Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2017 Febrúar

22.02.2017 23:03

Súrdeigs dellan mikla


Brauðkind
Nú er enn ein dellan búin að grípa mig og það er súrdeigsbrauðgerðar dellan.
Ég fékk súrdeigsmóður hjá góðri konu og í gær eignaðist ég keramik disk sem er í raun pizzasteinn en með honum fylgdi pizzahnífur og risastór spaði sem mér datt í hug að væri frekar til að rasskella óþekka krakka eða einhvern sem óþekkur er.

Nú ég smellti mér í gær í undirbúninginn og með hjálp you tube og Kitchen Aid hrærivélinni minni varð til þetta flotta brauðdeig sem lyfti sér með látum.
Svo var næst að slá það saman aftur og láta það hefa sig á hlýjum og góðum stað yfir nótt.Setja plast fyrir skálina svo að deigið tapaði nú ekki rakanum.
Þetta gerði ég svo samviskusamlega að aumingjans brauðdeigið leit út eins og það hefði lent í stórátökum við plastið um nóttina (sem það gerði reyndar) og var það eins og fangi í spennutreyju.

Nú ég bar mig bara vel og hélt áfram með þessa deigklessu mína og var nú að reyna að biðja hana afsökunar á þessum mistökum mínum í von um að deigið myndi sína smá líf.

Allt kom fyrir ekki en inn fór klessan á nýja fína pizzasteininn og ég krossaði putta og eftir 30 mínútur kom ilmandi brauðið útúr ofninum.
Það leit út fyrir að vera afkvæmi einhvers sem hefði átt að verða pizzubotn og brauðhleifs,semsagt mitt á milli,hálfgerður brauð bastarður.

En ilmurinn af þessu var góður og mjög stökk skorpa þannig að eitthvað tókst!

Svo kom að því að skera pizzubotnahleifinn en líklega hefði vélsög gagnast betur við verkið í stað brauðhnífsins.
Ekki tók betra við þegar að tyggja átti herlegheitin.
Við hjónin þjösnuðumst við að tyggja og gátum ekki talað neitt við hvort annað á meðan.
Stökkt að utan og seigt að innan.
Þetta var sannkallað haltukjaftibrauð og við erum enn ekki farin að geta talað saman fyrir harðsperrum í kjálkunum.

Framhald á morgun í súrdeigsbakstrinum því ég gefst ekki svona auðveldlega upp sko!

20.02.2017 22:23

Fjárhús partý hjá kindunumHebbi minn var ekkert glaður maður í dag þegar að hann kom í fjárhúsið.
Við sem skildum svo fallega við allt í gær og allt var svo fínt og ný ilmandi rúlluð opnuð og svo bara var partý í alla nótt!

Það gleymdist að loka einu hliði og þær voru ekki lengi að átta sig á því kindurnar og streymdu þær frammá gang og dönsuðu stríðsdans í kringum rúlluna,tættu hana niður og skitu og migu í hana.
Trilluðu sér svo inn allan gang og skitu meira og lögðu sig og voru svo ekkert nema brosið og ropið þegar að kallinn kom í fjárhúsið að gæta að þeim.

Ekki nóg með það þá voru þær búnar að rífa niður kaðla og dót og dreifa um allt og skoða allt sem nef þeirra náði í dæssssssssss..................

Þetta er ekki í fyrsta og líklega síðasta skiptið sem þetta gerist.

Jæja,ég þreif og tók til eftir þær og kallinn gaf út tvær rúllur í kindahólfið og svo gáfum við útiganginum líka.

Allir sáttir og sælir og við komumst heim á skikkanlegum tíma í fréttir og mat þrátt fyrir ævintýri dagsins í fjárhúsinu.

Öll hin dýrin á bænum voru til fyrirmyndar...............skrans...............!

Nei nei nei hvaða vitleysa!


Englavængur

Endurnar voru reyndar líka með óþekkt,þær hafa verið að koma inn síðustu 3 daga haltrandi og með siginn rass og ekki borðað neitt voðalega vel fóðurskammtinn sinn.
Ein kellan lét bera sig inn og það munaði litlu að það þyrfti að bera hana út líka á morgnana.Svo allt í einu kveiknaði á perunni hjá kallinum,hann strunsaði útí gerðið þarsem aligæsirnar fá sitt daglega brauð og viti menn!
Endurnar voru búnar að átta sig á leiðinni þangað og átu á sig gat og sér til óbóta.
Þær þola illa mikið brauð og þá sérstaklega Pekin endurnar en þær virðast verða haltar og skakkar af of miklu brauðáti blessaðar.


19.02.2017 21:58

Bjúgna og pylsugerð


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

17 og 18 Febrúar

Það var aldeilis gorgeir í mér og dóttlu í gær en við ætluðu

m sko að renna 130 kílóum af tilbúnu bjúgnahakki í gegnum Hobartinn á núll einni en þegar að 3 klukkutímar voru komnir og við búnar að gera 100 bjúgu þá fór mér að sortna fyrir augum og verða flökurt.
 Við gleymdum að stoppa í látunum og fá okkur að borða og drekka.
Við skelltum í okkur sviðasultu og sólberj
adrykk og vola,tvíelfdar!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Riddaraliðið mætt með bros á vör.

Ég ákvað samt að kalla á riddaraliðið og örfáum mínútum síðar birtust vinir okkar af næsta bæ boðin og búin að aðstoða og kæróinn hennar dóttlu ásamt börnunum sem létu sitt ekki eftir liggja í bjúgna og pylsugerðinni.
Hebbi minn sem átti nú að fá að hvíla sig enda mikið búið að mæða á kallinum skellti sér líka í eldhúsið og þá komust ekki mikið fleiri þar inn en margar hendur unnu létt verk.


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Krissan mín og kæróinn hennar.


Ungur nemur gamall temur.

En svo smátt og smátt duttu krakkarnir út og steinsofnuðu blessuð enda ekki á hverjum degi sem þau lenda í svona ævintýri að gera bjúgu og pylsur.


Pylsugerðin spennandi!

Ég frétti það í dag að þeim hlakkaði mikið til þegar að næsti hestur í Ásgarði dytti niður dauður!
Tek það fram að þessi fékk hjálp við það lol!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Smá grín í gangi með stóra "bjúgað"!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Dóttlan með fyrstu heimagerðu pylsuna sína.

Við fullorðna fólkið héldum áfram fram á rauða nótt og kláruðum verkið.
Bjúgun fóru svo öll í reyk í dag og verða reykt næstu daga og svo verður eitt tekið heim og prófað og í framhaldinu ákveðið hvort reykja eigi lengur.
Svo er það bara að vacumpakka þeim og ofaní kistu.

Dagurinn í dag fór í að þrífa almennilega eldhúsið og skúra gólf og skrúbba allt hátt og lágt.
Nágranna konan kom yfir og við umpottuðum á blómum enda vorið að banka á dyrnar þrátt fyrir að miður Febrúar sé.
Eldaði og bakaði eina eplaköku og ætla að þeyta rjóma og setja aukreitis jarðaber oná,við eigum smá dekur skilið eftir þetta hörkupúl allt saman!
Takk alveg endalaust öll sem komuð og hjálpuðu okkur í gær/nótt !

  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 811
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208496
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 16:02:15