Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2009 Júlí

30.07.2009 14:01

Snót komin heim og gestahryssur af fara


Snæfellsjökull í sólbaði.

Stemningin á kvöldin hér á Garðskaga er búin að vera ótrúleg á kvöldin.Ég gat ekki stillt mig um að hlaupa út með cameruna um daginn og smella af þegar að sólin lék eldrauðum logum sínum um Snæfellsjökulinn.

Morgunroði vætir,kvöldroði bætir.

Jökullinn hefur aldrei nokkurn tíma klikkað með spá fyrir veðri næsta dag og förum við algerlega eftir honum þegar að við erum í heyskap.

Biskup,Snót,Rjúpa og Geisli fyrir aftan.

Snót er komin heim aftur og nú er bara að krossa putta að hún sé fengin við honum Glófaxa Parkersyni.

Það gæti komið flottur litur undan þeim tveimur.

Fyrstu gestahryssurnar eru að fara héðan frá Ásgarði í dag og um helgina en þá fækkar verlulega hjá Hrók og Astró.

Ein gekk upp hjá Astró (ekki hans sök en hryssan hefur áður gert þetta).

Og ein gekk upp hjá Hrók (líklega vegna spiks:) en nú á hún að vera orðin fyljuð við honum en hún gekk ekki upp í annað sinn hjá honum.

Allar hinar eru fengnar og hafa báðir stóðhestar staðið sig frábærlega vel.

Báðir afar rólegir og góðir við hryssurnar,folöldin og ekki snert á girðingunum.

Enda hef ég sofið róleg á nóttunni og haft það verulega gott í sumar.

Semsagt frábært stóðhestasumar í sumar.

Farin út að afgreiða gestahryssur í kerrurnar!

Hafið það gott um helgina emoticon

25.07.2009 01:16

Heyskap formlega lokið


Heyskap er formlega lokið þetta árið og erum við himinlifandi með heygæðin og ánægð með sprettuna.

Eina sem hægt er að kvarta undan eru þessir rosalegu þurrkar en við vorum í vandræðum með að heyja fyrir útiganginn.
Það hey viljum við hafa í hrárri kantinum svo það bæði sé lystugra og fjúki síður frá þeim.

Það var alveg sama þó að ekki kæmi heytætla nálægt grasinu eftir að slegið var,það bara þornaði svo skart að við höfum aldrei séð annað eins.
En allt gekk þetta að óskum og "nýja" Krone 130 vélin sem við versluðum okkur í sumar stóð sig einsog hetja.

Hva...............það slitnaði bara einu sinni hlekkur og ég var nú ekki að stressa mig á því enda var kallinn innan við 10 mínútur að gera við þetta á túninu.

Kallinn tróð og tróð í vélina þartil traktorinn var alveg að kafna og er vel í rúllunum í ár.

Megnið af rúllunum er komið heim í stæðu og rest verður sótt fljótlega.

Við erum svo heppin að eiga góða vini að með bæði traktor með ámoksturstækjum og stóran rúlluvagn sem við höfum fengið lánað í verkin enda eru túnin hreint útum allt hér á Suðurnesjunum sem við erum að heyja.

Takk allir sem lögðu hönd á plóg,ekki amalegt að eiga góða að emoticon

Gunnhildur frænka á Geisla sínum.

Nú ekki má gleyma henni frænku sem hefur staðið sig vel í öllum verkum heimavið á meðan við vorum að hossast um á túnunum við heyskapinn.
Ekkert smá dugleg stelpan og hægt að treysta henni vel fyrir dýrunum.
Enda sést það á skepnunum eftir að hún hefur verið að hirða um þær,allir glansandi flottir og pattaralegir emoticon .

Umvafin folöldum.

Astró kallinn flottur.

Astró er kominn inná tún með dömurnar sínar en bakkinn er skrælnaður af þurrki og ekkert sprettur þar þessa dagana.
Klárinn er líklega búinn að fylja allar merarnar sínar 12 því engin er gengin upp ennþá.

Reyndar er bara ein sem við erum að bíða eftir hvað gerir en sú hryssa er mjög líklega fengin.
Já...................hmmmmmmmmmm.....................þar kom ég upp um mig.

Eðja og Sif Hróksdóttir

Þær voru 10 talsins þegar að Astró mætti á svæðið en ég laumaði 2 aukahryssum undir hann og var það ekki nokkurt mál.
Frábært að hafa svona þægilegann og geðgóðann stóðhest sem hægt er að bæta við hryssum eftirá.

Heilladís frá Galtarnesi og Hylling frá Ásgarði.

Önnur hryssan sem bætt var við missti af sínum stóðhesti og það eru ekki allir gráðugir í að fá hryssur eftirá í hólfin þannig að hún kom hingað og allt gekk þetta einsog smurt.
Ég lét fara með henni unghryssu frá mér svo hún færi ekki ein inn en ég hafði smá áhyggjur af því hvað hryssurnar sem fyrir voru myndu gera.
Sumar hryssur þola það ekki að bætt sé hryssum í hólf hjá stóðhesti eftirá.

Lilli og Suddi bestu vinir emoticon .
Brjálað hefur verið að gera í sölu á kanínuungum og kom hér um daginn afar skemmtilegur og fróður maður að versla sér unga.

Sá kom að norðan og er hann þýskur og vissi hann hreint út sagt um allt á milli himins og jarðar í bæði kanínumálum og fuglamálum.

Fashani og hæna nýkomin í heiminn.

LOKSINS.......................Fengum við upplýsingar um það hversvegna íslendingum gengur svona rosalega illa í fashanaræktinni!

Sá þýski gat frætt okkur allt um það og hann var rétt farinn þegar að við frænka settum á okkur sparilyktina og ókum greitt til Reyjavíkur og beinustu leið í dýrabúð sem selur lifandi mjölorma.

Það er trikkið við að fóðra Fashanaungana þannig að þeir lifi!!!

Enda missti hann sig alveg Fashanaunginn fyrsti þegar að hann sá iðandi orminn og réðist hann á hann með látum,sló honum utaní gólf og veggi og kokgleypti hann svo.

Nú er svo málum komið að við erum farin að rækta mjölorma.........oj.............bjakk!
Hvað gerir maður ekki til að halda lífinu í litlu Fashanakrílunum emoticon .

16.07.2009 13:12

Sala á kanínum hafin


Loksins rann upp dagurinn sem margir biðu eftir en þann 15 Júlí opnaði ég fyrir sölu á fyrstu kanínuungunum.

Ég og hún Gunnhildur frænka voru ekki alveg búnar að tattúvera í eyrun á öllum en þó vorum við komnar langt áleiðis með Loop ungana.

Þeir ungar sem keyptir voru fengu þá bara tattú við afhendingu þannig að nú fara þeir til nýrra eigenda löglega merktir og geta tekið þátt í hvaða kanínusýningum í heimi sem er.

Það hefur gengið alveg ótrúlega vel að ala upp hópinn í ár en ég held að lausnin við að missa sem fæsta unga sé fólgin í því að leyfa þeim að vera eins lengi hjá mæðrum sínum og hægt er.

Málið er nefnilega það að læðurnar eru að mjólka miklu lengur en maður heldur og er það rosalegt sjokk fyrir ungana að fara frá mæðrum sínum of snemma.

Ég tel það vera algert lágmark að þeir nái 8 vikna aldur áður en þeir yfirgefa móður sína en læðurnar eru enn að mjólka í ungahópana sína hér á þessum aldri.

Byggið íslenska frá Svan í Dalsmynni er að þrælvirka.
Eina sem ég klikkaði á var að fóðra dýrin aðeins of mikið fyrir pörun þannig að sumar læðurnar voru ekki að koma með nema 3 unga í goti.

Þau got eru reyndar afskaplega falleg með feitum og pattaralegum ungum.

Stærri gotin verða með minni ungum líkt og er hjá kindum sem eru með þrílembinga og einlemburnar eru með stór og pattaraleg lömb líkt og ungi 9609 er en  hann seldist á Stokkseyri í gær.


Algjör rúsínu bolla enda einbirni og sat að allri mjólkinni einn emoticon .

Are you talking to me emoticon .I am all ears emoticon .

Loop ungar að fíflast í Fíflunum.

Við bjuggum til stórar ungastíur og kemur það mjög vel út að hafa nokkra unga saman og gefa gott hey,Bygg að vild og reyta svo Fíflablöð daglega í þær.

Farin út í heyskap!!!!

09.07.2009 00:32

Heyskapur hafinn í veðurblíðunni


Hér á Garðskagatánni er þvílík veður blíða að það hálfa væri helmingi of mikið!

Fjaran okkar er ekki lengur kölluð fjara heldur sólarströnd og hingað koma allskonar kroppar og stunda sjóböð og sleikja sólina af miklum móð á milli þess sem þeir henda sér í sjóinn og taka hraustlega á því.
Bara gaman að sjá allt þetta hressa fólk hér fyrir nokkrum dögum.

Kanínu ungarnir dafna vel og eftir viku mega ungarnir fara frá mæðrum sínum.
Reyndar er alltaf svolítill titringur í manni þegar að mæðurnar eru teknar frá en sumir systkinahóparnir eru ekki alveg að þola það.

Ég þurfti að setja 2 læður til baka og vonandi rétta ungarnir þeirra aftur úr kútnum.

Nú svo kom hann Elli járningarmaður og skellti járnum undir 3 hross og var snöggur að því.

Fór sér samt að engu óðslega og var rólegheitin uppmáluð.

Gaman að sjá svona menn vinna sem fara rólega en vinna samt hratt og vel.
Hrossin verða líka svo mikið auðveldari fyrir vikið og rólegri.

Í gær kom svo vinnukrafturinn okkar sem verður hér eitthvað á meðan að við erum að heyja.

Við vorum svo heppin að fá aftur hana Gunnhildi frænku úr Borgarfirðinum og kom hún með 2 hross með sér.

Nú auðvitað drifum við okkur á hestbak í dag og fór hún á hann Geisla sinn sem er nú algjör Biskupa týpa.

Sá var sko að missa af strætó megnið af reiðtúrnum hehehehe.......emoticon
Ég var ekkert smá ánægð með sjálfa mig þegar að ég fór í reiðbuxurnar mínar en ég hef sko staðið vel við áramóta heitið að borða heilnæmara fæði og ná þannig af mér kílóunum.

10 kg eru fokin síðustu 6 mánuði og það fann ég vel á buxunum mínum í dag.
Nú er bara að tosa næstu 10 kg af í rólegheitunum emoticon

Við erum byrjuð að slá og fyrsta túnið sem slegið var er Lambastaðatúnið.

Það er svo mikið gras á því að það er nánast ófært nema að setja traktorana í fjórhjóladrifið!

Náði ykkur hnéhnéhné.............emoticon

Nei".......án gríns þá er rosalega mikið gras á Lambastöðunum í ár og það verður gaman að vita hvað kemur af rúllum af því.

Reyndar erum við með stærri rúlluvél en vanalega og ef ég þekki minn kall rétt þá á hann sko eftir að troða alveg rosalega í nýju Krónuna sem er Krone 130.

Kallinn vill ekkert annað því hann er orðinn sérfræðingur í að gera við þær og gerir það bara útí á túni.

Nú svo geta þær endalaust tekið við heyi og heygæðin eru flott í rúllunum þegar að vel er troðið í.

Farin í háttinn,nú má ekkert slóra við tölvu því heyskapurinn er hafinn hér á bæ emoticon

Bremmmsssssss...........emoticon !!! 

Steingleymdi að biðja ykkur um að líta í kringum ykkur eftir albinóa hestfolaldi sem ég er með kaupanda að!

Og þið hin öll sem hafið sent mér hross til að setja á sölulista,ég er ekki búin að gleyma ykkur.

Þau eru bara orðin svo rosalega mörg að ég kem þeim ekki á bloggið.

Ég læt vita reglulega af þeim þegar að ég sé fyrirspurnir um þær hestgerðir sem ég er með í sér albúmi frá ykkur.

Litir eru rosalega auðseljanlegir út og stundum finnst manni vanta metnað hvað varðar ræktun litahrossa en einn og einn er þó að reyna að vinsa úr vænleg hross í litum og rækta þau áfram.

Verst hvað þetta tekur langann tíma og í hvert sinn sem hæfileikaríkt og flott litahross birtist almenningi þá er það selt úr landi.

Svona er nú lífið..........dæs............ emoticon

04.07.2009 01:01

Allt í rólegheitum hér á bæ


Héðan er allt gott að frétta nema hvað.

Lífið gengur sinn vanagang í sveitinni og báðir stóðhestarnir enn að vinna vinnuna sína.
Hrókur fékk gestahryssu til sín og aðra að auki frá okkur svona til þess að fylgja henni inní hólfið en hryssurnar sem fyrir eru vilja verja sitt og þá er ekkert vit að senda bara eina inn í hólfið.


Astró er alveg að standa sig á bakkanum með sínar dömur.

Frábært að fylgjast með honum því hann hegðar sér nákvæmlega einsog sá gamli okkar en þegar að dömurnar eru búnar að fá gott í kroppinn í x marga daga í röð þá neitar hann þeim um meira heldur snýr sér að næstu dömum sem eru að byrja í hestalátum.

Róa sig Sokka!

Hann er ekkert að ofgera sér en vinnur vinnuna sína samviskusamlega og passar vel uppá að kroppa á milli stunda og heldur þar af leiðandi frábærum holdum.

Svona eiga stóðhestar að vera emoticon

Það eru í dag 5 dömur sem leggja hann í einelti og eru það þær Mön-Stórstjarna Skeifa-Heilladís og Eðja en eina hryssan sem hann er spenntur fyrir núna er hún Eðja en það er soldið mál fyrir kappann að fá stund með henni í friði fyrir hinum dömunum.

Yngri dömurnar sem eru heimvið hesthús í smá forvinnu horfa hugfangnar niður á bakka í von að að ná athygli hans.


Embla Sokku/Hróksdóttir lætur sig dreyma.

Folöldin blása út og gaman að fylgjast með þeim og vonandi fer ég að gefa mér tíma í að klára að gefa þeim nöfn.

Eðju/Hrókssonur vindóttur.

Vænting Glymsdóttir með vini sínum vindótta NN Aðalssyni frá Höfnum.

Þau eru í pössun hér tímabundið og gaman að fylgjast með þeim en sá stutti er alveg límdur við Væntingu á milli þess sem hann skreppur í mjólkursopann til mömmu.

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 203
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213991
Samtals gestir: 24508
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 04:32:14