Heimasíða Ásgarðs

03.12.2007 21:35

Halastjarna fallin

Halastjarna var orðin of veik og kom ég að henni um helgina í hesthúsinu þarsem hún hafði lagst niður í síðasta sinn.
Folaldið hennar hún Sága virtist alveg vita að mamma hennar stæði ekkert meira upp og þagði.
Eina sem maður getur huggað sig við var að Halastjarna var komin inní hlýtt hesthúsið og búin að fá verkjastillandi lyf ásamt öðrum lyfjum og kvöldið áður eyddi ég extra tíma með henni og sat góða stund og horfði á hana tyggja heytuggurnar í rólegheitum.

Það er svo skrítið með skepnur og stundum líka fólk sem hefur verið mikið veikt að stuttu áður en það fær hvíldina þá er einsog að það kvikni extra líf í því rétt áður en það deyr.
Þannig var það með merina og ég hélt eitt augnablik að hún væri að hressast við.


Halastjarna fyrir tæpum mánuði,feit og falleg.Svolítið óskýr mynd.


Ég áttaði mig svo á því í gær að það átti eftir að taka Dna úr henni Halastjörnu núna í Desember en hún var ein af örfáum sem ekki var testuð í fyrra.

Nú voru góð ráð dýr og eftir að ég grennslaðist um hvað hægt væri að gera áður en merin yrði grafin þá er þetta hið minnsta mál sem betur fer.

Við tókum sýni úr hryssunni og svo verður það sent í greiningu og málinu  reddað.

Þá fá þær Sága og Hel Hróksdætur Rautt A í Veraldarfenginn.


Sága Hróksdóttir,síðasta afkvæmi Halastjörnu.Stórt og myndarlegt merfolald.

Einnig hann Heljar sem er undan Ögra en ég er búin að finna hann Ögra Glampason pabbann að Heljari og ætla að láta taka Dna úr honum þegar að hann kemur suður í framhaldstamingu.
Hann er orðinn afbragð reiðhestur fyrir þá sem komu með hryssur undir hann í hitteðfyrra og ekki hafa frétt af honum.

Við fórum í Grindavíkina að sækja folaldið hennar Sabine og settum það inní hesthús og þarmeð er hann Hrókur orðinn folaldapassari.Það er hans líf og yndi á veturnar að passa folöld á og eins gott að enginn komist nærri þeim en hann hleypir engum að þeim.

Auðvitað elur hann þau upp og er það hið besta mál að þau læri virðingu við eldra hross td í heyrúllu.
Þau gapa alveg voðalega fyrstu dagana á meðan að þau eru að átta sig á því hve nærri heytuggunni þau mega vera.

Mér finnst svo gott að hafa rúllu útí leikhólfinu því þá er ég mun rólegri að folöldin fari sér ekki að voða á meðan ég er að dunda við annað.

Ef Hrókur hreyfir sig þá elta þau hann hvert sem hann fer.Í vatnið,til baka í heyið og svo inní hesthúsið þegar að ég kalla á hann.

Mig munar ekkert smá um að hafa klárinn í þessu hlutverki og sparar þetta manni sporin og slysahættan stórminnkar hvað varðar að þau greyin séu ekki að hlaupa á girðingar af ótta við okkur tvífætlingana.

Ég gaf öllum hey í dag og eru þá öll hross í Ásgarðinum komin á gjöf.Ég ætla að byrja rólega til að minnka líkur á að þau fái í magann og rúllaði ég út rúllu og gaman var að sjá þau raða sér í tugguna.
Núna er á leiðinni enn ein lægðin með látum og vonar maður bara að þetta verði ekki svona í allan vetur því það verður erfitt að gefa út þegar að veðurguðirnir hrifsa til sín aðra hverja tuggu og feykir henni á haf út!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 61
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59913
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 08:16:30