jafngömul og ég!

Ég lít líka alveg gríðarlega vel út,alveg hnöttótt af vellíðan emoticon .

Einn í lokin til að létta okkur lundina emoticon .

Þrír menn sátu saman og voru að monta sig af því hvernig þeir höfðu látið nýju konurnar sínar fá skyldur og verkefni heima fyrir.

Sá fyrsti hafði gifst konu frá Colarado og hann hafði sagt henni að hún ætti að þvo upp og þrífa húsið.
Það tók nokkra daga en á þriðja degi kom hann heim í hreint hús og uppvaskið búið og frágengið.

Annar maðurinn hafði gifst konu frá Nebraska. Hann hafði skipað konu sinni að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku.
Fyrsta daginn hafði ekkert gerst, annan daginn hafði það aðeins skánað og þann þriðja var húsið hreint, uppvaskið búið og svaka steik og meðlæti í matinn.

Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hennar verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá garðinn, þvo þvott og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma.
Hann sagði að fyrsta daginn hefði hann ekki séð neitt, annan daginn sá hann ekki neitt en á þriðja degi minnkaði bólgan aðeins svo hann sá aðeins með vinstra auganu, nóg svo hann gat útbúið sér eitthvað að borða og sett í uppþvottavélina!

emoticon 


17.10.2008 00:35

Smá ró í kotinu.....


Freyja frá Ásgarði og Mön frá L-Ásgeirsá

Það er allt loft úr mér núna emoticon.

Þvílík læti hafa verið við að svara tölvupósti en núna er komið að því að koma seldum hrossum frá sér í flug en vonandi verður það staðfest fljótlega hvaða dag þau eiga að fara.

Mig er farið að hlakka til að safna saman þeim hrossum sem eiga að koma inn til frumtamningar en eitthvað er fyrir austan af trippum sem hægt er að vinna aðeins við.

Nú svo eru þar líka hross sem eiga að fara bráðum í flug.
Best að passa uppá það að vera nógu tímalega í því að sækja þau en í fyrra brast á vetur og kolvitlausu veðri og Hellisheiðin kolófær á köflum.

Ég skaust út með cameruna í gær og reyndi að ná einhverjum skikkanlegum hestamyndum.

Hrossin eru orðin feit og löt,hreyfðu sig ekki nokkurna skapaðann hlut fyrir mig.

Pamela Náttarsdóttir og Melódía Sokka 1060 dóttir.

Nú enda er þetta þeirra mesti rólegheitatími,blóðið að þykkna í æðunum og þau að fitna fyrir veturinn.

Er ekki best að leggjast bara í hýði og vakna svo bara í vor vel úthvíldur,ég er í svoleiðis stuði núna emoticon  .

15.10.2008 12:51

Snæugla frá Víðihlíð óseld/unsold og draumur....


Snæugla er EKKI á leið til Þýskalands.

Smá viðbót vegna ekki sölu á Snæuglu!
Salan gekk til baka vegna peningavandræða hjá væntanlegum kaupanda.
Fólk er orðið hrætt vegna ástandsins en bankar eiga í vandræðum með að senda peninga á milli landa og er þetta ekki gott ástand og farið að koma við kaunin á manni!
Ráðamenn emoticon komið bankamálunum í lag hið snarasta!

Vegna mikillar sölu á hrossum síðustu daga verð ég að koma með smá ábengu til ykkar.

Ég ætti að byrja á því að skella inn draum sem mig dreymdi á sama tíma og ég var að svara heilu bunkunum af pósti um fyrirspurnir um hross.

Mig dreymdi í síðustu viku að ég væri stödd í glæsilegri Reiðhöll í útlöndunum en þar var vítt til veggja sem voru skreyttir og hvítir að lit.Í endanum á Höllinni var púlt og þar stóð maður.
Ég lagði af stað til hans en á leiðinni sökk ég með fæturnar í skít en gólfið var eitt svað af hrossaskít og þegar að ég kom að manninum í púltinu þá datt ég aftur fyrir mig í skítnum og veltist þar um fyrir framan púltið.

Maðurinn rétti mér sverð og annað til en ég notaði fyrra sverðið til að krækja í það síðara og sveiflaði þeim fyrir ofan mig þar sem ég veltist um í skítnum og fór ég að skellihlægja og sagði við manninn í púltinu "þessi sverð eru búin til úr Ora baunadósum"!

Ég vaknaði skellihlægjandi veltandi mér um í rúminu!

Eins og velflestir vita þá er skítur í draumum peningar.

Ekki vissi ég hvað sverð þýddi en ég las það í
draumaráðningarbók að sveifla sverði sé merki um að dreymandinn verði fyrir tapi í náinni framtíð.

Enda kom það í ljós næsta dag að sala sem var að ganga í gegn á einu hrossinu sem ég hafði sett íslenskar upphæðir á hrapaði niður um 60%miðað við gengið sem var reiknað úti!!!

Þetta reddaðist nú allt með söluna á hrossinu en við ákváðum það ég og kaupandinn að mætast á miðri leið og ég tók á mig 30% tap og kaupandinn jók sína upphæð um 30%.

Ekki er allt gull sem glóir elskurnar mínar og þið sem eruð að selja hross út skuluð passa uppá að taka ekki við ígildi Ora baunadósar fyrir hrossin ykkar.

Ég tek það fram í síðustu sölunum að ég reikni út frá gengi hér á landi en ekki úti.
Það er allt annað gengi í gangi og fleiri en tvö skal ég segja ykkur!!!

Ég tel þetta þörfa ábendingu til allra sem eru að versla með hross til útlandanna og vonandi hef ég komið í veg fyrir leiðindi á milli kaupenda og seljenda með þessum orðum hér.

Auðvitað þurfa báðir að fara ánægðir frá samingsborðinu.
Annað væri ekki sanngjarnt elskurnar mínar.
Knús frá mér þartil næst emoticon .

13.10.2008 21:12

Tveir alþægir vel tamdir reiðhestar til sölu.Two good horses for sale!

Var að fá tvo voðalega þæga reiðhesta á sölulistann hjá mér.


Þarna er alsystir Buslu minnar úr sama goti á hestbaki!




Hreimur frá Feti, fæddur 2001 Litur Brúnn F Ás frá Feti M Ósk frá Ólafsfirði Hann er alhliða hestur með gott tölt, þægur og góður bæði í reið og umgengni, og hefur meðal annars verið notaður í reiðskóla og hesta ferðir. Verð 260.000-ISL/1700-EUR




Kross frá Breiðstöðum fæddur 2002

Litur Bleik/fífilskjóttur 6410
F Hilmir frá Sauðárkróki
M Tara frá Breiðstöðum
 
Þetta er mjög góður töltari gengur og skemmtilegur fjölskyldu hestur sem hentar fyrir alla, traustur, geðgóður og þægilegur í umgengni. Þú getur náð honum hvar sem er og fór hann í nokkrar hestaferðir í sumar og reyndist mjög vel þar.
 
Verð 330.000-ISL / 2200-EUR

Og fallegt,vænt mertrippi rak á fjörur mínar líka emoticon .

IS2005284731 Kilja frá Ey

Kylja er flott trippi á fjórða vetur undan hún er undan Andvarasyni frá Ey, og Þorradóttur frá Þúfu.
Verð 200.000-ISL / 1.300-EUR
Helga Björk svara fyrir hana Ey í netfanginu helgulius@gmail.com

12.10.2008 22:53

Lífleg hrossasala og ormahreinsun


Hér lenti dúfa nánast alhvít að lit og linnti hún ekki látum fyrren hún komst inná ganginn til okkar.Hún var særð á baki líklega eftir Smyril eða Fálka.
Þessi ræfill var spakur og og lét taka sig upp en ég setti hana í fuglabúr og gaf henni vatn og mat sem hún þáði en þrátt fyrir umönnunina þá gaf hún upp öndina.
Kannski var einhver að senda okkur skilaboð um að þakka fyrir það að vera líkamlega ósærð,mett og eiga hlýtt athvarf?
Sá sem er heilbrigður á sál og líkama,á ofaní sig og á getur ekki annað en verið hamingjusamur ekki satt?

Í gær voru merarnar og folöldin tekin inn og ormahreinsuð fyrir veturinn.

Dúfa Hróksdóttir að fá skammtinn sinn.(Seld til Swiss)

Það er alltaf gaman að fá að skoða hvern grip fyrir sig svona nálægt og alveg merkilegt hvað ósnertu folöldin eru miklu þægari við mann og næmari við alla meðhöndlun en þau spakari.
Þau spakari hafa kjark til að svara fyrir sig.

Sum folöldin hafa orðið spök við alla umferðina í hagann og sum kannski svolítið mikið spakari en önnur.

Drottning Hróksdóttir.(Seld innanlands)

Enn eina ferðina verð ég að hrósa Hróksbörnunum sem eru mjög meðfærileg upp til hópa.

Drottning Askdóttir.

Þetta gekk allt saman miklu hraðar fyrir sig í ár en Boggi og Eygló sem  hafa undanfarin ár hjálpað okkur við ormahreinsanir og annað skemmtilegt hrossastúss höfðu með sér forláta ormalyfsprautu sem gerði þetta allt miklu auðveldara og fljótlegra emoticon .

Eftir að hafa komið hryssunum og folöldunum aftur á sinn stað fórum við heim en þar beið okkar heilmikil veisla,Lambalæri og alles en ég fjareldaði í (Saladmaster) pottunum góðu á meðan ég var að stússast úti við í hrossunum.

Hver einasta bóndakona (og allar önnum kafnar konur:) þyrftu að eignast Saladmaster græjurnar en td pannan er hrein snilld með hita og tímastillingu sem slekkur á sér og heldur svo matnum heitum þartil maður er búin í verkunum útivið og kemur inn glorhungraður!
Bara snilld!

Það er búin að vera brjáluð sala í hrossum og hef ég verið meira og minna föst við tölvuna þessa vikuna að útbúa saminga og svara pósti í alllar áttir.

Askur frá Hraunsnefi er seldur út til Þýskalands.

Lilja er seld til Hollands.

Feilstjarna er seld til Hollands.

Hávi er seldur til Hollands.

Enn eru fyrirspurnir að hrynja inn og ég sé mig í anda fasta við lyklaborðið næstu dagana.
Ekkert væl eða vol hér á bæ og engin kreppa að læsa klónum í okkur nema þá að ég fái kryppu af veru minni hér við tölvuna emoticon !

 

07.10.2008 21:43

Stóðréttir Víðidalstungurétt

Við lögðum af stað norður yfir heiðar snemma síðastliðinn Föstudagsmorgun með Hrók í hestakerrunni.
Ferðinni var heitið í stóðréttir í Víðidalstungurétt en ég var að taka myndir fyrir hann Val vin okkar sem kennir sín hross við Víðihlíð.
Í leiðinni fórum við með Hróksa kallinn á Hóla til hans James í þjálfun og trimm fyrir myndatöku.
Ég veinaði víst og æpti megnið af leiðinni enda hálkan undir Hafnarfjalli skelfileg og bæði bíll og kerra fóru þrisvar að kastast til útum allan veg!

Ég var mikið fegin þegar að við komum að Stórhól en þar átti Hrókur pantaða gistingu yfir nótt hjá þeim heiðurshjónum Maríönnu og Garðari.

Hrókur í vellystingum á Stórhól emoticon .
Hrókur lét nú svo lítið á sér bera þegar að gangahestarnir voru settir í stíur allt í kringum hann að Garðar hélt að Hrókur væri kominn og farinn hehehehehehe.............emoticon .Sá aldrei klárinn enda var hann bara einsog hinir gangnahestarnir þarna í stíunni maulandi tugguna sáttur við sitt.

Allt að fara á kaf í snjó.

Við drifum okkur uppfyrir Kolugilsbæina og þar tók við löng bið eftir stóðinu.

Loksins sáum við hrossin koma en það sást nú ekki mikið fyrir snjó sem kyngdi niður og ekki var auðvelt að taka myndir í þessu veðri en það slapp þó til.

Fyrstu reiðmennirnir sem birtust ullu mér pínku vonbrigðum!
Flestir á lulli (gulli:) héngu í taumunum til að halda jafnvægi og hnakkarnir uppá hálsi á hestunum!
Gat það verið að Húnvetningar væru svona illa ríðandi???
Nei" það gat bara ekki verið!

Enda kom það í ljós að hér voru útlendingar á ferð alls óvanir að mér sýndist (flestallir) en með bros á vör að taka þátt í hrossasmöluninni.

Síðan birtust vaskir menn á flottum gæðingum sem gaman var að sjá og mynda.
Valur á reiðhestinum sínum Silfra með Silfurskottu í taumi.

Ég er að berja saman smá síðu fyrir Val en hún er að komast á koppinn þó fullgerð sé hún ekki.
http://www.123.is/freyshestar/
Öll folöldin frá honum í ár eru seld nema tvö.
Eitthvað er til af veturgömlu og eldra líka sem ég á eftir að setja inn á síðuna.
Hann var með vindótta hryssu í smalinu sem að öllum líkindum er til sölu en það er hún Silfurskotta frá Víðihlíð.
Þægt reiðhross en lítið tamin og viljinn kannski ekki alveg blússandi ennþá.
Þetta er hross sem allir geta riðið, td ef knapinn er algerlega hlutlaus þá stoppar hún bara emoticon .

Laugardagurinn rann upp og þvílík blíða og sól!
Ég myndaði og myndaði allt og ekkert en auðvitað mest þó af hrossum enda komin norður til þess.

Ég verð nú að hrósa Húnvetningum fyrir það hve meðferðin á hrossunum í sundurdrættinum var fagmannleg.
Fáir en vaskir menn og konur voru í almenningnum og gengu hrossin í sundur með prikum sem þeir leiðbeindu þeim inní rétta dilka með.

Þetta var glæsilegt að sjá og mættu aðrir taka þá til fyrirmyndar norðar en ég frétti af barsmíðum og látum í annari rétt þarsem hross fengu að finna fyrir því.

Hross sem lenda illa í átökum í réttum jafna sig sum hver aldrei aftur.
Ég hef fengið til mín í tamingu hross sem voru svo eyrnastygg eftir að hafa verið snúin niður á eyrunum að það var hrikalegt að fá þau til að þýðast mann eftir slíka meðferð og læra að treysta manninum aftur.

En aftur að mönnum og hrossum í Víðidalstungurétt.

Eftir að þónokkur fjöldi hrossa hafði verið "dreginn"í sína rétta dilka var happadrætti en hestfolald var í vinning.

Folaldið sem var í vinning er frá Val og sá heppni sem hreppti hrossið var ungur drengur sem ljómaði í framan þegar að í ljós kom að hann var orðinn eigandi að þessu flotta brúnsokkótta folaldi!

Auðvitað var hryssan og happadrættisfolaldið látið sýna sig í nokkra hringi og má stráksi vera stoltur af emoticon .


Happadráttur frá Víðihlíð?

Síðar var uppboð haldið á nokkurm hrossum og boðið var í hægri vinstri en allt ætlaði um koll að keyra þegar að folald undan Hóf frá Varmalæk og Kilju frá Steinnesi mætti í almenninginn.

Flotta uppboðsfolaldið.

Mér varð orða vant þegar að það var slegið á 1.4 millur!
Hvað er fólk svo að rausa um kreppu!!!
Já"kreppa my ass!

Ég myndaði í gríð og erg en einn dilkur fannst mér bera af hvað varðaði stærð á hrossum!
Seinna áttaði ég mig á því að þetta var dilkurinn hennar Maríönnu á Stórhól en Maríanna var búin að segja mér að hrossin væru stór en mér datt nú ekki í hug svona stór!
Þau hafa einhverntímann fengið að borða.


Ein stórmyndarleg og hátt sett hryssa sem passaði vel uppá folaldið sitt.


Fallega lit Stórhólshryssa.

Ég verð að skella inn linknum á Stórhól en þar eru til sölu gríðalega flott folöld undan Hilmissyni og ég hélt varla vatni yfir þeim mörgum hverjum!
http://www.123.is/storholl/
Allavegana sokkótt og skjótt folöld sem rúlluðu á tölti undir sér með fallegum fótaburði og áberandi skemmtilegum bóghreyfingum.
Ég verð að láta þessa mynd fjúka með en þessi hryssa er BARA töff á litinn!

Skelli svo inn bestu myndunum í kvöld frá Stóðréttunum!
Búin að vinna myndir og opna fyrir aðgang að albúminu!!
http://album.123.is/?aid=119546

02.10.2008 00:55

Askur og Hrókur til tannlæknis

Í gær fórum við með hann Ask okkar í skoðun til Bjögga dýralæknis en klárinn var á leið á Hóla um helgina.

Askur orðinn eitthvað lyfjadrukkinn emoticon ......
Tamningarmaðurinn hans Asks var búinn að láta okkur vita af því í sumar að það væri líklega eitthvað að hrjá klárinn í munninum og ákvað drengurinn að vera ekkert að pirra klárinn og skemma hann í beisli með skaki á taumum og tamdi hann klárinn á snúrumúl í staðinn og notaði einungis hálsreipi til að stöðva hann í reið.
Bara flottastur hann James emoticon .
Enda kom hið sanna í ljós þegar að Bjöggi kíkti uppí klárinn,hann var með þessa stóru Úlfstönn sem var fjarlægð í snarhasti.

Alveg stoned og slétt sama um allt emoticon .....

Þarna er Úlfstönnin!

Búið að draga hana úr klárnum.

Lungun þreifuð.........gotja!...emoticon

Við nánari skoðun á klárnum kom annað í ljós en eistun eru ekki einsog þau eiga að vera þannig að sú ákvörðun var tekin að láta gelda hann fljótlega.
Askur er allra síðasti dropinn úr Stíganda frá Sauðárkróki en Stígandi var með 20 hryssur síðasta sumarið sitt og fyljaði bara eina,móður Asks og var felldur eftir það.

Þá voru nú góð ráð dýr,við svona agalega spennt að fara að Hólum og James vissi ekki betur en að hann væri að fá hest til sín um helgina.

Málinu var bara reddað en Hrókur verður bara staðgengill fyrir Ask á meðan hann er að bíða eftir geldingu og jafna sig eftir hana.

Nú þá þurfti að drífa Hrók í lækniskoðun og röspun líka og var það gert strax næsta dag (í dag:).
Ekki málið að pota honum inní þétta dagskrána hjá Bjögga.

Sigrún Danmörku að stappa stálinu í Hróksa boy.

"Hrókur"hefurðu heyrt um hvers vegna mála fílar eistun á sér rauð?
Sv: Svo þeir geti falið sig í eplatrjánum.
Sp:Hvernig dó Tarzan?
Sv: Hann var að tína epli.

Engin Úlfstönn þar á ferð en hann var raspaður vel og yfirfarinn fyrir Hólaferðina.

Eftir bæjarferðina renndum við til húsfreyjunnar á Hrauni en hún var svo yndisleg að nenna að standa í því að taka Toppu og folaldið hennar hana Drottningu með í bæinn í gær en hún var á ferðinni með hestakerru og laust pláss fyrir þær mæðgur.
Takk æðislega Valgerður mín emoticon .

Drottning Askdóttir,krútt......emoticon

Hróksi ætlaði alveg að tapa sér úr gleði að fá Toppu og barnið hennar á kerruna og hélt hann eitt augnablik að það væri komið vor aftur!
Smá skilmysingur hjá honum.

Já"alveg rétt............ég skellti mér á hestbak í dag í ískulda og roki en við vorum að færa hryssurnar inná túnið en nú fer að koma að því að þeim verði sleppt inná haust/vetrabeitina.
Þannig að ég þóttist vera með heilmikinn rekstur enda voru þarna hátt í 20 hausar á ferð og gaman LOKSINS þegar að okkur tókst að fá þær af stað á eftir mér.

Ætli reksturinn sé ekki "pínku ponsu" stærri sem ég er að fara að mynda um helgina en nú ætlum við að skella okkur í Víðalstungurétt.

Þar verða hross til sölu í öllum regnbogans litum og veðrið verður að öllum líkindum mjög myndavélavænt.
Sé ég ekki einhverja af ykkur í réttunum fyrir norðan og í stuðiemoticon ??

Þartil næst,farið varlega elskurnar mínar emoticon .

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 251
Gestir í dag: 25
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280824
Samtals gestir: 32714
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:27:24