Heimasíða Ásgarðs

19.02.2017 21:58

Bjúgna og pylsugerð


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

17 og 18 Febrúar

Það var aldeilis gorgeir í mér og dóttlu í gær en við ætluðu

m sko að renna 130 kílóum af tilbúnu bjúgnahakki í gegnum Hobartinn á núll einni en þegar að 3 klukkutímar voru komnir og við búnar að gera 100 bjúgu þá fór mér að sortna fyrir augum og verða flökurt.
 Við gleymdum að stoppa í látunum og fá okkur að borða og drekka.
Við skelltum í okkur sviðasultu og sólberj
adrykk og vola,tvíelfdar!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Riddaraliðið mætt með bros á vör.

Ég ákvað samt að kalla á riddaraliðið og örfáum mínútum síðar birtust vinir okkar af næsta bæ boðin og búin að aðstoða og kæróinn hennar dóttlu ásamt börnunum sem létu sitt ekki eftir liggja í bjúgna og pylsugerðinni.
Hebbi minn sem átti nú að fá að hvíla sig enda mikið búið að mæða á kallinum skellti sér líka í eldhúsið og þá komust ekki mikið fleiri þar inn en margar hendur unnu létt verk.


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Krissan mín og kæróinn hennar.


Ungur nemur gamall temur.

En svo smátt og smátt duttu krakkarnir út og steinsofnuðu blessuð enda ekki á hverjum degi sem þau lenda í svona ævintýri að gera bjúgu og pylsur.


Pylsugerðin spennandi!

Ég frétti það í dag að þeim hlakkaði mikið til þegar að næsti hestur í Ásgarði dytti niður dauður!
Tek það fram að þessi fékk hjálp við það lol!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Smá grín í gangi með stóra "bjúgað"!


Mynd frá Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir.

Dóttlan með fyrstu heimagerðu pylsuna sína.

Við fullorðna fólkið héldum áfram fram á rauða nótt og kláruðum verkið.
Bjúgun fóru svo öll í reyk í dag og verða reykt næstu daga og svo verður eitt tekið heim og prófað og í framhaldinu ákveðið hvort reykja eigi lengur.
Svo er það bara að vacumpakka þeim og ofaní kistu.

Dagurinn í dag fór í að þrífa almennilega eldhúsið og skúra gólf og skrúbba allt hátt og lágt.
Nágranna konan kom yfir og við umpottuðum á blómum enda vorið að banka á dyrnar þrátt fyrir að miður Febrúar sé.
Eldaði og bakaði eina eplaköku og ætla að þeyta rjóma og setja aukreitis jarðaber oná,við eigum smá dekur skilið eftir þetta hörkupúl allt saman!
Takk alveg endalaust öll sem komuð og hjálpuðu okkur í gær/nótt !

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296320
Samtals gestir: 34099
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:38:30