Heimasíða Ásgarðs

28.11.2007 23:58

Stórar "mýs" og litlar mýs:)

Smá fréttir úr Ásgarðinum fyrir suma sem eru spenntir að fá fréttir:)

Flanki fær ekkert að gera og er að verða ansi óþolinmóður við kvinnurnar sínar.Þær spýtast undan honum hægri vinsti og vilja ekkert með hann hafa.
Karen kind er einna duglegust og spýtist kinda hæðs og lengs:)Enda komin útaf Forystufé og sést það á hennar sérstöku og oft skemmtilegu hegðun.Kind með karakter:)

í kvöld spýttist hún á milli rimla og endaði inni hjá honum Völustein sem bauð hana velkomna í tuggu til sín.Held að honum hafi þótt hún soldið flott en líka soldið kindarleg:)

Má bjóða þér tuggu Karen kindarlega?Þetta er ný tugga en ekki gömul.......


Ég vona að þær beiði bara allar helst samtímis og styttist óðum að einhver fari að beiða/blæsma.Fyrir Sibbu hehehehe......sko blæsma orðið:)
Þá væri nú gott ef þær gætu bara gert það í einni bunu.

Hafið þið fundið það þegar að einhver virðist vera að horfa á ykkur og þið snúið ykkur við og enginn er á bakvið ykkur!?Svona er mér búið að líða í einhvern tíma þegar að ég hef verið að gefa fénu og ég ákvað að snúa mér bara nógu snöggt við og þá greip ég kauða með augnsambandinu einu saman hehehehehehe.
Eitt stykki "stór mús"starði á mig á móti!!!Rosalega stór meina ég!!!!
Gildrurnar voru drifnar útí hús og spenntar og meira músaeitur fengið og sett í alla eiturkassana og vola!!!!!

Nú er ég búin með þessari myndbirtingu að minnka heimsóknir um 50%í Ásgarðinn,það verður bara meira kaffi og kökur eftir handa okkur stelpur mínar hehehehehehe...........Sorrý strákar fyrir þetta skot á ykkur.Stelpurnar eru alltaf að tala um hve miklar krúsídúllur þessar skepnur eru..............
EN þarna sést að það eru bara gamlar kerlingarbrækur/bækur að mýs og rottur geti ekki búið saman í sátt og samlyndi.Þessar tvær ákváðu að fara saman út að borða.....úpppsss .
Eftir alla þessa veðurhvelli þá virðist sem aumingja litlu sætu dýrin tolli ekki lengur í heimkynnum sínum fjörunni og leiti skjóls allstaðar þar sem þær geta.
Ég er nú algert dýrafrík en þoli samt ekki þessi grey í mínum húsum.

Ég er búin að vera eitthvað veik undanfarna daga.Var náttúrulega ekkert að fatta það fyrst,hélt bara að ég væri svona þreytt en fyrr má nú fyrr vera þreyttur!
Einhver bölvuð flensudrulla bara sem vonandi fer að líða hjá.Hef ekki tíma fyrir svona flensubull.

Folöldin frá Val í Víðihlíð eru komin í bæinn.
Ég veit ekki hvort ég var búin að blogga því en ég hef verið að selja folöld frá honum og eru 4-5 seld og ég held að það séu bara eftir 2 óseld úr hans ræktun og svo 2 ansi falleg brúnsokkótt.
En Valur var svo óheppinn að vera á ferðinni akkúrat þegar að brjálaða veðrið gekk yfir landið og fóru mestu vindhviðurnar yfir 50 metra á sekúndu undir Hafnarfjalli!
Hann ásamt fleiri fleiri flutningarbílum biðu af sér veðrið yfir nótt í Borgarfirði.

Hann komst svo klakklaust í bæinn morguninn eftir með fullan bíl af folöldum og hrossum.2 af þeim eru seld út til Noregs og fara strax eftir áramótin með flugi út.3 önnur eru seld hér inanlands.
Set hér inn mynd af öðru þessu sokkótta sem er óselt að gamni ef einhver hefur áhuga.

 

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 63
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296320
Samtals gestir: 34099
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 02:38:30