Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2012 Nóvember

16.11.2012 23:31

Seinna smalið í dag


Mættum í smal á slaginu 13:00 í dag og vorum við alltof fá og bjartsýn til að byrja með.
Lögðum af stað 3 manneskjur en svo bættust við fljótlega fleiri og í restina vorum við orðin 7.
Það snjóaði á okkur og gerði soldið dimmt stundum og snjófjúkið ruglaði mann algerlega í ríminu og voru flestir farnir að tapa áttum og farnir að labba í kolvitlausa átt.

Ég átti að ganga í átt að rennunni á eftir fénu þegar að það kom að en ég tók mið af röngum staur og gekk beint í veg fyrir féð eða það sagði kallinn minn mér að ég hefði gert.
Ég gerði mér enga grein fyrir því.

Sjonni á Arnarhól hélt hann væri í allt öðru horni á girðingunni og var víst farinn að snúast eitthvað í hringi til að reyna að átta sig á stöðunni.

Við sem erum vanalega í cirka 40 mínútur að labba hólfið og smala vorum í fimm klukkustundir að eltast við óþekktar skjátur um allt sem að tvístruðu sér í allar áttir og fóru um í aðskildum hópum.

Þrisvar sinnum taldi ég þær fara framhjá rennunni og stukku þær bara á smalana í fyrirstöðunni og var ég farin að hugsa stíft til Svans í Dalsmynni og hundanna hans meðan ég bölvaði skjátunum sundur og saman.

Forysta rallý rolla!
Við náðum þó góðum hóp inn en þá var hún Forysta okkar farin með stóran hóp á eftir sér og var einsog rallý rolla um allt hólf!

Líklega var hún með megnið af okkur kindum (áttum ekki nema 9 stykki) með sér og tætti um allt létt á fæti.

Hún náðist inn ásamt góðum hóp og var það holl númer 2 sem þá rakst inní réttina.

Hundurinn Pjakkur frá Arnahól var farinn að sýna góða smalatakta og létti það strax miklu álagi af öllum en hann mætti vera harðari í kindunum og ákveðnari þá væri hann nú bara nokkuð góður.

Ég mætti með hana Súsý litlu í löngu bandi,ekki veit ég hversvegna en það er kannski ekki sniðugt að vera með minkaveiðihund með í smali en þó!

Hún getur gelt frá sér allt vit og spangólaði ógurlega ef maður stoppaði,þvílík sorg að þurfa að vera í bandi og mega ekki taka aðeins í lurginn á stóru "minkunum":)

En það lagaðist nú í restina því nú voru smalarnir að verða ansi úríllir og öskureiðir eltandi 4-5 gemsur og ein galhörð hreinræktuð forysta sem fór fyrir hópnum og ætlaði sko ekki að láta tækla sig.

Á endanum byrjuðu kindunar að uppgefast og leggjast niður og þá var um að gera að keyra í hvelli og sækja þær.

Sjonni og Pjakkur náðu að stoppa af forystugemsann og stökk Sjonni á hann og var honum skutlað öfugum uppí kerruna okkar.

Silla sat hjá annari og var að verða ansi köld loksins þegar að við fundum hana og kindina.

Næstu tvær voru keyrðar uppi þartil þær lögðust en það var nú allur vindur að tæmast úr þeim fyrir.

Súsý litla fékk loksins að spretta úr spori á eftir þeirri síðustu og stökk í hana aftanverða og hengdi sig fasta í ullina þartil kindin missti kjarkinn við þennan 7 kg aðskotahlut dinglandi aftaní sér rífandi kjaft.

Hún var voða stolt að hafa náð svona stórri bráð og vonandi verður þetta ekki til þess að hún fari að sækjast í kindurnar.

Reyndar hefur hún engan áhuga á kindum nema bara uppí hólfi,þá missir hún sig algerlega enda allir æpandi og hlaupandi og auðvitað veit hún að þá er eitthvað meiriháttar skemmtilegt er að ske.

Á endanum var orðið svo dimmt að við urðum að hætta því við áttum eftir að draga í sundur féð og keyra heim.

2 skjátur eru ennþá eftir uppfrá en það svosem væsir ekki um þær og næg beit eftir í hólfinu.

Þegar að við komum niður í rétt með óþekktar skjáturnar þá beið eftir okkur sá besti sjóðheitur kaffisopi sem ég hef þegið.

Mér hlýnaði vel og enn betur þegar að við fórum að draga í sundur.

Allar 9 kindurnar okkar skiluðu sér og allar litu vel út og verður gaman að fóðra þær í vetur svona flott útlítandi eftir góða haustbeit.

Við drifum okkur svo beint heim og ég tók upp gulrætur,dreif súpukjöt í pottinn og gerði allt klárt og stillti pottinn á klukkutíma.

Setti ofninn í botn inní svefnherbergi og svo drifum við okkur út en kindurnar biðu ennþá í hestakerrunni.

Þær voru nú ansi glaðar að hittast flestar nema Kráka sem var fyrir heima og hún Forysta sem var að koma heim.

Þvílíkur slagur sem upphófst á milli þeirra!

Forysta var ekki einu sinni komin inní krónna heldur stökk uppí garðann og slóst við Kráku þar í gegn!

Það upphefst alltaf skrítið jarm þegar að svona slagur brýst út og verða hinar kindurnar hálf aumar yfir látunum.

Jæja,en við kláruðum verkin okkar og drifum okkur heim.

Kallinn í heita sturtu og ég í heitt bað og svo vola,sjóðheit kjötsúpan tilbúin og Saladmasterinn hélt henni vel heitri á meðan við vorum úti þó potturinn væri búinn að slökkva á sér fyrir löngu.

Er ekki lífið yndislegt:)!

15.11.2012 19:30

Ormahreinsun og hrossin komin inná vetrarbeitinaVon og Hugmynd

Þá er búið að ormahreinsa stóðið hér á bæ og flokka aðeins.

Ég fékk kærkomna hjálp frá góðum vinum mínum,takk fyrir Boggi og Eygló.

Ekki veit ég hvar við værum án ykkar:)

Hér á bæ voru sett á 2 folöld í von um að einn dagnn seljist þau.

Nói frá Ásgarði undan Mön gömlu og Vála sem eru bæði litförótt og er þetta gert að gamni í annað sinn að leiða saman tvö litförótt og í bæði skiptin small þetta allt saman og Mön hélt strax og gekk ekki upp.

Hitt folaldið er hún Menja frá Ásgarði undan Eðju og Hrók.

Vindótt snoturt folald sem ég veit að selst einn daginn.

Flest eru svo seld en sala hefur verið þokkaleg.

Ég var búin að gera voðalegt reiðiblogg sem að hvarf bara útí loftið þegar að sprakk hér pera og rafmagnið fór af.

Þarsem stundum fýkur í mig þá rýk ég frammá lyklaborðið með látum en það er nú ekki lengi að fara úr mér aftur.

Málið er að þegar að selst hér hross og ég get ekki þagað um það og set það á netið að eitt stykki hafi selst þá haugast á mig póstur frá hinum og þessum sem vilja fá mig til að setja inná síðuna mína hross í öllum gerðum og stærðum og er það svosem alltílagi og bara gott mál EF að viðkomandi sýnir af sér þann heiðarleika að bjóða fram heilbrigða og góða vöru en ekki skemmda og hættulega.

Eitt hættulegt hross getur stórskaðað og hefur stórskaðað grandalausa kaupendur útí heimi og það er meira að segja til fólk sem að situr í hjólastól með smekk og þarf að mata.

Viljum við hafa slíkt á samviskunni að hafa vitandi selt hross sem er steikt í hausnum bara af því að við vildum ekki vera sá/sú í röðinni að hafa þurft að senda það á vit feðranna og tapað þarmeð peningnum sem við greiddum fyrir það......?

Trúi því bara varla uppá nokkra manneskju.........

Ég tek ofan fyrir því fólki sem hefur það að stefnu sinni að láta óknyttahrossin fara í hvíta húsið því einn svoleiðis gripur auglýsir viðkomandi ræktanda verr en 10 góð hross gera.

Ég sjálf er búin að fara nokkrum sinnum í gegnum þennan pakka og oft var ég sem unglingur sett á hin og þessi tamningartrippi án þess að mig óraði fyir því hve lítið þau væru tamin eða þau voru búin að vera með kúnstir og vesen.

Sem betur fer þá hef ég sloppið vel og bara einu sinni brotnað en þá rófubeinsbrotnaði ég á einum ansi hressilega klikkuðum hesti.

Ég gat með engu móti setið hann alla rokuna og datt þegar að hnakkurinn fór undir kvið þegar að hann stökk útundan sér í rokunni og snarsnerist.

En ég náði helvítinu aftur og girti hnakkinn betur og á bak aftur og sú roka var öllu lengri og endaði á því að ég varð að henda mér af baki áður en klárinn endaði með mig útá þjóðveg í veg fyrir bíla.

Ég var svosem ekki hætt svona ævintýrum og tók að mér hin og þessi hross og sum tókst að laga en fóru svo aftur í sama farið hjá eigandanum/eða nýjum eiganda.

Eftir að hafa kynnst mörgum hestgerðum og slasað mig á þeim á alla kanta þá sé ég alveg rautt þegar að fólk er að reyna að pranga svona skepnum áfram.

Ég sé aðallega rautt þegar að fólkið veit að það er að pranga truntu inná td lítið vanann ungling sem er kannski búinn að skrapa saman pening fyrir fyrsta hestinum sínum.

Ef þið þarna úti elskurnar mínar biðjið mig um að setja hross inná síðuna mína verið þá viss um að hrossið sé í þeim gæðaflokki sem bjóðandi er og ekki verra að hrossið sé A vottað.

Það er nú eiginlega algert skilyrði því að það er óhemju mikið af merum í ræktun sem er faðernið stenst engann veginn dna og tala ég af eigin reynslu.

Ein Náttfaradóttir hjá okkur er í dag föðurlaus,vorum einnig með Náttarsdóttur sem er föðurlaus,frekar leiðinlegt að vera búin að rækta undan td Náttfaradóttur í mörg ár og svo á hún bara einn daginn engan pabba!

Góðar myndir af hrossi í reið og video er nú eitthvað sem ég verð himinlifandi með:)

Og A vottun þá er ég í skýjunum!

Dæssssssss..........:)Þetta var nú meira pústið á kellunni!
10.11.2012 22:43

Elding Hróksdóttir seld:)


Elding frá Ásgarði
SELD/SOLD Iceland

Það kom að því að hún Elding seldist,ég er svo ánægð og hún er seld innanlands og fær gott heimili.

Það getur verið erfitt að vera BARA rauður (nösótt  reyndar líka:) en þau hross vilja verða soldið útundan hér á bæ og lítið sem ekkert spurt um þau.

Á morgun á að vera gott veður en kalt og núna er kjellan að hugsa um að rísa úr rekkju og hætta þessu veikindavæli og ná heim stóðinu og flokka það svolítið niður og koma merum og folöldum inná vetrarhagann þarsem þau verða frammá vor.

En fyrst fá folöldin fyrstu kennslu í hesthúsinu og verða ormahreinsuð áður en þau fara yfir á nýja beit.

Beitin er að minnka á haust stykkinu en enn er svolítið eftir af beit á túnunum og mega þau sem eftir verða klára það.
Mikið hlakkar mig til að takast á við þau en eins gott að grófflokka hópinn fyrst úti svo að ég komi inn hópnum sem á að ormahreinsa núna.

Hin fara bara beint niður á tún og inná hausthagann aftur og bíða þar þartil þeirra örlög verða ákveðin en það er tiltekt framundan.

Svo á að verða kolvitlaust veður strax aftur á mánudaginn,ég er ekki að nenna þessu veðri:(

04.11.2012 22:39

Í lagi með allt og alla eftir óveðriðBlankalogn í dag og vaknaði upp við fuglasöng eða tíst í einhverjum litlum fugli sem hefur lifað af veðurlætin:)


Hélt eitt augnablik að mig væri að dreyma og svo heyrði maður ekkert!

Enginn barningur og söngur í Kára og var það svolitið skrítið eftir margra daga ólæti.
Fór niður í merarstóð og þar voru allir í lagi og í fínu standi,sá ekki á þeim eftir veðrið.

Mokaði hesthúsið og gerði fínt en ég var með innilokuð hross alla helgina og hesthúsið orðið einsog svínastía enda ekki tekinn séns á því að moka út í klikkuðu veðri.

Nú er taka tvö í fyrramálið hjá henni Nótt Hróksdóttur en hún er að fara til Þýskalands á Miðvikudaginn.

Rjúpa og Pascale í smá gríni:)

Rjúpan mín kom heim í kvöld en hún er búin að vera fyrir austan á Völlum hjá henni Pascale í þjálfun og hefur staðið sig vel,báðar stóðu sig reyndar mjög vel og náðu vel saman:).

Rjúpan kenndi ansi mörgum trippum að teymast en merin er alveg frábær við trippin og alveg sama hve erfið þau eru,Rjúpan leggst bara á og dregur þau áfram alveg sama hvað þau setjast á rassgatið:)

Rjúpa er svolítið sérstök í hesthúsi en hún á bágt með að vera með öðrum hrossum í stíu en Pascale komst að því að það er hægt að setja hvaða trippi sem er með henni.
Hún elskar ungviðið og er góð við þau.

Hún verður einhverntímann góð mamma:)

Nú er ég að fá hálsbólguskít í mig og hausverk og þarsem mikil umræða var um lauk á Fésbókinni um daginn þá ætla ég að skera einn til helminga og setja á náttborðið mitt í kvöld og vita hvort þetta virkar!

Ef þetta er satt um laukinn og lækningamáttinn hans þá á ég að rísa upp alheil í fyrramálið:)

02.11.2012 09:46

Kolvitlaust veður og Nótt veðurteppt


Ég fór niður í hesthús áðan í skítakulda og hávaðaroki til að afhenda hana Nótt og knúsa hana og kyssa áður en hún færi af landi brott en hún er að fara til Þýskalands í næstu viku.

Fluginu var frestað vegna veðurs og einnig er ekki hægt að hreyfa hestatrailera í svona kolvitlausu veðri.Það er mjög óvenjulegt að íslenskir flugmenn fari ekki í loftið sem að segir manni hve vont veðrið er núna:(
En ég fékk nóg af súrefni í lungun fy
rir næstu dagana ef ekki vikurnar og Nótt fékk líka fullt af knúsi :)!

 Flight cancelled because of the very bad weather we are having her.To much risk to take a trailer full loaded of horses while cars are flying off the roads now because of heavy wind.So Nótt will be picked up next Monday morning:)
And I got allot of oxygen in my lungs for many days ore weeks and Nótt got allot of kisses and knús:)

Veðrið er að verða laglega klikkað og svona er það við Garðskagann núna og eflaust ennþá klikkaðra uppá Flugvelli!
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 203
Gestir í dag: 17
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213991
Samtals gestir: 24508
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 04:32:14