Heimasíða Ásgarðs

25.07.2009 01:16

Heyskap formlega lokið


Heyskap er formlega lokið þetta árið og erum við himinlifandi með heygæðin og ánægð með sprettuna.

Eina sem hægt er að kvarta undan eru þessir rosalegu þurrkar en við vorum í vandræðum með að heyja fyrir útiganginn.
Það hey viljum við hafa í hrárri kantinum svo það bæði sé lystugra og fjúki síður frá þeim.

Það var alveg sama þó að ekki kæmi heytætla nálægt grasinu eftir að slegið var,það bara þornaði svo skart að við höfum aldrei séð annað eins.
En allt gekk þetta að óskum og "nýja" Krone 130 vélin sem við versluðum okkur í sumar stóð sig einsog hetja.

Hva...............það slitnaði bara einu sinni hlekkur og ég var nú ekki að stressa mig á því enda var kallinn innan við 10 mínútur að gera við þetta á túninu.

Kallinn tróð og tróð í vélina þartil traktorinn var alveg að kafna og er vel í rúllunum í ár.

Megnið af rúllunum er komið heim í stæðu og rest verður sótt fljótlega.

Við erum svo heppin að eiga góða vini að með bæði traktor með ámoksturstækjum og stóran rúlluvagn sem við höfum fengið lánað í verkin enda eru túnin hreint útum allt hér á Suðurnesjunum sem við erum að heyja.

Takk allir sem lögðu hönd á plóg,ekki amalegt að eiga góða að emoticon

Gunnhildur frænka á Geisla sínum.

Nú ekki má gleyma henni frænku sem hefur staðið sig vel í öllum verkum heimavið á meðan við vorum að hossast um á túnunum við heyskapinn.
Ekkert smá dugleg stelpan og hægt að treysta henni vel fyrir dýrunum.
Enda sést það á skepnunum eftir að hún hefur verið að hirða um þær,allir glansandi flottir og pattaralegir emoticon .

Umvafin folöldum.

Astró kallinn flottur.

Astró er kominn inná tún með dömurnar sínar en bakkinn er skrælnaður af þurrki og ekkert sprettur þar þessa dagana.
Klárinn er líklega búinn að fylja allar merarnar sínar 12 því engin er gengin upp ennþá.

Reyndar er bara ein sem við erum að bíða eftir hvað gerir en sú hryssa er mjög líklega fengin.
Já...................hmmmmmmmmmm.....................þar kom ég upp um mig.

Eðja og Sif Hróksdóttir

Þær voru 10 talsins þegar að Astró mætti á svæðið en ég laumaði 2 aukahryssum undir hann og var það ekki nokkurt mál.
Frábært að hafa svona þægilegann og geðgóðann stóðhest sem hægt er að bæta við hryssum eftirá.

Heilladís frá Galtarnesi og Hylling frá Ásgarði.

Önnur hryssan sem bætt var við missti af sínum stóðhesti og það eru ekki allir gráðugir í að fá hryssur eftirá í hólfin þannig að hún kom hingað og allt gekk þetta einsog smurt.
Ég lét fara með henni unghryssu frá mér svo hún færi ekki ein inn en ég hafði smá áhyggjur af því hvað hryssurnar sem fyrir voru myndu gera.
Sumar hryssur þola það ekki að bætt sé hryssum í hólf hjá stóðhesti eftirá.

Lilli og Suddi bestu vinir emoticon .
Brjálað hefur verið að gera í sölu á kanínuungum og kom hér um daginn afar skemmtilegur og fróður maður að versla sér unga.

Sá kom að norðan og er hann þýskur og vissi hann hreint út sagt um allt á milli himins og jarðar í bæði kanínumálum og fuglamálum.

Fashani og hæna nýkomin í heiminn.

LOKSINS.......................Fengum við upplýsingar um það hversvegna íslendingum gengur svona rosalega illa í fashanaræktinni!

Sá þýski gat frætt okkur allt um það og hann var rétt farinn þegar að við frænka settum á okkur sparilyktina og ókum greitt til Reyjavíkur og beinustu leið í dýrabúð sem selur lifandi mjölorma.

Það er trikkið við að fóðra Fashanaungana þannig að þeir lifi!!!

Enda missti hann sig alveg Fashanaunginn fyrsti þegar að hann sá iðandi orminn og réðist hann á hann með látum,sló honum utaní gólf og veggi og kokgleypti hann svo.

Nú er svo málum komið að við erum farin að rækta mjölorma.........oj.............bjakk!
Hvað gerir maður ekki til að halda lífinu í litlu Fashanakrílunum emoticon .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 307
Gestir í dag: 66
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295383
Samtals gestir: 33944
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 15:50:11