Heimasíða Ásgarðs

05.04.2006 23:46

Bræðurnir Hringur og Tvistur

Tvistur virðist ekki hafa gleymt neinu sem ég kenndi honum í fyrra.Hann tekur varla eftir því að hnakkurinn sé á honum og reyndar þykir mér hann óhugnalega rólegur! Ég er alltaf rólegri að príla á bak ef að þeir hrekkja hnakkinn því þá er það yfirleitt búið en ef að þeir hrekkja ekki hnakkinn þá getur maður átt von á einhverjum skvettum og rykkjum þegar að maður fer á bak þeim fyrst.En þetta kemur allt í ljós á næstu dögum því að það fer að styttast í að ég brölti á bak honum og viti hvað skei.Vona að það verði samt ekki einsog þegar að ég steig á bak honum í þetta eina skipti sem ég hef farið á hann en þá small eitthvað í bakinu á mér þegar að ég lyfti löppinni yfir hnakkinn og ég lyppaðist ofaná hann og gat mig ekki hreyft í lengri tíma.Sem betur fer var hey í stallinum hjá honum og fannst honum það greinilega jafn eðlilegt að ég lægi ofaná honum með andlitið á kafi í faxinu á honum einsog ég gerði heldur en að vera teinrétt og fín.Ég smá jafnaði mig og gat látið mig síga af baki og hann stóð einsog klettur á meðan greyið.Ætli hann verði ekki einsog bræður sýnir Lokkur og Hringur,ekkert nema geðprýðin útí eitt.

Alveg rétt".......góðar fréttir af honum Hring.Eygló er að verða búin að ríða honum í hálfan mánuð og er hesturinn allt annar eftir uppskurðinn og þjálfunina hjá henni.Við Hebbi fórum í gærkveldi að sjá hann og er klárinn í mjög góðu jafnvægi og farinn að geta brokkað miklu betur og er miklu afslappaðri en hann hefur verið.Hann er að koma heim í góða hvíld sem hann á skilið eftir alla þjálfunina og erfiðið sem að hann er búinn að ganga í gengum.Það er "smá stag" eftir í hausnum á honum sem að hann ætlar að gleyma í rólegheitum í hvíldinni.

Askur Stígandason er líklega að fara í hryssur austur fyrir fjall en það eru samningaviðræður við manninn sem kom að líta á stóðhestefnin hér um daginn.Ætlunin var að nota hann hér heima en úr því að hann er ekki að fara lengra og hryssur mega fylgja honum frá okkur þá er þetta í lagi.Reyndar ætla ég að kynna honum fyrir hryssu svona til að prófa áður en hann fer í vor en nú er að finna eina þæga og góða fyrir hann.Ég fer að taka hann inn í stóra hesthúsið áður en það vorar meir.Ekki veitir af að kenna honum að teymast áður en hann fer að fara útá lífið ekki satt.

Kanínurnar blómstra þrátt fyrir kuldann en það er ekki slæmt fyrir þær heldur er hitinn öllu verri á sumrin.Ungarnir hennar Tinnu eru farnir að hoppa útúr gotkassanum og farnir að borða bæði hey og korn en ungarnir hennar Stássu eru aðeins yngri og feimnari.Þeir halda sig enn inní gotkassanum í örygginu.Þann 10-13 gjóta nokkuð margar læður hjá mér bæði Castor Rex og Loop kanínur.Ég er með gotkassana tilbúna og þarf bara að skella þeim á búrin en ég þreif nokkra um daginn og setti spæni í botninn og hálm ofaná.Skelli hér inn mynd af ungunum hennar Tinnu sem ég er svo stolt af:)))

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 200
Gestir í dag: 26
Flettingar í gær: 164
Gestir í gær: 17
Samtals flettingar: 295993
Samtals gestir: 34035
Tölur uppfærðar: 23.4.2024 17:35:07