Heimasíða Ásgarðs

24.05.2009 11:26

Hylling og Pamela kastaðar

Það var aldeilis að Hróksafkvæmin litu dagsins ljós í dag.

Eitthvað hefur verið gamanið hjá klárnum í fyrra að setja í dömurnar því 3 stykki fæddust í dag.

1 Hestfolald í Helgadal Innilega til hamingju með strákinn Helga mín.
Vona að allt lukkist eftir mikið drama á þínum bæ.

Hér í Ásgarðinum kastaði svo hún Hylling Brúnblesadóttir hans Hebba jörpu merfolaldi undan Hrók.

Ulla nú bara frammí papprassann með cameruna:)

Kallinn kominn þá með 2 merfolöld.

Pamela Náttarsdóttir kastaði svo undir hádegi jörpu hestfolaldi undan Hrók.

Gott að lúlla í heyinu:)

Þá er ég komin með 2 hestfolöld.

En ekki er enn öll nótt úti því helstu litamerarnar eru eftir til að bæta við litaflóruna og nú er að krossa putta og óska eftir merfolöldum í litum takk fyrir!

Af eldri folöldunum tveimur er allt gott að frétta.Þau blása út og eru farin að leika sér heilmikið og farin að þora að fara svolítið frá mæðrum sínum.

Skjónu/Glófaxasonur.

Sá jarpskjótti er einsog lítill snaggaralegur sportbíll.
Leggur af stað á dillandi tölti,eykur ferðina og sest svo á rassgatið á svaka spýtti,gerir sig mikinn að framann og flýgur inní skeiðið!

Ég er af og til (reyndar soldið oft:) beðin um að auglýsa hitt og þetta hér inná blogginu mínu.

Nú ætla ég að skella inn auglýsingu fyrir vin minn sem er sjómaður af lífs og sálarkröftum en hann er að selja fisk nánast beint uppúr bátnum ef svo má að orði komast.

Heill Þorskur 200 kr.kg
Þorskflök 500 kr.kg
Saltfiskur 800 kr.kg
Saltaðir hausar 400 kr.kg

Ég hef fengið fisk hjá þessum vini mínum og er hann hrein snilld:)
Hér er nafn og sími hjá manninum sem býr í Hafnarfirði og verið ekki feimin við að hringja í hann:
Kjartan 565-5552
Gsm 8947016

Nú svo er ég komin í rosalegt dótakast fyrir heyskapinn og bráðvantar okkur Krone rúlluvél fyrir sumarið eða hið snarasta því Ég er afar óþolimóð þegar að ég er komin í þennan ham!

Ég er einsog kelling í kjólabúð að skoða um allt og er með augastað á einni notaðri og líklega nokkuð góðri vél en það væri ekki verra að skoða aðeins meira en þessa einu vél.

Endilega sendið mér línu
ransy66@gmail.com eða hringið í kallinn minn í síma 896-4763 ef þið lumið á Krone 130 notaðri sem þið viljið selja gegn auðvitað staðgreiðslu.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 84
Gestir í dag: 41
Flettingar í gær: 1053
Gestir í gær: 182
Samtals flettingar: 305106
Samtals gestir: 35462
Tölur uppfærðar: 11.5.2024 05:08:47