Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2009 Maí

31.05.2009 23:45

Folaldasprikl og leynigestur:)


Forseti frá Ásgarði á ólöglegum hraða niður túni í kvöld.

Skýring á nafni Forseta:
Forseti: Goð sátta og réttlátra dóma. Forseti er sonur Baldurs og Nönnu. Bústaður hans heitir Glitnir.

Loksins fann ég tíma til að setjast niður í rólegheitum og smella nokkrum myndum af folöldunum í blíðviðrinu í dag.

Þessi tvö elstu eru farin að hlaupa um og leika sér af alvöru og það er sko ekki dregið úr hraðanum það skal ég sko ykkur segja.

Skransar í beygjum líkt og Ferrari.

Skjónu/Glófaxasonur þverbrýtur allar almennar umferðareglur og er einsog hraðskreiður sportbíll þegar að hann tekur sínar rokur um á túninu!

Sú svarta undan Stórstjörnu og Hrók.

Þau yngri eru enn feimin og eyða mestum tíma í að súpa og leggja sig hjá mæðrum sínum lungann úr sólahringnum.

Sá vindótti undan Eðju og Hrók.

Það verður mikið gaman þegar að öll folöldin eru fædd og farin að sprella saman um túnin hér og bakkann í sumar.

Annars er svolítið spennó að ske hér og þori ég varla að blogga um það alveg strax.

Hryssurnar hér á bæ eru að fara að halda framhjá honum Hrók með einum rosalega flottum stóðhesti sem ætlar að eyða sumrinu hjá okkur.

Eigendurnir að þessum flotta og geðgóða stóðhesti kíktu hér við í dag og eftir smá fund og rölt þá var málið handsalað endanlega og bráðum birti ég mynd af kappanum.

Hrókur verður langt fyrir ofan veg með örfáar merar á meðan gestastóðhesturinn athafnar sig niður á bakka með meirihlutann af dömunum.

Ég bara get ekki slegið hendinni á móti geðprúðum 1 verðlauna hesti,skeiðlausum sem hittir beint í mark á mínar hryssur.

Geðslagið í klárnum er afar svipað og í Hrók þannig að ég er á réttri leið miðað við þau ræktunarmarkmið sem ég set mér.

1:Geðgott............geðgott...............og aftur geðgott!
2.Klárhross með góðu tölti (skeið má vera í bakgrunninum:)
3.Lofthá og bollétt með sjálfberandi reisingu.
4.Litir eru líka í hávegum hafðir en mega ekki vera aðalatriðið.

Ég get bætt við ansi miklu í viðbót einsog góðum prúðleika og haldið endalaust áfram.

Þessi hestur er bara búinn að sýna það og sanna fyrir mér að hann er það sem ég er að reyna að ná fram.
Hann er svakalega fjölhæfur og hægt að nota hann í allt einsog Hróksa minn.

Flottur útreiðarhestur,flottur keppnishestur (fyrir ALLA í fjölskyldunni:) og svo sá ég hann á Smalakeppni líka sem mér finnst nú bara frábært og segir mér mikið um geðslagið og taugarnar.

Blogga betur um hann seinna með myndum:)

30.05.2009 02:51

Ungfolar í framboði

Af og til detta inn hjá mér spennandi folar í öllum litum,lögum,stærðum og ættum sem vilja fá að kynnast feitum,stórum,barmmiklum merum í sumar.

Hér er einn virkilega spennandi en  það er hann IS2005181385 Hvessir frá Ásbrú.

Hvessir að hvessa augun á eitthvað spennandi:)

Toppættaður foli með blöbb uppá 127 hvorki meira né minna fyrir þá sem spá í það.
Ættin er ekkert slor það skal ég sko ykkur segja.............:)

Held að flestir þekki bæði föður og móður en það eru þau hjónakornin ( eru reyndar skilin að haga og bás:)
Samba frá Miðsitju og Þóróddur frá Þóroddstöðum.

Hann verður til afnota í sumar í Áskoti Rangárvallarsýslu.

Upplýsingar fáið þið hjá þessum geysihressu drengjum:
892-1606 Vilberg Skúlason
865-6356 Jakob Þórarinsson
Og verið ekki feimin við að spurja þá úr spjörunum um folann fagra.

Annar foli datt hér inn að leita sér að dömum og gistingu í staðinn fyrir sína þjónustu.

Hann er í eigu Páls Imslands sem er mikill litaspekúlant og þá sérstaklega varðandi litförótta litinn sem er í mikilli útrýmingarhættu.

Haddur folald sumarið 2007.

Folinn heitir Haddur og er frá Bár og er dökkhærður með strípur í hárinu og reyndar um allan skrokkinn hluta úr árinu:)

Semsagt brúnlitföróttur og afar faxprúður foli.

Kátur og kraftmikill.

Hér er ættin að honum:

Haddur frá Bár f. 23. 06. 2007 brúnlitföróttur

Faðir: Flygill frá Horni 2003 móálóttur
FF: Aron frá Strandarhöfði 1998 móbrúnn
FFF: Óður frá Brún 1989 bleikálótur
FFM: Yrsa frá Skjálg 1992 rauð
FM: Flauta frá Miðsitju 1995 móálótt
FMF: Spuni frá Miðsitju 1992 móálóttur Ófeigssonur
FMM: Frostrós frá Sólheimum 1982 rauð hrímblesótt
Mó>ir: Aska (001) frá Búðarhóli 1990 móálótt litförótt
MF: Litfari frá Helgadal 1985 rauðlitföróttur
MFF: Þáttur 772 frá Kirkjubæ 1967 rauðblesóttur
MFM: Dögg 4636 frá Blönduósi 1972 brúnskjótt litförótt
MM: Klukka frá Búðarhóli 1984 bleikálótt skjótt
MMF: Ófeigur 882 frá Flugumýri 1974 bleikálóttur
MMM: Hatta frá Vestra-Fíflholti

Haust 2008.

Ég get ekki annað en mælt með þessum fola í ræktun því hann er bæði þroskamikill og laglegur ásamt því að vera undan góðri og taugasterkri hryssu.Sú hryssa bjó yfir góður brokki og tölti ásamt ágætum vilja.

Nú faðirinn er Flygill frá Horni Aronssonur er flestum kunnugur og þarf vart að kynna hann hér nánar.

En fyrir áhugasama þá fór hann í dóm 28 maí 2009, og hlaut þar jafnan og góðan dóm. Í aðaleinkunn hlaut hann 8,25, sem byggist á sköpulagsdómi upp á 8,26 og hæfileikadómi upp á 8,24. Þrjár níur hlaut hann: fyrir tölt, prúðleika og vilja og geðslag. 8,5 hlaut hann svo fyrir hófa, fótagerð, samræmi, fegurð í reið og háls, herðar og bóga.


Litförótt erfist samkvæmt ríkjandi erfðalögmáli sem þýðir að á móti hryssum sem ekki eru litföróttar eru í hverju einstöku tilviki helmings líkur á því að folaldið verð litförótt.
Litförótt erfist óháð grunnlitnum og getur komið fyrir með öllum grunnlitum í íslenska hrossastofninum.
Þannig að þið sem takið Hadd megið eiga von á litföróttum folöldum sem seljast einsog heitar lummur,reyndar voðalega mikið til útlanda en einnig er góður markaður fyrir þau innanlands.

Þeir sem hafa áhuga á að bjóða honum Hadd beit í skiptum fyrir þjónustu hans við hryssur í sumar endilega hafið samband við hann Pál vin minn í netfangið pimsland@islandia.is

Þið komið ekki að tómum kofanum hjá honum varðandi liti og annað skemmtilegt því tengdu:)
Hér er Flickrið hennar Freyju Imsland og þar eru fullt af skemmtilegum og flottum myndum af folanum og einnig af móður hans.


Minn eiginn stóðhestur Hrókur frá Gíslabæ verður til afnota í hér í Ásgarðinum og eru 3 laus pláss undir hann í sumar.

Hann fer í sínar hryssur þann 8 Júní og það er ekkert mál að bæta við í hólfið hans því hann tekur því afskaplega vel að fá nýjar kærustur til sín svona aukalega eftir að hann er kominn í stóðið sitt.
Hann er með afbrigðum taugasterkur og geðprúður klárhestur með tölti.
Líkelga er nú eitthvað skeið einhverstaðar undir niðri því hann gefur yfirleitt fimmgangsafkvæmi með fimmta gírnum svona bakatil ef einhver hefði áhuga á að nota hann.
Flest afkæmi hans sýna tölt og skeið til að byrja með en færa sig svo yfir í svífandi brokk með miklum fótaburði og mikilli yfirferð.

En töltið í afkvæmunum ef laflaust og gott að sækja það og viljinn er stígandi og oft bara einsog hver knapi kýs.

Frekari upplýsingar um Hrók í netfanginu ransy66@gmail.com

28.05.2009 03:18

Eðja köstuðEðja frá Hrísum kastaði um 14:00 í dag og fékk ég vindóttan strák svaklega flottan.
Ég þori ekkert að segja um hvort hann er litföróttur því það er ill sjánlegt á þessum lit svona snemma.
Samt sá ég grá hár þegar að ég renndi puttunum í gegnum feldin en það getur nú bara verið þessi venjulegi vindótti litur undir folaldahárunum.
Eðja var alveg búin eftir þessa köstun og var ég nokkuð stressuð í dag/kvöld útaf henni.

Þreytt mæðgin að leggja sig.

Hún var af og til að leggjast niður og þá lagðist hún alveg flöt einsog dauð væri.
Átlyst er samt í góðu lagi en einhver ónot eru í henni og sýnir hún það glöggt með því að narta af og til í kviðinn aftarlega og sparka pirruð niður með framfót.
Hún losaði sig við hildirnar á eðlilegum tíma þannig að þær eru frá.
Ég kom henni úr hólfinu þarsem hún kastaði og í skjól við hesthúsið sem er opið fyrir þær sem vilja.
En það er nú svo skrítið með hross sem hafa aðgang að opnu húsi að þau fara frekar undir húsvegginn heldur  en inní húsin.
Þau hljóta að vita hvað þeim er fyrir bestu.

Þá eru bara 3 hryssur ókastaðar og eru það Litla-Löpp,Mön og Sokkadís sem verður síðust af þeim enda fékk hún ekki stóðhest fyrren í Júlí.

Smá viðbót.
Ég vakti til 04:00 í nótt til að fylgjast með henni Eðju minni og er hún búin að jafna sig og komin á kroppið í dag með vinkonum sínum.
Mér er mikið létt enda ekki gott að missa hryssu frá svona nýköstuðu folaldi.

25.05.2009 11:51

Stórstjarna köstuð


Stórstjarna Brúnblesadóttir kastaði um kvöldmatarleytið svartstjörnóttu merfolaldi undan Hrók.

Hún var búin vera hálflystalaus seinni partinn og hélt sig ekki að heyinu og stóð utan við og bjóst ég nú við að fá folald í nótt en ekki strax í kvöld.
Sú stutta er nú ekkert voðalega stutt því lappirnar ná alveg frá búk og niður í jörð.................:):):)

Önnur að kara en hin leitar að fyrsta sopanum.

Smá grín en hún er voðalega lappalöng og falleg þrátt fyrir að vera enn ekki búin að rétta almennilega úr sér.

Hin tvö sem komu í heiminn í gær eru sko farin að hlaupa í kringum mæður sínar og sýna bara takta þrátt fyrir að radíusinn sé nú ekki stór sem þau fara.

Smá viðbót!

Hún Freyja okkar Imsland hér á blogginu mínu hitti naglann beint á höfuðið.
Hryssan litla sem fæddist í gær er alveg bleksvört!

Ég var að vonast til að hún yrði alveg svört þegar að hún þornaði því hún var svo rosalega svört svona blaut og nýfædd og það hélt!

Ég þorði nú ekki að fullyrða á blogginu að hún væri svört fyrren hún myndi þorna og ég hef aldrei áður séð svona rosalega svart folald áður.
Nú er ég barasta himinlifandi með þetta merfolald sem er líka með fallega litla stjörnu í enninu:)

24.05.2009 11:26

Hylling og Pamela kastaðar

Það var aldeilis að Hróksafkvæmin litu dagsins ljós í dag.

Eitthvað hefur verið gamanið hjá klárnum í fyrra að setja í dömurnar því 3 stykki fæddust í dag.

1 Hestfolald í Helgadal Innilega til hamingju með strákinn Helga mín.
Vona að allt lukkist eftir mikið drama á þínum bæ.

Hér í Ásgarðinum kastaði svo hún Hylling Brúnblesadóttir hans Hebba jörpu merfolaldi undan Hrók.

Ulla nú bara frammí papprassann með cameruna:)

Kallinn kominn þá með 2 merfolöld.

Pamela Náttarsdóttir kastaði svo undir hádegi jörpu hestfolaldi undan Hrók.

Gott að lúlla í heyinu:)

Þá er ég komin með 2 hestfolöld.

En ekki er enn öll nótt úti því helstu litamerarnar eru eftir til að bæta við litaflóruna og nú er að krossa putta og óska eftir merfolöldum í litum takk fyrir!

Af eldri folöldunum tveimur er allt gott að frétta.Þau blása út og eru farin að leika sér heilmikið og farin að þora að fara svolítið frá mæðrum sínum.

Skjónu/Glófaxasonur.

Sá jarpskjótti er einsog lítill snaggaralegur sportbíll.
Leggur af stað á dillandi tölti,eykur ferðina og sest svo á rassgatið á svaka spýtti,gerir sig mikinn að framann og flýgur inní skeiðið!

Ég er af og til (reyndar soldið oft:) beðin um að auglýsa hitt og þetta hér inná blogginu mínu.

Nú ætla ég að skella inn auglýsingu fyrir vin minn sem er sjómaður af lífs og sálarkröftum en hann er að selja fisk nánast beint uppúr bátnum ef svo má að orði komast.

Heill Þorskur 200 kr.kg
Þorskflök 500 kr.kg
Saltfiskur 800 kr.kg
Saltaðir hausar 400 kr.kg

Ég hef fengið fisk hjá þessum vini mínum og er hann hrein snilld:)
Hér er nafn og sími hjá manninum sem býr í Hafnarfirði og verið ekki feimin við að hringja í hann:
Kjartan 565-5552
Gsm 8947016

Nú svo er ég komin í rosalegt dótakast fyrir heyskapinn og bráðvantar okkur Krone rúlluvél fyrir sumarið eða hið snarasta því Ég er afar óþolimóð þegar að ég er komin í þennan ham!

Ég er einsog kelling í kjólabúð að skoða um allt og er með augastað á einni notaðri og líklega nokkuð góðri vél en það væri ekki verra að skoða aðeins meira en þessa einu vél.

Endilega sendið mér línu
ransy66@gmail.com eða hringið í kallinn minn í síma 896-4763 ef þið lumið á Krone 130 notaðri sem þið viljið selja gegn auðvitað staðgreiðslu.

18.05.2009 17:39

Skjóna köstuð 17 Maí,kindur bornar og gotsprenging hjá kanínum


Skjóna að soga í sig "barnailminn" emoticon  .

Loksins kastaði hún Skjóna mín og kom hún með jarpskjótt hestfolald einsog hún gerði líka í fyrra.

Ég sem ætlaði að fá hryssu undan honum Glófaxa.

Önnur hryssa sem var hér í fyrravor með Glófaxa kastaði svo í dag 18 Maí leirljósri hryssu.

Innilega til hamingju með hana Kolku Glófaxa/Herudóttur Magga mín emoticon .

Glófaxi getur ekki neitað því að eiga þetta folald!
Alveg einsog pabbi bæði að lit og lögun emoticon .

Hér er flikrið http://www.flickr.com/photos/magga64 hennar Möggu fyrir þá sem vilja sjá fleiri myndir af henni Kolku frá Katanesi.

En þetta er bara alltílagi með hestfolaldið hennar Skjónu því allt gekk þetta vel og folaldið heilbrigt.Það er fyrir mestu.

Myndarinnar gripur með langar lappir en ég ætla ekki að birta mynd af honum á fótunum sínum fyrren "hófkransinn" er dottin undan hófunum hans.
Hann er nefnilega einsog ho......i  á háhæla skóm hehehehehe........emoticon

Í dag voru kransarnir ekki enn dottnir af en þeir detta nú yfirleitt fljótlega af folöldunum.

Í fyrra þegar að ég birti mynd af svona hófkrans þá vorum við búin hér á blogginu að finna út flott íslenskt nafn á þetta fyrirbæri sem ver fæðingaveg hryssunnar á meðan að framfætur folaldsins er á leið út.

Ef ég man rétt þá var hún Freyja Imsland komin með rosalega íslenskt og gott nafn á fyrirbærið.

Hvað var það aftur Freyja???emoticon

Nú ef einhver sem les bloggið veit hvað þetta kallast þá endilega commenta hér undir og það þarf ekkert að vera nafn með,bara nafnlaust ef þið eruð voðalega feimin:)
Allar upplýsingar eru vel þegnar og þeim mun íslenskara þeim mun betra.

Karen kind er borin og við hjónin klúðruðum þessu algjörlega fyrir henni og bæði lömbin (hrútlömb)drápust.

Aðgæsluleysi að okkar hálfu og þetta er nokkuð til að læra af en næsta vor verður sett upp Vef camera yfir burðarstíunum þannig að hægt verður að fylgjast með þeim heima beint úr tölvunni.

Nágranni okkar greip þessa hugmynd hjá mér um daginn og framkvæmdi!
Alveg snilld að geta séð kindurnar í burðarstíunum án þess að vera á svæðinu hangandi sólahringunum saman og stunda fulla vinnu með eins og hann/þau gera.

Stolt móðir með gimbrarnar sínar.

Nú Forysta var að bera í fyrsta sinn og kom hún með tvær fínar og nettar gimbrar.
Rosalega dugleg og mikil mamma hún Forysta.

Við erum nokkuð sátt með útkomuna,10 kindur báru 19 lömbum (1 einlemba og rest tvílembur) en við misstum 3 lömb og það voru allt hrútar.

En skiptingin á kynjunum er 5 hrútar á móti 14 gimbrum.
Það verður hægt að setja eitthvað á af gimbrum í haust.

Loop læða að reyta sig.

Kanínurnar eru að gjóta á fullu og brjálað að gera hjá þeim að útbúa flott hreiður úr fiðu sem þær reyta af sér í gotkassana.

Ungar sjást ógreinilega í vinstra horninu.

Ég taldi að gamni hjá fyrstu læðunni og er hún með 8 unga got sem er kannski heldur mikið.

Fæðingargangurinn fullur af gotkössum alls 25 stykki.

Ég er sátt með 5-7 unga í goti en þá mjólka þær vel í skarann.
Allt fyrir ofan 7 er fullmikið fyrir eina læðu.

Það er í lagi en ungarnir verða aldrei eins stórir og í minni gotunum.

Læða nr.3101 frá Merete á Hrauni á Skaga gotin stóru goti vænti ég.
Snilldarlæða,geðgóð,frjósöm og frábært dýr í allri meðhöndlun.

Farin út í góða veðrið að slá blettinn og undibúa grillmatinn fyrir kvöldið.

Folaldalærisneiðar á grillið því ekkert fær maður hollara og betra og ekki verra af heimaræktuðu.

Ég veit að þið trúið því ekki hvað þetta kjöt er meyrt og gott.Ég fitusnyrti það og skelli því í mareneringu (BBQ Oil Original fæst í öllum búðum) í nokkrar klukkutíma inní ískáp.

Þetta er alveg magnað og með því ferskt salat og grillkartöflur með hvítlaukssmjöri.

Má ekki gleyma heldur hvað það er brjálæðislega gott að setja heilan hvítlauk í álpappír og grilla!

Svo bara að kreista hvítlaukinn úr hýðinu og borða.
Hann fær svona einskonar sætakeim við grillunina og heill hvítlaukur passar á mann emoticon .
Allir út að grilla og nota góða veðrið!

16.05.2009 00:20

Endalaus bið..........Íslensk hryssa í útlandinu að kasta.

Hér er endalaus bið eftir síðustu lömbunum úr tveimur kindum,folöldum úr 8 hryssum,kanínuungum úr 25 læðum og Fashanaungum úr eggjum ásamt hænuungum.
Það verður engin smá sprengin þegar að loksins eitthvað skeður!
Eins gott að verða bara ekki fyrir látunum hehehehehe..........

Loksins lyngdi og gerði þessa líka flottu veðurblíðu með sól og hita.
Allar kindur og lömbin þeirra eru komin út nema þessar tvær "druslur" sem gengu upp.
Usssssssss..............þetta var ljótt af mér að segja!

Gibburnar eru mitt sparifé og engin kemur og verðfellir það með einu pennastriki og hana nú!
Íslenska sauðkindin er það sem virkar í dag á mínum bæ,skila kjöti í kistuna og eru hið besta eróbik fyrir mig en ég ætlaði nú aðeins að monta mig smá.

Munið að ég sagðist ætla að strengja áramótaheit!

Stefna að borða hollari mat og verða bæði heilbrigðari og léttari emoticon
Það eru farin 8 kíló síðan um áramót!

Jessssssss................Ekkert smá ánægð kjellan emoticon
Nú er bara að halda áfram og mjakast þetta hægt en örugglega.
Aðalatriðið hjá mér virðist vera að borða fyrr á daginn,minna í einu og oftar.
Ekki fara út með tóman maga og borða svo bara á kvöldin.
En það er stundum kvöl og pína að koma mat ofaní sig fyrripart dags.
En allt mjakast þetta nú hjá mér.

12.05.2009 11:30

Kanínur að fara að gjóta og bið....

Nú er að koma yfir mann smá Evróvísjón stemning og er það eingöngu Norska laginu að þakka að ég legg við eyrun í ár.
Auðvitað er okkar lag líka mjög gott en Norge toppar það gjörsamlega emoticon
Það er eitthvað að ef að Noregur vinnur ekki!

 Frábært lag sem ég er komin með á heilann emoticonHann er nú líka soldið krúttlegur söngvarinn emoticon

Ég er á kafi í kanínunum þessa dagana.
Er eiginlega með allt niður um mig í kanínusalnum.Er á síðustu stundu að þrífa gotkassa og flokka læður inná fæðingarganginn og lauk ég loksins í kvöld að ná síðustu læðunum frá högnunum og setja í búrin sín.
Það er ekki sniðugt að skilja þær eftir svona lengi hjá högnunum sem eru margir hverjir sífellt að suða um meira...........þið skiljið.

Holdalæðurnar munu líklega slá öll met í ungafjölda í ár því þær eru gríðarlega hlussur og stappfullar af ungum.

Castor Rexinn er líklega ekki alveg að gera eins gott en mig grunar að eitthvað af læðunum séu geldar og þá sérstaklega þessar yngri.

Ég get skrifað það á mig því að Castorinn er aktívari en Loopinn og ef kallarnir eru sísuðandi um meira þá geta þær misst fóstrin og geldast vegna óláta í högnunum.
Eða það er mín reynsla.

En sjáum til hvað skeður 14 Maí en þá eiga allra fyrstu læðurnar að fara að gjóta.
Ég paraði 25 læður og er hálfnuð með að setja upp gotkassana,klára þetta vonandi á morgun.

Eitthvað er eftir af læðum til að para en ég hef bara lítinn tíma til að sinna þeim alveg á næstu dögum.

Er að bíða eftir að síðustu 2 kindurnar beri og svo eru folöldin að fara að hrynja útúr merunum.

Komin 3 Hróksbörn í heiminn,1 hér á bæ og 2 undan gestahryssum sem hér voru í fyrra.
Snöggur að þessu strákurinn og ekkert að bíða með að fylja dömurnar.
Á morgun hlýtur hún Skjóna mín að vera köstuð eða það ætla ég að vona.

Viðbót:
Skjónan mín lætur enn bíða eftir sér,kannski er hún að bíða eftir að veðrinu sloti svo folaldið fái nú gott veður fyrstu dagana sín.
Hér er linkur inná síðuna hennar Helgu í Helgdal.
Helgadalshestar
Hún er að auglýsa tvo spennandi stóðhesta á húsmáli fyrir þá sem eru að leita.
Um að gera að skoða vel og vandlega hvað passar fyrir hverja hryssu og svo er bara að krossa putta og bíða spenntur emoticon .

10.05.2009 17:39

Freisting köstuð


Flott stjarna á manni:)
Freisting kastaði eldsnemma í morgun eða rétt fyrir 5:00.
Hún var svo elskuleg að koma með hryssu,brúnstjörnótta að lit undan honum Hróki okkar.
Líklega verður sú stutta svört þegar að frammí sækir ef hún er eins og hin 3 afkvæmi hennar Freistingar.

Pamela Náttarsdóttir var alveg til í að fá eitt svona líka:)

Næst hlýtur hún Skjóna mín að koma með folald enda er í dag nákvæmlega 1 ár síðan hún kastaði honum Sváfnir.
Það verður fyrsta folaldið hans Glófaxa vinar míns Parkersonar.
Vona svo heitt og innilega að ég fái hryssu unda þeim:)

06.05.2009 21:14

Kátar kindur með lömbum


Hauskúpa að fela sig:)

Sauðburði er lokið í bili en tvær hafa gengið upp þær Karen kind og Forysta.
Ég bíð bara róleg eftir þeim.

Brynja og Hermína með öll börnin sín.

Ég er farin að hafa kindurnar  lengur og lengur úti á beit enda veðrið frábært til útiveru.

Munaðarleysingjarnir hennar Tótu í loftfimleikum.

Lömbin þykjast vera farin að kroppa á milli þess sem þau fara í loftköstum í leik.
Tótulömb dafna vel í umsjá hennar Hermínu sem veit nú svosem af því að hún á þau ekki en hún leyfir þeim að súpa og sofa hjá sér.
Súpermamma hún Hermína emoticon .

04.05.2009 22:52

Gamla Hrauna og Brynja Beauty bornar

Þegar að kallinn mætti á morgunvaktina í fjárhúsið þá var hún Brynja Beauty búin að bera tveimur fallegum gimbrum alveg ein og óstudd.

Brynjan stolt með gimbrarnar sínar.

Þetta eru fyrstu lömbin hennar og hún ætlar að vera einsog mamma sín hún Karen kind og gera þetta bara sjálf án afskipta frá okkur mannfólkinu.

Gamla Hrauna gat nú ekki minni verið og bætti við öðrum tveimur gimbrum eftir hádegið þannig að samanlagt erum við komin með 11 gimbrar og 4 hrúta úr 8 kindum.

Gamla Hrauna nýborin.

Enn eitt árið fæðast hér á bæ næstum ekkert nema kvenkyns og þykir okkur það bara hið besta mál.

En þeir missa sem eiga sagði einhver eitt sinn og við misstum eina kind frá tveimur lömbum.
Ekki var ætlunin að vera með heimalninga þetta árið þannig að þessum tveimur greyjum var stungið ofaní stíuna hjá Hermínu sem var bara með eitt lamb því fyrra lambið hennar fæddist dautt.

Hermína með öll börnin sín.

Ég ætlaði að hinkra með þau þarna hjá henni og vita hvort einhver yrði einlemb en það tók hana Hermínu ekki nemar sólarhringinn að taka að sér þessi tvö móðurlausu þannig að hún er með þrjú lömb!

En ef ég kem því við þá ætla ég að vita hvort önnur þessara tveggja sem enn eiga eftir að bera eru með einu og venja þá undir aðra hvora.
Nú er bara að bíða og sjá hvað þær gera Karen kind og Forysta.

Vonandi koma einhverjir litir og það yrði frá mæðrunum komið en ég er farin að halda að það sé bara ein litatúpa í Kát Flankasyni!
 Kátur á bak við rimlana og neitar að borga meðlag með öllum þessum börnum emoticon !
Allt hvítt og sum lömbin eru einsog albinóar þau eru svo hvít.

En hvernig er það með veðrið,á ekki að fara að stytta upp og lægja?

04.05.2009 00:55

Beðið og beðið eftir rest af lömbum


Lambakrútt.

Hér er bara beðið og beðið eftir síðustu 4 kindunum sem hafa mikið gaman af allri athyglinni sem þær fá.
Allir fengu að fara smástund útí dag en þá fór að rigna einsog hellt væri úr fötu!!

Hundblaut folöld í dag.

Allir inn aftur og svo var bara gefið og beðið og beðið eftir fleiri lömbum.
Þær hafa verið svo yndislegar við mig gibburnar sem búnar eru að bera að gera það seinnipart dags en þá er ég orðin liðugri í skrokknum af gigtinni.
Ég er alveg hrikaleg fyrri partinn og kemst ekki almennilega útúr húsi og ef ég þarf að æða út með látum þá getur það endað með því að ég hryn gjörsamlega saman og get mig ekki hreyft.
Helv................mjaðmargrindin lætur einsog hún sé að jagast í sundur og það er sko sárt.
Allt leiðir þetta niður í rófubein og rassbein og stundum missi ég undan mér löppina ef mikið gengur á.

En í allri óheppninni með gigtarverki fyrri part dags þá er kallinn einsog einsog belja að vori og hleypur um allt eða þartil ég skríð í vinnugallann og kemst út.

Þá hrynur hann niður og fer að væla.
Hann er ekki að virka seinnipartinn.

Rosaleg hentugt í sauðburðinum því hann er með morgunvaktina og fyrri part dags en ég seinnipartinn,kvöld og frammá nótt ef eitthvað er að ske.

Nú ætla ég að sjá hve klár þið eruð!

Hvað er þetta á myndinni!

Ég sá þetta á rölti mínu í dag og náði svona dropamómenti emoticon .
Dýralæknar mega EKKI svara því þeir vita strax hvað þetta er hehehehehe...............emoticon
Taki það til sín sem eiga emoticon .
 

Hér er öll kúpan af hrossinu.

03.05.2009 00:37

Ofurkindur á Hrauni:)

Vinkona mín á Hrauni í Grindavík er að slá öll frjósemismet í fjárhúsinu sínu enda vel haldið á spöðunum á þeim bæ hvað varðar fóðrun og aðbúnað að kindunum.
Í gær fékk hún 10 lömb úr þremum ám og gerist það vart betra.
Til hamingju með glæsilegann árangur Valgerður og Hörður á Hrauni!
http://hrauni.123.is/
Ég er að rifna úr stolti fyrir hennar hönd emoticon !
Flestar mínar kindur eru líka frá Hrauni emoticon mont mont.

Hörður með glænýja fjórbura á Hrauni.
Mynd fengin að láni hjá http://vf.is/

Hjá okkur hér í Ásgarðinum er allt með kyrrum kjörum og láta þessar 4 kindur sem eftir eru að bera bíða eftir lömbunum úr sér.

Ég fékk fyrirspurn á gestasíðunni minni frá henni Stínu í Kópavoginu  og ætla ég að svara henni hér.
Hún er að spyrja um gömlu aðferðina til að vita hvort hryssa sé fylfull.

Sko þessa ævagömlu emoticon .

Ég lærði þessa aðferð fyrir nokkrum árum og hef ég notað hana af og til og hingað til hefur hún ekki brugðist.

Eitt sinn prófaði ég hana á tveimur hryssum sem var verið að fella að hausti og áttu báðar að vera geldar en önnur sem var vandamálahryssa hvað varðaði að fyljast og hafði verið hjá tveimur stóðhestum þetta sumar og haust reyndist samkvæmt gömlu aðferðinni vera fylfull.

Ég ákvað að vera ekkert að láta kallana sem hingað komu í verkið vera að hlægja að mér og mínum gömlu fræðum og þagði.

Það er skemmst frá því að segja að sú hryssa var með lítið folald inní sér þegar að gert var að henni.
Frekar leiðinlegt og síðan þetta skeði hef ég trúað á þessa aðferð.

Ég kalla þetta "tæki" stundum í grínu sónartækið mitt.Það tekur ekki mikið pláss og er til í hverju hesthúsi.
Það þarf ekki rafmagn en það getur verið betra að loka hurðum og gluggum svo það virki af alvöru.
Eina sem þú þarft er eitt frekar langt taglhár og hóffjöður.

Bittu hóffjöðrina við taglhárið og staðsettu svo hóffjöðrina beint upp af straumfjöðrinni (sem liggur uppaf náranum) á merinni og uppá mitt bakið.
Láttu hóffjöðrina vera cirka 2-3 cm beint fyrir ofan hryssuna og haltu hendinni stöðugri.Mjög stöðugri!

Ef hryssan er fylfull þá líður ekki á löngu þartil fjöðurin fer að snúast í hringi og það stundum í mjög stóra og ákveðna hringi!
Ef hún er kyrr þá er hryssan ekki fylfull.
Stundum hefur það komið fyrir að hún fer að sveiflast fram og til baka.
Ekki spyrja mig afhverju?

Ég hef sett hóffjöðrina margoft fyrir ofan bakið (aftarlega) á geldinum  og hún haggast ALDREI!

Svo er fólk að borga offjár fyrir sónaskoðun emoticon !
Segi nú bara svona:)

Knús til ykkar allra þarna úti emoticon .

02.05.2009 00:18

Föken Stygg borin og Gamla Blesa 01/5

Fröken Stygg Nr.12 bar í dag á harðahlaupum um stíuna með mig á hælum sér!

Ekki datt mér í hug að hún myndi rísa á fætur með hálft lambið útúr sér en mér datt svona í hug að hjálpa því restina.

Ég náði þó að stoppa hana af og draga lambið út og snýta því duglega.

Þetta var svakalega fín gimbur og ekki leið á löngu þartil önnur birtist og datt harkalega útúr mömmu sinni sem stóð á meðan og lenti það á höfðinu og  höfuðið lenti snúið undir búknum.

Ég reif pokann utan af henni og snýtti nebbanum og brátt fór hún að anda og sýna lífsmark.
Svakalega jafnar og fallegar gimbrar.

Gamla mín 26 var sko ekkert að flýta sér að þessu og var hin rólegasta alveg endlaust með risapoka aftan í sér í kvöld.

Mig grunar að hún hafi viljað hafa "heimsendingarþjónustu" á lömbunum sínum enda endaði það þannig að ég sótti þau fyrir hana.
Fyrra lambið var myndarinnar hrútur og það síðara nett og falleg gimbur.

26 er alveg rosaleg mamma og mátti sko ekki af lömbunum sínum líta:)Einstök kind hún 26 stundum kölluð Gamla Blesa.

Ég veit að ég lofaði ykkur því að það myndi eitthvað rosalegt ske í dag og það skeði!

Bara ekki hér í Ásgarðinum.

Blogga því um leið og get........forvitin ekki satt emoticon .

Þangað til verðið þið að ríghalda ykkur áfram í músina og naga blýanta/neglur elskurnar mínar emoticon .

Farin í karið og beint uppí rúm.Þreytt eftir daginn enda mikið verið að vesenast hér á bæ í kringum allar skepnurnar.

01.05.2009 02:32

Dóra borin 30/4


Stolt Dóran með stelpurnar sínar.

Dóra bar í dag tveimur vænum gimbrum.Ekki málið hjá henni Dóru,gerði þetta allt sjálf á meðan ég var að stússast í fjáhúsinu.
Ég er ekki frá því að þessar gimbrar séu svolítið ásetninglegar,stórar og kraftmiklar stelpur sem voru farnar að hoppa enn blautar og nýkomnar í heiminn!

Ásetningur án vafa emoticon .

Þá eru ekki nema 6 óbornar af þessum 10.
Nú auðvitað hegðar maður sér einsog um stórbúskap sé að ræða og lifir sig inní hver augnablik þessa dagana í fjárhúsinu.
Það kemst ekkert annað að en kindur og aftur kindur.

Hestar...............? Er það eitthvað álegg ofaná brauð???
Man ekki að hafa heyrst né séð svoleiðis skepnu hehehehe........emoticon

Þartil næst elskurnar mínar,haldið ykkur fast í músina og dettið varlega af stólnum í næsta bloggi.

Ég finn alveg á mér að það verður eitthvað rosalegt!
Hmmmmmmmmm............................Held það sé kominn næturgalsi í mig emoticon
Góða nótt!

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 112
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213900
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 03:27:34