Heimasíða Ásgarðs

Færslur: 2007 Nóvember

29.11.2007 15:24

Halastjarna veik - Kindin Afvelta lembd

29 Nóvember

Veðrið er búið að gera bæði mönnum og skepnum gramt í geði.

Vægast sagt og var mér nóg boðið og ákvað að setja inn elstu hrossin úr heldri hrossa hólfinu áður en enn eitt veðuráhlaupið gengi yfir.

Það var ekki vandamálið að fá hrossin heim að hesthúsi og eina hrossið sem var að vesenast eitthvað var hann Felix kallinn sem vildi fá allar hryssurnar sínar inn og ekki skilja neina eftir útundan.

Felix orðinn sáttur og farinn að tína í sig stráin.


Halastjarna gamla sem er orðin gömul og hægfara var óvenju hæg þennan dag og Felix hljóp alltaf aftur útúr hesthúsinu og kallaði í hana alveg ólmur að fá hana inn líka.Sem betur fer segi ég nú bara því þegar að hryssan kom inn loksins eftir að ég varð að fara út og hjálpa Felix með hana þá sá ég fljótlega að hún var ekki í lagi.

Það stórsá á henni holdafarslega séð og það lagði megna ólykt útúr munninum á henni.Hún átti erfitt með að éta og datt mér strax í hug að það væri eitthvað að tönn í henni og hringdi ég í hann Jón Steinar sem kom einsog og kallaður og kíktum við uppí hana.

Lyktin var óbærileg út úr merinni.....Aumingja skepnan.

Ekkert athugavert sáum við uppí hryssunni nema nokkuð góðar tennur miðað við aldur en Jón renndi raspinum yfir jaxlana svona úr því að hryssan stóð svona þæg og góð.

Ég var búin að hringja í dýralækninn líka og tala við hann og kom hann skömmu síðar og þá kom það í ljós að Halastjarna var komin með lungnabólgu.

Það var brakhljóð í henni vinstra megin en ekki mjög djúpt en hægra lungað var hreint og engin óhljóð þeim megin.Mesta kvefið var í efri hlutanum og hryssan með nærri 40 stiga hita sem er hár hiti í hrossi.

Hann gaf henni Pencillín í æð og verkjastillandi því hún átti erfitt með öndun. Inni varð hún að vera og var ég ákveðin í að gera allt sem ég gæti fyrir hana blessaða enda búin að skila okkur nokkuð mörgum afkvæmum í gegnum tíðina og sárt að sjá á eftir henni án þess að reyna að hlúa að henni einsog hægt var.

Hringur er hennar elsta afkvæmi okkur fætt sá brúnblesótti en Halastjarna gerði það bara einu sinni að skila okkur þessum fallega lit.

Við gengum frá hrossunum einsog hægt var miðað við aðstæður en auðvitað gátum við ekki haft öll inni með henni Halastjörnu svona fárveikri en hin voru sett í gott skjól á meðan veðrið gekk yfir með látum.

Folaldið hennar var með henni inni og var ég að undra mig á því hve mikil mjólk var enn í hryssunni þrátt fyrir hve veik hún var orðin.

Það er ekki nema svona cirka hálfur mánuður síðan að hryssan var tekin inn ásamt fleiri hrossum og ormahreinsuð og þá var hún bara fín í holdum en eitthvað hægari og rólegri en vanalega.

Næst fórum við útí stóðhestahús og unnum þar verkin okkar og hleypti ég honum Flanka í kindurnar og núna lembdi hann hana Afveltu.Þá vonar maður bara að hún Afvelta kind standi í allar lappir og komi með falleg lömb að vori.
Hún fékk nafnið Afvelta vegna þess að hún fór tvívegis í afveltu hjá fyrrum eiganda núna síðastliði haust!
Enda feit og pattaraleg kind og kannski of holdmikil svo hún nái almennilegri fótfestu:)
Blogga meir í kvöld,er að reyna að vinna upp þessa blogglausu daga í réttri röð.

28.11.2007 23:58

Stórar "mýs" og litlar mýs:)

Smá fréttir úr Ásgarðinum fyrir suma sem eru spenntir að fá fréttir:)

Flanki fær ekkert að gera og er að verða ansi óþolinmóður við kvinnurnar sínar.Þær spýtast undan honum hægri vinsti og vilja ekkert með hann hafa.
Karen kind er einna duglegust og spýtist kinda hæðs og lengs:)Enda komin útaf Forystufé og sést það á hennar sérstöku og oft skemmtilegu hegðun.Kind með karakter:)

í kvöld spýttist hún á milli rimla og endaði inni hjá honum Völustein sem bauð hana velkomna í tuggu til sín.Held að honum hafi þótt hún soldið flott en líka soldið kindarleg:)

Má bjóða þér tuggu Karen kindarlega?Þetta er ný tugga en ekki gömul.......


Ég vona að þær beiði bara allar helst samtímis og styttist óðum að einhver fari að beiða/blæsma.Fyrir Sibbu hehehehe......sko blæsma orðið:)
Þá væri nú gott ef þær gætu bara gert það í einni bunu.

Hafið þið fundið það þegar að einhver virðist vera að horfa á ykkur og þið snúið ykkur við og enginn er á bakvið ykkur!?Svona er mér búið að líða í einhvern tíma þegar að ég hef verið að gefa fénu og ég ákvað að snúa mér bara nógu snöggt við og þá greip ég kauða með augnsambandinu einu saman hehehehehehe.
Eitt stykki "stór mús"starði á mig á móti!!!Rosalega stór meina ég!!!!
Gildrurnar voru drifnar útí hús og spenntar og meira músaeitur fengið og sett í alla eiturkassana og vola!!!!!

Nú er ég búin með þessari myndbirtingu að minnka heimsóknir um 50%í Ásgarðinn,það verður bara meira kaffi og kökur eftir handa okkur stelpur mínar hehehehehehe...........Sorrý strákar fyrir þetta skot á ykkur.Stelpurnar eru alltaf að tala um hve miklar krúsídúllur þessar skepnur eru..............
EN þarna sést að það eru bara gamlar kerlingarbrækur/bækur að mýs og rottur geti ekki búið saman í sátt og samlyndi.Þessar tvær ákváðu að fara saman út að borða.....úpppsss .
Eftir alla þessa veðurhvelli þá virðist sem aumingja litlu sætu dýrin tolli ekki lengur í heimkynnum sínum fjörunni og leiti skjóls allstaðar þar sem þær geta.
Ég er nú algert dýrafrík en þoli samt ekki þessi grey í mínum húsum.

Ég er búin að vera eitthvað veik undanfarna daga.Var náttúrulega ekkert að fatta það fyrst,hélt bara að ég væri svona þreytt en fyrr má nú fyrr vera þreyttur!
Einhver bölvuð flensudrulla bara sem vonandi fer að líða hjá.Hef ekki tíma fyrir svona flensubull.

Folöldin frá Val í Víðihlíð eru komin í bæinn.
Ég veit ekki hvort ég var búin að blogga því en ég hef verið að selja folöld frá honum og eru 4-5 seld og ég held að það séu bara eftir 2 óseld úr hans ræktun og svo 2 ansi falleg brúnsokkótt.
En Valur var svo óheppinn að vera á ferðinni akkúrat þegar að brjálaða veðrið gekk yfir landið og fóru mestu vindhviðurnar yfir 50 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli!
Hann ásamt fleiri fleiri flutningarbílum biðu af sér veðrið yfir nótt í Borgarfirði.

Hann komst svo klakklaust í bæinn morguninn eftir með fullan bíl af folöldum og hrossum.2 af þeim eru seld út til Noregs og fara strax eftir áramótin með flugi út.3 önnur eru seld hér inanlands.
Set hér inn mynd af öðru þessu sokkótta sem er óselt að gamni ef einhver hefur áhuga.

 

24.11.2007 11:00

Hryssan sem missti fóstrið fundin!

 Líklega er það komið í ljós hver af þremur hryssunum lét fóstrinu sínu útá túni eftir veðurlætin nóttina og morguninn sama sólarhring.

Gráa gestahryssan kom uppað hliði í dag og tók ég hana inn og sá þá að hún er með í taglinu brúnann lit og á hæklunum sem ekki hefur verið áður.Greinilegt var að þetta hafði verið klístur sem nú var þornað.

Hún hefur hríðlagt af á aðeins 6 dögum frá því ég tók á henni en það var síðasta Sunnudag þegar að allir voru teknir inn af túninu og meirihlutinn ormahreinsaður og settur inná vetrarhagann.
Þá var hún í fínu formi og leit vel út.

Svo stendur hún núna gleið eins og hún sé að fara að pissa.Það segir mér að hún sé sú sem missti fóstrið.Eða það er mín kenning.

Henni líður ekki vel og er alveg greinilegt að hún er eitthvað lasin eftir þetta.Aumingja skepnan að lenda í þessu.Ömurlegt fyrir hana.

Verst að ég næ ekki enn í eigandan að henni!

Hún gengur við opið hesthúsið með sínu folaldi og hryssu frá okkur sem er líka með folaldi.
Ég ætla að fylgjast með henni og ef hún fer ekki að braggast þá verð ég að kalla á doksa og biðja um hjálp.

Ég frétti af hryssu fyrir norðan sem missti líka sitt fyl/fóstur svona eftir veðurlætin.Kannki ekki vitlaust hjá fólki að huga að fylfullum hryssum í högum hvort þær séu í lagi.Vonum að það fari að hægjast um og vetur konungur fari að hegða sér almennilega.

Ég fór á röltið í dag brrrrrr.........rosalega var kalt!
Hafði cameruna með mér og smellti af nokkrum myndum.
Allir hafa það gott og eru í flottu standi.

Hugur frá Höfnum  mamma hans Pamela týnd í rúllunni og Heilladís frá Galtarnesi stundum kölluð Landsmóts Sokka:)


Embla Hróks+Lm Sokku og Hugur Dímonar+Pamelusonur.Hugur er að flýta sér alveg einsog hann getur að stækka.Hann fæddist frekar seint eða í ágúst.Sætur strákur hann Hugur:)

Sokkadís kom að líta á kellinguna sína.Hún flóðmjólkar enn og fær hann Loki að vera áfram undir henni enda hafa folöldin það best að fá að vaxa og dafna útivið með mæðrum sínum eins lengi og hægt er.Ég tek helst ekki folöldin undan ef mæðurnar eru í lagi holdafarslega og mjólka enn folöldunum.Um að gera að fóðra þær bara vel þá verða folöldin svo stór og spræk.
Best þykir mér ef ég mögulega get að hafa þau undir mæðrunum fram að vori en þá er gott að taka þau inn og kenna þeim sitthvað um tvífætlingana,okkur mannfólkið.Gott að læra góða hesthúsasiði á meðan þau eru ekki orðin risatór og óviðráðanleg 300-400 kílóa flykki!
Ég er eiginlega vaxin uppúr svoleiðis tamningum .

Hylling Brúnblesadótti með Rán Hróksdóttur.Rán nýtist vel sem klórustaur fyrir móðurina .

Dímon og Glófaxi að ræðast við.Eru mestu mátar og þægilegir að hafa á húsi.

Völusteinn alltaf svo fínn og flottur! Þvílíkur snyrtipinni þessi foli
Bara ef að öll hross væru svo þægileg hvað varðaði að halda sér hreinum.Ekki veit ég hvernig hann fer að því að halda sér svona fínum,ég ber bara í stíuna hans eins og hjá hinum og hann sem hefur nóg pláss virðist ekki einu sinni leggjast niður!

Nú fer að líða að því að öll hrossin á bænum verði komin á vetrargjöf.Það á að snjóa á morgun og svo þiðna aftur og fara að rigna! Þetta er bara ekki sanngjarnt!

Flanki fékk EKKI að vera óáreyttur í dag í sínu kvennabúri.Ég var þar og fylgdist vökulum augum með framgöngu hans og Herbert var hvergi nærri til að leyfa honum að valsa um gibburnar að vild .
Engin var að ganga í dag (auðvitað gengu þær um gólf hvaaaa....) þannig að hann fékk ekkert að gera nema að hlaupa á eftir þeim sem ekki gengu heldur hlupu um gólf:) Vona að bændurnir á Neðra Skarði skilji þetta hehehehehehe........Sko yngri bændurnir,ég veit að þeir eldri vita allt um blómin og býflugurnar.
Allt semsagt gekk upp hjá mér með gibburnar sem ekki voru að ganga heldur hlaupa .
Þangað til næst,farið varlega í veðrunum sem spáð er á næstu dögum elskurnar mínar .

23.11.2007 23:26

Tóta kind fengin 21-11 og búmannsraunir

Nú er eiginlega nóg komið af þessum ömurlega veðri.
Lætin í nótt voru slík að maður gat vart sofið og oft var mér hugsað til skepnanna úti sem vindurinn og regnið lamdi á.
Það endaði líka með því að ein merin lét folaldinu sínu og fann Magga það niður á túni í fylgjunni.

Við vitum ekki hvaða meri nákvæmlega lét folaldinu sínu en þarna voru þrjár hryssur fylfullar og allar líka með folöldum frá í sumar.

Tvær voru teknar inn en von var á dýralækni að ormahreinsa og hafði hann á orði að eitthvað yrði undan að láta í þessum veðurósköpum og það væri veðrið og ekkert annað sem hafi ollið þessu.

Tvær af hryssunum eru gestahross hérna og ein frá okkur.

Sú hryssa sem er frá okkur var að hnusa af belgnum með folaldinu í þegar að Magga kom að.

Stórstjarna og sonur hennar Kvöldroði.

Ég tók hana inn en það er hún Stórstjarna Brúnblesadóttir með son sinn Kvöldroða.
Ekki gat ég séð neitt aftan á henni og virtist hún eðlileg.En ekki getur maður samt verið viss.

Önnur kom inn með henni og virtist hún vera í lagi eða virkaði þannig í hegðun.

Sú gráa slæga var lengst niður á túni og var á kroppinu og kærði sig kollótta um það sem við vorum að gera uppí hesthúsi.

Ég vona að ég ofbjóði engum með þessari myndbirtingu en hér er litla krílið sem hefði orðið hestfolald.

Nú spyr ég,er einhver þarna úti sem les þetta og getur sagt hvernig best sé að sjá hvort hryssa hefur látið svona stóru fóstri???
Hvar er hann "gamli"eða "illur"sem voru svo skilmerkilegir alltaf inná 847? Mig bráðvantar að fá að vita ef það er einhver möguleiki er á því að merarnar verði veikar eftirá eða hvort hægt sé að sjá hver lét folaldinu!!!??? Er einhver Dýralæknir sem les þetta blogg mitt og vill vera svo vænn að pikka fáein orð í commentin,má vera nafnlaust:)

Flanki var ekki lengi að koma sér að verki daginn eftir að við settum inn kindurnar en sú fyrsta sem gekk fyrir hann var hún Tóta litla tindilfætta úr Grindavíkinni.

Næsta dag var svo ætlunin að setja Flanka aftur saman við eftir að hafa fengið að hafa hana Tótu hjá sér í stíu en þá þurfti ég endilega að vakna upp við vondann/góðan draum!

Við vorum í svaka stuði að setja inn 7 rúllur í stóðhestahúsið þegar að Valgerður vinkona hringir og spyr mig "hvar ertu"???

Úpppssss!Á þessari sömu mínútu átti ég að vera inní Hafnarfirði á Saladmaster matreiðslu námskeiði!!!

Ég henti öllu frá mér og æddi heim í sturtu og brunaði inneftir og mætti akkúrat þegar að var verið að byrja að bera fram fyrstu kræsingarnar:)

Hver frábæri rétturinn af öðrum var borinn fram og var maður orðinn ansi pakksaddur í restina.

Það sár vantaði manninn sem maður stólaði að kæmi með spurningar úr sal!!! Sigurður heitir hann úr Borgarfirðinum þarsem rjóminn liðast niður hlíðarnar hehehehehe..........Alveg satt!
Kannski hefur Sibba verið með hann hlekkjaðann inní kústaskápnum fræga:)

EN það var mættur annar maður sem reddaði þessu en það var hann Hörður frá Hrauni sem spurði úr sal í staðinn og stóð með með sóma:)

Þetta var mikið gaman og góður maturinn!Nammi namm:)

Þegar að heim kom þá spurði ég náttúrulega minn mann hvernig hafi gengið að láta Flanka skanna kindurnar en það var fátt um svör.Held hann hafi ekkert kært sig um að hreyfa mikið við hrútnum án mín:)Enginn til að bjarga kalli ef hrússi hefði gert aðra atlögu að honum:)

EN hann reddaði þessu bara snilldarlega í dag skal ég segja ykkur!

Hann Herbert sleppti bara öllum kindunum á ganginn og setti Flanka saman við og fór svo bara heim og sagði ekki eitt einasta orð við mig um þetta frægðarverk sitt fyrren seinnipartinn!

Ég get svo svarið það að ég trúði honum ekki fyrren en ég sá þetta sjálf með eigin augum!
Jú"Flanki alsæll með öllum konunum sínum og DÓTTUR frammá gangi í heyrúllunni EFTIRLITSLAUS Í ALLAN DAG!
HVERNIG Í ÓSKÖPUNUM Á ÉG AÐ VITA HVERJAR HANN TÓK/LEMBDI EÐA EKKI???????
KARLMENN!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!  .........
 

 

21.11.2007 00:56

Kindur teknar á hús og

Þá er búið að "smala" Ásgarðinn og allt féð komið á hús.
Allar 4 gibburnar sem enn voru úti komu hlaupandi þegar að þær heyrðu í plastpokanum með brauðinu:)

Ekki málið að fá þær heim í hús,beint uppá hestakerruna og beint á sinn stað í stóru húsunum útfrá.

Flanki var leystur úr sinni stíu og látinn tékka á því hvernig stadusinn væri og hvort áhugi væri fyrir smá hmmmm......hvað kallast það eiginlega hjá kindum?
Segjum bara do do,það skilja það allir hehehehehehe.....

Ekki er ráð nema í tíma sé tekið hjá svona rollu byrjendum einsog mér og Hebba:)

Ein lyktaði svona ferlega vel að hans sögn og átti hann voðalega bágt með sig og elti hana á röndum.

Sú elsta,kind með reynslu ......

Svo tók hann sér smá pásu en hann sá húsbóndann á heimilinu með fötu og auðvitað var hann alveg handviss um að þar væri nú eitthvað gott í gogginn.

Hebbi sýndi honum ofaní fötuna og hún var tóm!
Aumingja Hebbi minn var rétt búinn að snúa sér við með tómu fötuna þegar að Flanki renndi sé í hann!

Áææææææ"..... æpti kallinn og Flanki bakkaði og gerði sig líklegann í aðra atlögu í hann.Hebbi stappaði og öskraði á hann og var illa staðsettur og hálf af króaður.

Ég hentist af stað og rétt náði að grípa í rassgatið á Flanka og togaði hann til svo hann missti jafnvægið og árasin misheppnaðist hjá honum.

Ég held að geðslags einkunn Flanka míns hafi hrapað eilítið í dag.OG ég held að hann Hebbi minn gefi hrússa kannski aðeins minna brauð á næstunni hehehehehe.....

Í fyrradag vorum við í hestaflutningum og komum við við í þessu flotta hesthúsi í Víðidalnum.

Það var svo svakalega snyrtilegt og flott að ég hefði líklega ekki tímt að setja þarna inn hross:)

g varð mikið hrifin af innréttingunum og auðvitað fór kollurinn minn að snúast í marga hringi og pæla og pæla.

Við erum of sein að gera nokkuð í okkar hesthúsi í vetur þannig að núna verður maður bara að láta sér dagdrauma nægja þartil næsta haust.

19.11.2007 01:08

Ormahreinsun og gestagangur

Loksins hætti að rigna og kom skínandi gott veður með rjómalogni.Kalt var en það gerði bara ekkert til:)

Við réðumst í að ormahreinsa nokkur folöld og mæður þeirra og eru einungis eftir 3 merar niður á túni og ætla þær að bíða þar af ýmsum ástæðum.

Ein af þeim var næstum skotin hér í dag vegna þess að hún lét löpp vaða í átt að mér tvívegis og munaði minnstu að hún hitti mig.Ef eigandinn að þessari skepnu fjarlægir hana ekki fyrir næstu mánaðarmót þá verður hún felld.

Þetta eru stór orð sett hér á bloggið en mér finnst ekki hægt annað en að pikka þetta niður þarsem ég næ ekki sambandi við eigandann að þessu hrossi hvorki símleiðis né í gegnum internetið.
Það þarf mikið til að ég bregði skapi og í dag þegar að sú gráa sló tvisvar í áttina að mér þá ákvað ég að gefa bara þennan stuttan sjéns með þetta hross og vona ég að eigandinn hafi samband við mig núna fljótlega og geri upp og taki skepnuna af minni landareign.
Þolinmæði mín er þrotin eftir hátt í 2 ár með þessa hryssu hér berjandi í allt og alla!
......mín,hringdu eða sendu mér mail og láttu einhvern sækja þá gráu í snarhasti!

Týr,Kvöldroði og Gná Hróksafkvæmi.Sannkallaðir englabossar:)

Öll voru folöldin óskaplega þæg í ormalyfsgjöfinni og hefur þetta aldrei gengið eins vel hjá okkur áður.Líklega er það vegna þess að folöldin voru margsinnis búin að fá að koma inní hesthúsið og skoða það í krók og kima og fá auðvitað tugguna:)
Ég fór líka rúnt um hólfin og allt er í sakasta lagi með alla.
Felix var að ég hélt alveg að geispa golunni á tímabili!

Skúffugeispi.......

Hjöruliðgeispi........


Svo get ég verið bara sætur...............

Tóta að njóta veðurblíðunnar.

Kindurnar eru bara feitar og pattaralega kannski um of.
Við misstum því miður eina veturgamla í afveltu um daginn og var sárt að koma að henni dauðri og var Krummi búinn að ná að kroppa í hana helvískur.Vona að hún hafi verið farin yfir móðuna miklu áður.

Ég fékk skemmtilega gesti seinnipartinn í dag en hún Anna systir kom með litlu frændsystkinin mín í heimsókn.
Auðvitað fengu börnin að fara á hestbak og reyndar var það hann Pálmi litli sem vildi bara setjast á hross og hann samkjaftar ekki sá litli hehehehehehehe.......
Svo sagði hann bara "áttu meiri dýr"!

Þá var arkað útí móa og kallað á kindurnar sem komu þjótandi og Pálmi var sko ekki hræddur um puttana sína og tróð í Hermínu kind kúlukögglum.Perlu Sóley þótti öruggara að halda sig nærri ömmu sinni og horfa á bróður sinn litla þeytast á milli kindanna óðamála með nammi í lófanum:)

Áttu meiri dýr? Auðvitað átti frænka meiri dýr handa börnunum og næst voru Endurnar skoðaðar.

Pálmi var alveg til í að fara svo næst og sjá meiri dýr útí stóru húsum en kuldinn var að drepa alla svo við fórum heim og hituðum okkur te.

Eftir kvöldmatinn drifum við okkur útí stóðhestahús en öllum var hleypt útí rúllu í dag.Það er nú meira hvað stóðhestarnir eru góðir og þægir saman.

Núna er hægt að skella öllum útí einu og eru þeir pollrólegir að maula í sig heyi á meðan við vinnum við annað.
Gaman að þessum greyjum:)

15.11.2007 22:09

Sokkadís,Loki og Kóngur heim

Við fórum austur fyrir fjall um daginn og sóttum Sokkadís og son hennar hann Loka Dímonarson.Sokkadís var orðin verulega hnjúskuð en með því að koma henni í rúllu fyrir austan þá snarlagaðist hún á meðan við vorum að koma honum Blakk bílnum okkar í það stand að geta farið í svona langferð.

Loki Dímonar að heilsa Væntingu Glymsdóttur systur sinni.

Loki hefur blásið út og er hinn myndarlegasti.Hann er orðinn verulega stór og slagar í að ná mömmu sinni á hæðina en hún er nú reyndar frekar lítil blessunin:)

Í bakaleiðinni var hann kóngur Hróksson sóttur á annan bæ en hann var líka orðinn hnjúskaður og þurfti að komast heim í aðhlynningu en hann var orðinn líka kvefaður í öllu vatnsveðrinu sem dynur á öllum þessa mánuðina.
Svo hefur hann náð að meiða á sér annan afturfótinn og er þetta þriðja trippið sem er meðhöndlað hér á bæ vegna sára á fótum í haust!

Kóngur og Flanki saman að borða.

Gríðalega hefur hann Kóngur samt haft það gott í sumar en hann hefur stækkað heil ósköpin öll!
Hann er ekki nema veturgamall og er á stærð við fullorðið hross!
Hann er búinn að fá fyrstu Pencillín sprautuna og stóð sig einsog hetja:) Nú er bara að krossa fingur og vona að hann nái sér fljótt og vel og geti farið aftur út í rúllu með hinum trippunum sem hann á að vera með í vetur.

Flanki að tapa sér í heyinu .

Minni á hann Ask Stígandason sem er til sölu.Stóðhestur með flotta ætt á bakvið sig.Hér er hann með honum Heljari vini sínum inni að borða í dag:)

14.11.2007 00:41

Askur Stígandsonur til sölu (síðast fædda afkvæmi Stíganda 1087)

Við erum búin að vera á miklu flandri við hjónin um síðust helgi.
Hebbi byrjaði á því að skella sér norður í Skagafjörðinn með strákunum á Rjúpu og ekki kom hann með höglin í rassinum til baka.Samanlagt náðu strákarnir 18-20 Rjúpum að mig minnir.
Ég aftur á móti var heima á Föstudeginum að gera klárt fyrir mína ferð í Borgarfjörðinn en ég var boðin í Villibráðaveislu og hlakkaði mikið til.

Laugardagurinn var eitt allsherjar span en það kom fólk alla leið frá Hornafirði að versla kanínur og Quail fugla en ég er víst að verða uppiskroppa með kanínur til sölu og þarf þá ekki að fella eina einustu fyrir veturinn og er ég mikið fegin að svo er.

Mikið hafði ég gaman af þessum gestum og var alveg endalaust hægt að spjalla um allt sem viðkom skepnum.Þau eru með ferðaþjónustu fyrir austan og ef þið eruð á ferðinni og vantar gistingu hjá yndislegu og skemmtilegu fólki þá endilega kíkið við hjá þeim.
Hér er þeirra linkur: www.eldhorn.is/mg/gisting

Það kom að því að ég hitti aðra kanínubændur sem hafa sömu sögu að segja og ég.Alsherjar vandræði alltaf hreint ef að einhverjar smá fóðurbreytingar verða þá bara hviss púfffff.........og gefa kanínurnar upp öndina og drepast!
Ég er reyndar búin að finna frábæra köggla handa þeim sem virðast henta þeim miklu betur en hinir eiginlegu kanínukögglar og er það Pavo hestamúslíið!

Annars er ég með aðra síðu þarsem allar kanínufréttir eiga að birtast hehehehehhehe...........

En aftur að Borgarfiðinum fagra.

Hvaða fallega fjall er þetta í Borgarfirðinum?

Ég auðvitað var alltof sein að koma mér af stað (annars væri það ekki ég:)en sem betur fer þá voru fleiri seinir en ég og meira að segja maturinn var enn að malla í rólegheitum þegar að ég loksins mætti uppeftir um klukkan 20:00.
En allt þetta small saman og úr varð hin besta veisla með skemmtilegu fólki.

Takk æðislega fyrir mig matinn og gistinguna Gro og fjölskylda.

Mjög fallegar línur eru í Aski og kemur hann til með að skora hátt fyrir bygginu.Askur er jafnvígur á allar gangtegundir.Brokk,tölt og skeið bara eftir pöntun.

Við ákvaðum um daginn að setja stóðhestinn hans Hebba á sölu.Við höfum ekkert með tvo stóðhesta að gera á svona lítilli jörð og Askur var settur á sölulistann.

Alveg ekta stóðhestur fyrir þann sem langar að spreyta sig á tamningum og sýningum á komandi ári.

Ekki alltof mikið dúllaður eða dekraður og svarar hann mjög vel öllu því sem honum hefur verið kennt td hringteynmingu.Mjög næmur foli og vakandi fyrir ábendingum.
Hér er auglýsingin á hestafrettir.is http://www.hestafrettir.is/smaaugl/viewad.asp?id=50277640413100131

Við erum alveg að verða gráhærð á villtri kanínu sem er hér að tæta allt í sundur!

Síðast (og fyrir það er hún réttdræp) var hún undir rúllustæðunni!!! Arg.....hundarnir urðu alveg spólvitlausir en náðu henni ekki enda Busla hálfsjónlaus og á þremur fótum með hana Súsý litlu sem er nú ekki nema hvolpur ennþá.

Busla er svo þrjósk að það er engu lagi líkt.

Grefur og grefur undir allt og reynir hvað hún getur að troða sínum stóra búk á eftir kanínunni.

Súsý og Busla örþreyttar eftir kanínuhlaup .

Dóttirin Súsý er akkúrat eintakið sem okkur vantaði,svona lítil og nett enda getur hún  skriði undir hérumbil allt.
Við eigum alveg örugglega eftir að ná kvikindinu áður en hún gatar allar neðstu rúllurnar!

Ég heyrði í henni Sigrúnu (Danmörku) minni í kvöld.Allt gengur vel með hryssurnar tvær sem fluttar voru út og er sú jarpvindótta fengin við honum Dímoni Glampasyni og mjög líklega sú rauðglófexta við honum Óðinn Hróksyni þeim litförótta.Það verður gaman þegar að vorar og þá heimtum við hér á þessu bloggi myndir frá Danaveldi af folöldunum!!!!

Hér er linkur http://horseinharmony.dk/litteratur.htm inná síðu sem Sigrún benti mér og datt mér í hug að setja hann hér inn eftir alla umræðuna um tungubasl og erfiðleika með að finna mél eða mélausann beislabúnað.Klikkið á vídeóið og sjáið!

Hvernig væri bara að gera eins og þessi kona gerir........ríða bara útí guðs græna náttúruna án beislis og hnakks!!!???
Hmmmmm.....................kanski á Biskup,held ekki
.
 

10.11.2007 00:58

Allir í fínu standi:)

Hér gengur allt sinn vanagang.Ég er ekki enn komin með símsvara og loftnet á hausinn gott fólk þó það sé ekki vanþörf á hehehehehe...........ef ég svara ekki símanum þá sendið bara sms,ég svara þegar að ég get.
Algjör snilld þessi sms finnst mér því ef ég er vant við látin í bústörfunum og einhver þarf virkilega að ná í mig þá er svo gott að geta smassað á viðkomandi eða bara hringt til baka.

EN loksins stytti smá upp og ég fór á röltið að athuga með skepnurnar eftir alla rigninguna.
Við Busla og dóttir hennar Súsý örkuðum niður á tún og ætlunin var að fá merarnar heim í hús í smá tuggu og skoða hvort að hnjúskar væru nokkuð að koma í þær.

Merarnar voru ekkert að flýta sér að koma enda önnum kafnar við að skemma túnið og rífa allt og tæta.

Alveg eru þær einstakar með það á haustin að moka upp Fíflarótum í gríð og erg!!
 
Arg..........þær eru alveg ferlegar með þetta og það hefur meira að segja komið fyrir að þær hafa bitið í sölnað grasið og hrækt því útúr sér eingöngu til að ná í græna grasið undir!!!

Ef ég randbeiti ekki og stýri þeim á haustin þá gera þær þetta og túnin líta út fyrir að hafa verið slegin en heyið ekki hirt og það liggur í sköflum um allt og á girðingunum!
Það er ekki alltí lagi heima hjá þeim held ég barasta:)

Eftir að hafa rekið þær heim með henni Súsý (pínu) litlu sem er alveg snilldarinnar smalahundur og þvílíkt gegnin þá röltu þær sé inní hesthúsið og röðuðu sér eftir virðingaröð eftir smá rassabardaga og hví.

Ekki sá ég einn einasta hnjúsk í þeim og líta þær og folöldin bara reglulega vel út.
Ennþá.........vona að rigningunni fari að slota og það væri svosem ekkert verra þó að það snjóaði í staðinn en það gerir hrossunum ekkert til.Bara betra fyrir þær heldur en þessi eilífðar bleyta.

Síðan fórum við í (H)eldri hrossa hagann en þar eru hross sem þurfa að fá aðeins meiri frið fyrir þeim sem eru yngri og sprækari.

Allt í lukkunar standi þar og var ég ekki lengi að fá knús frá honum Felix sem kom askvaðandi að athuga hvort ég væri með eitthvað góðmeti með mér.

Ég steingleymdi að hafa mola í vasanum en lofaði honum því að hann fengi þá bara tvo næst:)
Allir voru í flottu standi svo við héldum áfram för okkar í stærsta vetrahagann en þar eru trippi samankomin og ein eldri meri með folald.

Súsý þurfti heldur betur að sýna mér hve vel hún gæti rekið til hrossin og tætti allt af stað en hún var heldur betur skömmustuleg þegar að ég hastaði á hana.
Hvað þetta litla kríli getur hlaupið!

Við settum salstein í saltkassann og saltið þáðu þau með þökkum og allir þurftu á smakka í einu.
Næst var farið í stóðhesta húsið og stóðhestum hleypt út á meðan stíurnar voru rakaðar vandlega og sagbornar.

Það er nú meira hvað þeir eru fljótir að átta sig á rútínunni hér,fyrst voru þeir voðalega óþekkir við mig að koma inn.Létum mig gömlu konuna elta sig um allt og þóttust ekkert taka eftir því að hliðið væri opið..........ormarnir!

Núna eru allir orðnir svo þægir og góðir og ekkert mál,bara opna hliðið og kalla þá koma allir strákarnir röltandi og gegna kellingunni,enda betra að hafa hana góða:)

 

07.11.2007 23:37

Nei þýðir nei...........elskurnar mínar:)

Hæ hæ elskulegur lesendur mínir.Nú þarf ég að rausa útúr mér einhverju neikvæðu!
NEI þýðir nei..............það er fullt bæði í útigangshólfunum,folaldastíunum og stóðhestastíunum.
Argggg...............verð að læra að segja NEI"þó ég þoli það ekki!

Ég þessi ofur jákvæða manneskja þarf að taka á honum stóra mínum þessa dagana því eftir síðasta blogg þá stoppar ekki síminn og allir vilja fá pláss í vetur fyrir hrossin sín.

Auðvitað vill ég taka að mér öll hross í heiminum! Jörðin bara ber þau ekki,heystæðan mettir þau ekki og við bæði orðin svo giktveik að við ráðum bara ekki við þetta allt saman.
Og þá drögum við saman seglin og nú er bara spurningin,hvert getur allt þetta fólk leitað til með hrossin sín sem er að hringja hingað?
Mér datt í hug hvort fólk gæti ekki kíkt á td http://www.hestafrettir.is/
en þar eru margir aðilar að auglýsa þjónustu sína við hesteigendur.

Usssssssss.................nú er nóg komið af neikvæðu Ransý!
Þið elskurnar mína eigið þetta ekki skilið af mér!
Hafið lesið mig í gegnum súrt og sætt og ég má bara þakka fyrir að hafa ykkur hér inná blogginu mínu  .

En að einhverju miklu skemmtilegra.

Hingað komu síðastliðinn Föstudag 3 stóðhestar í vetrapössun.
Gaman gaman að renna augunum yfir stóðhestahúsið og telja upp feðurna að þessum fallegu stóðhestum.
Kormákur frá Flugumýri.Álfasteinn frá Selfossi,Parker frá  Sólheimum og Glampi frá Vatnsleysu er feður þeirra .
Issssss................maður á eftir að missa eina og eina meri "óvart"undir þá áður en þeir fara hehehehehehe..........


Hesting,Sif Hróksdóttir og Rán Hróksdóttir með Biskup frænda.

Það liggur við að maður þurfi áfallahjálp ef sú gula fer að skína!
Sólin náði að brjótast fram um daginn í einhverja klukkutíma og ég var ekki lengi að koma mér út að mynda!
Síðan þá er búið að rigna eld og brennisteini og cameran í hvíld uppí hillu.
Þá tókum við okkur til hjónakornin og réðumst í að slátra lömbunum og var ég hin ánægðasta með vigtina á þeim.
Við vorum alveg á síðustu stundu með þetta því þetta voru hrússalömb en sá minnsti undan Tótu vóg 16 kg næsti undan Gránu 22 kg og sá þyngsti undan veturgamalli frá Hermanni á Stað vóg 24 kg! Einhver gen frá Hermanni sem gerðu hann svona vígalegann á skrokkinn.......
Þeir eru aldeilis búnir að renna ljúft niður (ekki allir sko:) en ég var ekki lengi að matreiða glænýtt lambaket og bragðaðist það virkilega vel.
Held bara að við séum nokkuð góð í fjárbúskapnum! Minnsta kosti í þeim þætti sem kemur að eldamennsku hehehehehe..............

01.11.2007 19:40

Fullt í öll vetrarpláss hjá okkur!


Tökum ekki fleiri hross að okkur í vetur! Allt orðið smekkfullt miðað við heyfeng sem er minni í ár vegna þurrkanna í sumar og svo látlausrar rigningar í haust sem olli því að ekki var hægt að klára öll túnin.
Þarf því miður að láta eitthvað af mínu góða fólki fara annað með hrossin sín í vetur .

Nú fara fyrstu stóðhestarnir að koma á hús og 1 desember þau hross sem verða hér á útigangi.
Er að fara í skýrsluhald og annað sem búskapnum fylgir.
Forðagæsluskýrslan var að detta innum lúguna og eins skýrslurnar fyrir folöldin-afdrifaskýrslan og búskýrslan.
Hafið samband í herbertp@simnet.is ef einhverjar spurningar vakna.
Þangað til næst,farið vel með ykkur !
  • 1

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 87
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 255
Gestir í gær: 97
Samtals flettingar: 213875
Samtals gestir: 24506
Tölur uppfærðar: 2.10.2023 03:05:48