Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2007 Desember

31.12.2007 20:39

Gleðilegt nýtt ár elsku bestu ættingjar og vinir!


Loki Dímonarson frá Ásgarði að fá sér ylvolga mjólk í kuldanum .

Ég vil óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs með kærri þökk fyrir það sem er að líða.

Árið 2007 er búið að vera viðburðarríkt en það sem verður manni mest minnistæðast eru veðurbreytingarnar sem hafa orðið.
Sumarið óvenjulegt sólríkt og heitt án rigningardropa í fleiri mánuði.

Haustið rigning og rok útí eitt.Og ekkert smá rok og rigning!!!

Nú er bara að óska sér stillu og frosts svo hægt verði að hreyfa gæðingana utanhúss.

Reyndar eru margir búnir að byggja sér Reiðhallir og gaman að sjá hve landinn er duglegur að bjarga sér og lætur ekki veðráttuna á sig fá.

Þetta er stórt skref framá við hvað varðar frumtamningar á hrossum en útlendingurinn hefur talið Íslendinginn kolbrjálaðann að fara á hrossin LAUS og ríða svo bara blint útí náttúruna.Snarvitlaust fólk á þessu skeri:)

Gestagangur hefur verið mikill á þessu ári bæði menn og skepnur rennt hér í hlaðið bæði til lengri og skemmri dvalar.Takk allir fyrir innlitið og útlitið:)

Í fyrradag fór hann Dímon Glampasonur vinur minn að Borg til Elku og Jóa í tamningu.Siggi eigandi hans var að gantast með það að hann þyrfti að yngja upp!
Aumingja Sibba hrökk við en það var nú ekki að hann ætlaði að skila henni blessaðri heldur er hann að yngja upp fyrir Dímon kallin.Eða það skildi ég Sigurður?
Var það ekki fyrir klárinn en ekki þig hehehehee.....
Klárinn var leystur út með þvílíkum gjöfum að maður bara klökknaði .Takk æðislega fyrir allt Siggi og Sibba!
Ævintýrið er bara rétt að byrja .

Sama dag komu Hulda Geirs og fjölskylda í heimsókn en Felix er í þeirra eigu og í geymslu í Öryrkja hólfinu svokallaða.

Með þeim var sonur þeirra sem verður að öllum líkindum líffræðingur eða eitthvað því skylt.
Drengurinn er hreint út sagt dýraóður og fróður vægast sagt!
Eina sem hann hugsaði um var að komast útí Stóðhestahúsin en þar eru ekki bara hestar heldur fuglar í öllum regnbogans litum og kanínur,kindur og fleira.

Hulda með fjölskyldunni að gefa brauð sem var vel þegið .

Hann varð að fá að sjá innum allt og svo þegar að hann var að skoða fiðurreytingarvélina þá varð honum að orði"Ransý hvers vegna þarftu að drepa svona margar Endur?
Ég svaraði að þær hefðu fjölgað sér svo svakalega í sumar og svo væru þær mjög góður matur.
Þá sagði guttinn "Já"en Ransý þú þarft ekki að borða svona mikið!!!!!!
Hehehehehehehehehehehehehe...........Börn eru alveg yndisleg og margt sem dettur uppúr þeim:)

Fjúkið hægt um gleðinnar dyr og rignið ekki niður í næsta ræsi elskurnar mínar.Eigum við ekki að óska okkur betra veðurs á næsta ári:)!?

27.12.2007 23:07

Jólasnjór og glens í stóðhestunum:)



Hrókur í hríðarbyl.
Enginn fór í jólaköttin hér á bæ enda yrði sá köttur ekki langlífur hér ef að Busla og hinar tíkurnar fengju ráðið einhverju um það.


Útigangurinn fékk heyið sitt,kanínurnar heyið og kornið sitt,fuglarnir brauð og korn og nú nenni ég bara ekki að tuða þetta áfram en semsagt allir voru/eru saddir og sælir.

Loksins kom snjórinn sem er alveg ómissandi á þessum árstíma.Mikið betra að hafa hann heldur en þetta eilífa rok með úrhellisrigningu.

Það var soldið flott að sjá stóðhestana ösla útí snjóinn en þeir þurftu að hafa fyrir því og ætluðu alveg að gugna að fara yfir skaflana hehehehehe.........En yfir þá fóru þeir.

Dímon Glampasonur er að fara frá Ransý "ömmu" en hann er að fara í tamningu og nú hefst alvaran hjá kalli fyrir alvöru.Það verður spennandi að vita hvernig hann kemur út  og vonandi fær maður fréttir af honum reglulega:)
Set hér inn syrpu af honum og Hrók sem ég tók af þeim í leikslag í gær.





Í dag hefur verið gestagangur einsog venjulega en samt var þessi gestagangur ekkert venjulegur því í eitt skipti þegar að bankað var og Hebbi fór til dyra þá heyrði ég rödd sem ég kannaðist svo við! Þessa rödd átti ég að þekkja en hana hafði ég ekki heyrt lengi!Eða í ein 5 ár!
Var ekki Stína gamla vinkona mín mætt á hlaðið og það alla leið frá Danmörku!
Það var mikið skrafað og rætt og gamlir dagar rifjaðir upp,hestaferðir smal og annað sem viðkom hrossum,hvað annað.

Ég sagði ykkur frá því að ég ásamt tveimur vinkonum af Suðurnesjunum erum að fara á knapamerkjanámskeið 1-2 kannki 3 ef við verðum duglegar (erum að vonast til að geta spýtt í lófana og skyrpt úr hófum:)

Ég náttúrulega er búin að leggja á Biskupinn og máta hvort ég kemst á bak "vitlausu" megin og auðvitað gat ég það en fæ kannski ekki alveg 10 í einkunn hehehehehe.....
Eitthvað er maður orðinn stirður og pattaraleg um mig miðja en hva.........ef viljinn er nægur þá get ég hvað sem er.

Hrókur að passa nýju gestafolöldin.

Hrókur slapp við þessar æfingar hjá mér í þetta sinn en næst verður hann tekinn og látinn æfa það sem hann kann en ég var að spá í að fara með Biskupinn stóra bróðir Hróks á námskeiðið en held að hann henti kannski ekki alveg þó hann kunni nú helling af þessum krúsindúllum öllum.Hann er skapmeiri og erfiðari en Hrókurinn.
En okkur vinkonunum hlakkar alveg óskaplega til að byrja og getum varla beðið eftir fyrsta tímanum:)

Bræður munu berjast .Glófaxi og Völusteinn að tuskast í snjónum.
Sá yngri (ljósari) er að ná bróður sínum á hæðina,enda duglegur að úða í sig tuggunni .

24.12.2007 14:37

Gleðileg Jól elskurnar mínar!



Hér á bæ er jólahaldið á frábærum nótum.

Ekkert stress á hlutunum og við búin óvanalega snemma að öllu sem heitir gjafainnkaup og matarinnkaup.

Við ákváðum að gefa út daginn fyrir Þorlákssmessu og það aðeins ríflega enda öll hross komin á fulla gjöf og ekkert því til fyrirstöðu að gefa þeim vel að borða.
Allir orðnir vel vanir að gúffa í sig töðunni og gefnar voru út einar 7 rúllur sem eiga að duga vel næstu dagana.

Annars var ég að lesa pistilinn hans Magga Lár um Jólamat Skjóna 
http://www.urvalshestar.is/og þótti mér hann skemmtilegur aflestrar og mjög svo fræðandi.
Allt er gott í hófi bæði fyrir menn og skepnur þegar að mat kemur.
Allar stórar sveiflur í fóðri fyrir skepnurnar okkar geta reynst þeim dýrkeyptar og endað með ósköpum.

Þannig að nú er um að gera að missa sig ekki í góðmennskunni við dýrin okkar heldur halda sama takti í fóðruninni en smá brauðmoli gerir nú kannski ekkert til svo okkur líði nú kannski betur hehehehehehehe.....

Því er nefnilega þannig farið með okkur mannfólkið að við erum að þessu aukadekri oft við dýrin svo OKKUR líði nú betur:)Hmmmm......hér tala ég af eigin raun:)

En nú eru Jólin að bresta á og ég er himinlifandi með þessa snjóföl á jörðinni og vonast til að hún haldist aðeins lengur og rigni ekki burt.

Jæja elsku blogglesendur mínir,nú er um að gera að setja jólalögin á og byrja að stússast í matnum og pakka inn restinni af gjöfunum.Það ætla ég að gera.

Kallinn ætlar að fara í útiverkin að gefa kindunum,kanínunum,
fuglunum og hrossunum sem inni eru á meðan ég dúlla mér innandyra í hlýjunni.

Eigið frábær Jól með ástvinum ykkar,ættingjum og vinum.
Kveðja til ykkar allra frá
Ransý og Hebba í Ásgarði .

18.12.2007 14:17

Veður að skána og allar kindur fengnar 15 desember (Vonandi:)



Sif Hróks og Vænting Glymsdóttir að fá sér strá eftir veðurlætin.

Hesting og Kátína að borða saman .


Askur með vinum sínu úti að borða .

Loksins er veðrið farið að róast og auðveldara að hirða um
Skepnurnar.Útigangurinn hinn ánægðasti með að fá tugguna eftir að þurfa að standa hímandi í skjóli svo dögunum skipti.

Súsý músý með mýsluna sem er BARA grá! Þær eru flottari hjá vinkonu minni á Hrauni .

Súsý litla hvolpurinn hennar Bulsu er hin mesta veiðkló og er einsog köttur.Kemur með mýsnar inn og færir mér hróðug.Hún er svo asskoti snögg sú litla að sneggra hundkvikindi hef ég ekki kynnst.Hún verður góð einn daginn í minknum.

Gleymdi alveg að segja ykkur frá því að Súsý og Busla náðu loksins villikanínunni sem var hér í allt haust.
Ég hafði miklar áhyggjur af rúllustæðunni þarsem hún hélt sig undir en þar var hún réttdræp blessunin því það er ekki nóg með að kanínurnar grafi allt sundur og saman heldur naga þær allt sundur og saman líka!

Nú er maður að setjst á skólabekk takk fyrir.Fékk bækur að glugga í og er bara búin að lesa eina tvær blaðsíður og fyrsti tími er í kvöld!
Össssssss............verð að herða mig betur en þetta ef ég á að komast eitthvað áfram í þessu námi hehehehehehehe......Hef nú svosem engar áhyggjur ennþá en ég er vön að festa vel í minn það sem ég hef virkilegan áhuga á og á þessu hef ég mikinn áhuga:)

Hitt á það til að fara innum eitt og útum hitt ef ég segi nú ykkur bara einsog er:)

Farin út að reyna að gera eitthvað fyrir skepnurnar á bænum,ekki keyra þær sjálfar rúllunum í sig eða bera undir sig spænirnar:)
Þartil næst,fariði vel með ykkur og munið að jólin eru til að hafa gaman af en ekki að vera að stressa sig yfir .

14.12.2007 01:00

Klikkað veður og allt á hvolfi!

Veðurfréttir úr Ásgarðinum og tjónaskýrsla!

Mér er svo mikið niðri fyrir núna að puttarnir virka varla á lyklaborðinu!

Í gær þann 13 des þá ákvað ég eftir vægast stormasama nótt að fara út og skoða skemmdir hjá okkur.Ekki var spurning um hvort eitthvað hafi skemmst heldur hvað.
Gróðurhúsið er líklega ónýtt.Ferlega fúlt því mér þykir vænt um þetta hús þrátt fyrir að eyða kannki ekki alveg þeim tíma þar sem þyrfti til að hafa það flott.
En ég sé til hvort Hebbi minn nennir að tjasla því saman eina ferðina enn.Vanalega fara í því 1-2 rúður á veturnar en núna á tveimur sólarhringum þá eru rúðurnar orðnar í kringum 8 sem eru brotnar auk þess að listar hafa skemmst og ljósið er hrunið niður inní því.

Eftir að hafa skoðað gróðurhúsið og íbúðarhúsið sem stóð þetta af sér allt saman þá var haldið niðureftir til að kíkja á hesthúsið.Þar var hurð kengbogin inn og stórir timburflekar sem hafa verið geymdir hér árum saman á vagni voru einsog tannstönglar um allt hlaðið!

Kóngur Hróks og Pamela ásamt vinum stóðu í allar lappir.

Næst var að aðgæta skepnurnar og var allt í stakasta lagi í hólfinu fyrir eldri hross og minnimáttar:)

Tittirnir voru í fínu standi enda með afbrigðum skjólgott hólf sem þeir eru í.

Sömu sögu var ekki hægt að segja af aðalstóðinu en þar voru tvær hryssur sem höfðu orðið að öllum líkindum fyrir einhverju í veðurhvellnum eldsnemma í morgun.
Önnur hefur líklega fengið eitthvað í andlitið en hún er bólgin á auga og það lekur viðstöðulaust úr því.
Hin er draghölt á framfæti,gæti verið eftir spark frá öðru hrossi eða einhverju sem hefur fokið á hana.

Í nótt var svo brjálað veður að ég hreinlega vaknaði um 6:00 og gat ekki sofnað aftur fyrr en seint og síðar meir.Ég hélt að rúðan á svefnherberginu ætlaði að springa yfir okkur svo mikil voru lætin.Enda frétti ég að því að í verstu hviðum (uppá Keflavíkurflugvelli) hafi vindurinn farið í 71 metra á sekúndu!!!!

Á morgun á að drífa út traktorinn og gefa rúllu á línuna og svo verða aumingja hrossin að koma sér í skjól fyrir næsta hvell.Best að koma einhverju í greyin á milli lægða en eina leiðin til að fóðra þessa dagana er að rúlla út rúllu og láta þau éta hana þannig að allir fái í sig.
Ekki er mögulegt að gefa út nokkrar rúllur einsog vanalega því þá fýkur bara heyið á haf út!

Helga Skowronski kom hingað um daginn með næstum fullan vörubíl af önduðum öndum.Þær önduðust í höndunum á Ásgeiri hennar manni um morguninn og nú var komið að okkur að reyta og plokka og gera þær að flottum jólasteikum:)

Allt gekk þetta vel hjá okkur og alveg vorum við merkilega fljótar að þessu.Það ýtti kannski á okkur að litlan hennar hún Gígja var með og var sú stutta ekki alveg að átta sig á því að mamman hennar gat ekki haft hana í kjöltunni og gefið henni sopann sinn á meðan hún var að reyta endurnar:)Helga er svo mikil hetja að vera mjólkandi móðir með ungann sinn með í öllu mögulegu.
Ég held að það fari ekki allir í skóna hennar Helgu og ekki hefði ég viljað vera hún þennan dag.
Fyrr um morguninn sótti hún öll hrossin sín.........
Kíkið bara á bloggið hennar og sjáið hve dugleg þessi stelpa er!
http://www.123.is/helgadalshestar/default.aspx?page=blog

Eftir að hafa reytt og gert að öndunum þá klikkti hún út með því að prófa fyrir mig,gömlu stirðu konuna móálótta hryssu sem mér áskotnaðist í fyrra:)


Helga var mikið að tjá sig á merinni .Hún er alla vega talfær....sko merin:)

Ætli hún endi ekki sem ræktunarhryssa hér á bæ!Ég sem var nærri búin að selja hana.Ætla samt að bregða mér á bak henni og prófa hana nokkrum sinnum áður.Ekkert liggur á að bæta í ræktunarhryssuhópinn þó að tvær hafi fallið frá á þessu ári.

Ég er ekki sátt við sjálfan mig núna.Finnst ég vera að stirðna meira en vanalega þrátt fyrir fínu gigtarlyfin sem ég er á.Ég er ekki mikið fyrir pillur en verð að nota þær því annars kæmist ég líklega ekki útúr rúminu.

Eða þannig var það á tímabili á meðan ég var ógreind og ég ekkert að pæla í því hvers vegna ég var svona í bakinu.Hélt bara að svona ætti þetta að vera þegar að maður eltist og að allir væru svona.

Það er svo mikið gigtarslit í mér vinstra megin í mjaðmagrindinni að það er heilt kvalræði ef ég gleymi að taka lyfin mín.

Nú ef ég tek lyfin og allt er einsog það á að vera þá er ég fljót í fimmta gírinn og gleymi mér þá stundum og enda á kvöldin einsog spítudúkka.

Ég er að reyna að læra að gíra mig niður og vinna jafnar yfir daginn og komast yfir öll verkin í rólegheitum.

Djö.........er erfitt að sætta sig við að geta ekki gert allt einsog maður gat fyrir einhverjum árum!

Hugurinn stefnir alltaf í að gera einsog þá og skrokkurinn reynir að fylgja hlýðinn eftir þartil maður getur ekki meir.

Ussssssssss...........hver nennir að lesa svona vælublogg!

Best að skella inn hestamyndum af hrossunum síðan 13 Desember


Veðjar Dímonarson og Gná Hróksdóttir.

Týr og Gná Hróksafkvæmi.Það er eitthvað af skjóttu á bænum!

Íris vinkona mín í Þýskalandi sendi hér inn skemmtilegt comment og verð ég að láta það fljóta með fyrir þá sem sáu það ekki .
Hún sendi mér link inná Jóladagatal þarsem íslenski hesturinn virðist leika stórt hlutverk í og þar birtist þessi skemmtilega mynd í glugga 13 á dagatalinu:)
Fyrir þá sem ekki þekkja hana Íris þá var hún hér í haust með Sabine vinkonu okkar að mynda hross og fleira.

Hérna er þessi skemmtilega mynd sem hún Íris tók af honum Hrók mínum frá Gíslabæ að velta sér niður á túni.
Mjög skemmtilegt moment sem hún náði af klárnum .
Hér er svo linkur inná dagatalið:http://www.taktklar.de/

 

11.12.2007 01:09

Karen kind fengin


Þá er hún Karen kind búin að fá gott í kroppinn hjá honum Flanka vini sínum.Hún er soldið sérstök þessi kind og líklega komin útaf forystufé,minnsta kosti hegðar hún sér þannig og er alltaf fyrst og þarf bara að sjá út einu sinni hvert hún á að fara og þá er allt stimplað fast í hausinn á henni.Frekar stygg en er farin að verða blíðari við mann með hverjum lófanum af fóðurbæti:)

Við erum að fá mark,já ekki seinna vænna úr því okkur finnst svona gaman að rolast þetta innanum kindurnar.
Ekki slæmt mark myndi ég segja fyrir svona byrjendur einsog okkur.Verð ábyggilega með lokuð augun þegar að ég marka fyrsta lambið í vor af hræðslu!
Þá verður markið sjálfsagt eyrað af hægra og umskorið vinstra!
Nýja markið á að vera og vonandi tekst manni þetta (aumingi er maður:)að marka blessuð litlu lömbin með markinu heilrifað hægra,biti framan vinstra.
Nú það verður víst bara að brjóta eyrað sama og klippa á báðum eyrum........æææææææææ hlakkar ekkert voðalega til.
Afhverju má maður ekki tattóvera í eyrað á þeim einsog ég geri við kanínurnar mínar? Það er eitt sekúndubrot og búið og nánast aldrei blóðdropi:)

  Nýja aðstaðan fyrir kindurnar,ekki alveg endalega klárt en vel nothæft fyrir þær.Þú sérð Maríanna að við svindluðum smá og erum ekki búin að klæða veggina .

Þarna er annar litli hrússin sem fæddist í September.Þeir halda að þeir geti sinnt kindunum líka og eru að reyna að tilla sér á tá fyrir aftan þær ........

14 Desember.
Í dag verða líklega síðustu þrjár tilbúnar fyrir hann Flanka en þær voru svampaðar og tók ég svampinn úr þeim í gær.

11.12.2007 00:33

Jólin að nálgast og flott hestfolald til sölu!

Nú er sko Jólin á næsta leyti!Alltaf þegar að nágranninn minn er búinn að setja upp Jólaljósið á sitt hesthús þá kemst ég í Jólastuð:)


Fer að finna mín Jólaljós og skreyta húsið okkar(Hmmm...Hebbi reyndar:).Við erum bæði mest fyrir ljósin og finnst báðum gaman að skreyta með seríum en látum hitt liggja á milli hluta þ.e.a.s að versla stórt Jólatré og hengja upp allskyns dót nema þá Jólasokkinn minn gamla sem hýsir öll Jólakortin þartil dóttirin á bænum les hann upp eftir að búið er að snæða á Aðfangadag.
Eftir að dóttirin á bænum hætti að vera barn (er orðin 18 ára og fullorðin samkvæmt lögum:)þá látum við þetta ljósaskraut nægja.

Jæja"úr því ég er byrjuð að tala um Jólahaldið hér á bæ þá er best að klára að upplýsa ykkur um hvernig því er háttað hér í sveitinni.
Þarsem við erum með fullt af skepnum sem eru í algjörum forgang hér þá byrjar Jólastússið okkar á Þorláksmessu en þá förum við í bæinn,verslum ALLT fyrir Jólin,keyrum ÖLLU til vina og ættingja og brunum svo í sveitina aftur:)

Ekkert vesen með það gott fólk.Svona hefur þetta verið í mörg ár og hefur barasta alltaf gengið upp þó stressið sé náttúrulega mikið á einum degi.Ég nenni ekki að vera að stressa mig í fleiri fleiri vikur heldur er bara stressuð einn dag og svo búið!

Ég er hætt að standa á haus uppá skápum með skúringar græjur og hætt að baka svo ég geti státað mig af 18 sortum það árið .
Jólin koma samt og eru bara yndislegri eftir að ég hætti margra vikna stressinu.

Aðfangadagur fer að sjálfsögðu  í að sinna öllum skepnunum extra vel og allir fá pínu ponsu extra að borða (svo okkur líði vel:)

Síðan þegar að það er búið þá er bara spurningin hvað klukkan er og kannski er hún ekki orðin 18:00 eða hún er orðin miklu meira en 18:00.Skiptir ekki öllu máli:)

Það gerir bara ekkert til því að þennan dag er ég ekki að stressa mig neitt.Nóg var víst stressið á mér fyrri daginn hehehehehehehehe..........

Þarsem "barnið" mitt er skilnaðarbarn+einkabarn þá fær hún auðvitað extra fleiri pakka OG borðar á tveimur stöðum þetta kvöld!"Heppin" þessi skilnaðar-einkabörn:)

Mér finnst alltaf svo sérstakt að fá hana til okkar á Aðfangadagskvöldið:)

Hún er svo föst í gömlu hefðunum að hún má ekki til þess vita að ég ætli ekki að vaska upp fyrren eftir að búið er að opna pakkana!
Ekki að ræða það!!!!Nú þá þarf maður náttúrulega að gegna  "krakkaorminum"og við vöskum upp saman:)

Svo næst sækir hún sokkinn með öllum Jólapóstinum og les upp úr honum og þá er nú gaman.
Næst má maður opna pakkana!En hún útdeilir þeim af mikill vandvirkni:)Fyrst sækir hún poka undir umbúðirnar og skæri því ekki má rífa pappírinn þrátt fyrir að honum verði hent:)

Hún var alveg "óþolandi"þegar að hún var lítll óviti!
Ég hélt að ég fengi barn sem myndi tæta og rífa í sig jólapappírinn með stæl en hvað.........biður ekki barnið um skægi(skæri:) mamma?

Ein Jólin skeði soldið mikið fyndið heehehehehehe.....
Þá var hún nú orðinn unglingur og með viti.
Hún var að lesa póstinn af mikilli vandvirkni uppúr Jólasokkinum þegar að hún fer að hiksta í lestrinum!
Það var kort frá systir Hebba og það hljóðaði cirka svona:
Gleðileg Jól
Elsku Hebbi HAFDÍS og Kristbjörg.Hmmmm..........Hafdís er fyrrverandi konan hans Hebba ( fyrir MÖRGUM árum:) og ekki veit ég á hvaða systirin var að hugsa eða drekka þegar að hún skrifaði kortið!
En Krissa dóttir mín var alveg miður sín þartil ég sprakk úr hlátri því auðvitað var þetta bara hlægilegt hehehehehehe.......

Næstsíðasti hvolpurinn hennar Buslu er farinn í Skagafjörðinn og ætlar að verða minkaveiðihundur og verja Æðarvarp.Hann er algjört yndi og vona ég að nýi eigandinn komi til með að njóta hans vel:)
Þá er sá hundur sem ég hélt að færi fyrst en það er hann Zorró kallinn og er ég alveg við það að splæsa á hann geldingu og eiga hann bara sjálf með öllum tíkunum.
Ég ætla að gefa honum þau tímamörk að ef hann verður enn óseldur þegar að nýja árið rennur í garð þá mun ég eiga hann sjálf.Líst svo fjári vel á geðslagið í þessum hundi.
Er eiginlega að renna á rassinn með söluna á honum:)

Hér er búið að vera snjór yfir öllu og veðrið stillt og kalt alveg einsog ég hafði óskað mér.Gaman að sjá stóðhestana ólmast sama útí snjónum og velta sér.

Hvaða faxspray notar þú Dímon? Falla stelpurnar fyrir þessari lykt?

Komum bara í snjókast Hrókur og pælum í stelpunum í vor ......

Biskup og Völusteinn Álfasteinsson eru bestu vinir .Létu sko hina ekki trufla sig við að kljást.

Allir eru við hestaheilsu og allir komnir á gjöf.
Við erum búin að vera í hrossaflutningum enda veðrið gott í það.
Núna eru flestöll hrossin komin í Ásgarðinn sem verða hér í vetur.

Ein vinkona okkar kom í gær til vetrardvalar en það er hún Freyja kellingin sem er alveg með það á hreinu að hestakerrur er eitthvað sem hún vill ekki ferðast með!!!!
Hún gerði bókstaflega allt sem henni datt í hug og þegar að ekki gekk að mótmæla með því að setjast á rassgatið þá lét hún sig detta niður og alveg á hliðina!

Eftir hartnær tveggja tíma streð við hana þá loksins höfðu eigendur hennar sigur úr býtum og Freyja þurfti að lúta í lægra haldi og má hún bara vera fegin að hafa ekki þurft að labba í Ásgarðinn í ár!
Í Ásgarðinn átti hún að koma á einn eða annan hátt:)

Ég var að eignast gráa hryssu og folald:)Sú gráa er búin að sýna af sér það mikinn óþverra hátt að hún verður felld.Ekkert annað hægt við hana að gera.En þarsem þónokkur kostnaður er á þessum tveimur hrossum hér þá ákvað ég að skoða folaldið betur sem er hestfolald og ætla að skella því á sölu.

Hann er fæddur bikasvartur með stjörnu en er að byrja að grána í kringum augum sem þýðir það að hann verður grár og svo hvítur þegar að hann eldist.Hann fer um á flottu brokki og svifmiklu.
Þetta er Hrókssonur sem bætir geðslagið heldur betur enda sá stutti mjög geðþekkur í umgengni þó styggur sé.Ekki til í honum neitt vesen og lætur mann ýta sér þvers og kruss um allt hesthúsið:)Hann verður gasalega lappalangur og töff foli.

Ættin er eitthvað á þessa leið:
Faðir: Hrókur frá Gíslabæ sem er undan Kormák frá Flugumýri.
Móðir:Er komin útaf Orra frá Þúfu í föðurætt og í móður ætt er hún komin útaf Kveik frá Miðsitju.
Mig bráðvantar gott nafn á hann!Einhverjar tillögur???
Já eða tilboð í kauða??? Hafið samband í netfangið
herbertp@simnet.is

07.12.2007 00:21

Hermína kind lembd



Hermína og Flanki eru búin að vera svooooooo.....ástfangin.Þá eru komin kannski og vonandi tvö kríli í hana.Hún gæti nú alveg rúmað nokkur lömb í sinni stóru bumbu.Þessi kind er alveg ótrúlega mikil um sig að hún er einsog fjárhús á fótum!
Við erum að gera sér kró fyrir kindurnar okkar og erum búin að hleypa nokkrum öðrum megin í og er mikill munur að geta gefið á garðann.
Ég hef voðalega gaman að þessu kindabrölti og hlakkar til vorsins og sauðburðarins.Enda erum við að verða komin með svo góða aðstöðu fyrir þær og ég tala nú ekki um fínu flottu girðinguna sem við hebbi gerðum fyrir þær síðastliðið vor þarsem þær eru fyrst með lömbin.
Gott að hafa þær svona alveg við húsin ef veðrið verður vont þá er ekkert annað en að kalla í þær inn og hýsa.
Þetta er bara svona sérstak kindablogg svo ég hafi nú dagsetningarnar á dömunum fyrir vorið á öruggum stað að fletta upp í hvelli .

04.12.2007 22:41

Gamla Hrauna lembd


                       Gamla Hrauna frá Hrauni með sonunum sínum.                            


Gamla Hrauna var í miklu stuði í dag þegar að henni var hleypt útí góða veðrið með öllum hinum kindunum.
Ég var nærri búin að missa þær undir tveggja strengja rafgirðingu þessar nýju sem ég var að fá um daginn en þær náttúrulega eru ekkert hræddar við svona strengi í Ásgarðinum...............ennþá hehehehehe.

En mér tókst að stökkva fyrir þær og sýndi gamla takta frá því maður var ungur og sprækur og stökk einsog Gasella yfir kargaþýfi einsog ekkert væri.

Ég er samt ansi hrædd um að ég hafi í dag stokkið frekar líkt og Fíll á hjólaskautum en það þrælvirkaði á kindurnar sem drifu sig hið snarasta inn aftur undan kellingunni.

Gamla Hrauna æddi inn með látum og stoppaði ekki fyrren hún fann hann Flanka hrút og þau voru sko ekkert að fela sinn ástaleik fyrir börnunum hennar tveimur sem horfðu undrandi á móður sína!Bara 3 mánaða kríli og fengu að sjá  fyrstu skrefin hjá væntanlegum systkinum sínum en við skulum vona að sú gamla komi með tvö stykki og það helst gimbrar næsta vor:)

Pálmi Pamelusonur svaf vært í heyinu og rumskaði ekki .

Veðrið var með besta móti í dag og það hvorki söng né hvein í neinu hér og var maður bara hissa á því hve hljótt var í veðurguðunum í dag.

Nú skal fara með hann Black Beauty austur og vita hvort hann Raggi vinur okkar finni eitthvað útúr þessu með gírstöngina sem ákveður það sjálf hvort bíllinn fer í gír eða ekki.Ef hann Raggi hefur tíma til:)Elsku besti Raggi okkar......

Ég veit ekki hvernig við færum að ef þessi drengur væri ekki svona þolinmmóður við bílinn okkar og héldi honum ávalt í góðu lagi.

Þegar að það er búið þá eru sko hestaflutningar framundan í Borgarfjörðinn og austur fyrir fjall.
Best að klára að flytja heim þau hross á næstu dögum áður en önnur svona leiðindaveðurkast gengur yfir.
Ekkert sérstakt í fréttum annars héðan.
Hafið það sem allra best elskurnar mínar þangað til næst .

03.12.2007 21:35

Halastjarna fallin

Halastjarna var orðin of veik og kom ég að henni um helgina í hesthúsinu þarsem hún hafði lagst niður í síðasta sinn.
Folaldið hennar hún Sága virtist alveg vita að mamma hennar stæði ekkert meira upp og þagði.
Eina sem maður getur huggað sig við var að Halastjarna var komin inní hlýtt hesthúsið og búin að fá verkjastillandi lyf ásamt öðrum lyfjum og kvöldið áður eyddi ég extra tíma með henni og sat góða stund og horfði á hana tyggja heytuggurnar í rólegheitum.

Það er svo skrítið með skepnur og stundum líka fólk sem hefur verið mikið veikt að stuttu áður en það fær hvíldina þá er einsog að það kvikni extra líf í því rétt áður en það deyr.
Þannig var það með merina og ég hélt eitt augnablik að hún væri að hressast við.


Halastjarna fyrir tæpum mánuði,feit og falleg.Svolítið óskýr mynd.


Ég áttaði mig svo á því í gær að það átti eftir að taka Dna úr henni Halastjörnu núna í Desember en hún var ein af örfáum sem ekki var testuð í fyrra.

Nú voru góð ráð dýr og eftir að ég grennslaðist um hvað hægt væri að gera áður en merin yrði grafin þá er þetta hið minnsta mál sem betur fer.

Við tókum sýni úr hryssunni og svo verður það sent í greiningu og málinu  reddað.

Þá fá þær Sága og Hel Hróksdætur Rautt A í Veraldarfenginn.


Sága Hróksdóttir,síðasta afkvæmi Halastjörnu.Stórt og myndarlegt merfolald.

Einnig hann Heljar sem er undan Ögra en ég er búin að finna hann Ögra Glampason pabbann að Heljari og ætla að láta taka Dna úr honum þegar að hann kemur suður í framhaldstamingu.
Hann er orðinn afbragð reiðhestur fyrir þá sem komu með hryssur undir hann í hitteðfyrra og ekki hafa frétt af honum.

Við fórum í Grindavíkina að sækja folaldið hennar Sabine og settum það inní hesthús og þarmeð er hann Hrókur orðinn folaldapassari.Það er hans líf og yndi á veturnar að passa folöld á og eins gott að enginn komist nærri þeim en hann hleypir engum að þeim.

Auðvitað elur hann þau upp og er það hið besta mál að þau læri virðingu við eldra hross td í heyrúllu.
Þau gapa alveg voðalega fyrstu dagana á meðan að þau eru að átta sig á því hve nærri heytuggunni þau mega vera.

Mér finnst svo gott að hafa rúllu útí leikhólfinu því þá er ég mun rólegri að folöldin fari sér ekki að voða á meðan ég er að dunda við annað.

Ef Hrókur hreyfir sig þá elta þau hann hvert sem hann fer.Í vatnið,til baka í heyið og svo inní hesthúsið þegar að ég kalla á hann.

Mig munar ekkert smá um að hafa klárinn í þessu hlutverki og sparar þetta manni sporin og slysahættan stórminnkar hvað varðar að þau greyin séu ekki að hlaupa á girðingar af ótta við okkur tvífætlingana.

Ég gaf öllum hey í dag og eru þá öll hross í Ásgarðinum komin á gjöf.Ég ætla að byrja rólega til að minnka líkur á að þau fái í magann og rúllaði ég út rúllu og gaman var að sjá þau raða sér í tugguna.
Núna er á leiðinni enn ein lægðin með látum og vonar maður bara að þetta verði ekki svona í allan vetur því það verður erfitt að gefa út þegar að veðurguðirnir hrifsa til sín aðra hverja tuggu og feykir henni á haf út!

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 232
Gestir í dag: 23
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280805
Samtals gestir: 32712
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 08:02:03