Heimasíða Ásgarðs

28.12.2009 02:04

Bóka+Konfekt Jól


Eðja frá Hrísum og Váli frá Ásgarði.

Takk fyrir mig elsku vinir mínir sem sendu mér skemmtileg jólakort og frábærar gjafir:)

Ég fékk fullt af bókum og fullt af súkkulaði!!!

Þá eru jólin hjá mér emoticon .

Þessi jól verða lengi í minnum höfð vegna þess hve allt gekk smurt og vel fyrir sig,ekkert stress í gangi og fólk svo rólegt og þægilegt allstaðar í viðmóti.

Ég var með skötuna á borðum deginum fyrir Þorláksmessu og græddi heilan dag fyrir vikið!

Var ég sniðug eða var ég sniðug hehehehe............emoticon !

Á Þorlák fórum við í bæinn og keyptum gjafir,pökkuðum inn og útbýttum í mestu rólegheitum.

Fengum okkur meira að segja kaffi,konfekt og spjall hjá vinum og nutum okkar alveg í botn.

Ég var meira að segja svo nett á taugunum að ég hló þegar að kallinn læsti bíllyklana inní bílnum með öllum pökkunum og matnum.

Hann æstist allur greyið upp og beið eftir ræðunni frá kjellunni sinni en mér var gaman skemmt enda vissi ég að það myndi leysast með bílinn.

Til hvers að vera að æsa sig upp yfir einhverju svona ómerkilegu,það hefði kannski sett mig úr jafnvægi ef við hefðum við fjarri byggð í vondu veðri og enga hjálp að fá.

En svona fyrir ykkur hin sem þolið illa svona uppákomur,þá kostaði þetta litlar 7000-krónur að fá mann til að opna bílinn sem tók allt í allt 1 og hálfa mínútu með undirskrift frá kallinum að það mætti opna bílinn.

En að Aðfangadegi,þá eyddum við stórum parti í skepnurnar og átti ég friðsæla og skemmtilega stund útí stóði með cameruna mína.

Hrossin hafa það alltof gott,svo gott að þau eru farin að losa hár!

Meira að segja folöldin eru farin að losa hár og ég sem hef bara verið að gefa fyrninarhey.

Þetta hefur skeð hér áður í kringum áramótin og er svosem ekkert til að hafa áhyggjur af.

Fín leið til að sleppa algerlega við hnjúska er að gefa aðeins fyrr út rúllu og svo er miklu ódýrara að fóðra feit hross heldur en þau grennri.

Allir eru feitir og flottir og vel undirbúnir undir vetur konung.

Skellti inn albúmi með hrossunum fyrir þá sem vilja sá hestana sína sem hér eru í pössun í vetur.

Here is brand new albúm of the gueshorses this winter on our farm.

Hestarnir í Ásgarði desember 2009.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 280
Gestir í dag: 53
Flettingar í gær: 273
Gestir í gær: 41
Samtals flettingar: 295047
Samtals gestir: 33874
Tölur uppfærðar: 19.4.2024 22:44:19