Heimasíða Ásgarðs

15.11.2012 19:30

Ormahreinsun og hrossin komin inná vetrarbeitina



Von og Hugmynd

Þá er búið að ormahreinsa stóðið hér á bæ og flokka aðeins.

Ég fékk kærkomna hjálp frá góðum vinum mínum,takk fyrir Boggi og Eygló.

Ekki veit ég hvar við værum án ykkar:)

Hér á bæ voru sett á 2 folöld í von um að einn dagnn seljist þau.

Nói frá Ásgarði undan Mön gömlu og Vála sem eru bæði litförótt og er þetta gert að gamni í annað sinn að leiða saman tvö litförótt og í bæði skiptin small þetta allt saman og Mön hélt strax og gekk ekki upp.

Hitt folaldið er hún Menja frá Ásgarði undan Eðju og Hrók.

Vindótt snoturt folald sem ég veit að selst einn daginn.

Flest eru svo seld en sala hefur verið þokkaleg.

Ég var búin að gera voðalegt reiðiblogg sem að hvarf bara útí loftið þegar að sprakk hér pera og rafmagnið fór af.

Þarsem stundum fýkur í mig þá rýk ég frammá lyklaborðið með látum en það er nú ekki lengi að fara úr mér aftur.

Málið er að þegar að selst hér hross og ég get ekki þagað um það og set það á netið að eitt stykki hafi selst þá haugast á mig póstur frá hinum og þessum sem vilja fá mig til að setja inná síðuna mína hross í öllum gerðum og stærðum og er það svosem alltílagi og bara gott mál EF að viðkomandi sýnir af sér þann heiðarleika að bjóða fram heilbrigða og góða vöru en ekki skemmda og hættulega.

Eitt hættulegt hross getur stórskaðað og hefur stórskaðað grandalausa kaupendur útí heimi og það er meira að segja til fólk sem að situr í hjólastól með smekk og þarf að mata.

Viljum við hafa slíkt á samviskunni að hafa vitandi selt hross sem er steikt í hausnum bara af því að við vildum ekki vera sá/sú í röðinni að hafa þurft að senda það á vit feðranna og tapað þarmeð peningnum sem við greiddum fyrir það......?

Trúi því bara varla uppá nokkra manneskju.........

Ég tek ofan fyrir því fólki sem hefur það að stefnu sinni að láta óknyttahrossin fara í hvíta húsið því einn svoleiðis gripur auglýsir viðkomandi ræktanda verr en 10 góð hross gera.

Ég sjálf er búin að fara nokkrum sinnum í gegnum þennan pakka og oft var ég sem unglingur sett á hin og þessi tamningartrippi án þess að mig óraði fyir því hve lítið þau væru tamin eða þau voru búin að vera með kúnstir og vesen.

Sem betur fer þá hef ég sloppið vel og bara einu sinni brotnað en þá rófubeinsbrotnaði ég á einum ansi hressilega klikkuðum hesti.

Ég gat með engu móti setið hann alla rokuna og datt þegar að hnakkurinn fór undir kvið þegar að hann stökk útundan sér í rokunni og snarsnerist.

En ég náði helvítinu aftur og girti hnakkinn betur og á bak aftur og sú roka var öllu lengri og endaði á því að ég varð að henda mér af baki áður en klárinn endaði með mig útá þjóðveg í veg fyrir bíla.

Ég var svosem ekki hætt svona ævintýrum og tók að mér hin og þessi hross og sum tókst að laga en fóru svo aftur í sama farið hjá eigandanum/eða nýjum eiganda.

Eftir að hafa kynnst mörgum hestgerðum og slasað mig á þeim á alla kanta þá sé ég alveg rautt þegar að fólk er að reyna að pranga svona skepnum áfram.

Ég sé aðallega rautt þegar að fólkið veit að það er að pranga truntu inná td lítið vanann ungling sem er kannski búinn að skrapa saman pening fyrir fyrsta hestinum sínum.

Ef þið þarna úti elskurnar mínar biðjið mig um að setja hross inná síðuna mína verið þá viss um að hrossið sé í þeim gæðaflokki sem bjóðandi er og ekki verra að hrossið sé A vottað.

Það er nú eiginlega algert skilyrði því að það er óhemju mikið af merum í ræktun sem er faðernið stenst engann veginn dna og tala ég af eigin reynslu.

Ein Náttfaradóttir hjá okkur er í dag föðurlaus,vorum einnig með Náttarsdóttur sem er föðurlaus,frekar leiðinlegt að vera búin að rækta undan td Náttfaradóttur í mörg ár og svo á hún bara einn daginn engan pabba!

Góðar myndir af hrossi í reið og video er nú eitthvað sem ég verð himinlifandi með:)

Og A vottun þá er ég í skýjunum!

Dæssssssss..........:)Þetta var nú meira pústið á kellunni!




Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 329
Gestir í dag: 72
Flettingar í gær: 309
Gestir í gær: 57
Samtals flettingar: 295405
Samtals gestir: 33950
Tölur uppfærðar: 20.4.2024 16:44:53