Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2010 Janúar

29.01.2010 17:22

Námskeið í slátrun og frágangi á kanínukjöti


Þeir sem hafa áhuga á að læra allt um slátrun-verkun á skinnum og frágangi á kanínukjöti kíkið á Kanínusíðuna mína.
Einnig verða nokkrar kanínur tattóveraðar í eyra svo nú er um að gera að kíkja og læra réttu handtökin.

21.01.2010 20:02

Strangt en tímabærtSá tilkynningu frá yfirdýralækni inná Mánasíðunni okkar og finnst mér þetta í raun og veru tímabært þó að það hljómi svolítið strangt.

Allt sem snýst að hestamennsku er að verða dýrara og dýrara en meira professoinal og má það alveg verða það.

Ekki væri ég sátt ef ég væri með 100 hrossa stóð eða meira og þyrfti að láta örmerkja hvern grip svona einn tveir og þrír!

En hvernig líst ykkur annars á þetta???
emoticon
Tilkynning til hestamanna frá yfirdýralækni

                       


 Til hrossaeigenda
Neytendavernd - lyfjaskráning - örmerkingar
1.        Aukin eftirfylgni með lögum sem eiga að tryggja að ekki séu lyfjaleifar í hrossakjöti.


Matvælastofnun hefur eftirlit með notkun dýralyfja í íslenskum landbúnaði og er ætlað að tryggja að engar lyfjaleifar séu í íslensku kjöti hvort sem það er ætlað á innlendan markað eða til útflutnings. Samkvæmt lyfjalögum lýtur öll notkun dýralyfja ströngum reglum og er löggjöfin í samræmi við lyfjalöggjöf Evrópusambandsins. Þar eru m.a. settar kvaðir á dýralækna um útgáfu lyfseðla og að þeir skrái alla notkun á dýralyfjum. Nánari reglur um skráningu á notkun dýralyfja, svo og um ábyrgð dýraeigenda í því sambandi, er m.a. að finna í reglugerðum um aðbúnað hrossa nr. 160/2006 og merkingar búfjár nr. 289/2005, með síðari breytingum.  

Matvælastofnun hafa nú borist ábendingar frá Evrópusambandinu  vegna eftirlits með framkvæmd framangreindra laga og reglugerða  og kröfur um aukna eftirfylgni, þannig að áfram verði heimilt að flytja út hrossakjöt til aðildarríkja Sambandsins.
         
Kröfurnar lúta fyrst og fremst að bættri skráningu á allri lyfjanotkun og þeim  biðtíma til afurðarnýtingar sem við á.  Þannig geta sláturhús sannreynt að hross sem koma til slátrunar séu ekki í sláturbanni vegna lyfjanotkunar. Til þess að hægt sé að tryggja öryggi afurðanna og ganga úr skugga um að þær séu lausar við lyfjaleifar, þarf að auka eftirlit í sláturhúsum og tryggja eftirfylgni með einstaklingsmerkingum hrossa. Í reglugerð um merkingar búfjár er kveðið skýrt á um að skylt  sé að einstaklingsmerkja öll hross í landinu eldri en 10 mánaða.
Úrbætur þessar þurfa að vera komnar í gagnið fyrir miðjan apríl 2010,  eigi að vera um frekari útflutning á hrossakjöti til Evrópusambandsins að ræða.  

2.        Hestapassi

Í Evrópusambandinu er gefinn út hestapassi fyrir öll hross með nákvæmri lýsingu á hrossinu auk ýmissa annarra upplýsinga. Þar er kveðið á um hvort nýta megi sláturafurðir af hrossinu til manneldis og skylt er að skrá í hestapassann meðhöndlanir með tilteknum lyfjum sem leiða af sér langan  biðtíma til afurðarnýtingar. Hestapassinn fylgir hrossinu við eigendaskipti, flutninga og að lokum í sláturhús. Evrópureglugerðin um hestapassa hefur ekki verið innleidd hér á landi enda vart talið framkvæmanlegt miðað við þann hjarðbúskap sem algengastur er í íslenskri hrossarækt og á sér ekki hliðstæður í Evrópu.

Við útflutning á hrossum verður að gefa út hestapassa og er sú útgáfa á hendi Bændasamtaka Íslands sem einnig halda utan um allar skráningar hrossa í gagnagrunninum Veraldarfeng (www.worldfengur.com ), WF. Nýjasta útgáfan af hestapassanum gerir ráð fyrir lyfjaskráningu með sama hætti og annars staðar í Evrópu og þurfa því upplýsingar um lyfjanotkun a.m.k. 6 mánuði aftur í tímann að liggja fyrir þegar hestapassinn er prentaður út.  

Matvælastofnun hefur í samvinnu við Bændasamtök Íslands lagt alla áherslu á að fá WF viðurkenndan af Evrópusambandinu sem rafrænan hestapassa. Með því móti teljum við okkur geta haldið utan um allar upplýsingar er varða neytendavernd og sjúkdómavarnir.


Búið er að byggja inn í WF möguleikann á skráningu allrar lyfjanotkunar í hross auk þess sem upplýsingar um biðtíma til afurðarnýtingar birtast nú á forsíðu þeirra hesta sem við á.  Þetta  auðveldar sláturhúsum að fyrirbyggja að kjöt af hrossum í sláturbanni fari inn í fæðukeðjuna.

 
3.        Helstu atriði sem eigendur og umráðamenn hrossa verða að hafa í huga:

·        Öll hross eldri en 10 mánaða eiga að vera skráð og örmerkt. Hross sem fædd eru árið 2008 eða síðar skulu vera örmerkt en frostmerking er áfram tekin gild sem einstaklingsmerking eldri hrossa.
·        Ekki má meðhöndla hross nema þau séu einstaklingsmerkt. Í bráðatilfellum er þó vikið frá þessari reglu og hrossin annað hvort örmerkt samtímis meðhöndluninni eða tilvikið tilkynnt Matvælastofnun sem mun ganga eftir að ákvæðum merkingarreglugerðarinnar sé fylgt. Hross með svo óskýr frostmerki að ekki er hægt að lesa af þeim með öryggi skoðast ómerkt. Sama á við um hross sem skráð eru með örmerki sem ekki finnst. Hafi hross verið örmerkt en merkingin ekki skráð í WF,  þarf eigandinn að sjá til þess að skráningu verði lokið innan viku. Að öðrum kosti verður tilvikið tilkynnt Matvælastofnun sem mun ganga eftir að ákvæðum merkingarreglugerðarinnar  verði fylgt.
·        Allar lyfjameðhöndlanir og upplýsingar um biðtíma til afurðarnýtingar ber að skrá í WF.  Bæði dýralæknar og eigendur bera ábyrgð á að svo sé gert.
·        Aðeins má senda einstaklingsmerkt hross til slátrunar. Undanþegin eru folöld yngri en 10 mánaða en þau skulu merkt með einstaklingsnúmeri móður, t.d. með hálsbandi. Af því leiðir að aðeins er leyfilegt að nota skráðar og einstaklingsmerktar hryssur til kjötframleiðslu. Berist ómerkt dýr í sláturrétt sláturhúss skal því slátrað og eiganda þess gefinn 24 klst. frestur til að færa sönnur á uppruna dýrsins. Yfirdýralæknir metur í hverju tilviki hvað telst fullnægjandi sönnun. Takist ekki að sanna uppruna/einstaklingsnúmer dýrsins er óheimilt að setja afurðirnar á almennan markað.


19.01.2010 02:00

Kanínublogg og tölvuvesen


Þá er talvan mín komin í nokkuð gott lag en ein góð vinkona mín ásamt mér rákum augun í ( ég endaði hjá augnlækni en hún uppá slysó!)  frétt þarsem árás er í gangi á explorerinn en ég var einmitt með hann en er búin að fá mér Mozilla Firefox og nú þarf ég vart að koma við músina,næstum bara að hugsa á hvaða síðu ég ætla næst og hún opnast!


Hér getið þið lesið fréttina um Árás á Internet Explorer þið sem eru enn að brasa við þetta hundleiðinlega vandamál.

Það er bara eitt alveg ferlega fyndið með Firefoxinn,hann er allur á íslenku og ég er bara í standandi vandræðum með það í augnablikinu.
En gamall nemur,ungur temur...................takk æðislega fyrir hjálpina vinkona!

En nú er mál að linni,búin að blogga heilmikið á nínusíðunni minni, blogga fljótlega aftur hér en allt er á fullkum snúning í Ásgarðinum og fullt af skemmtilegheitum í gangi.

Kíktu á nínusíðuna mína líka!
Gerðu það...................suðsuðsuð......!
emoticon15.01.2010 00:26

Áttu albinóa par?


Snæugla frá Víðihlíð

Bráðvantar albinóa hross,eitt stykki hryssu og eitt stykki hest með kúlunum:)!

Er með kaupendur sem koma hingað fljótlega að skoða og þá er gott að vera komin með eitthvað fyrir þá að sjá.

Ef þið eruð með eitthvað slíkt falt,vinsamlegast sendið mynd,ætt og smá lýsingu af gripunum.

ransy66@gmail.com

Annars er allt gott héðan,var að fá myndir í morgun af honum Skinfaxa sem er lentur í útlandinu heill og hamingjusamur ásamt ferðafélögum.

Skinfaxi með vinum og kominn í rúllu emoticon


Tilly nýstigin á þýska grund emoticon

Og Tilly (Tilviljun) er einnig lent heilu og höldnu og er kaupandinn í hæðstu skýjum með hryssuna sína.

Þori ekki að blogga meir!

Talvan lætur einsog fífl og var ég áðan búin að færa inní kanínuforritið fína fullt af nýjum kanínum (sölu:) þegar að apparatið slökkti á sér og allt sem ég var búin að pikka inn hvarf!

Geri mitt besta til að koma nínunum inná söludálkinn en það er fólik að bíða eftir að geta valið sér dýr og ég komin í skömm með þetta allt saman:(

Er að vanda mig líka svo rosalega:) Ekkert gaman að gera þetta með hangandi hendinni,það er svo gaman að gera svona hluti vel.

Stundum tefur það fyrir mér!

10.01.2010 02:09

Allt að verða vitlaust:)

Þarmeð talin talvan mín sem er alveg að gefa upp öndina!
Hún er farin að slökkva á sér í miðri vinnu og sit ég bara einsog steinrunnin fyrir framan bilað apparatið!
Nú verð ég að hringja í hann frænda sem sér um gripinn og væla hann til mín.
SIGGI.....................emoticon Áttu lausann dag einhverntímann fljótlega....please emoticon !
Ég skal setja læri í ofninn og alles emoticon

En að öðru skemmtilegra en bilaðri tölvu.

Hún Hel frá Ásgarði er seld og fékk frábært heimili þarsem hún verður dekruð í tætlur.
Hún þarf meira að segja ekki að fara með flugvél til nýs eiganda hehehehehe................emoticon

Mynd Íris:)
Skinfaxi er farinn út til Þýskalands og vakti mikla lukku hjá nýjum eiganda.

Bára frá Ásgarði fer í loftið á Miðvikudaginn ásamt systur sinni

Völvu Hróksdóttur.

Með þeim í för verður hún Tilviljun og fá þær að vera á Saga Class hef ég eftir áræðanlegum heimildum:):):)

En vill enginn kaupa mig td yfir eina helgi eða svo????

Nú þori ég ekki að blogga mikið meir en kíkið á alla vinnuna mína á kanínusíðunni minni.
Var að setja upp söludálk fyrir nínurnar sem eru eftir......þessar örfáu.

02.01.2010 23:40

Átt þú þennan hest???


Melur is for sale,bombproof gorgios horse for every one to ride!

Nei......................emoticon
En þú gætir alveg eignast hann!

Þetta er hann Melur frá Melabergi algjör öðlingur og tilvalinn fyrir td þá sem eru að leita sér að skotheldum og öruggum hesti í Knapamerkin

Hér er lýsing eiganda Mels:
Melur er stór og gullfallegur hestur með allan gang og gott tölt. Ljúfur og góður í umgengni og spakur í haga. Síðasta sumar fór hann í fjórar ferðir vítt og breitt um landið og í tvennar göngu (fjár og hrossasmal) og reyndist þar mjög vel, hann er traustur og sterkur. Hann er fyrir alla aldurshópa með góðan fótaburð, þjáll og þægilegur reiðhestur. Það er hægt að teyma á honum og teyma hann sjálfann og hann er þægur í járningu.


Faðir:
Forseti frá Vorsabæ II (8.58)

FF:Hrafn frá Holtsmúla (8.56)
FM:Litla-Jörp frá Vorsabæ II (7.70)

Móðir:
Snót frá Melabergi (7.74) Skeiðlaus

MF:Angi frá Laugarvatni (8.26)
MM:Sveifla frá Bakka 7.81) Skeiðlaus

For more info about Melur please contact

ransy66@gmail.com

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213900
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 03:27:34