Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2009 Desember

30.12.2009 23:17

Örmerking+dna testi lokið:)Gleðilegt nýtt ár!


Kjarkur og Glampadísin að maula í sig kögglana sína í kvöld.

Það er aldeilis að ég er búin að áorka í Desember.

Ég er nefnilega korterí manneskja (oft korter yfir:) en nú hef ég snúið vörn sókn heldur betur.

Það sem ég er að montast með er að ég er búin að skila inn öllum stóðhestaskýrslum,láta örmerkja öll folöldin og í dag kom Gísli dýralæknir og tók dna sýni úr þeim.

Búin að láta sprauta gimbrarnar í leiðinni við Garnaveiki og hundana við Parvó og ormahreinsa þá.

Hvað á ég eiginlega að gera eftir áramótin emoticon ?
Nei.................segi nú bara svona.

Á morgun verður sett vel af rúllum út fyrir útiganginn því södd hross eru alltaf rólegri gagnvart flugeldaprumpinu sem stundum heyrist hingað.
Við höfum verið heppin öll okkar ár hvað varðar vindátt á Gamlárskvöld en stundum hefur lyngt (á Suðurnesjunum!!!:)og þá heyrast lætin hér um alla haga en hrossin eru  ekkert að spenna sig upp við það.

Ég hef ljós um nóttina bæði í hesthúsinu og kanínusalnum og útvarpið aðeins hærra stillt.

Krossa svo puttana og vona að allir verðir stilltir og prúðir meðan að tvífætlurnar fara hamförum í púðurreyk og svælu.
Það er nú alveg makalaus dýrtategund og uppátækjasöm.

Fariði varlega þarna úti og góða skemmtun annað kvöld:)

Viðbót á Gamlársdag:

Þakka ykkur öllum fyrir allt á liðnu ári elskurnar mínar emoticon !
Gerum árið 2010 að árinu sem við munum minnast sem upprisu eftir þessi skakkaföll og lítum björtum augum framá við.
Við erum stoltir íslendingar og höfum áður þurft að taka á honum stóra okkar og gerum það með stæl!

Skemmtið ykkur vel og varlega í kvöld emoticon
Drekkum í hófi svo við lítum ekki svona út emoticon
Nema við viljum bara vera þannig....... hehehe emoticon
Og munum.......við erum öll langflottust!
emoticon 
Gleðilegt nýtt ár frá Ransý,Hebba og öllum dýrunum í Ásgarðinum.
 emoticon

28.12.2009 02:04

Bóka+Konfekt Jól


Eðja frá Hrísum og Váli frá Ásgarði.

Takk fyrir mig elsku vinir mínir sem sendu mér skemmtileg jólakort og frábærar gjafir:)

Ég fékk fullt af bókum og fullt af súkkulaði!!!

Þá eru jólin hjá mér emoticon .

Þessi jól verða lengi í minnum höfð vegna þess hve allt gekk smurt og vel fyrir sig,ekkert stress í gangi og fólk svo rólegt og þægilegt allstaðar í viðmóti.

Ég var með skötuna á borðum deginum fyrir Þorláksmessu og græddi heilan dag fyrir vikið!

Var ég sniðug eða var ég sniðug hehehehe............emoticon !

Á Þorlák fórum við í bæinn og keyptum gjafir,pökkuðum inn og útbýttum í mestu rólegheitum.

Fengum okkur meira að segja kaffi,konfekt og spjall hjá vinum og nutum okkar alveg í botn.

Ég var meira að segja svo nett á taugunum að ég hló þegar að kallinn læsti bíllyklana inní bílnum með öllum pökkunum og matnum.

Hann æstist allur greyið upp og beið eftir ræðunni frá kjellunni sinni en mér var gaman skemmt enda vissi ég að það myndi leysast með bílinn.

Til hvers að vera að æsa sig upp yfir einhverju svona ómerkilegu,það hefði kannski sett mig úr jafnvægi ef við hefðum við fjarri byggð í vondu veðri og enga hjálp að fá.

En svona fyrir ykkur hin sem þolið illa svona uppákomur,þá kostaði þetta litlar 7000-krónur að fá mann til að opna bílinn sem tók allt í allt 1 og hálfa mínútu með undirskrift frá kallinum að það mætti opna bílinn.

En að Aðfangadegi,þá eyddum við stórum parti í skepnurnar og átti ég friðsæla og skemmtilega stund útí stóði með cameruna mína.

Hrossin hafa það alltof gott,svo gott að þau eru farin að losa hár!

Meira að segja folöldin eru farin að losa hár og ég sem hef bara verið að gefa fyrninarhey.

Þetta hefur skeð hér áður í kringum áramótin og er svosem ekkert til að hafa áhyggjur af.

Fín leið til að sleppa algerlega við hnjúska er að gefa aðeins fyrr út rúllu og svo er miklu ódýrara að fóðra feit hross heldur en þau grennri.

Allir eru feitir og flottir og vel undirbúnir undir vetur konung.

Skellti inn albúmi með hrossunum fyrir þá sem vilja sá hestana sína sem hér eru í pössun í vetur.

Here is brand new albúm of the gueshorses this winter on our farm.

Hestarnir í Ásgarði desember 2009.

20.12.2009 00:52

Kuldablogg



Í dag beit kuldaboli svo sannarlega í puttana á mér þegar að ég var við myndatöku á nokkrum hrossum.

Það eru nokkur ný hross að detta inná sölulistann sem er orðinn ansi tómlegur.

Við erum búin að fylla okkur á síðustu dögum af menningu en síðastliðið sunnudagskvöld fórum við ásamt dóttlunni minni henni Krissu á tónleikana með Frostrósum í Laugardalshöll.

Hún gaf okkur Hebba miða í bestu sætin og urðum við sko ekki fyrir vonbrigðum með tónleikana!
Þvílík sýning og raddir og þegar að mest var af fólki á sviðinu þá voru cirka 250 manns að spila og syngja!

Eftir tónleikana fórum við flott út að borða á gamla A Hansen sem heitir núna Gamli Vínkjallarinn.

Ekki vorum við hætt að drekka í okkur menninguna í höfuðborginni en við fórum á frábæra Ljósmyndasýningu á Laugarveginum en þar var mynd af honum Káti okkar Hrút í nánast fullri stærð ásamt fleiri húsdýrum okkar Íslendinga.

Nú svo streyma kanínur út einsog heitar lummur og hef ég vart undan  að kyngreina og afhenda áhugasömum kaupendum.

Enn á ég eftir að senda norður þær nínur sem pantaðar voru.
Ekki örvænta þið fyrir norðan!
Þær eru alveg á leiðinni!

 Sigrún formaður með flotta Angóru kanínu.
Ein af örfáum sem eftir eru til í landinu emoticon .

Mín skellti sér á stórskemmtilegann stjórnarfund hjá Kanínuræktarfélagi Íslands
En ég blogga um það betur á nínusíðunni minni.

12.12.2009 23:27

Hross að seljast


Völva að fá sér ylvolgann mjólkursopa í kuldanum um daginn.

Völva er seld til Þýskalands og fer utan 13 Janúar.


Skinfaxi fer 6 Janúar til Þýskalands.

Tilviljun er seld og fer einnig til Þýskalands.

Alltíeinu og mjög svo skyndilega opnuðust flóðgáttir af fyrirspurnum um hross.

Fleiri hross eru í vinnslu og líklegt að tvö séu á leið til Hollands fljótlega.

Á allra næstu dögum verður pantaður hingað dýralæknir til að taka dna sýni úr folöldunum og í leiðinni verða þau örmerkt.

Nú ég verð með krumlurnar á lofti í litföróttu folöldunum og ætla að slíta strá úr taglinu á þeim og senda til hennar Freyju í Svíþjóðinni en hún er að safna efni í hest að ég held???

Hehehehehe.............emoticon
Altaf sama bullið í manni!

En ég rakst á síðuna Litfari þarsem hún og faðir hennar Páll Imsland eru að safna inn merkum og skemmtilegum upplýsingum um litförótt hross.

Líst vel á ykkur feðginin emoticon .

04.12.2009 00:02

Búið að hleypa til:)



Ransý er alveg búinn á því eftir atgang síðustu daga og ég stalst í tölvuna og pikkaði inn með klaufunum þessar línur.
Ef hún verður ekki búin að blogga fyrir annað kvöld þá skal ég tala við hana með tveimur hrútshornum fyrir ykkur kæru lesendur emoticon .
Kátur Flankason.


Og ætla að telja upp kindurnar sem ég fékk:

Dóru sem er algjört beauty pæ.......emoticon

Forystu megababe..........emoticon

Hauskúpa heavy babe................. emoticon

Hermínu hugföngnu sem varð að taka frá á tímabili!
Græðgin emoticon í henni!

Og við 007 áttum mjög svo leynilegan fund saman emoticon .
Reyndar komst ég að svolitlu um hana sem gerði mig nett brjálaðan og sárann emoticon .
Haldiði ekki að hún hafi alveg misst niður um sig ullarlagðana þegar að inn kom þessi líka ungi og flekkótti hrútur sem barði sér á bringu og stökk af stað með ógurlegum látum og áður en Ransý náði að stoppa hann af þá var hann búinn að negla 007 uppvið vegg!
Ekki ætla ég að borga meðlagið vor ef að lömbin hennar verða með minnsta vott af flekk í ullinni emoticon !

Forkur frá Stað.

Það var mikið að ég náði að reka hann Kát úr tölvunni.
Hann er að drepast úr afbrýðisemi útí nýja hrútinn hann Fork.

Forkur fékk að spreyta sig á:

Sibbu Gibbu og Kráku veturgömlu dömunum.

Brynju Beauty.

Karen kind.

Rosalega er búið að vera erfitt að koma þessu bloggi frá mér.

Apparatið sem ég geymi allar myndir á er alveg við það að springa og er það búið að tefja verulega fyrir mér hér á blogginu.

Vona að það springi ekki alveg strax áður en ég næ að gera viðeigandi ráðstafanir áður en ég tapa öllum myndunum!

Það verður styttra í næsta blogg lofa ég ykkur emoticon !

02.12.2009 00:41

Vetur konungur mættur!


Þá er vetur konungur búinn að banka hrauslega á dyr hér hjá okkur við Garðskagavitann.

Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Raka-
stig
Mið 02.12
kl. 02:00
Norð-norð-austan 18 m/s 20 m/s  /  24 m/s -2,8 °C 69 %
Mið 02.12
kl. 01:00
Norð-norð-austan 19 m/s 20 m/s  /  26 m/s -2,9 °C 67 %
Mið 02.12
kl. 00:00
Norð-norð-austan 19 m/s 20 m/s  /  27 m/s -3,1 °C 72 %
Þriðjudagur, 01. des. - Garðskagaviti
Tími Vindur Mesti vindur / hviða Hiti Raka-
stig
Þri 01.12
kl. 23:00
Norð-norð-austan 19 m/s 21 m/s  /  27 m/s -3,6 °C 71 %
Þri 01.12
kl. 22:00
Norð-norð-austan 19 m/s 21 m/s  /  27 m/s -3,3 °C 75 %
Þri 01.12
kl. 21:00
Norð-norð-austan 20 m/s 21 m/s  /  27 m/s -3,3 °C 76 %
Þri 01.12
kl. 20:00
Norð-norð-austan 21 m/s 22 m/s  /  28 m/s -3,4 °C 75 %
Þri 01.12
kl. 19:00
Norð-austan 21 m/s 21 m/s  /  27 m/s -3,2 °C 74 %
Þri 01.12
kl. 18:00
Norð-norð-austan 21 m/s 21 m/s  /  26 m/s -3,2 °C 73 %
Þri 01.12
kl. 17:00
Norð-norð-austan 20 m/s 20 m/s  /  25 m/s -3,1 °C 72 %
Þri 01.12
kl. 16:00
Norð-norð-austan 19 m/s 19 m/s  /  25 m/s -2,7 °C 73 %
Þri 01.12
kl. 15:00
Norð-norð-austan 17 m/s 18 m/s  /  23 m/s -2,7 °C 65 %

Ég skellti mér í smá göngu með hundana en gafst fljótlega upp vegna kuldans og látanna í Kára veðurkóngi.
Djö..............beit hann vel í puttana á mér þegar að ég var að munda cameruna!

Súsý Busludóttir að hamast í Tobbu Önnu vinkonu sinni.

Skvetta Busludóttir alveg búin að fá nóg af skafrenning í nebbann sinn.

Hrossin hér á bæ og allt í kring stóðu í höm í bylnum og biðu af sér lætin.

Það voru skuggaleg skýin og ekkert gaman að vinna úti við þannig að ég dreif mig inní heitann kaffisopa og hentist svo út til kindanna,kanínanna og hestanna sem inn eru komnir en það eru þeir Hrókur og Suddi sem deila saman stíu á meðan hinir eru látnir vera útí rúllu í bylnum.

Suddi er ekkert alltof brattur innanum hrossin útivið og tapar bara holdum þó að hann sé bara með 4 öðrum hrossum í rúllu.Hann er svo mikil kveif af hann stendur bara og horfir á hina gadda í sig rúllunni eða þartil Hrókur kemur honum til bjargar og rekur hina frá en hinir geldingarnir bera mikla virðingu fyrir honum.
Suddi er flottur með Hrók í stíu inni en nú er mig farið að kítla í puttana að fá járningarmann á svæðið en ætla samt að bíða með það framyfir áramót.

 Ég tók 7 kanínuhögna í dag og sendi inn í eilífðina og eina læðu sem er ekki að gera sig í frjósemi.
Nokkrir af köllunum voru orðnir gamlir eða síðan 2005 og var frekar erfitt að fella þá.
Margir mjög góðir högnar en nú taka synir þeirra við.

Í kvöld var ég loksins að skila inn fjárskýrslu og kláraði Forðagæsluskýrsluna líka.

Svo er eftir að skila inn stóðhestaskýrslu og ég veit ekki hvað.
Að vera bóndi í dag er orðið ansi mikil vinna í tölvu og tekur þetta allt saman drjúgan tíma.

Nú svo er fjörið að hefjast í fjárhúsinu!
Kátur er þegar búinn að sinna 3 kindum og næst er að sækja Flekkóttan lambhrút á restina.
Það er svo miklu meira gaman að fá smávegis af litum með úrþví maður er að þessu líka sér til gamans.

Svona svo þið fáið einhverja innsýn hvernig lætin eru í fjárhúsinu núna þá set ég hér inn videó af frændum/frænkum hans Káts og kindana hér á bæ.



  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 10
Gestir í dag: 2
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296267
Samtals gestir: 34087
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 01:31:13