Heimasíða Ásgarðs

14.08.2008 01:21

Hávi seldur til Svíþjóðar

Þá er hann Hávi Dímonarsonur hinn ofurforvitni seldur og liggur leið hans til Svíþjóðar þar sem hann mun auka hróður íslenska hestsins svo um munar skulum við ætla.
Hann verður ekki erfiður viðureignar það skal ég sko segja ykkur.

Hann er alveg einsog snýttur útúr föður sínum eða með öðrum orðum,ég rétt snerti hann einu sinni og folaldið er einsog heftað við rassg....ið á mér þegar að ég kíki í hagann hehehehehe........

Hávi Dímonar frá Ásgarði.

Nú eru hrossin farin að týnast heim sem að heiman fóru í sumar í hinum ýmsu erindagjörðum.

Sokkadís kom heim í gær frá honum Draum frá Holtsmúla en hann er að öllum líkindum búinn að setja í hana verðandi kynbótabombu.


Sokkadís og Sæladís Stælsdóttir komnar heim í Ásgarðinn.
Myndin er fengin að láni frá henni Íris vinkonu minni Takk Íris.

Askur Stígandsonur er líka kominn heim en hann var lánaður gegn hagagjaldi og er búinn að skemmta sér vel og mikið.
Verkefnið sem hann fékk var nú auðvelt en skemmtilegt að hans mati.
Ein hryssa í 10 hektara hólfi,nóg að do do...a og nóg að borða.

Nágrannahryssurnar fréttu af honum þarna svona fallegum og föngulegum dreng og létu sig vaða yfir skurð sem líklega hefur verið að þorna upp í þurrkunum.

10-15 dömur og Askur sá þær alveg í hyllingum brjótast inn til sín en Askur var ekki lengi í Paradís.Dísa (stóðhestahaldari:) sem stóð vörð um hann dag og nótt dreif drenginn uppá kerru og keyrði honum hið snarasta heim í Ásgarðinn.
Heim kom hann feitur og pattaralegur en alveg ringlaður á þessum miskilning með allar stelpurnar sem voru að koma til hans???

Hvað varð af öllum dömunum????
Mynd fengin að láni hjá Íris .

Íris kom til okkar síðastliðinn Sunnudag og ég hef varla getað sest almennilega niður með henni eða gert neitt af viti með henni fyrir heyskap sem senn er nú að ljúka.

Erum búin að heyja einar 10 jarðir og sú 11 og síðasta verður heyjuð í næsta þurrki.
Ég var spurð að því í dag hvað ég hefði gefið kallinum útí Hafragrautinn í morgun?
Hann fór ekki af traktornum í eina 12 tíma og sló og sló,ég rakaði og rakaði og svo fengum við tvo menn til að rúlla og pakka fyrir okkur.

Okkur dettur ekki í hug að setja heytætlu í útgangsheyið.Tökum það bara hrátt (grasþurrt) en það kemur alveg frábærlega vel út í hrossin á veturnar og ést alveg svakalega vel upp.

Fyrir utan það að hér í Suðurnesja rokinu fýkur það miklu síður frá skepnunum svona hrátt verkað.

Vonandi fæ ég tíma núna í rigningunni til að sinna henni Íris almennilega en við Valgerður eigum sko eftir að fara með henni í einhverja ævintýraferð á allra næstu dögum .Spennó!

Þartil næst.........

Farið vel með ykkur dúllurnar mínar !

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 523
Gestir í dag: 70
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296780
Samtals gestir: 34155
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 15:06:57