Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2011 Október

04.10.2011 16:02

Haustverkin hér á bæ......


Polly frá Víðihlíð.

Hér ganga dagarnir fyrir sig með hverju verkefninu á fætur öðru.



Þrúður og Laufey Hróksdætur.

Hrossin komin á haustbeitina sína og geldingar og stóðhestar komnir saman í rúllu eða við opið hesthúsið en hér hefur ringt ansi mikið undanfarið og Hrókur sem er forkelaðist ungur að árum og er ekki góður eftir það vill komst inní upphitað hesthús þegar að tíðin er svona blaut.

Við erum búin að heimaslátra því sem við þurfum í ár og nú er bara að fara að saga niður og vacumpakka.

Við fórum í höfuðborgina í gær að versla hitt og þetta td sittlítið af hverju fyrir bjúgnagerðina hjá nokk.is og þar á bæ fengum við þær upplýsingar að það væri sprenging í sölu á allskyns vörum til heimamatvæla framleiðslu sem segir mér að það sem ég sagði fyrir nokkrum árum er rétt.

Til að tækla hrunið verðum við að bakka tilbaka eins og kostur er og reyna að bjarga heimlinunum með öllum ráðum og reyna að snúa okkur beint í náttúruna því að ætla sér að versla útúr búð alla þá matvöru sem maður þarf er bara ekki hægt lengur.

Það sem áður þótti sport er nú orðin nauðsyn og finnum við fyrir miklum þrýstingi frá fólki að leyfa því að vera með kindur hjá okkur og er það fólk úr öllum stigum í þjóðfélaginu sem hér bankar uppá og vill annaðhvort fá að hafa kindur með okkar kindum eða setja niður gáma hjá okkur en það er bara ekki svona einfalt og við rétt ráðum við það sem við erum með.

Krissa mín í ham:)

Hér á bæ á að reyna sig við bjúgnagerð í fyrsta sinn og ég og dóttlan á bænum gerðum í fyrsta sinn saman lifrapylsu í gærkveldi og tókst hún bara vel hjá okkur en ég minnkaði nú samt mörinn um 100 grömm í uppskriftinni.


Kartöflurnar bíða upptöku og höfum við átt flott grænmeti í körunum sem nú þarf að fara að klára að taka upp.
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 93
Gestir í dag: 9
Flettingar í gær: 135
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 280666
Samtals gestir: 32698
Tölur uppfærðar: 19.3.2024 04:33:39