Heimasíða Ásgarðs

18.10.2008 00:09

Askur fékk heimsókn:)


Askur fékk stórt knús emoticon !

Askur kallinn fékk góða heimsókn í dag.Nýji eigandinn gerði sér lítið fyrir og kom fljúgandi til að kíkja á gripinn sinn og varð hún ekki fyrir vonbrigðum.Þetta var ást við fyrstu sín og drifum við í að panta flug fyrir kappann en hann fer líklega út um  miðjan Nóvember.
And here is Askur´s new home: 
http://www.brokelohermoorhof.de/

Það kom margt skemmtilegt í ljós í dag í spjalli mínu við þýsku dömurnar sem hér voru í dag en önnur hefur aldrei komið til Íslands áður en hin var hér síðast fyrir 25 árum.
Hún var alveg rasandi hissa á því hve íslenski hesturinn er orðinn stór!

Enda eru 41 ár síðan hún verslaði hér hross síðast og er sú hryssa enn á lífi og í fullu fjöri orðin 42 vetra gömul.
Ég sá nýja mynd af henni en hún er alveg hnöttótt af spiki og lítur gríðarlega vel út.

Bíddu aðeins emoticon !

Hún er semsagt jafngömul og ég!

Ég lít líka alveg gríðarlega vel út,alveg hnöttótt af vellíðan emoticon .

Einn í lokin til að létta okkur lundina emoticon .

Þrír menn sátu saman og voru að monta sig af því hvernig þeir höfðu látið nýju konurnar sínar fá skyldur og verkefni heima fyrir.

Sá fyrsti hafði gifst konu frá Colarado og hann hafði sagt henni að hún ætti að þvo upp og þrífa húsið.
Það tók nokkra daga en á þriðja degi kom hann heim í hreint hús og uppvaskið búið og frágengið.

Annar maðurinn hafði gifst konu frá Nebraska. Hann hafði skipað konu sinni að sjá um öll þrif, uppvask og eldamennsku.
Fyrsta daginn hafði ekkert gerst, annan daginn hafði það aðeins skánað og þann þriðja var húsið hreint, uppvaskið búið og svaka steik og meðlæti í matinn.

Þriðji maðurinn hafði gifst konu frá Íslandi. Hann sagði henni að hennar verk væru að halda húsinu hreinu, sjá um uppvaskið, slá garðinn, þvo þvott og elda heita máltíð í hverjum matmálstíma.
Hann sagði að fyrsta daginn hefði hann ekki séð neitt, annan daginn sá hann ekki neitt en á þriðja degi minnkaði bólgan aðeins svo hann sá aðeins með vinstra auganu, nóg svo hann gat útbúið sér eitthvað að borða og sett í uppþvottavélina!

emoticon 


Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 105
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 322
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 297424
Samtals gestir: 34249
Tölur uppfærðar: 27.4.2024 06:54:10