Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2013 Nóvember

30.11.2013 23:11

Tilhugalífið að byrja í fjárhúsunum


Rok og leiðindi í veðrinu þannig að ekki var maður mikið í útivinnu í dag.
Hleypti kindunum og Hrók út og færði svo hrútana svo ég gæti lagað pallinn þeirra sem var að sökkva ofaní taðið.Það er svo hátt að hoppa úr stíunni þeirra að þeir fengu pall blessaðir svo þeir skrapi nú ekki undan sér dingalingið sem verður að vera í lagi núna í Desember.

Bondína 007

Fyrsta kind blæsma og er það jafnframt elsta kindin í húsinu hún Bondína gamla sem er á 9 ári.Hún var búin að standa á öndinni og var jarmandi útí eitt og leit varla við heyinu svo ég setti spotta í hann Stóra Stubb og leiddi inn.Bondína missti gjörsamlega niður um sig ullarpilsið og dillaði dindlinum framaní hann og í látunum við að loka hliðinu á eftir mér þá missti ég lambhrútinn og hann æddi af stað og þóttist nú alveg vita hvað hann ætti að gera!

Kráka Svarthyrndóttir

Stökk uppá hana Kráku og ég rétt náði í spottann og kippti honum til mín.Kráka uppáhalds kindin hans Hebba á ekki að fá við þessum hrút heldur litahrút sem er væntanlegur einhverntímann síðar þegar að um hægist hjá honum.

Það væri kannski ráð að vera með nýja lambhrútinn hann Fána í spottanum því það væri í lagi ef að slys skildi verða og hann næði að lemba.
Þetta er allt saman eftir uppskriftinni en vanalega hef ég hleypt til í kringum 1-2 desember og sýnist mér að kindurnar ætli að halda þeirri hefð að byrja núna en ég ætla að hafa þetta uppá gamla mátann núna en ég lét ekki svampa þær í ár einsog hin síðari.
Hugmyndin er að seinka sauðburði um cirka hálfan mánuð og hleypa til í kringum 15-17 Desember.
Skrifa þær kindur niður núna sem sýna áhuga á hrút og svo aftur hálfum mánuði síðar þegar að þær fá hrút og velja þá á þær.
Ég fann það síðastliðið vor hvað það munar rosalega á birtu og hita þegar að ég sat vaktina yfir þeim sem gengu upp.
Það er svo kalt og ömurlega dimmt ennþá í lok Apríl byrjun Maí.
En uppúr 10 Maí er þetta orðið allt annað og miklu bjartara orðið á nóttunni og meiri hiti.

29.11.2013 21:12

Óvæntur frá Ásgarði seldur


Þá er síðasta folaldið í ár selt og er það hann Óvæntur sonur Vonar og Borgfjarðar frá Höfnum sem er að fara út til Þýskalands í Janúar.

Það er svolítið gaman að segja frá því hversvegna hann fékk þetta nafn en góð vinkona mín frá Þýskalandi hún Íris var hérna í vor í heimsókn og sat hún hin rólegasta niður á túni þarsem ég er alltaf með fylfullu hryssurnar á einskonar fæðingardeild.

Von sú bleikálótta leggst niður rétt við Írisi og var eitthvað svo skrítin og hélt Íris að merin væri jafnvel að fá hrossasótt.
Íris stóð upp og færði sig fjær merinni og merin stóð upp og elti hana og hlammaði sér aftur niður fyrir framan hana.

Sér ekki Íris að merin er komin að köstun og stutt í að folaldið fari að koma í ljós!
Hún stendur aftur upp og færir sig fjær til að trufla ekki hryssuna við köstunina en þá stendur merin en upp og eltir hana og þá voru fæturnir á folaldinu farnir að gægjast út!

Von og Óvæntur frá Ásgarði
(Myndataka Íris)

Enn stendur hryssan upp og eltir hana og Íris greyjið ákveður að nú skuli hún ekki standa upp annars gæti köstunin farið eitthvað illa ef merin væri sírápandi á eftir henni með folaldið rétt ókomið.

Hryssan svo bara kastaði þarna beint fyrir framan hana vinkonu mína hestfolaldi en þetta hefur verið æðsti draumur hennar að fá að sjá köstun og það var svona aldeilis í beinni og fékk hún folaldið næstum í fangið.

(Myndataka Íris)

En til að ná góðum myndum þá varð hún að mjaka sér hljólega frá hryssunni svo að hún næði góðum myndum en linsan var nú ætluð í langdrægari myndatöku en þetta.
En svona fékk hann nafnið sitt því þetta var ansi óvænt og skýrði Íris hann :)

27.11.2013 20:56

Þrúður Hróks á förum útí lönd

Snarvitlaust veður og nálægt 30 metrar á sek í hviðum.
Héldum okkur inni fyrripart dags og settum svo undir okkkur hausinn seinnipartinn og æddum útí gjafir og annað stúss.
Ég fór niður í stóð og náði í gegnum hliðið þeim systrum Þrúði,Rjúpu og Mist en Þrúður er að leggja land undir fót og var sótt í kvöld.

Hún var spreyjuð,burstuð og puntuð í bak og fyrir og var voða skvísa þegar að bíllinn mætti til að sækja hana í kvöld.

Hebbi fór og gaf strokugæsunum og var búrið þeirra sem á að veiða þær í dottið um koll en þær eru barasta ekkert hræddar við það og koma hlauðpandi á móti kallinum og æða inní búrið þegar að hann gefur þeim brauð þar.
Við verðum að fara að gefa okkur tíma til að veiða þær og flytja þær heim blessaðar.Þær fá tvö brauð á dag en eru altaf tilbúnar í meira þegar að kallinn mætir á pikkupnum en hann eru þær farnar að þekkja langar leiðir.

Dánarfregnir:
Ein kínversk silkihæna gaf upp öndina en það skeður stundum og ekkert við því að gera.Annars eru silkiungarnir farnir að verpa og lítil sæt egg farin að koma daglega frá þeim og einnig frá þeim eldri.

Busla er að jafna sig eftir minkaslaginn um daginn en það fór alveg 5 daga orka í þennan slag og hélt ég að tíkin væri nú að fara að kveðja.
En enn eina ferðina reis hún upp og er hin brattasta.

Ég er einsog Buslan,fer stundum fram úr mér og er í 1-2 daga að jafna mig.Bakið er búið að vera að stríða mér en um leið og ég er orðin góð þá er ég komin á sprett aftur.Alveg einsog allt sé gleymt og ég komin flug

26.11.2013 19:39

Hófar snyrtir á hrossunum

Flottur dagur að kveldi kominn og rúmlega það.
Tók húsið mitt og ryksaug í kappi við hana roombu vinkonu mína sem er ansi dugleg að hjálpa mér í verkunum.Ég var á gömlu ryksugunni og Roomba elti og tók betur það sem ég og gamla náðum ekki að sjúga upp.

Svo dró ég fram skúringarapparið og skúraði í kapp við Roombu sem var enn að ná upp rykinu enda altaf nóg ryk hjá manni.
Skúraði alveg útúr dyrum og gerði svo kvöldmatinn klárann á meðan að ég var ekki búin að koma neinum dýrhárum á mig,þoli ekki að koma heim skítug og eiga eftir að meðhöndla matinn.

Þegar að allir pottar voru orðnir klárir og næstum allt til fyrirmyndar inni þá stökk ég af stað útí myrkrið að ná stóðinu inn því að járnignarmaðurinn var á leiðinni til að snyrta fæturnar á hrossunum.
Það er alveg með ólíkindum hvað einn lítill skrjáfandi nestispoki er duglegur að smala saman hrossunum og fá þau til að elta bílinn á grenjandi ferð heim og alla leið inní rétt!

27 hross komin í réttina og var ég í nákvæmlega 35 mínútur að þessu og flokka í sundur það em átti að fara í snyrtingu og það sem verður síðar snyrt.

Þau sem voru snyrt í kvöld voru þau:
Þrúður Hróks
Mist Hróks
Freisting
Fjalladís
Auðna
Von
Lotning
Röskva

Svo átti að vera ormalyfsgjöf á morgun og flutningur í vetrahagann en veðurspáin er svo slæm að ég verð bara að sjá til með það.

Trippin fengu hrós frá járningarmanninum fyrir góða hegðun en þó var ein og ein löpp sem þeim þótti aðeins erfiðari að gefa heldur en aðrar en allt hafðist þetta þó með góðu tiltali og allir voru sáttir.

Fyrirsætur dagins eru járningarmaðurinn og hún Lotning/Freistingar Astródóttir tveggja vetra í eigu Hebba:)

23.11.2013 19:32

Hænurnar að byrja aftur að verpa

Frábært veður í dag en ég svaf heldur betur illa um nóttina og stórskemmdi daginn með því að vakna alltof seint.

En við gerðum þó það sem þurfti að gera í góðu veðri en það var að skella upp stóru búri til að veiða strokugæsirnar okkar í á næstu dögum.
Við fylltum búrið af brauði og svo gerði ég smá brauðslóð einsog í teiknimyndunum að búrinu.
Nú er bara að bíða eftir góðu tækifæri til að veiða þær en þær fá nokkra daga til að venjast búrinu og labba inní það nokkrum sinnum og út aftur þartil þær eru orðnar voða öruggar með sig.

Það kom að því að fyrsta græna eggið liti dagsins ljós eftir góða hvíld hjá þeim amerísku :)Það var sem mig minnti að þær fara í frí síðla hausts og byrja svo aftur að verpa í lok Nóvember stuttu áður en jólabaksturinn hefst:)
Eins eru kínversku silkihænurnar og ungarnir að byrja að verpa þannig að ég þarf þá ekki að kaupa fleiri egg í Bónus.

Ég keypti egg í vikunni og var að opna bakkann og það vantaði eitt egg í hann,nenni ekki að reyna að fá það bætt enda ekki séns að ætla að sanna það.Skiptir engu máli úrþví að elsku hænurnar mínar eru farnar að borga fyrir fæði og húsnæði aftur:)

23.11.2013 18:09

Kindadútl og annað.....


Rigningarsuddi í dag og heldur leiðinlegt veður framanaf en stytti svo upp og fór að kólna og þorna.


2 kanínuhögnar hvítir að lit eignuðust nýjan eiganda í dag,voða hressir og kátir og eru að fara að leika í mynd skilst mér.


Systur hvítu högnanna óseldar.

Nú er ég að verða uppiskroppa með hvítar kanínur en það er sá litur sem síst fer en ég verð samt að eiga hann til.Hann má ekki deyja út í húsinu hjá mér þannig að ég ætla að hanga á einum hvítum högna eða svo.


Kindurnar fengu stærri garða í gær en kallinn bætti við hann svo allar kæmust að auðveldlega og svo var mokað á garðann langa og þær eru ekki að torga heyinu svo það verður að gefa minna á.

Það er gaman að tvævetlunum sem eru að fá hrút núna fyrst en þær eru ansi bústnar og flottar og þær tvær sem hvað mest þoldu mann illa í fyrra eru spakastar í dag.Það eru þær systurnar Frekja og Frenja sem heimta klapp á kinn og nudd á bak og eru voða líkar pabba sínum honum Topp.Lygna aftur augunum alsælar á meðan að þær eru kjassaðar.
Ef maður tekur ekki eftir þeim þá hnibba þær fast í mann með snoppunni og frussa á mann með nebbanum sínum hehehehe.......

Melur að ulla á fóstru sína:)

Melur gestahrúturinn er farinn að lykta alveg ógurlega og jólaanganin af honum rosaleg og sá getur nú rutt í sig góðgætinu þegar að það býðst!

Ég gætti mín ekki í dag þegar að ég bauð honum brauð og beit hann mig rækilega í puttann sen sem betur fer eru nú ekki tennur báðumegin í þessum skepnum þannig að puttinn er heill!

En hann fékk engar skammir því hann er svo yndislegur blessaður kallinn og skemmtilegur í alla staði:)

Fyrirsæta dagsins er einmitt hann Melur að ulla á fóstru sína:)

19.11.2013 19:47

Inni/útigangurinn


Fyrirsætur dagsins er stóðið í gærkveldi að fá sér tugguna:)

Vetur konungur er kominn hingað í Ásgarðinn og snjóaði af krafti í fyrradag.Þetta er eitthvað sem við erum ekki vön að sjá á þessu ári en það kom varla snjókorn úr lofti síðasliðinn vetur.

Veturinn þar á undan fór allt á bólakaf og þann 1 Nóvember fékk útigangurinn fyrstu rúlluna sína sem er alveg mánuði fyrr en vatnt er.

Menja frá Ásgarði for sale.

Ég er farin að hára aðeins í hrossin núna en ekki koma þau nú altaf heimundir hesthús því enn er beit næg og enn á ég eftir að opna vetrarhagann þeirra.
Það verður gert uppúr næstu mánaðarmótum þegar að búið verður að ormahreinsa alla og klára að klippa hófa.

Útflutninghrossin fara að fara en það er vika í að fyrstu tvö verði sótt.
Svo fer einn veturgamall foli heim til sín og þá verður nú ekki mikið eftir af hrossum hér í vetur.

Hrókur er einn uppí stóðhestahúsi með kindunum og bíður rólegur eftir félagskap en hann er vanur að passa uppá gestatitti hér á veturnar.

Ansi hreint rólegur dagur í dag eftir læti gærdagsins.Tíkurnar er með harðsperrur eftir átökin við minkinn og fór ég í dag í gæludýrabúð og fékk nammi handa þeim,þá kættust þær mikið þessar elskur.Ef við hefðum þær ekki hér þá veit ég ekki hvernig dýralífið væri,minnsta kosti væri það miklu fátæklegra en það er í dag.

Nú er að styttast í tilhleypingar í fjárhúsinu og í ár ætla ég ekki að láta svampa kindurnar heldur gera þetta uppá gamla mátann að gamni.
Einhvernveginn grunar mig nú að ég eigi eftir að bölva sjáfri mér í hljóði í vor þegar að burður fer að dragast inní sumarið.

En þegar að það kostar orðið cirka eða hátt í 4-5 innleggslömd með akstri dýralæknis að láta svampa þennan litla hóp sem samanstendur af 21 kind þá er mér eiginlega bara alveg sama þó að burður dragist aðeins á langinn.

18.11.2013 20:16

Minkurinn fundinn og drepinn....

Hebbi gat ekki sofið almennilega af áhyggjum af hinum fuglunum á bænum og vaknaði snemma í morgun og æddi af stað með hólkinn þrátt fyrir að enn væri myrkur úti.
Enginn minkur var kominn í gildruna en nýleg spor allt í kringum hana.

Dökka öndin drapst um nóttina en sú ljósa er enn lifandi og aðeins brattari í dag og fékk sér vænann slurk af vatni.Enn er hún samt ekki hólpin og er ég efins um að hún nái sér,allavegana þarf kraftaverk til þess.

Við fórum svo af stað með tíkurnar þrjá eða öllu heldur 2 og hálfa því að Busla er nú orðin ansi gömul og farin að þreytast elsku kellingin að verða 15 ára gömul.
En það mátti nú ekki taka þetta frá henni að fá að fara með í hasarinn,hún gæti að minnsta kosti þvælst eitthvað fyrir á sínum þremur fótum og með eitt auga í lagi og hálfheyrnalaus.

Skvetta og Súsý voru ekki lengi að finna minkinn!
Hebbi hjálpaði þeim að rífa upp draslið sem hann faldi sig undir við hænsnakofann og út stökk hann og inní kindagirðinguna og inn í rör þar!

Nú upphófst mikið gelt og læti og voru tíkurnar gjörsamlega brjálaðar yfir því að komast ekki inní rörið til að ná honum Ljóta.Ég lamdi með hamri utaní rörið einsog óð væri og reyndi að hrekja hann útúr rörinu en það gekk ekki upp enda tíkurnar fljótar að heyra öskrin og gargið í honum og hröktu hann altaf inn aftur.Hebbi lyfti upp rörinu og hrissti það og marg lét það detta.
Ekki kom Ljóti út heldur öskraði og gerði sig breiðann inní rörinu með látum.
Skvetta gerði nokkuð sem ég hef aldrei séð hana gera áður en hún réðist á Súsý litlu systur sína og ætlaði að tæta hana í sig og tókst mér að öskra hana af henni!
Hún var orðin svo tryllt yfir því að ná ekki minknum að hún lét það bitna á litlu systur sinni.
Á endanum kom Hebbi með langt plaströr og stakk því innum annan endann á rörinu og hrakti minkinn útum hinn endann en þar var Súsý þessi litla flís sem að fékk hann beint í fangið þennan líka rosastóra högna!

Hún var ekki lengi að bíta sig fasta á hann og vafði hann sig um hausinn á tíkinni og börðust þau í nokkrar sekúndur eða þartil að Skvetta kom að hjálpa henni.
Busla gamla var ekki alveg að átta sig á því sem var að ske fyrren ég kallaði í hana og sú hrökk í gang!!

Varð á sekúndubroti ung í annað sinn og læsti skoltunum í hnakkadramdið á minknum og Skvetta fór á hinn endann og Súsý litla dinglaði í miðjunni.

Og á augabragði var hann aflífaður..............
17.11.2013 23:00

Minkur fór í endurnar!

Ég er BRJÁLUÐ!!!!!!!!!!
Helv..... minkandskoti komst inní minkheldu girðinguna (fann smá gat) hjá öndunum okkar og drap 4 af sex.Tvær eru í andaslitrunum núna á gjörgæslu inná kaffistofu og er ég ekki viss um að þær lifi þetta af.
Hebbi spennti gildru í slóðann sem við fundum eftir minkinn og ef hann er ekki kominn í gildruna á morgun þá verða þær Busla,Skvetta og Súsý að finna kauða og klára hann.

Aumingjans öndin er svo bitin á hálsinum en þiggur samt smá vatn greyið.

Þessi ræfill er enn verr farin og lifir líklega ekki nóttina af .

17.11.2013 19:42

Útigangurinn ánægðurÞeim finnst gott að kíkja inní hlýjuna hrossunum og fá sér smá tuggu á meðan að veðrið lemur allt að utan.En um leið og tuggan er búin eru þau rokin aftur út á kroppið eða í betra skjól.

Þeim líkar nefnilega betur við að standa undir húsvegg en inní húsi ef þau hafa val.

Dreyri Hyllingarsonur kíkti líka inn,ansi snotur fimmgangs folald sem rúllar um á fínu tölti og brokkið er stórstígt og svifmikið.
Hann er frátekinn í nokkra daga en hann gæti verið á leið út til Þýskalands.

11.11.2013 19:10

Kistur að fyllast......


Toppur (hrússinn okkar) fór í yfirhalningu og eftir 8 tíma törn þá leit hann svona út blessaður kallinn minn.

Búið að úrbeina,hakka og hakka hann aftur og pressa úr honum 114 hamborgara og restin 5 kg af hakki fór í minni einingar í frystipoka.
Kallinn varð svo spenntur á skammtaranum að hann fór með hvern borgara uppí 170-180 grömm!

Ransý ég ætla að gera svona stórann hamborgara!,

Ég bara þagði og pressaði og pressaði sem mest ég mátti og hafði vart undan.

Hann Toppur skilaði 25 kg og ef við hefðum vandað okkur meira þá hefðum við fengið enn meira af honum en eitthvað verða tíkurnar á bænum að fá líka að naga utanaf beinunum.

Við dunduðum okkur við þetta í óveðrinu um daginn enda lítið hægt að gera úti og reyndar var búið að biðja fólk að halda sig innandyra ef það mögulega gæti.

Ekkert fauk um koll hjá okkur og allt í stakasta lagi.Hinsvegar heyrðum við af fjúkandi hrossum ásamt trampolínum og garðstólum hjá vinafólki okkar sem hafði vart undan að tína sama hrossin sem fældust í gegnum allar girðingar af ótta við þessi fljúgandi tæki.
Sem betur fer þá hlutu hrossin ekki skaða af annað en mikinn hjartslátt og hræðslu en það þurfti nú ekki nema að hrissta plastpoka og þá duttu þau á dúnalogn!
Alveg merkilegt hvað plastpoki getur haft góð áhrif á hrossin

09.11.2013 21:27

Bötun kinda hefst og ýmislegt fleira


Flottur dagur að kveldi kominn með hinum ýsmum bústörfum.
Fórum og gáfum strokugæsunum okkar brauðið sitt,þær eru orðnar ansi spakar og koma hlaupandi við fót á móti okkur þegar að við köllum í þær.Við erum búin að venja þær við það að koma altaf á sama staðinn og bráðlega setjum við upp stórt búr (við erum að tala um risastórt!) og svo á að lokka þær inní það með brauði.

Næst var að sinna kindunum sem voru teknar inn fyrir 2-3 dögum og settar á sérfæði,úrvals rúlla opnuð handa þeim og tóku þær vel í hana en finnst samt voða gott að fá bara að vera úti við opið þannig að opnuð var önnur rúlla úti en lakari eða fyrning frá í fyrra handa Hrók sem er einn uppfrá með kindunum.

Ég veit eiginlega ekki hvort þeim finnst betra að vera úti við opið eða lokaðar inni með úrvals hey.
Beit hér er ennþá svo góð og þær eru með hálfgerðann rennikúk þannig að þær fá að vera aðeins lengur úti.
Þetta eru óttalegar dekurkindur og fá svolítið að ráða:)

Kanínurnar eru orðnar bygglausar blessaðar og eru eingöngu á heyi núna.Það er smá svekkelsi í þeim yfir þessu og rukka þær mig stíft um kornið en bráðum kemur betri tíð með korn í stórsekk og þá munu þær taka gleði sína á ný.

Hænurnar eru líka bygglausar og finnst mér lyktin í hænsnakofanum vera sterkari eftir að þær fóru eingöngu á varpköggla og brauð.
5 íslenskar hænur eignuðust nýjan eiganda í dag og þarmeð eru þær íslensku einsog þær kínversku uppseldar í ár.
Ég ætla að eiga semsagt þessar 5 íslensku sem eftir eru til að fá hvít egg á móti þeim grænu og fölbleiku sem þær amerísku verpa handa okkur.

Hrossin eru komin á kafabeit en það spratt mjög vel í sumar og eins hefur hrossunum hér fækkað duglega eftir smá tiltekt og einnig hafa nokkur selst.
Ég er óskaplega ánægð með að vera komin niður fyrir töluna 20 sem við eigum en það er markmiðið að fara ekki uppfyrir þá tölu aftur enda voða þægilegt að eiga við þennan hóp af hrossum sem hér er í td ormalyfsgjöf og öðru dúllerýi.

Hér eru einungis 2 folöld óseld eftir sumarið og eru það að sjálfsögðu hestfolöld.

Við megum búast við cirka 10 folöldum á næsta ári ef allar hryssur hafa fest fang og halda í vetur.

Mön frá Litlu Ásgeirsá  sótrauð/skjótt/litförótt.

Mön gamla fékk við Borgfjörð Aðalssyni og er þetta síðasta folaldið sem hún mun ganga með,sú gamla er að verða 25 vetra næsta vor.

Enn lítur hún mjög vel út,feit og frísk til fótanna og algerlega óbiluð hryssan.

 
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 169
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213957
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 04:10:42