Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2008 Ágúst

30.08.2008 16:13

Hávi heimsfrægur í Germany!


Mont mont.............grobb,grobb .
Hann Hávi okkar er orðinn heimsfrægur í Þýskalandi en vefsíða ein þar sem hrossin frá okkur eru auglýst til sölu inná tók það upp hjá sér að birta mynd af honum Háva að horfa útí hinn stóra heim niður á baka hjá okkur.
Kíkið hér:http://www.taktklar.de/

Annars er hér allt gott að frétta og við á fullu að flytja allt dót/drasl úr verkstæðinu og yfir í vélaskemmu en á allra næstu dögum verður gamla verkstæðið rifið niður og annað byggt í staðinn.

Askur frá Hraunsnefi til sölu/for sale.

Þá er ég búin að leiða síðustu merina undir stóðhest í ár og fyrir valinu urðu þau Askur og Feilstjarna sem er einungis 3 vetra en orðin stór og stæðileg hryssa.
Mín reynsla er sú að það sé betra að temja hryssu sem hefur gengið með stóðhesti og alið afkvæmi heldur en sú sem ekki hefur fengið þá reynslu að vera í stóði þarsem reglur eru og upplifa það að eiga afkvæmi.
Ég hefði alveg viljað halda fleirum hryssum í á en þær eru bara allar komnar með fyl í sig .
Nú verð ég að fara að drífa mig að gera eitthvað annað við daginn en að hanga í tölvunni!
Það eru að koma gestir að kíkja á folöld og kannski maður skelli í skál og hræri eina soppu af Vöfflum!
Verð að setja inn þessa skemmtilegu mynd af henni Íris vinkonu minni með henni Svöl.

Svöl að laga aðeins hárið að aftan hjá henni Íris .

Ps.Lumar einhver á góðri uppskrift af Kindakæfu???
Endilega commenta henni hér fyrir neðan .

28.08.2008 03:43

Nýjar myndir og ný albúm af söluhrossum!


Nú er ég heldur betur orðin framlág eftir að sitja við tölvuna meiripartinn af kvöldinu/nóttinni og setja inn albúm af þeim folöldum sem eftir eru til sölu.
Ég ætlaði sko að blogga heilmikið í kvöld en þetta verður að nægja í bili.
Endilega kíkið á myndirnar í nýju albúmunum,ég er ekki búin að fullvinna þau þannig að ég bið forláts ef það eru margar villur þar.
Blogga betur mjög fljótlega þegar að ég er búin að fá mér kaffi og með því.
ÉG LOFA!

22.08.2008 14:32

Hávi frá Ásgarði aftur á sölulista

Eitthvað klikkaði hjá væntanlegum kaupanda að Háva en allt gekk til baka þegar að greiðslu kom.Hmmmmm......ekki gott en svona er lífið.

Þannig að Hávi minn elskulegur er aftur kominn á sölulista og nú er bara að hafa samband ef einhver hefur áhuga á að eignast flottan og sperrtan,geðprúðann öðling í frábærum lit!

Hávi fer um á brokki og tölt hefur sést líka hjá kappanum.
Geðslagið er frábært og er hann fljótur að koma sér í mjúkinn hjá fólki sem kemur í hagann hans til að skoða folöldin hér .

Fleiri folöld og hross verða sett inn seinnipartinn í dag eða í kvöld!

Lilja Sig (hrossasótt)!Setti linkinn þinn aftur en hann hefur týnst í linkatiltekt um daginn.Á enn eftir að laga þar meira til og bæta við linkum .
Setti inn Pápa þinn líka Freyja .

Söluhross sem ég hef verið beðin um að koma að hér .

Fyrst er hér þessi flotta og feita vindótta hryssa sem hún Gudda vinkona mín ætlar að selja.

Hún Von frá Hóli er reiðfær og þæg og gerir allt sem hún er beðin um.Aðeins stygg en það er allt að koma hjá henni og getur Gudda náð henni útá víðavangi án vandræða.
Gudda er til í allskonar skipti td á heyrúllum en peningur kæmi sér vel líka.
Von fæst á góðan pening og nú er um að gera að hringja í hana Guddu sem fyrst og díla hryssuna af henni í einum grænum hveli því fyrstur borgar fyrstur fær.
Enginn þarf að vera feiminn við að tala við hana Guddu en hún er hin hressasta (vægt til orða tekið:) og hér er síminn hjá henni Gsm:862-7909 og netfang
gudv@simnet.is

Nú næsta hross er hann Breki frá Kópavogi 
IS2007125362

 Breki lítill og sætur með mömmu sinni.

Orðinn stærri og stæðilegri með vinum.

Hér er ættin að kappanum:
 M: IS1988286971 Jörp frá Haga ( Jarpsokkótt)

MF: IS1984186015 Hraunar frá Herríðarhóli 2. verðl

MM: IS1982286971 Jarpsokka frá Haga ( Jarpsokkótt, skottótt)

MFF IS1980151001 Hraunar frá Sauðárkróki ( F. Ófeigur)

MFM IS19ZZ286523 Nös frá Herríðarhóli

 

   F: IS2001187140 Skrúður frá Litlalandi 1. verðl ( jarpskjóttur)

FM: IS1992287205 Hrafntinna frá Sæfelli 1. verðl ( 4 dæmd afkvæmi í 1. verðl)

MF: IS1989188560 Kolskeggur frá Kjarnholtum 1. verðl

MM:IS1981287206 Perla frá Hvoli 1. verðlaun

FF: IS1994187611 Randver frá Nýjabæ 1. verðl ( jarpskjóttur)

FFF:IS1973135980 Gáski frá Hofsstöðum 1. verðl

FFM:IS1975287611 Gígja frá Nýjabæ 1. verðl ( F. Hrafn Holtsm)

Eigandi að Breka er hún Silla og gefur hún allar upplýsingar um folann en netfangið hjá henni er: hestur@internet.is

Einnig er Silla með þægan hest fyrir alla sem hefur verið í notaður í sumar í hestaleigu.
Sá heitir Kári og er vindóttur.


Snæugla frá Víðihlíð er líka til sölu en ég á hana sjálf.

Snæugla er albinói og ágætlega ættuð.

Hún er bandvön og þæg og ekkert mál að eiga við hana td setja á hana múl og ormahreinsa.Hægt að klappa henni úti og strjúka.
Samt er hún ekki mjög spök,kannski bara mátulega spök .

Hér er ættin hennar:
Faðir  IS2001184891 - Snær frá Hvolsvelli

 IS1994158700        
 Keilir frá Miðsitju          
      
 IS1992286390        
 Skálm frá Brekku  

    Móðir  IS1999280924 - Lísa frá Þórunúpi   

 IS1980187340        
 Stígur frá Kjartansstöðum          
     
 IS1988286161        
 Dögg frá Strönd  
Verðið á Snæuglu er á bilinu 200-250.000-

Nú nenni ég bara ekki meir og læt staðar numið.
Er eitthvað löt í kvöld á tölvunni.
Öðruvísi mér áður brá !
         


18.08.2008 03:18

Vika með Íris :)

Jæja gott fólk.

Ég er ekki búin að gleyma ykkur! Ég bara er búin að gleyma mér með henni Íris vinkonu minni frá Þýskalandi síðustu daga og höfum við haft nóg að gera hitt fullt af skemmtilegu fólki.

Hún hefur aldeilis fengið að fara á hestbak,fyrst fyrir austan og fór hún í skemmtilegann reiðtúr með vinkonum sínum.Hitti síðan fullt af fólki og flottum hrossum í Landeyjunum.
Hún var himilifandi með ferðina austur fyrir fjall.

Nú ekki var svo amalegt hjá henni að komast á bak hérna á Suðurnesjunum en ég sótti síðasliðið Föstudagskvöld hrossin mín inná Mánagrund en Rjúpa er orðin Háskólagengin hjá henni Eygló
 og mér skilst að hún Vænting Hróksdóttir hafi útskrifast líka með mjög góða umsögn hjá henni Ylfu sem var að gangsetja hana og hreyfa hana fyrir okkur.

Íris og Hervör í Skeifunni á Miðnesheiði.

Íris var svo heppin að fá að velja undir sig hross hjá Eygló og Bogga og hún valdi besta hrossið að mínu mati hana Hervöru sjálfa frá Hvítárholti.
Algjör keppnisgræja,liðtæk í smal,frábær sem aðstoðar tamningarhross og bara nefndu það!

Íris og Hervör að renna í hlaðið í Ásgarði sælar saman .

Íris var svo hrifin af merinni að hún ætlað sko að troða henni ofaní stærstu töskuna sína og fara með hana heim með sér .

Íris er búin að taka mikið af myndum og lenda í allskonar skemmtilegheitum td einsog í honum Herra Merlin á Hrauni sem er algjör Sirkushestur og mikið er hægt að hafa gaman af!

Skyldi vera nammi í þessum poka ???

Stutt blogg núna,verðum að fara að sofa stelpurnar því við ætlum að eyða síðasta deginum hennar Írisar í allt sem hugsast getur meðal annars að fara í hestabúð og missa okkur aðeins þar í innkaupum .

Lofa svo að næsta blogg verður fyrir söluhross sem streyma inn núna.

Er með eina vindótta reiðfæra hryssu sem fæst í einum grænum hvelli fyrir slatta af góðu rúlluheyi...........for example .

Alltaf eitthvað spennó að ske í Ásgarðinum .

14.08.2008 01:21

Hávi seldur til Svíþjóðar

Þá er hann Hávi Dímonarsonur hinn ofurforvitni seldur og liggur leið hans til Svíþjóðar þar sem hann mun auka hróður íslenska hestsins svo um munar skulum við ætla.
Hann verður ekki erfiður viðureignar það skal ég sko segja ykkur.

Hann er alveg einsog snýttur útúr föður sínum eða með öðrum orðum,ég rétt snerti hann einu sinni og folaldið er einsog heftað við rassg....ið á mér þegar að ég kíki í hagann hehehehehe........

Hávi Dímonar frá Ásgarði.

Nú eru hrossin farin að týnast heim sem að heiman fóru í sumar í hinum ýmsu erindagjörðum.

Sokkadís kom heim í gær frá honum Draum frá Holtsmúla en hann er að öllum líkindum búinn að setja í hana verðandi kynbótabombu.


Sokkadís og Sæladís Stælsdóttir komnar heim í Ásgarðinn.
Myndin er fengin að láni frá henni Íris vinkonu minni Takk Íris.

Askur Stígandsonur er líka kominn heim en hann var lánaður gegn hagagjaldi og er búinn að skemmta sér vel og mikið.
Verkefnið sem hann fékk var nú auðvelt en skemmtilegt að hans mati.
Ein hryssa í 10 hektara hólfi,nóg að do do...a og nóg að borða.

Nágrannahryssurnar fréttu af honum þarna svona fallegum og föngulegum dreng og létu sig vaða yfir skurð sem líklega hefur verið að þorna upp í þurrkunum.

10-15 dömur og Askur sá þær alveg í hyllingum brjótast inn til sín en Askur var ekki lengi í Paradís.Dísa (stóðhestahaldari:) sem stóð vörð um hann dag og nótt dreif drenginn uppá kerru og keyrði honum hið snarasta heim í Ásgarðinn.
Heim kom hann feitur og pattaralegur en alveg ringlaður á þessum miskilning með allar stelpurnar sem voru að koma til hans???

Hvað varð af öllum dömunum????
Mynd fengin að láni hjá Íris .

Íris kom til okkar síðastliðinn Sunnudag og ég hef varla getað sest almennilega niður með henni eða gert neitt af viti með henni fyrir heyskap sem senn er nú að ljúka.

Erum búin að heyja einar 10 jarðir og sú 11 og síðasta verður heyjuð í næsta þurrki.
Ég var spurð að því í dag hvað ég hefði gefið kallinum útí Hafragrautinn í morgun?
Hann fór ekki af traktornum í eina 12 tíma og sló og sló,ég rakaði og rakaði og svo fengum við tvo menn til að rúlla og pakka fyrir okkur.

Okkur dettur ekki í hug að setja heytætlu í útgangsheyið.Tökum það bara hrátt (grasþurrt) en það kemur alveg frábærlega vel út í hrossin á veturnar og ést alveg svakalega vel upp.

Fyrir utan það að hér í Suðurnesja rokinu fýkur það miklu síður frá skepnunum svona hrátt verkað.

Vonandi fæ ég tíma núna í rigningunni til að sinna henni Íris almennilega en við Valgerður eigum sko eftir að fara með henni í einhverja ævintýraferð á allra næstu dögum .Spennó!

Þartil næst.........

Farið vel með ykkur dúllurnar mínar !

06.08.2008 00:09

Nýuppfærð talvan-vantar netföngin ykkar!

Nú er þetta allt að gera sig !Talvan var yfirfarin og lagfærð alveg í botn.
Svei mér þá ef hann frændi minn tölvugúrúinn kom bara ekki með allt aðra tölvu tilbaka.
Eina sem ég missti út var pósturinn og ég bið ykkur en og aftur sem þetta lesið að senda mér eitt stykki hæ á herbertp@simnet.is  svo ég geti endurheimt netföngin ykkar.

Please everyone out there there I know forexample Corinne and Deidrie,please send my mail so I can have you E-mail adress again.
My computer was in repair and I lost all the E-mail adresses.


Ég fékk skemmtilega og þarfa ábendingu hér á commenti frá henni Sunnu sem á tvær hryssur undan honum Hrók okkar.

Það vantar alveg myndir af afkvæmum hans Hróks í reið en nú skal ég laga það all hressilega og búa til albúm með þeim hrossum sem tamin eru til undan honum.
OG auglýsi hérmeð eftir myndum af afkvæmum hans undir hnakk í reið eða bara með knapa .Ekki verra að fá smá lýsingu frá eigendunum með! Bæði + og - því ekkert hross er fullkomið.

Er ekki best að byrja á því að birta mynd af henni Rjúpu minni Hróksdóttur sem er í áframhaldandi tamningu og gangsetningu hjá vinkonu minni henni Eygló inná Mánagrund.

Eygló og Rjúpa að vanda sig.

Vantar ekkert uppá fótlyftuna .

Gudda fylgir fast á eftir á Mósa kallinum.

Rjúpa tekur miklum framförum að sögn hennar Eygló og bætir sig í hverjum reiðtúr.Alltaf að verða duglegri og duglegri að hreinsa töltið og læra að setjast betur á rassgatið og vinna sig inní hreint tölt.
Hún er búin að vera hliðstæð á því en það er bara betra.

Síðasta sem Eygló sagði við mig var"þú færð hana Rjúpu aldrei aftur" og tek ég það sem miklu hrósi fyrir hryssuna .
Hún er í góðum höndum þannig að ég hef engar áhyggjur þó hún komi ekki á næstunni heim aftur .

Þegar að frændinn minn kæri tölvunördinn kom um daginn þá komu með honum konan og fjölskyldan ásamt honum Skugga labradorhundi og auðvitað drifum við okkur niður í fjöru í hitanum og góða veðrinu.
Ég held að myndirnar tali sínu máli en það var mikið stuð á hundunum og Súsý litla var alveg tryllt að reyna að ná flöskunni sem hent var langar leiðir út fyrir Skugga!
Sú var viss um að hún gæti nú líka sótt útí sjó þetta litla kríli hehehehehe.........

Krakkarnir lét ekkert stoppa sig og hlupu útí sjó!

Frænka tók eitt svakalegt Arabastökk fyrir cameruna !02.08.2008 12:52

Folöld til sölu og heyskapur á fullu

Við erum enn á lífi hér á bæ.Heyskapur á fullu og allt gengur vel á meðan að slátturvélarnar snúast.
Eithvað hefur þó verið að bila og þá fær maður fyrir hjartað enda brakandi blíða og eins gott að notfæra sér það.

Ég dreif mig út með cameruna um daginn og smellti af nokkrum myndum af folöldunum og mæðrum þeirra.

Eðja frá Hrísum,móvindótt/litförótt.

Nú er það komið í ljós hvaða folöld eru litförótt af þeim sem mátti eiga von á að fengju þann lit.

Dúfa farin að losna við folaldahárin.Dúfa er seld til Sviss.

Dúfa sýndi það nú strax að hún er litförótt en hún er undan Eðju og Hrók.


Himinglæva frá Ásgarði er til sölu.

Himinglæva undan Stórstjörnu og Óðinn Hróks er ekki litförótt en voðalega fallega byggt folald og skemmtilegt.

Hávi frá Ásgarði er til sölu.

Hávi undan Heilladís (LM Sokku:) og Dímoni Glampasyni er ekki litföróttur og nú get ég sagt það kinnroðalaust að hann er undan Dímoni.

Sváfnir og Hávi í leik.

Hávi er til sölu,kíkið í folöld til sölu dálkinn hér uppi til vinstri.

Hávi sýnir þess augljós merki að hann sé Dímonarsonur en ég er búin að komast aðeins í kynni við folöld undan honum.
Það er nóg að snerta þau einu sinni og þá eru þau orðin spök!
Allt annað hárafar er á þeim líka og byggingin er algjörlega frá Dímoni komin.Vel reistur og vel settur háls og samræmið gott.

Freyja frá Ásgarði.

En mest er ég stoltust af merfolaldinu undan tveimur litföróttum foreldrum þeim Mön og Óðni en það er litförótt!!!!Einsog hvert einasta folald undan henni Mön!
Freyja Imsland kom hér um daginn ásamt Páli Imsland pabba sínum og með þeim í för var dýralæknir sem kom til að taka blóðsýni úr folaldinu en Freyja er að safna sér í verðandi kynbótabombu og hárreytir og safnar blóði sem mest hún má.
Nú er bara spurningin,hvað mætir í brautina á LM frá Freyju Imsland 2012 ?

Freyja að kljást við systur sína hana Himinglævu.

Hehehehehehehe.......... Ég verð að segja ykkur satt.
Freyja stundar spennandi rannsóknir ytra varðandi litaerfðir hrossa ásamt fleiru og nú skal sko finna í eitt skipti fyrir öll erfðir á litförótta litnum.
Kann kannski ekki alveg að segja frá þessu á mjög faglegann máta en ég vil heldur að Freyja commenti betur um það sem hún er að gera.
Svo á ég ekki að vera að kjafta frá en ég veit að niðurstöðu úr merfolaldinu undan Mön og Óðni er beðið með spenningi (bæði litförótt ef þið náðuð því ekki ).

Það er svo mikið rifist um að það sé ekki hægt og eigi ekki að vera hægt að rækta undan tveimur litföróttum hrossum en það er hægt og hefur margoft verið gert.
Nú svo er líka talað um banagen sem á að deyða fóstrið fljótlega ef það er arfhreint.

Nú er ég búin að bulla nóg í ykkur en ég ætla að klikka út þessu bloggi með nafni á þetta folald en hún á að heita í höfuðið á henni Freyju Imsland .Annað er bara ekki hægt .


Skemmtið ykkur vel um helgina og til hamingju allt verslunarfólk með frídaginn ykkar!
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 825
Gestir í dag: 162
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208510
Samtals gestir: 23187
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:23:22