Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2006 Apríl

29.04.2006 21:41

Vorhreingerning og áburði dreift.

Mikið er búið að gerast hér síðustu dagana.26-4 fórum við á Búnaðarfélagsfund og var þetta 20 ára afmæli og matur og alles.Það er alltaf gaman að sjá hina bændurna og heyra hvað þeir eru að bralla á sínum bæjum.Núna er mesta spennan hvernig Æðarvarpið gangi fyrir sig hér á Suðurnesjum því að það á að fara að friða rebba kallinn svo að núna verða menn að girða vel hjá sér og vakta enn betur svæðin sín.Ég varð voðalega spennt að sjá allar þessar myndir sem að Árni Snæbjörnsson Ráðunautur sýndi af Æðarvarpi hjá hinum og þessum bændum víða um land.Ég vildi óska þess að ég hefði meiri tíma til að hlú betur að þessu hjá okkur en við erum með friðlýst Æðarvarp og er ætlunin að reyna að lokka fuglinn inná hjá okkur í rólegheitum næstu árin en þónokkuð af fugli verpir nú þegar hjá okkur:))Allt tekur þetta tíma og mundi ég ætla að maður tali um Æðarvarpið í tugum ára heldur en í árum.

28-4 fengum við hjónin tiltektarkast á jörðinni okkar.Reyndar byrjaði mitt kast innan dyra en ég tók til og ryksugaði einsog vitleysingur.Setti í þvottavél,tók allt útúr fataskápnum og henti því sem að hefur minnkað með árunum(skil ekkert í því hvað fötin mín minnka)! Tók haug af þvotti og braut saman,æddi út og gaf útiganginum í þremur hólfum,gaf stóðhestum og geldingum hér heima,gaf folöldunum og fullorðnum hrossunum sinn skammt eftir að allir höfðu farið út að ærslast á meðan ég tók til í stíunum þeirra,kanínurnar fengu sína gjöf ásamt öndum,hænum,Quail,Fashanar og hænur fengu sitt og síðan gaf ég tíkunum kvöldmatinn sinn.Hebbi var sko ekki síður duglegur en hann byrjaði daginn á að setja dreifarann aftan í traktorinn og bar á Golfvöllinn fyrir Sandgerðingana.Svo kom hann heim og bar á vorbeitina fyrir merarnar sem verða hjá Hrók í sumar.Ég náði honum inn um háltvö leytið í hádegismatinn en svo var hann rokinn út aftur að skipta um dekk undir nágranna okkar honum Júlla í Hofi.Næst sótti hann Gröfu inní Garð og réðist hann á refabúrin á bakvið bú sem að voru svo gróin föst í grasið að vonlaust var að ná þeim öðruvísi upp nema með vél.Það fengu 2 bílar að fjúka með í gáminn sem var kjaftfullur um kvöldið en í staðinn er komið þetta fína port á bakvið fyrir ný "gull"sem ekki má henda:))Við vorum ansi þreytt eftir daginn og skriðum inn að ganga 12 á miðnætti en sem betur fer þá hafði ég fjareldað (nýyrði bóndakonunnar tímalausu) steik í ofninum og ilmurinn tók á móti manni opnum örmum og glorsoltnum munni.Ég ákvað að dekra mmig ærlega eftir daginn og fór í heitt freyðibað með kertaljósum um allt baðið......þvílík sæla:))

Blessaðar endurnar eru nú innilokaðar en ég held að þær séu ekkert óánægðar með það enda aðstaðan hjá þeim alveg til fyrirmyndar myndi ég segja.Við urðum að fækka aðeins í hópnum en núna eru 7 endur og tveir steggir.Og þær eru að skila 7 eggjum á dag og ekki veit ég hvað ég á að gera við öll þessi egg.Þær sula látlaust í litlu tjörninni sinni sem er veðurhlíf af þotuhreyfli nánar tiltekið Douglas DC 8.Við tímdum ekki að splæsa í milljón krónu heita pott fyrir þær hehehe.En þetta dugar þeim vel með sírennsli svo að hún haldist hrein og fín.

Góðir gestir komu í gær en hann Róbert Smith kom ásamt vini sínum Dúa Landmark og skoðuðu þeir öll herlegheitin í húsunum okkar.Hebbi sýndi þeim hrossin og fannst þeim hann Biskup minn stór enda stæðilegur og vel alinn gripur:))Þeir voru að sækja hann Bismark sem er bátur sem að þeir eiga nokkrir saman en stefnan er tekin á Svartfuglaveiðar sem því miður hann Hebbi minn kemst ekki á vegna vinnunnar hér heima.Aldrei tími til að leika sér:(((

Í dag vorum við nú ekki að gera neitt voðalega mikið(miðað við undanfarna daga) en ég afhenti einn stóðhest sem hefur verið hjá mér í vetrarpössun og var eigandinn ánægður með hann og þá er ég ánægð.Hebbi afhenti eitthvað af dóti úr geymslunni og svo var þetta vanalega gefa mat og taka til í stíum.Við komumst inn snemma og var ég búin að elda og alles um áttaleytið og dagurinn búinn að vera alveg yndislegur.Enda veðrið með eindæmum gott hér og maður getur sko ekki kvartað þegar að maður sér grasið bókstaflega kreistast uppúr jörðinn með látum:)) Gleymdi einu sem mér finnst voðalega merkilegt! Ég fann stillingu á vélinni minni sem að ég breytti og núna tekur hún stærri myndir eða öllu heldur í meiri gæðum:)) Þið sjáið líklega muninn á efstu myndinni af fjörunni okkar og hinum tveimur hvað fjörumyndin er miklu skýrari:))Bara flott:))

 

 

26.04.2006 23:58

Hrókur frá Gíslabæ (húsnotkun)

Þá er ballið að fara að byrja hjá honum Hrók og fyrsta hryssa var að fá pantað hjá honum í dag.Hann mun þjónusta hryssur fyrst um sinn á húsi en fer svo snemma útá tún líklega um miðjan Maí til að taka á móti sumarhryssunum sínum.Tollurinn hjá honum er 20.000- á húsi en þær merar sem að koma til hans í stóðið fá að vera hjá honum í 3 mánuði og verður tekið 2000 krónur í girðingargjald per mán fyrir utan folatollinn.Hrókur er alveg einstaklega geðgóður og má bæta hryssum á hann þó að búið sé að sleppa honum í stóðið.Ég hef vanið hann á það að bæta hryssum á hann alveg síðan hann var 3 vetra.Hann fyljaði 100%í hitteðfyrra og árið þará undan var fyljunarprósentan 94% sem er mjög gott.Stefnt er með hann í dóm árið 2007 ef allt gengur að óskum.Hann á meira inni segir Agnar Þór sem að sýndi hann síðastliðið vor en það sem hefur aðallega háð honum er full lítill vilji til að byrja með en úr því rættist duglega í fyrra og er hesturinn vel viljugur og áframsækinn í dag.Hann gefur virkilega háfætt,bollétt og geðgóð afkvæmi.

24.04.2006 23:58

Hressir stóðtittir og geldingar.

Það var sko ekkert smá stuð í dag þegar að við Hebbi vorum að flokka og vesenast með geldinga og setja með tittunum heim við hesthús.Fyrst settum við hana Jasmín hennar Guddu í merarhólfið og Vindur beið inni í hesthúsi á meðan svo að hann færi nú ekki einn útí tittahólfið og lenti ekki aleinn í útreiðinni sem að ný hross fá hjá tittunum:))Næst sóttum við hann Pegasus í merarhólfið því að nú fer að líða að því að merarnar fari að kasta og þá er nú gott að þær séu í ró og næði yfir forvitnum geldingum.Svo sóttum við hann Dauða Rauð Roðason frá Múla uppí stóra hesthús því hann var orðinn fyrir þar útaf nýja folaldinu henni Sóley.Næst var að stilla sér upp fyrir myndatöku og vera við þegar að þessum 3 geldingum yrði blandað saman við tittina og þessa tvo geldinga sem þar voru með.Þvílíkt stuð á þeim.......jess merar!!!!! Og svo reyndu þeir að máta og máta einsog þeir gátu:))Pegasus þótti mest sexý hesturinn að þeirra mati og fannst honum hann líka fá full mikla athygli á köflum.Enda á að rækta skjótt og aftur skjótt ekki satt:))

Þarna hefði getað komið flott ef að Pegasus hefði verið meri! Þessi ásfangni foli á honum er undan Hálfbróður Þengils frá Kjarri honum Þjark frá Kjarri.

Ég er búin að vera að æsa mig upp í dag að ganga frá bókhaldinu svo að bókarinn fái nú allt saman frá okkur á síðustu stundu einsog venjulega en ég er að verða búin að flokka allt en á eftir að koma því í möppurnar og fara með það í Keflavíkina.Skal það gert í fyrramálið og verð ég afar fegin þegar að það er búið.Það er svo miklu skemmtilegra að vera útivið og sérstaklega þegar að veðrið er svona gott einsog það varð seinnipartinn í dag.

Ég steingleymdi að blogga um eitt sem að ein ung dama verður ánægð með að lesa! Hún Skjóna er að byrja að stálma og þá eru nú ekki margar vikur í folaldið hennar og Hróks!!! Fróðir menn segja að það séu ekki nema 2-4 vikur í köstun eftir að þær stálma.Hvað segið þið??? Og endilega kommenta!!!!!

Ég ætla að skella inn skemmtilegum mynd af deginum í dag í albúm.Það var svo fyndið að sjá þessa litlu og stóru perra hehehehe.Set samt eina enn hér inn af honum Ask Stígandasyni að reyna sig við Dauða-Rauð Roðason.

 

22.04.2006 23:42

Allt á kafi í ungum!

Mikið eru kanínurnar mínar duglegar að gjóta þessa dagana.Ein þeirra gaut þessari hrúgu um daginn og taldi ég 10 unga og geri aðrir betur! Þetta er Castor Rex læða frá Hrauni á Skaga (fyrir norðan)sem er svona dugleg og faðirinn er hann Gammur gamli.Hann er svolítið merkilegur fyrir þær sakir að vera undan innfluttum dýrum og er orðinn nokkuð gamall í þokkabót.Enda treð ég fóðri í móðurina til að hún mjólki vel handa öllum skaranum:))

Um daginn fékk ég fullt af skemmtilegu fólki í heimsókn.Það kom hér par að líta eftir fylfullri hryssu sem þau eiga hér og mikið var nú skrafað um hross og aftur hross.Það er alveg með eindæmum hvað maður getur blaðrar um hesta! Enda hvað annað skemmtilegra.

Siggi (besti frændi:) og Lilja komu með krílin sín tvö og voru þau dugleg að þramma með okkur á milli móa og hesthúsa.Auðvitað varð frænka að bjóða þeim á bak og varð Biskup fyrir valinu enda voðalega góður fyrir börn ef hann er í aðhaldi.Ég er heldur betur hrædd um að þau ráði ekki við hann úti á götu þannig að þau fengu að ríða honum fram og tilbaka á stóra ganginum í stóra hesthúsinu.Það var sko engin smá sæla sem skein úr litlu andlitunum á þeim:)) Og hvað hesturinn áttaði sig fljótt á því að það voru litlar hendur á taumunum sem að tóku létt á og hann snerist hægri vinstri og bakkaði fyrir þau allt hvað þau báðu um:))Reyndar stóð hann á tímabili bara í þrjá fætur því hann heilsaði svo ákaft með framfæti til að fá sem mest af nammi og fékk hann óspart nammi verðlaun fyrir vinnuna sína.

Eitthvað var ég linkuleg í fyrradag en ég harkaði af mér og tók við að slóðadraga beitarhagana þrátt fyrir að vera við það að stökva útúr traktornum og æla.Ojjjjj.....þetta var ógeðsleg tilfinning en sem betur fer þá lagðist ég ekkert alvarlega í rúmið.En nú er búið að slóðadraga allt nema bakkann sem að er sandi drifinn og þegar að ég skoðaði hann eftir norðanáhlaupið um daginn þá hefur Kári kuldaboli náð að þekja bakkann allsvakalega með skeljasandi.1/3 af honum er undir frekar þykku lagi af sandi og núna fékk mín alveg í magann með vorbeitina fyrir Hrók og merarnar.Ég er vön að byrja á bakkanum en núna verð ég að breyta þessu einhvernveginn.Líklega fá merarnar hluta af túninu í vor með bakkanum.

Í kvöld fórum við hjónin í bæinn eftir henni Sóley folaldi en hún beið okkar í Rauðu Myllunni við Fák.Nóttin hennar Ingu fékk far í bæinn eftir góða vetrahvíld í rúllu og verður hún að öllum líkindum járnuð á morgun þannig að Inga getur farið að ríða útum allann Víðdalinn á hryssunni sinni:)) En hvern haldið þið að við höfum hitt í hesthúsinu þarsem Sóley beið okkar? Enginn annar en hann Markús sjálfur í fremstu stíunni svona líka flottur og með þvílíkan topp og fax! Ég klappaði honum og núna er ég að pikka með skítugum puttunum því hverjum dettur í hug að þvo sér um hendurnar eftir að hafa klappa sjálfum Markúsi frá Langholtsparti!!!!

20.04.2006 00:08

Gleðilegt sumar!

Gleðilegt sumar elskurnar mínar nær og fær!

 

 Ég get svo svarið það að ég er búin að vera ofurdugleg í dag.Tók af rúmum í dag og þvoði,og hengdi út á snúru.Ryksugaði allt húsið og þreif baðherbergið vel.Síðan æddi ég útí bílageymslu og hjálpaði kallinum mínum við að afhenda Húsbíla og hjólhýsi en nokkrir komu í dag til að sækja sitt eftir vetrargeymsluna hjá okkur.Síðan setti ég út hross og gaf þeim sem að inni eru og vatnaði.Fór extra vel yfir kanínurnar og paraði nokkrar Castor Rex læður og endurparaði þær sem hafa verið að plata.Ein af þeim sem að er svo skemmtileg við mig er hún Snjóber en þetta er í 3 sinn sem ég para hana á þessu ári og alltaf finnst henni þetta jafn gaman að fá að hitta 2801 en það er hvítu stærðarinnar högni (ekki Högni járningarmaður) sem að heitir öðru nafni Risi en hann vegur ein 5 kíló!Ég fer að halda að hún Snjóber hafi komist í getnaðarvarnir einhverstaðar?

Næst skellti ég mér út að gefa útiganginum sem var nú reyndar svo heppinn að fá brauð í forréttt á undan rúllunum:)) Það er til nóg af brauði á bænum þessa dagana þannig að hrossin njóta þess sem að endurnar ekki torga.Hryssurnar líta vel út og mokast af þeim hárin.Margar eru orðnar bísna þungar á sér og vex nú spennan hver þeirra verður fyrst til að kasta.Ég veðja á hana Halastjörnu,Eðju eða Moldu.Þær eru svo digrar og flottar:))

Ég er á kafi í gróðurhúsinu af og til og mín er sko að fara að rækta kál í matinn og allskonar gotterí.Það er svo gaman að sjá hvernig plönturar lifna við þarna inni og styttir þetta verulega veturinn að hafa gróðurhúsið.Í gær keypti ég mold hjá Ásu frænku hans Hebba og á ég að blanda henni saman við mína góðu mold og skeljasand úr fjörunni en þá á ég að vera komin með nokkuð gott í gogginn fyrir matjurtirnar mínar.Ég er með 3 tegundir af tómat,Brokkólí og eitthvað fleira sem ég kann ekki að nefna en er vel ætilegt.Svo er ég með nokkrar skemmtilegar plöntur en þær eru svo sérstakar með það að ef maður snertir laufin á þeim þá skella þau saman í snarhasti! Bara fyndin planta:))

Á morgun á að vakna og halda áfram að slóðadraga túnin en kalinn minn ætlar að halda áfram við það og meira segja að bera á fyrir vorbeitina þarsem folaldsmerarnar verða settar.Ég var svo æst um daginn að ég fór að slóðadraga Brunnflötina en það var víst ekki nógu vel gert vegna þess að það var enn frost í hrossataðinu þannig að það dróst bara með slóðanum í staðinn fyrir að myljast niður.En ég fékk þvílíkt vorkikk útúr þessu og kom heim alsæl af traktornum með smá vor ilm úr jörðinni í nefinu.

Myndin hér fyrir ofan er tekin í dag 19 Apríl en ég er að rækta fífla í kanínuungana og gengur það vel í gróðurhúsinu! Hverjum ætti svosem ekki að takast að rækta fífla hehehehehe.

Sokkadís hennar Sabine að borða brauðið sitt.Ekkert smá fax á henni eða hófskegg! Svo er bara spurningin hvenær kynbótabomban fæðist undan henni og Glym????

16.04.2006 23:23

Monty Roberts og Páskareiðin

Jæja gott fólk á ég ekki að fara að bulla svolítið á blogginu mínu.Það sem hefur verið að gerast hjá mér síðustu daga er að ég fór á sýninguna hjá Monty Roberts og var ég svo heppin að hún Gudda vinkona bauð mér og sátum við alveg við hringgerðið.Það vantaði sko ekki að við kunnum þetta allt saman sem kallinn var að sýna og ég er alveg með það á hreinu að hann var búinn að stela af mér tveimur atriðum að minnsta kosti! Nei" þetta var allt saman gott hjá kallinum en það er alltaf þetta EN hjá manni sem að hljómaði stundum hjá okkur Guddu minni.Eflaust var þessi sýning mjög fróðleg og góð fyrir þá sem að eru ekki alveg búnir að fæðast og alast upp með skepnum og var þetta frábært framtak hjá þeim sem að stóðu að því að flytja kallinn og sýninguna hans inn til landsins.Ég var ánægð með að ná að kaupa múlinn góða og fylgir honum myndand sem ég á eftir að skoða.Ég keypti annað myndband og var einsog smástelpa í biðröð eftir eiginhandaráritun á hulstrið hehehehehe.Ég er ekki frá því að einn daginn selji ég það fyrir fúlgur fjár:)))

Páskareiðin hjá Mánamönnum var heldur betur skrítin og stoppaði fólkið ekki neitt þarna á næsta bæ við okkur og ekki einu sinni komu Grindjánar við hjá mér til að fá sitt árlega kaffi og Koníak.Öðruvísi mér áður brá! Ég sem að var með allt tilbúið handa þeim en þá strunsaði liðið bara heim á leið í miklum flýti.Það kíktu við 3 reiðmenn á 5 hestum og 5 manneskjur bílandi,það voru öll ósköpin!Hvað er eiginlega að ske????? Það er eitthvað ekki einsog það á að vera það skal ég segja ykkur og grunar mig að eina ferðina enn hafi ekki verið tekið vel á móti Grindjánum þegar að þeir komu til Keflavíkur með hrossin sín ferðaþreytt og lúin.Það er þá ekki í fyrsta skipti sem það skeður og er til háborinnar skammar! Ég hef aldrei komið svo til Grindavíkur að ég eigi ekki greiða leið í hesthús með mín ferðaþreyttu hross og oftar en ekki hafa þeir tekið á móti manni með þvílíkur kræsingum að það hálfa væri nóg!

Skelli hér inn myndum af þeim sem þó kíktu í koníakið og kaffið í Ásgarðinum.

Gunnhildur gella á Skjóna.

Frikki babe á grárri fimmvetra og með Hrafninn í taumi.

Og hann Sæmi úr Njarðvíkunum altaf svo yndislega hress og skemmtilegur.

12.04.2006 19:30

Vor í lofti eina ferðina enn!

Núna er ég viss um að vorið sé komið eða við það að koma. Hér í Ásgarðinum er gróður farinn að kíkja uppúr moldinni og þvílíkt af fuglum kominn til landsins.Ég er búin að sjá Þresti,Tjalda,Hettumáva og þvílíkt af Sílamávum sem eru farnir að drita á húsið mitt og gluggana hér á bæ.Það stendur nú ekki lengi yfir en eftir cirka 3 vikur kemur Krían og hrekur burt mávinn á mínu landi.Það er ekki sjens að mávur geti flogið nærri íbúðarhúsinu eða yfir landið okkar eftir að hún sest hér að til að verpa í túnunum okkar.Svo er hún mjög dugleg að láta vita ef að Minkur kemur eða Refur.Rebbi kemur hér á hverri nóttu og sá vinur okkar hann á leið til okkar í gærkveldi um tíuleytið.Þetta er líklega sama tófan og ég sá um daginn og sú sem að hefur verið að éta brauðið með öndunum og núna andareggin en hún er drifhvít að lit.Það er ekki gott að hafa hana hér þegar að Æðarfuglinn fer að koma upp til að verpa.Enn er ekki búið að friða Tófuna hér á Suðurnesjum þannig að okkur ætti að vera óhætt að ná þessari áður en hún fer að gera usla í varpinu hér.

Í dag er ég búin að vera á fullu í Gróðurhúsinu mínu sem er að breytast í matjurtahús en ég gafst uppá rósunum sem þar voru vegna Blaðlúsar sem að voru svo þrálátar á þeim.Mín er búin að kaupa sér allskonar fræ og meira að segja búin að setja niður fræ sem eru komin upp! Nú er bara að krossa saman fingur og vona að þeir séu eins grænir og þeir voru þegar að ég var krakki en þá var ég voðalega dugleg að rótast í mold með góðum árangri.Reyndar þurfti ég að byrja á að taka upp kartöflur sem að eru búnar að bíða eftir mér frá í haust! Það var sko engin smá uppskera sem ég fékk af bláum kartöflum sem að er kölluð Blálandsdrottning en hún kom með ef ég man rétt Franskri Skútu sem að strandaði fyrir vestan um aldamótin 1800-1900.Ef einhver veit meira um þær þá endilega látið mig vita! ég hef gaman af þessum kartöflum,þær eru svo sérstakar:))

Ég verð að deila með ykkur skemmtilegri mynd sem ég fékk senda til mín fyrir nokkru.Þar sést hvað Íslenski hesturinn getur verið skapgóður og taugasterkur.Það fylgdi sú saga myndinn að þessi hryssa hafi verið dugleg að koma krökkunum á bænum á fætur.Þau voru alltaf til í að fá að fara á hestbak á henni þegar að hún kom í heimsókn í bæinn.

 

10.04.2006 00:50

Minkurinn náðist!

Góð vinkona mín í Grindavíkinni varð vör við mink í fjárhúsinu sínu um daginn og vorum við Hebbi ekki lengi að drífa okkur af stað og setja upp boga.Ekki leið á löngu þartil að myndarinnar högni lenti í boganum og er hann svo stór og fallegur að við erum að spá í að láta uppstoppa hann.Vanalega sjáum við ekki minkana svona heila og fallega þegar að minkaveiðihundarnir okkar eru búnir að senda þá yfir móðuna miklu.Reynda skeði svolítið skrítið í dag en ég var að sýna frænda mínum minkaveiðihunda sem við höfum selt frá okkur og er ég að sýna honum myndir af tík einni sem að átti heima á Snæfellsnesinu og var að gera það gott bæði í Rjúpu,mink og önd.Það leið ekki nema rétt rúmlega hálftími eftir að ég sýni honum myndina að strákurinn sem átti tíkina hringir í mig í öngum sínum og tilkynnir mér það að bíll hafi keyrt á hana fyrir stundu! Hann var alveg miður sín og enn líklega í sjokki og vildi vita hvort að til væri hvolpur hjá okkur en ég er nýbúin að láta frá mér 3 tíkur undan henni Skvettu minni.Ég lofaði honum því að hann yrði settur á listann yfir væntalega hvolpa undan Buslu en hún á að fá að eiga eitt got með góðum minkaveiðihundi.Nú er bara að finna hund sem að hentar henni en hann verður að vera góður í mink en líka jafnframt barngóður og þægilegur á heimili.Ef þið vitið um Terrierblending sem að hefur þessa kosti endilega látið mig vita.En eitt vil ég ekki hafa í honum en það er Langhundur eða Pulsuhundur,þeir eru oft svo heyrnalausir,strokgjarnir og eiga það til að glefsa í börn.

Ég rakst á skemmtilega mynd á netinu hjá honum Stulla vini okkar og ætla ég að "stela"henni og skella henni hér inná.Alveg er hún brandari en það passar vel við textann það sem við erum með á prjónunum hér en við erum að leggja drög fyrir Reiðskála og er maður sko búinn að byggja hann í huganum og ég er búin að gera ótal mörg trippi reiðfær þar í huganum:))) Og við erum að fara að sækja járnið í hann á næstu dögum en það rak heldur betur upp í hendurnar á okkur:)) Gott að eiga góða vini:)) En hér kemur þessi skemmtilega mynd af okkur hjónunum!

08.04.2006 16:47

Rok rok rok rok rok...........

Ég er að verða einsog vindþurrkuð skreið,ég get svo svarið það!Ef þessu roki fer ekki að linna þá veit ég hreinlega ekki hvað ég geri.Reyndar er eitt gott við rokið og það er að kallinn minn er alveg við það að fara að byggja reiðskála yfir mig svo ég fjúki nú ekki af baki trippunum sem ég er að fara að vinna í.Ekki svo galið þetta rok.........ég fæ reiðskála út á það:))) En svona í alvöru þá er hugmyndin að setja þak á milli gamla minkaskálans og refaskálans þegar að litla refahúsið verður fjarlægt sem er þar á milli.Þar fæ ég 42 metra langan skála sem verður tæplega 13 metra breiður og verður flott að gera trippin reiðfær þar inni og kenna þeim allar þessar hundakúnstir sem að mannskepnunni finnst svo gaman að láta ferfætlingana gera.

Ég fór á Mánagrundina í gær að sækja Hring og Skjóna sem að Gudda ætlar að lána mér í tamningarnar og í leiðinni fór ég með Gamminn hennar Eyglóra heim en hann er búinn að vera hér part úr vetri með merunum og líkað held ég bara vel.Minnsta kosti var hann ekkert voðalega hrifinn þegar að ég lokaði hann inní hesthúsinu og hann sá merarnar útum gluggann niðrí haga úða í sig rúllunum.Hann fékk bara smá brauð og varð að láta sér það nægja.Þar fékk hann að bíða í nokkra klukkutíma þartil mesta drullan var farin úr honum en í restina var hann greyið farinn að spræna úr sér skítnum við bæði viðbrigðin að koma í upphitað hesthús og þurfa að horfa á merarnar í haganum eftirlitslausar að hans mati!

Karlatöltið hjá Mána var spennandi og þvílíkar græjur á ferðinni einsog Númi frá Miðsitju,Óliver frá Austurkoti og fleiri og fleiri flott hross.Langeftirtektasta hrossið var hryssa undan Óríon frá Litla-Bergi sem bókstaflega sveif um og dansaði á töltinu um salinn svo áhorfendur tóku andann á lofti.Þvílíkar hreyfingar og fótlyfta! Hún hjólaði að framan og vissi vart hvar hún átti að bregða niður fætinum næst! Mér er nær skapi að lyfta upp símtólinu og panta undir Óríon og fara með mína bestu meri undir hann í sumar,hann gefur líka flotta liti og geðgott.Synd að hann skuli ekki vera meira notaður en klárnum er ekki haldið jafnstíft fram og tískuhestunum enda er þetta ekki gefins að halda á lofti stóðhestum í dag.Allt kostar þetta mikla peninga.

Óðinn Hróksson að láta sér líða vel.Hann liggur einsog hundur hehehe!

07.04.2006 17:35

Sá Besti kom ríðandi!

Best að blogga gærdeginum í snarhasti áður en han gleymist ekki satt! Við hebbi gáfum útiganginum í gær og fórum extra vel yfir allar skepnur útí stóra húsi.Ákváðum svo hvar við ætlum að loka endurnar inni áður en 12 Apríl rennur upp en þá eiga alifuglabændur að vera komnir inn með fiðurfénað sinn vegna hættustigs 2 sem skollið er á hér vegna þess að Fuglaflensan var að lenda í Bretalandi.Ekkert til að hafa áhyggjur af en best að hlýða yfirvaldinu og ekkert sjálfasagðara.

Um kaffileytið sá ég mann koma ríðandi eftir veginum og það var sko ekkert neitt fet það get ég sko sagt!Hver haldiði að þetta hafi verið kominn alla leið ríðandi með þrjá til reiðar frá Mángrundinni? Enginn annar en Sá Besti eða réttara sagt Óli á Stað! Auðvitað voru hrossin drifin inní hesthús og gefin tugga og Óli drifinn inn í kaffi og kleinur.Síðan tók hann út hrossin hér á bæ og leist honum vel á Hrókinn minn og var ég sátt og sæl með það enda maðurinn afar snjall og mikill spekúlant þegar að hrossum kemur.Það var farið að snjóa alverulega þegar að Óli lagði af stað heim aftur og ef þetta hefði verið einhver anar en hann þá hefði ég nú athugað hvort að hann hefði skilað sér alla leið inn á grundina en þarsem Óli er nú vanur að ferðast einn og með margt af hrossum þá hafði ég nú ekki miklar áhyggjur af honum þessa 10-12 kílómetra þó að það hafi ekki verið sérlega gott að sjá úr augum.

05.04.2006 23:46

Bræðurnir Hringur og Tvistur

Tvistur virðist ekki hafa gleymt neinu sem ég kenndi honum í fyrra.Hann tekur varla eftir því að hnakkurinn sé á honum og reyndar þykir mér hann óhugnalega rólegur! Ég er alltaf rólegri að príla á bak ef að þeir hrekkja hnakkinn því þá er það yfirleitt búið en ef að þeir hrekkja ekki hnakkinn þá getur maður átt von á einhverjum skvettum og rykkjum þegar að maður fer á bak þeim fyrst.En þetta kemur allt í ljós á næstu dögum því að það fer að styttast í að ég brölti á bak honum og viti hvað skei.Vona að það verði samt ekki einsog þegar að ég steig á bak honum í þetta eina skipti sem ég hef farið á hann en þá small eitthvað í bakinu á mér þegar að ég lyfti löppinni yfir hnakkinn og ég lyppaðist ofaná hann og gat mig ekki hreyft í lengri tíma.Sem betur fer var hey í stallinum hjá honum og fannst honum það greinilega jafn eðlilegt að ég lægi ofaná honum með andlitið á kafi í faxinu á honum einsog ég gerði heldur en að vera teinrétt og fín.Ég smá jafnaði mig og gat látið mig síga af baki og hann stóð einsog klettur á meðan greyið.Ætli hann verði ekki einsog bræður sýnir Lokkur og Hringur,ekkert nema geðprýðin útí eitt.

Alveg rétt".......góðar fréttir af honum Hring.Eygló er að verða búin að ríða honum í hálfan mánuð og er hesturinn allt annar eftir uppskurðinn og þjálfunina hjá henni.Við Hebbi fórum í gærkveldi að sjá hann og er klárinn í mjög góðu jafnvægi og farinn að geta brokkað miklu betur og er miklu afslappaðri en hann hefur verið.Hann er að koma heim í góða hvíld sem hann á skilið eftir alla þjálfunina og erfiðið sem að hann er búinn að ganga í gengum.Það er "smá stag" eftir í hausnum á honum sem að hann ætlar að gleyma í rólegheitum í hvíldinni.

Askur Stígandason er líklega að fara í hryssur austur fyrir fjall en það eru samningaviðræður við manninn sem kom að líta á stóðhestefnin hér um daginn.Ætlunin var að nota hann hér heima en úr því að hann er ekki að fara lengra og hryssur mega fylgja honum frá okkur þá er þetta í lagi.Reyndar ætla ég að kynna honum fyrir hryssu svona til að prófa áður en hann fer í vor en nú er að finna eina þæga og góða fyrir hann.Ég fer að taka hann inn í stóra hesthúsið áður en það vorar meir.Ekki veitir af að kenna honum að teymast áður en hann fer að fara útá lífið ekki satt.

Kanínurnar blómstra þrátt fyrir kuldann en það er ekki slæmt fyrir þær heldur er hitinn öllu verri á sumrin.Ungarnir hennar Tinnu eru farnir að hoppa útúr gotkassanum og farnir að borða bæði hey og korn en ungarnir hennar Stássu eru aðeins yngri og feimnari.Þeir halda sig enn inní gotkassanum í örygginu.Þann 10-13 gjóta nokkuð margar læður hjá mér bæði Castor Rex og Loop kanínur.Ég er með gotkassana tilbúna og þarf bara að skella þeim á búrin en ég þreif nokkra um daginn og setti spæni í botninn og hálm ofaná.Skelli hér inn mynd af ungunum hennar Tinnu sem ég er svo stolt af:)))

03.04.2006 00:03

Allt í eggjum í Ásgarðinum

 

Við erum að drukkna úr eggjum hér í Ásgarðinum.Hænurnar eru afskaplega duglegar að verpa og eru þær að skila hátt í 10 eggjum á dag,Fashaninn er að verpa 1 eggi á dag,Qualinn er að verpa um 10 eggjum á dag,endurnar verpa eggjunum sínum um allt og frjósa þau hingað og þangað um landareigina.Það er kannski ekki verra fyrir hrafninn að fá þau frosin og refinn sem kemur hér á hverri nóttu að fá sér egg að bera þau frosin í kjaftinum í burtu.Ég sá hann um daginn að læðupokast frá andatjörninni en endurnar hafa verið að kvarta undanfarið og ekki viljað vera niður við tjörnina heldur eru þær farnar að verpa við hesthúsið og íbúðarhúsið.

Ég er byrjuð á honum Tvisti hans Hebba en hann fékk að borða með beilsi í dag og setti ég gjörð um búkinn á honum svona til að minna hann á þrýstinginn á kviðinn en hann veit nú reyndar hvað hnakkur er en mér finnst voðalega gott að rifja vel upp það sem ég er búin að kena tamningartrippunum áður.Ég gef mér nægan tíma í þetta enda er nóg til af honum ekki satt.Svo lónseraði ég hann þartil hann gaf mér merkið sem að flest ef ekki öll hross gefa þegar að þau vilja sýna samstarfsvilja en þá hætti ég og rölti í smá stund með han í gerðinu í áttur og krúsíndúllur.Hann fylgdi voðalega vel eftir og var mjög alvarlegur yfir þessu öllu saman.Síðan burstaði ég hann vandlega og skellti hnakknum smá stund á hann inni en svo fékk hann að fara í síuna sína að borða heyið sitt.Um að gera að hætta þegar að allt leikur í lyndi.

Magga kom í dag og var hún einsog venjulega búin að gera allt í stóra hesthúsinu þegar að ég kom frá því að gefa útiganginum.Bara þægilegt að fá hana Möggu hingað,verst að hún er ekkert fyrir það að ryksuga og skúra hmhmhmmmmmm.... þarf ég ekki að prófa að setja ryksuguna fram á gang og skúringafötuna næst þegar að hún kemur og vita hvað skeður hehehehe.Usssssssss ég er nú meiri letibykkjan,get bara gert þetta sjálf ekki satt! Finnst samt miklu skemmtilega að atast úti við heldur en að vera föst inní heimiliverkunum.

Ég nenni ekki að blogga meira gott fólk.Segiði mér,hvað á ég að setja í næstu könnun? Eitthvað dýratengt ekki satt? Eða hvernig postulín notaðir þú um síðustu jól hehehe!

02.04.2006 02:59

100 hafa kosið, vindótt vinsælast!

Hvaða hestalitir eru fallegastir?

Litförótt

8%

Hjálmskjótt

17%

Brúnblesótt

25%

Vindótt

26%

Sokkótt

7%

Rautt

6%

Brúnt

3%

Jarpt

8%

100 hafa kosið

Þá er það komið á hreint hvaða litur er vinsælastur í litakönnun minni en það er vindótt og svo kom fast á hæla brúnblesótt sem er minn uppáhalds litur.Ég á ekki nema eina vindótta meri í stóðinu en hún er nú reyndar vindótt/litförótt og er ég að ala upp stóðhestefni undan henni og Hrók en hann heitir Óðinn frá Ásgarði og er brúnstjörnóttur/litföróttur.Skyldi hann geta framfleytt vindótta lit móðurinnar?Hvað segið þið um það? Skelli hér inn mynd af gæjanum sem folaldi frá síðastliðnu sumri.

01.04.2006 00:30

Glæsileg folöld hjá Mánamönnum!

Það vantar ekki flott folöld á Mánagrundina það get ég sagt ykkur.Ég var að koma af folaldasýningunni og voru eitthvað í kringum 30 folöld sýnd þar hvert öðru vænlegra og flottara.Ég þurfti að fara frekar snemma því kallinn er að fara á mót á morgun og vaknar því snemma og ég ætla að vakna með honum því það er maður að koma og skoða stóðhestefnin á bænum og ætlar hann að leigja einn af þeim í sumar.Einhvernveginn býst ég við að hann velji Ask Stígandason sem er moldóttur alveg gullfallegur foli sem rekur sig í hana Heklu frá Heiði í móðurlegginn.En Heklu þarf vart að kynna en hún er hæst dæmda klárhryssa í heimi með 8,78 fyrir hæfileika.Reyndar eru 1 verðlauna hryssur búnar að panta pláss hjá honum í sumar en þær mega víst fylgja honum ef að þessi maður velur hann.Það verður mun þægilegra að hann fari annað svo að hrókur hafi allann ásgarðinn útaf fyrir sig og sínar merar.

Skelli hér inn mynd af langflottasta folaldinu sem ég sá á folaldasýningunni en það er folaldið Fönix frá Ásbrún.Ég spái honum fyrsta sætinu!

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 31
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213819
Samtals gestir: 24503
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 02:22:35