Heimasíða Ásgarðs |
||
Færslur: 2009 Maí31.05.2009 23:45Folaldasprikl og leynigestur:)
Þessi tvö elstu eru farin að hlaupa um og leika sér af alvöru og það er sko ekki dregið úr hraðanum það skal ég sko ykkur segja. Skjónu/Glófaxasonur þverbrýtur allar almennar umferðareglur og er einsog hraðskreiður sportbíll þegar að hann tekur sínar rokur um á túninu! Þau yngri eru enn feimin og eyða mestum tíma í að súpa og leggja sig hjá mæðrum sínum lungann úr sólahringnum. Það verður mikið gaman þegar að öll folöldin eru fædd og farin að sprella saman um túnin hér og bakkann í sumar. Annars er svolítið spennó að ske hér og þori ég varla að blogga um það alveg strax. Hryssurnar hér á bæ eru að fara að halda framhjá honum Hrók með einum rosalega flottum stóðhesti sem ætlar að eyða sumrinu hjá okkur. Eigendurnir að þessum flotta og geðgóða stóðhesti kíktu hér við í dag og eftir smá fund og rölt þá var málið handsalað endanlega og bráðum birti ég mynd af kappanum. Hrókur verður langt fyrir ofan veg með örfáar merar á meðan gestastóðhesturinn athafnar sig niður á bakka með meirihlutann af dömunum. Ég bara get ekki slegið hendinni á móti geðprúðum 1 verðlauna hesti,skeiðlausum sem hittir beint í mark á mínar hryssur. 1:Geðgott............geðgott...............og aftur geðgott! Ég get bætt við ansi miklu í viðbót einsog góðum prúðleika og haldið endalaust áfram. Flottur útreiðarhestur,flottur keppnishestur (fyrir ALLA í fjölskyldunni:) og svo sá ég hann á Smalakeppni líka sem mér finnst nú bara frábært og segir mér mikið um geðslagið og taugarnar. Blogga betur um hann seinna með myndum:) Skrifað af Ransý 30.05.2009 02:51Ungfolar í framboðiAf og til detta inn hjá mér spennandi folar í öllum litum,lögum,stærðum og ættum sem vilja fá að kynnast feitum,stórum,barmmiklum merum í sumar. Hér er einn virkilega spennandi en það er hann IS2005181385 Hvessir frá Ásbrú. Toppættaður foli með blöbb uppá 127 hvorki meira né minna fyrir þá sem spá í það. Held að flestir þekki bæði föður og móður en það eru þau hjónakornin ( eru reyndar skilin að haga og bás:) Hann verður til afnota í sumar í Áskoti Rangárvallarsýslu. Upplýsingar fáið þið hjá þessum geysihressu drengjum: Annar foli datt hér inn að leita sér að dömum og gistingu í staðinn fyrir sína þjónustu. Hann er í eigu Páls Imslands sem er mikill litaspekúlant og þá sérstaklega varðandi litförótta litinn sem er í mikilli útrýmingarhættu. Folinn heitir Haddur og er frá Bár og er dökkhærður með strípur í hárinu og reyndar um allan skrokkinn hluta úr árinu:) Semsagt brúnlitföróttur og afar faxprúður foli. Hér er ættin að honum: Haddur frá Bár f. 23. 06. 2007 brúnlitföróttur Faðir: Flygill frá Horni 2003 móálóttur Ég get ekki annað en mælt með þessum fola í ræktun því hann er bæði þroskamikill og laglegur ásamt því að vera undan góðri og taugasterkri hryssu.Sú hryssa bjó yfir góður brokki og tölti ásamt ágætum vilja. Nú faðirinn er Flygill frá Horni Aronssonur er flestum kunnugur og þarf vart að kynna hann hér nánar. En fyrir áhugasama þá fór hann í dóm 28 maí 2009, og hlaut þar jafnan og góðan dóm. Í aðaleinkunn hlaut hann 8,25, sem byggist á sköpulagsdómi upp á 8,26 og hæfileikadómi upp á 8,24. Þrjár níur hlaut hann: fyrir tölt, prúðleika og vilja og geðslag. 8,5 hlaut hann svo fyrir hófa, fótagerð, samræmi, fegurð í reið og háls, herðar og bóga.
Þeir sem hafa áhuga á að bjóða honum Hadd beit í skiptum fyrir þjónustu hans við hryssur í sumar endilega hafið samband við hann Pál vin minn í netfangið pimsland@islandia.is Þið komið ekki að tómum kofanum hjá honum varðandi liti og annað skemmtilegt því tengdu:) Skrifað af Ransý 28.05.2009 03:18Eðja köstuð
Þá eru bara 3 hryssur ókastaðar og eru það Litla-Löpp,Mön og Sokkadís sem verður síðust af þeim enda fékk hún ekki stóðhest fyrren í Júlí. Skrifað af Ransý 25.05.2009 11:51Stórstjarna köstuð
Hin tvö sem komu í heiminn í gær eru sko farin að hlaupa í kringum mæður sínar og sýna bara takta þrátt fyrir að radíusinn sé nú ekki stór sem þau fara. Smá viðbót! Hún Freyja okkar Imsland hér á blogginu mínu hitti naglann beint á höfuðið. Ég þorði nú ekki að fullyrða á blogginu að hún væri svört fyrren hún myndi þorna og ég hef aldrei áður séð svona rosalega svart folald áður. Skrifað af Ransý 24.05.2009 11:26Hylling og Pamela kastaðarÞað var aldeilis að Hróksafkvæmin litu dagsins ljós í dag. Eitthvað hefur verið gamanið hjá klárnum í fyrra að setja í dömurnar því 3 stykki fæddust í dag. 1 Hestfolald í Helgadal Innilega til hamingju með strákinn Helga mín. Hér í Ásgarðinum kastaði svo hún Hylling Brúnblesadóttir hans Hebba jörpu merfolaldi undan Hrók. Pamela Náttarsdóttir kastaði svo undir hádegi jörpu hestfolaldi undan Hrók. En ekki er enn öll nótt úti því helstu litamerarnar eru eftir til að bæta við litaflóruna og nú er að krossa putta og óska eftir merfolöldum í litum takk fyrir! Af eldri folöldunum tveimur er allt gott að frétta.Þau blása út og eru farin að leika sér heilmikið og farin að þora að fara svolítið frá mæðrum sínum. Nú ætla ég að skella inn auglýsingu fyrir vin minn sem er sjómaður af lífs og sálarkröftum en hann er að selja fisk nánast beint uppúr bátnum ef svo má að orði komast. Heill Þorskur 200 kr.kg Ég hef fengið fisk hjá þessum vini mínum og er hann hrein snilld:) Nú svo er ég komin í rosalegt dótakast fyrir heyskapinn og bráðvantar okkur Krone rúlluvél fyrir sumarið eða hið snarasta því Ég er afar óþolimóð þegar að ég er komin í þennan ham! Ég er einsog kelling í kjólabúð að skoða um allt og er með augastað á einni notaðri og líklega nokkuð góðri vél en það væri ekki verra að skoða aðeins meira en þessa einu vél. Skrifað af Ransý 18.05.2009 17:39Skjóna köstuð 17 Maí,kindur bornar og gotsprenging hjá kanínum
Ég sem ætlaði að fá hryssu undan honum Glófaxa. Myndarinnar gripur með langar lappir en ég ætla ekki að birta mynd af honum á fótunum sínum fyrren "hófkransinn" er dottin undan hófunum hans. Í dag voru kransarnir ekki enn dottnir af en þeir detta nú yfirleitt fljótlega af folöldunum. Í fyrra þegar að ég birti mynd af svona hófkrans þá vorum við búin hér á blogginu að finna út flott íslenskt nafn á þetta fyrirbæri sem ver fæðingaveg hryssunnar á meðan að framfætur folaldsins er á leið út. Ef ég man rétt þá var hún Freyja Imsland komin með rosalega íslenskt og gott nafn á fyrirbærið. Hvað var það aftur Freyja??? Nú ef einhver sem les bloggið veit hvað þetta kallast þá endilega commenta hér undir og það þarf ekkert að vera nafn með,bara nafnlaust ef þið eruð voðalega feimin:) Karen kind er borin og við hjónin klúðruðum þessu algjörlega fyrir henni og bæði lömbin (hrútlömb)drápust. Aðgæsluleysi að okkar hálfu og þetta er nokkuð til að læra af en næsta vor verður sett upp Vef camera yfir burðarstíunum þannig að hægt verður að fylgjast með þeim heima beint úr tölvunni. Nágranni okkar greip þessa hugmynd hjá mér um daginn og framkvæmdi! Nú Forysta var að bera í fyrsta sinn og kom hún með tvær fínar og nettar gimbrar. Við erum nokkuð sátt með útkomuna,10 kindur báru 19 lömbum (1 einlemba og rest tvílembur) en við misstum 3 lömb og það voru allt hrútar. En skiptingin á kynjunum er 5 hrútar á móti 14 gimbrum. Kanínurnar eru að gjóta á fullu og brjálað að gera hjá þeim að útbúa flott hreiður úr fiðu sem þær reyta af sér í gotkassana. Ég taldi að gamni hjá fyrstu læðunni og er hún með 8 unga got sem er kannski heldur mikið. Ég er sátt með 5-7 unga í goti en þá mjólka þær vel í skarann. Það er í lagi en ungarnir verða aldrei eins stórir og í minni gotunum. Farin út í góða veðrið að slá blettinn og undibúa grillmatinn fyrir kvöldið. Folaldalærisneiðar á grillið því ekkert fær maður hollara og betra og ekki verra af heimaræktuðu. Ég veit að þið trúið því ekki hvað þetta kjöt er meyrt og gott.Ég fitusnyrti það og skelli því í mareneringu (BBQ Oil Original fæst í öllum búðum) í nokkrar klukkutíma inní ískáp. Þetta er alveg magnað og með því ferskt salat og grillkartöflur með hvítlaukssmjöri. Má ekki gleyma heldur hvað það er brjálæðislega gott að setja heilan hvítlauk í álpappír og grilla! Svo bara að kreista hvítlaukinn úr hýðinu og borða. Skrifað af Ransý 16.05.2009 00:20Endalaus bið..........
Hér er endalaus bið eftir síðustu lömbunum úr tveimur kindum,folöldum úr 8 hryssum,kanínuungum úr 25 læðum og Fashanaungum úr eggjum ásamt hænuungum. Loksins lyngdi og gerði þessa líka flottu veðurblíðu með sól og hita. Skrifað af Ransý 12.05.2009 11:30Kanínur að fara að gjóta og bið....Nú er að koma yfir mann smá Evróvísjón stemning og er það eingöngu Norska laginu að þakka að ég legg við eyrun í ár. Ég er á kafi í kanínunum þessa dagana. Holdalæðurnar munu líklega slá öll met í ungafjölda í ár því þær eru gríðarlega hlussur og stappfullar af ungum. Castor Rexinn er líklega ekki alveg að gera eins gott en mig grunar að eitthvað af læðunum séu geldar og þá sérstaklega þessar yngri. Ég get skrifað það á mig því að Castorinn er aktívari en Loopinn og ef kallarnir eru sísuðandi um meira þá geta þær misst fóstrin og geldast vegna óláta í högnunum. En sjáum til hvað skeður 14 Maí en þá eiga allra fyrstu læðurnar að fara að gjóta. Eitthvað er eftir af læðum til að para en ég hef bara lítinn tíma til að sinna þeim alveg á næstu dögum. Er að bíða eftir að síðustu 2 kindurnar beri og svo eru folöldin að fara að hrynja útúr merunum. Komin 3 Hróksbörn í heiminn,1 hér á bæ og 2 undan gestahryssum sem hér voru í fyrra. Skrifað af Ransý 10.05.2009 17:39Freisting köstuð
Skrifað af Ransý 06.05.2009 21:14Kátar kindur með lömbum
Ég er farin að hafa kindurnar lengur og lengur úti á beit enda veðrið frábært til útiveru. Lömbin þykjast vera farin að kroppa á milli þess sem þau fara í loftköstum í leik. Skrifað af Ransý 04.05.2009 22:52Gamla Hrauna og Brynja Beauty bornarÞegar að kallinn mætti á morgunvaktina í fjárhúsið þá var hún Brynja Beauty búin að bera tveimur fallegum gimbrum alveg ein og óstudd. Gamla Hrauna gat nú ekki minni verið og bætti við öðrum tveimur gimbrum eftir hádegið þannig að samanlagt erum við komin með 11 gimbrar og 4 hrúta úr 8 kindum. En þeir missa sem eiga sagði einhver eitt sinn og við misstum eina kind frá tveimur lömbum. Ég ætlaði að hinkra með þau þarna hjá henni og vita hvort einhver yrði einlemb en það tók hana Hermínu ekki nemar sólarhringinn að taka að sér þessi tvö móðurlausu þannig að hún er með þrjú lömb! En ef ég kem því við þá ætla ég að vita hvort önnur þessara tveggja sem enn eiga eftir að bera eru með einu og venja þá undir aðra hvora. Vonandi koma einhverjir litir og það yrði frá mæðrunum komið en ég er farin að halda að það sé bara ein litatúpa í Kát Flankasyni! En hvernig er það með veðrið,á ekki að fara að stytta upp og lægja? Skrifað af Ransý 04.05.2009 00:55Beðið og beðið eftir rest af lömbum
En í allri óheppninni með gigtarverki fyrri part dags þá er kallinn einsog einsog belja að vori og hleypur um allt eða þartil ég skríð í vinnugallann og kemst út. Nú ætla ég að sjá hve klár þið eruð! Skrifað af Ransý 03.05.2009 00:37Ofurkindur á Hrauni:)Vinkona mín á Hrauni í Grindavík er að slá öll frjósemismet í fjárhúsinu sínu enda vel haldið á spöðunum á þeim bæ hvað varðar fóðrun og aðbúnað að kindunum. Hjá okkur hér í Ásgarðinum er allt með kyrrum kjörum og láta þessar 4 kindur sem eftir eru að bera bíða eftir lömbunum úr sér. Sko þessa ævagömlu Ég lærði þessa aðferð fyrir nokkrum árum og hef ég notað hana af og til og hingað til hefur hún ekki brugðist. Það er skemmst frá því að segja að sú hryssa var með lítið folald inní sér þegar að gert var að henni. Ég kalla þetta "tæki" stundum í grínu sónartækið mitt.Það tekur ekki mikið pláss og er til í hverju hesthúsi. Bittu hóffjöðrina við taglhárið og staðsettu svo hóffjöðrina beint upp af straumfjöðrinni (sem liggur uppaf náranum) á merinni og uppá mitt bakið. Ef hryssan er fylfull þá líður ekki á löngu þartil fjöðurin fer að snúast í hringi og það stundum í mjög stóra og ákveðna hringi! Svo er fólk að borga offjár fyrir sónaskoðun Knús til ykkar allra þarna úti Skrifað af Ransý 02.05.2009 00:18Föken Stygg borin og Gamla Blesa 01/5Fröken Stygg Nr.12 bar í dag á harðahlaupum um stíuna með mig á hælum sér! Ekki datt mér í hug að hún myndi rísa á fætur með hálft lambið útúr sér en mér datt svona í hug að hjálpa því restina. Ég náði þó að stoppa hana af og draga lambið út og snýta því duglega. Þetta var svakalega fín gimbur og ekki leið á löngu þartil önnur birtist og datt harkalega útúr mömmu sinni sem stóð á meðan og lenti það á höfðinu og höfuðið lenti snúið undir búknum. Ég reif pokann utan af henni og snýtti nebbanum og brátt fór hún að anda og sýna lífsmark. Gamla mín 26 var sko ekkert að flýta sér að þessu og var hin rólegasta alveg endlaust með risapoka aftan í sér í kvöld. Mig grunar að hún hafi viljað hafa "heimsendingarþjónustu" á lömbunum sínum enda endaði það þannig að ég sótti þau fyrir hana. 26 er alveg rosaleg mamma og mátti sko ekki af lömbunum sínum líta:)Einstök kind hún 26 stundum kölluð Gamla Blesa. Ég veit að ég lofaði ykkur því að það myndi eitthvað rosalegt ske í dag og það skeði! Bara ekki hér í Ásgarðinum. Farin í karið og beint uppí rúm.Þreytt eftir daginn enda mikið verið að vesenast hér á bæ í kringum allar skepnurnar. Skrifað af Ransý 01.05.2009 02:32Dóra borin 30/4
Skrifað af Ransý
|
Um mig Nafn: Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)Farsími: 869-8192Tölvupóstfang: ransy66@gmail.comAfmælisdagur: 25 JúlíHeimilisfang: ÁsgarðiStaðsetning: 250 GarðiHeimasími: 422-7363Önnur vefsíða: http://www.123.is/kaninur/Um: Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.Bankanúmer: 0157-05-400339Tenglar
Eldra efni
|
© 2025 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is