Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2011 Júlí

31.07.2011 11:28

Folöldin Ásgarði 2011

Folöldin Ásgarði 2011

Ég er búin að fá reglulega kvartanir vegna lítilla frétta og mynda af folöldunum í Ásgarði í sumar.Bæti hérmeð snarlega úr því og skelli inn myndum sem ég tók í gær:)




Lotning frá Ásgarði


Lotning frá Ásgardi

Móðir:Freisting frá Laugardal

Faðir:Astró frá Heiðarbrún



Lúna frá Ásgarði merfolald til sölu/for sale.

Móðir:Embla frá Ásgarði
Faðir:Astró frá Heiðarbrún


Amor frá Ásgarði

Amor frá Ásgarði til sölu/for sale.

Móðir:Fjalladís frá Drangshlíð
Faðir:Hrókur frá Gíslabæ



Mist frá Ásgarði til sölu/for sale
Bay/colorchanger

Móðir:Mön frá L-Ásgeirsá
Faðir:Hrókur frá Gíslabæ



Hrímnir frá Ásgarði
Rauðlitföróttur
Red/colorchanger

Móðir:Eðja frá Hrísum
Faðir:Astró frá Heiðarbrún



NN frá Ásgarði hestfolald

Móðir:Stórstjarna frá Ásgarði
Faðir:Hrókur frá Gislabæ



Elding frá Ásgarði



Elding frá Ásgarði til sölu/for sale

Móðir:Hylling frá Ásgarði
Faðir:Hrókur frá Gíslabæ

Fleiri myndir í albúmi Folöldin Ásgarði 2011.

26.07.2011 22:59

Jarpskjótt/litförótt hryssa til sölu,bay/pinto/colorchanger mare for sale

Gjöf IS2003236910 er til sölu/for sale.


Gjöf er 8 vetra Jarp/litförótt skjótt, ótaminn en bandvön. Fer um á tölti og brokki, svif og fótaburður góður.

Afkvæmin hennar eru sérlega litfögur,Sýneta brúnskjótt með vagl í auga undan Höfða frá Höfða brúnskjóttur.

Lovísa,vindótt slettuskjótt hringeygð á báðum,er undan Glampa frá Langárfossi móvindóttur hálfhjálmskjóttur.

Hestur fæddur 4 júní 2011 jarpskjóttur með stjörnu, undan Bónus frá Feti rauðvindfextur.

Further info about Gjöf
ransy66@gmail.com


21.07.2011 10:32

Embla frá Sjávarborg og folald til sölu/for sale


Embla er seld/sold!


IS2003257248  Embla frá Sjávarborg

 er til sölu ásamt hestfolaldi.


Verð saman 100.000-

Prize for both together 600-EUR.


Ætt Emblu:

Faðir:Kjarval frá Sauðárkróki

Móðir:Katla frá Sjávarborg


Ætt hestfolaldsins:

Faði: Boði frá Múla

FF:Roði frá Múla


Embla er bandvön og hefur verið á húsi.

Frekari upplýsingar í netfangið


ransy66@gmail.com

21.07.2011 00:15

Heyskapur og brakandi þurrkur


Það er brakandi blíða og við á fullu í heyskap.

Fyrst gekk þetta hálf brösulega,sprakk á tætlunni okkar og þá fengum við lánaða tætlu hjá nágrannanum og tókst mér að missa hana aftanúr traktornum á ferð!

Rosalega brá konunni!

Sem betur fer þá varð ekkert tjón á tætlunni og málunum reddað hið snarasta.

Svo sprengdi ég einnig dekk á lánstætlunni og það kom svo rosalegur hvellur að ég missti næstum heyrnina á öðru eyra restina af deginum.

Kallinn var líka að tjónast með sláttuvélina og var hann meira og minna með hana inná verkstæðinu.Svo loksins þegar að við vorum tilbúin að rúlla og pakka þá fór þetta að ganga einsog smurt og rúlluðum við Móhús,Nýja-Bæ,Móakot og Meiðastaði og virðist sem heyfengur sé mjög svipaður og í fyrra.Á morgun á að rúlla Kothús og Rafnkelsstaði og svo á að fara að rigna sem betur fer.Hér er allt að skrælna og beitarmál í miklum ólestri en gróður kemst bara ekki upp vegna þurrka.

16.07.2011 12:59

Gulltoppur frá Ásgarði til sölu/for sale





IS2010125870 - Gulltoppur frá Ásgarði

F:Hrókur frá Gíslabæ

FF:Kormákur frá Flugumýri II
FM Best frá Brekkum 2

M:Freisting frá Laugardal

FF:Sörli frá Stykkishólmi
FM:Kvika frá Hvíteyrum

Gulltoppur er A vottaður

Verð/price 300.000- ISL 1.800-EUR

More info at stormhestar.de

For further information please contact
ransy66@gmail.com 

10.07.2011 22:45

Gróðrastöðin Glitbrá í dag:)



Ég skrapp til Ásu í Gróðrastöðina Glitbrá í Sandgerði
í dag að kíkja á blóm og matjurtir og var með cameruna með mér.

Þarna gerði ég góð kaup í vor þegar að ég var að starta matjurtaræktuninni í fiskikörunum en moldina verslaði ég þar,fræin og ýmislegt fleira og í dag kom ég heim með fullan bíl af matjurtum en ég klikkaði á að forrækta meira því sum körin eru að losna og um að gera að nota sumarið í að rækta eitthvað grænt og hollt:)

Dúfa með nýuppteknu grænmeti úr Ásgarðinum.

Ofurradísurnar vega allt uppí tæp 150 grömm stykkið!

Málið er hjá okkur að rækta allt sem á diskinn fer og ekkert minna!


Úrvalið í blómunum hjá Ásu er geggjað og ég missti mig alveg á camerunni og hér er afraksturinn!

Dvergtópakshorn

Flauelsblóm

Milljónbjalla

Skjaldflétta

Bláhnoða

Nellikka

Flauelsblóm

Brúðarstjarna

Og hvað skildu nú öll þessi fallegu blóm heita?

Takk fyrir öll nöfnin á blómunum stelpur!

05.07.2011 02:07

Hylling köstuð 4 Júlí



Hylling Brúnblesadóttir kom með þessa líka fínu Hróksdóttur handa kallinum og gladdist hann mjög yfir nefskrautinu á þeirri stuttu.

Hrókur er einlitur og Hylling er með pínku ponsu litla stjörnu í enninu.

Þetta hefur verið nóg til að setja þessa líka fínu nös á folaldið.
Hryssan litla er flott og móðirin er hæst ánægð með folaldið sitt og vonandi að það verði brattara en folaldið hennar frá í fyrra en það drapst vegna hestapestarinnar orðið nokkurra vikna gamalt.

04.07.2011 19:08

Sif köstuð 3 Júlí



Sif kastaði 3 Júlí klukkan 02:40 nákvæmlega niður á bakka og allt leit vel út en ég horfði á það gerast í kíkinum útm gluggann.


Eina sem ég sá var að folaldið virtist vera lítið en það stóð upp eftir að hafa oltið um koll nokkrum sinnum sem er nú bara eðlilegt hjá nýfæddu folaldi.

Næsta dag þá fór ég niður eftir að kyngreina og taka myndir einsog venjulega en sé þá að þetta folald var ekki alveg í lagi.


Sú stutta er minni en venjulegt nýfætt folald,fætur voru gleiðir og gekk hún um í hringi og hallaði undir flatt.


Annað augað var aðeins bólgið.

Hún var greinilega búin að fá vel af mjólk og var með mjólkurskegg og var hlýtt.

4 Júlí

Hebbi fór niður á bakka í dag til að athuga með folaldið en þá hafði það skrúfast á eftir móður sinni í hringi og endað í grjótvarnargarðinum og var Hebbi í svolitla stund að finna það.

Það lá í hnipri á milli steina og hélt kallinn eitt augnablik að það væri dautt en svo þegar að hann tók það upp þá lifnaði yfir því.

Hann lagði hana niður fyrir framan mömmuna og eftir innan við hálfa mínútu var sú stutta komin á fætur og brölti á spenann.

Mjólkin flæddi úr merinni og yfir allt andlitið og uppí augað á því en hún saug spenann sem var fjær fyrst litla skinnið:)

Ég fór niður á bakka seinnipartinn í dag og var hún þá að drekka úr mömmu sinni og svo lagðist hún niður og vildi ekkert við mig tala.
Ég reyndi að koma henni á fætur til að sjá hvernig hún hreyfði sig en hún bara lét sem að hún tæki ekki eftir mér enda sofnuð og vildi ekki láta trufla sig eftir sopann sinn.


Hún er greinilega búin að fá vel af broddmjólk sem er henni mjög nauðsynleg í þessm veikindum en það leynir sér ekki á broddskitunni.

Hún gengur beinna í dag og er það í rétta átt.

Ég er búin að tala við dýralækna og búið er að tala við þá hjá Keldum en ég vil að það verði tekin sýnataka úr folaldinu hið fyrsta svo hægt sé að negla niður hvað sé að ske.

Þetta er ekki fyrsta folaldið sem svona fæðist á Íslandi í vor og ætla ég að blogga um málavöxtu þrátt fyrir að margir séu á móti því vegna slægrar sölu en betra er að finna strax hvað er að svo hægt sé að tækla hlutina núna og bjarga folöldum í sumar með lyfjagjöf ef hægt er en ég veit að það er hægt.

Ég frétti af folaldi í dag og fékk sendar myndir af því frá Danaveldi en það folald var flutt út í móðurkviði frá Íslandi í fyrra og fæddist með mjög svipuð ef ekki eins einkenni og folaldið hér á bæ.

Tenór sonurinn útí Danmörku

Með snarræði og frábærri umhyggju tókst að bjarga því folaldi en það kostaði líka ofboðslegar fjárhæðir.

Folöld eru að drepast úr þessu fullyrði ég og veit og ætla ég ekki að segja hvað mig grunar að þetta sé til að valda ekki múgæsing en bið fólk um að veita eftirtekt nýfæddum folöldum sem að virðast fæðast lítil,ganga skrykkjótt og halla undir flatt.

Læknar tala um heilbjúg/heilahimnubólgu en það poppar nú ekki bara sísona upp á milli þúfna útí haga heldur er það líklega afleiðing af veikindunum sem skall hér á hrossastofninn í fyrra.

Hann má skammast sín sá sem að varð valdur af því að bera þetta inní landið.

Ég er reið,ekki bara útaf mínu folaldi heldur öllum folöldum sem eru að fæðast dauð/veik núna í vor og sumar!

Framhald á morgun...........

6 Júní

Litla Skjóna er komin á sterka pencillín gjöf og tekið var saursýni og sýni úr nösum en þau eru farin til rannsóknar innað Keldum.

Batinn er hægfara í rétta átt en nú vonast ég að hún fái bata spark í litla rassinn sinn við pencillínið.

Litla Skjóna fékk broddskitu ræpu á háu stigi og tapaði miklum vökva en var sem betur fer mjög dugleg að drekka og Sif mamma alltaf með fullt júgra af móðurmjólk/broddi.

Nú er hún orðin 3 daga gömul en eftir cirka viku byrjar móðir hennar í hestalátum og þá má ég eiga von á því að Litla Skjóna fái meiri niðurgang en það er ansi algengt í kringum 7-10-14 daga aldurinn hjá folöldum.

Ég er búin að vakta folaldið til 06:00 á morgnana og hef þurft að stökkva út af og til þegar að hún er búin að koma sér í ógöngur.


Þarna var hún búin að koma sér í klandur og þekkti ekki leiðina upp.

Það er ekki viðlit fyrir mig að hafa mömmuna fjarri stóðinu en hún fer í feita fýlu og hangir við girðingarnar og auðvitað er Litla Skjóna með henni og ekki lengi að skrúfast í hringi og í gegnum girðingarnar og svo kemst hún ekki tilbaka.

Ég meira að segja reyndi að hafa Skjónu og hennar folald með þeim inná túni en það endaði allt í logandi slagsmálum.

Það var bara heppni að sú litla varð ekki undir í látunum!

Þannig að þær mæðgur fengu að fara aftur niður á bakka en nú er Litla Skjóna farin að verða duglegri að ganga beint af augum og fylgir mömmu sinni miklu betur.

Á morgun tek ég þær heim og set í annað hólf ásamt Emblu systur hennar Sif og vonandi mun það ganga upp.

9 Júní


Litla Skjóna er blind......:(

Mig var farið að gruna þetta fyrir einhverjum dögum en núna er ég alveg viss.
Ég setti keðju á múlinn hjá Sif mömmu svo að Litla Skjóna vissi betur hvar mamma sín er stödd í haganum.

Henni gengur vel að nema hljóð en er samt óörugg og tryllist ef að hún heyrir í vinnuvélum nærri sér og öðru þvíumlíku og er alveg sorglegt að sjá hana bruna á skeiði og stökki áfram staurblinda og lenda svo á giðingunum.

Við gerum ekki annað en að hafa auga með henni og stundum kemur það fyrir að við verðum að sækja hana þegar að hún er búin að troða sér útúr hólfinu.

Ég tók rafmagnið af girðinunum hér þegar að Litla Skjóna fæddist og eru hin hrossin við það að átta sig á því.

Góðu fréttirnar  af Litlu Skjónu eru semsagt þær að hún er ekki lengur með niðurgang-er að verða kraftmeiri-drekkur mjög vel og ég sá til hennar um daginn þarsem hún var að reyna að leika sér í kringum mömmu sína.

Leiðinlegu fréttirnar eru auðvitað þær að hún er blind-er komin með brakhljóð í öndunnarfærin-hor lekur úr nösum-mjólk lekur líka úr nösunum og útlit fyrir gott líf þverrur með hverjum deginum sem líður.

Pencillín fær hún í stórum skömmtum en það gerir sitt gagn en lagar ekki blinduna eða það stórefa ég.

Það er gustukaverk að fella þetta grey en ég ætla samt að fá álit dýralæknis áður en það verður gert úr því Litla Skjóna er enn að braggast í rétta átt hvað varðar þrek og styrk en hún er að verða erfiðari og sterkari eftir því sem dagarnir líða og ekki auðvelt að gefa henni pencillínið nema með hjálp.



  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 339
Gestir í dag: 43
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280912
Samtals gestir: 32732
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 10:42:56