Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2010 Júní

21.06.2010 23:20

Heilladís (LM Sokka:) köstuð þann 14 Júní Sif köstuð sama dag:)


Röskva frá Ásgarði
Heilladís frá Galtanesi var svona frábær að koma með þessa flottu hryssu sem rúllar um á mjúku hágengu tölti.Faðirinn er Astró frá Heiðarbrún.

Flott framtíðarhryssa sem ég er mikið montin með.

Astró afkvæmin eru háfætt,bollétt og yfirlínan alveg afbragð.

Vilji frá Ásgarði SELDUR/SOLD
Sif dóttir Heilladísar og Hróks okkar kastaði sama dag og mamma sín og kom með þennan líka flotta Astró son.
Hann sýnir flott tölt og grípur í skeið inná milli.

This foal is for sale,very pretty guy with allot of tölt!

Here is his albúm Vilji frá Ásgarði
If you are interest in this foal please contact me in this email adress ransy66@gmail.com

19.06.2010 19:33

uvhvuvhvhjjkjkjkn

nbibjkbklbkklbj

14.06.2010 15:02

Litla Löpp köstuð þann 10 Júní


Litla Löpp gladdi okkur óseigjanlega með því að koma með þessa fallegu skjóttu dömu sem fer um á gormabrokki!

Sú stutta gormast um túnið einsog ballerína og gefur bræðrum sínum ekkert eftir þegar að hún flýgur af stað með látum og áhyggjufull móðirin í loftköstum á eftir folaldinu sínu.
Hingað til hafa þau ekki verið svona "óþekk" skín úr augunum á mæðrunum þetta sumarið hehehehehehe.........:)
Astró börnin eiga það nefnilega sameiginlegt að vera leikglöð og kát með afbrigðum.

Frétti af Astró syni í Borgarfirðinum sem er svona rosalega hress og sprettharður líkt og systkini hans hérna megin.
Enn ein áhyggjufull móðir þar í loftköstum:)

Nú svo fæddist enn einn Astró strákurinn hér í Garðinum undan stórri Hróksdóttur en sá stutti var svo óheppinn að einn geldingurinn í hópnum ákvað að eigna sér hann og móðirin sat eftir súr á svip og skildi ekki neitt í neinu.

Sem betur fer sást hvað var í gangi og eigendurnir voru skjótir til að grípa inní og tóku þau mæðgin inn á hús og náðu að sameina þau svo að það ævintýri endaði farssællega.

Astró kallinn er hér niður á túni að taka á móti börnunum sínum og sinnir mæðrunum þess á milli.

Mér telst til að hann sé með 17 hryssur hjá sér í ár.

Er snöggur að þjónusta þær í réttri röð auðvitað en engin hryssa fær afgreiðslu hjá honum nema hann sé búinn að skanna hvort hún sé ekki alveg örugglega á hárréttu augnabliki til að fyljast.

Mikið afskaplega er þetta kurteis og þægilegur hestur að hafa í stóði.

Hrókur minn er atvinnulaus í sumar og ef einhver þarna úti myndi hafa handa honum nokkrar hryssur til að dunda sér í sumar gegn hagagöngu (get tekið hann heim aftur hvenær sem er:) þá veit ég að hann yrði mikið kátur með það.

Hafið samband annaðhvort í netfangið ransy66@gmail.com eða í síma 869-8192

11.06.2010 17:05

Hylling köstuð þann 8 Júní

Hylling kastaði uppúr miðnætti þann 8 Júní og enn einn strákurinn undan Astró leit dagsins ljós.

Fallega skapaður rauðstjörnóttur strákur mættur og var hann varla staðinn upp þegar að hann var farinn að ólmast um á löngu löppunum sínum svo að Hylling mátti hafa sig alla við að elta drenginn sinn.
Gaman að hafa ungviðið svona beint fyrir utan stofugluggan hjá sér og fylgjast með.

04.06.2010 20:22

Stórstjarna köstuð þann 4 Júní


Stórstjarna kastaði uppúr 03:00 síðastliðnu nótt og rölti ég niður á tún í dag til að skoða gripinn.
Þarna lá bleikt folald,ekkert nema lappirnar:)
Ég laumaðist í taglið á honum til að kíkja undir en þar var engin "slaufa"bara eitt gat.

Þetta verður strákaár í ár enda hafa merfolöldin ráðið ríkjum hér mörg undanfarin ár og greinilega tími til kominn fyrir strákana að láta ljós sitt skína.
Uppúr hádegi í dag var ég að vinna við myndatöku á hrossum útí Sandgerði og það gerði svo mikla "þoku"að vart sást á milli bæja á tímabili.

LM Sokka og L-Löpp Garðskagaviti í felum á bakvið.

Þessi skrítna þoka var nú ekki einsog hún er vön að vera,köld með raka og eftir svolitla stund úti var ég farin að átta mig á því að munnurinn á mér var orðinn þakinn fínu sanddufti.
Það hlaut eitthvað að vera,öskufjúk hér yfir allt og fólk komið með særindi í augu og öll vit að fyllast af fínu duftinu.

Ekki kann maður að hegða sér í svona aðstæðum!
Þegar að heim kom þá reif ég upp allar hurðar vegna hita og lét ég blása hressilega í gegnum húsið.

Ekki leið á löngu þartil ég var næstum dottin um koll á flísunum bæði inná baði og frammí gangi vegna öskunnar sem gerði sig heimakomna hér innum allt!

Rosalega verða flísar hálar við það að fá svona öskuduft á sig!

En hvaða hvaða væll er þetta í manni hér þarsem við höfum sloppið mikið vel.

Vonandi fer að koma ausandi rigning á bændur í nágrenni við gosstöðvarnar svo að askan fara að stoppa og gróður geti farið almennilega af stað.

Það getur bara ekki verið auðvelt að anda að sér þessu ógeði fyrir austan fjall,hvorki fyrir menn né skepnur.

Sendi öllum fyrir austan mínar bestu kveðjur með von um betri tíð og blóm í haga.

01.06.2010 23:30

Fjalladís (Skjóna mín:) köstuð þann 1 Júní

Ég var á vaktinni til 07:00 í morgun og enn rölti hún Skjóna mín um túnið að leita sér að stað til að kasta á þegar að ég loksins gafst upp og sofnaði.

Stuttu síðar kastaði hún og kom í heiminn móálótt hestfolald,afar fallegt á að líta og háfætt einsog pabbinn hann Astró.

Sá lappalangi stikaði um á tölti þegar að ég fór niður á tún í dag að skoða hvort kynið Skjóna hefði komið með.

Skjóna hleypti mér að til að skoða nýja soninn sem að hélt að ég væri alveg tilvalinn vinur til að kljást við hehehehe.....:)

Ekkert smá krúttlegur svona glænýr að kljást við mig með litlu snoppunni sinni alveg óhræddur.

Ég var með cameruna mína en ekkert gekk mér að ná almennilegum myndum.

Batterýin að tæmast og ekkert gaman að reyna að ná almennilegum myndum af nýja gripnum.

En í kvöld kom hún Valgerður vinkona mín með 2 hryssur undir hann Astró og auðvitað var hún með cameruna sína og smellti hún nokkrum myndum af honum Lappalang:)

Seinna um kvöldið komu svo 3 gestahryssur í viðbót í hólfið hans Astró og nú eru einungis 3 laus pláss undir hann í sumar.

Til gamans má geta að hann Astró er samfeðra þeim stórglæsilega stóðhesti Tind frá Varmalæk sem varð heimsmeistari í fimmgangi í Sviss 2009.
Fleiri upplýsingar um Astró frá Heiðarbrún

Falleg rigningarmynd af Vordísi með Hróksson í rigningunni.

Við fengum langþráða rigningu í dag og veitti ekki af að bleyta aðeins í jörðinni.

Samt sem áður er spretta hér með mesta móti en hitinn undanfarnar vikur hefur gert heilmikið fyrir sprettuna þó að rigninguna hafi vantað með.

Takk fyrir myndatökuna vinkona Valgerður:)
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 751
Gestir í dag: 161
Flettingar í gær: 314
Gestir í gær: 140
Samtals flettingar: 208436
Samtals gestir: 23186
Tölur uppfærðar: 24.9.2023 14:56:40