Heimasíða Ásgarðs

10.11.2007 00:58

Allir í fínu standi:)

Hér gengur allt sinn vanagang.Ég er ekki enn komin með símsvara og loftnet á hausinn gott fólk þó það sé ekki vanþörf á hehehehehe...........ef ég svara ekki símanum þá sendið bara sms,ég svara þegar að ég get.
Algjör snilld þessi sms finnst mér því ef ég er vant við látin í bústörfunum og einhver þarf virkilega að ná í mig þá er svo gott að geta smassað á viðkomandi eða bara hringt til baka.

EN loksins stytti smá upp og ég fór á röltið að athuga með skepnurnar eftir alla rigninguna.
Við Busla og dóttir hennar Súsý örkuðum niður á tún og ætlunin var að fá merarnar heim í hús í smá tuggu og skoða hvort að hnjúskar væru nokkuð að koma í þær.

Merarnar voru ekkert að flýta sér að koma enda önnum kafnar við að skemma túnið og rífa allt og tæta.

Alveg eru þær einstakar með það á haustin að moka upp Fíflarótum í gríð og erg!!
 
Arg..........þær eru alveg ferlegar með þetta og það hefur meira að segja komið fyrir að þær hafa bitið í sölnað grasið og hrækt því útúr sér eingöngu til að ná í græna grasið undir!!!

Ef ég randbeiti ekki og stýri þeim á haustin þá gera þær þetta og túnin líta út fyrir að hafa verið slegin en heyið ekki hirt og það liggur í sköflum um allt og á girðingunum!
Það er ekki alltí lagi heima hjá þeim held ég barasta:)

Eftir að hafa rekið þær heim með henni Súsý (pínu) litlu sem er alveg snilldarinnar smalahundur og þvílíkt gegnin þá röltu þær sé inní hesthúsið og röðuðu sér eftir virðingaröð eftir smá rassabardaga og hví.

Ekki sá ég einn einasta hnjúsk í þeim og líta þær og folöldin bara reglulega vel út.
Ennþá.........vona að rigningunni fari að slota og það væri svosem ekkert verra þó að það snjóaði í staðinn en það gerir hrossunum ekkert til.Bara betra fyrir þær heldur en þessi eilífðar bleyta.

Síðan fórum við í (H)eldri hrossa hagann en þar eru hross sem þurfa að fá aðeins meiri frið fyrir þeim sem eru yngri og sprækari.

Allt í lukkunar standi þar og var ég ekki lengi að fá knús frá honum Felix sem kom askvaðandi að athuga hvort ég væri með eitthvað góðmeti með mér.

Ég steingleymdi að hafa mola í vasanum en lofaði honum því að hann fengi þá bara tvo næst:)
Allir voru í flottu standi svo við héldum áfram för okkar í stærsta vetrahagann en þar eru trippi samankomin og ein eldri meri með folald.

Súsý þurfti heldur betur að sýna mér hve vel hún gæti rekið til hrossin og tætti allt af stað en hún var heldur betur skömmustuleg þegar að ég hastaði á hana.
Hvað þetta litla kríli getur hlaupið!

Við settum salstein í saltkassann og saltið þáðu þau með þökkum og allir þurftu á smakka í einu.
Næst var farið í stóðhesta húsið og stóðhestum hleypt út á meðan stíurnar voru rakaðar vandlega og sagbornar.

Það er nú meira hvað þeir eru fljótir að átta sig á rútínunni hér,fyrst voru þeir voðalega óþekkir við mig að koma inn.Létum mig gömlu konuna elta sig um allt og þóttust ekkert taka eftir því að hliðið væri opið..........ormarnir!

Núna eru allir orðnir svo þægir og góðir og ekkert mál,bara opna hliðið og kalla þá koma allir strákarnir röltandi og gegna kellingunni,enda betra að hafa hana góða:)

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 116
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297113
Samtals gestir: 34190
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 08:27:36