Heimasíða Ásgarðs

07.11.2007 23:37

Nei þýðir nei...........elskurnar mínar:)

Hæ hæ elskulegur lesendur mínir.Nú þarf ég að rausa útúr mér einhverju neikvæðu!
NEI þýðir nei..............það er fullt bæði í útigangshólfunum,folaldastíunum og stóðhestastíunum.
Argggg...............verð að læra að segja NEI"þó ég þoli það ekki!

Ég þessi ofur jákvæða manneskja þarf að taka á honum stóra mínum þessa dagana því eftir síðasta blogg þá stoppar ekki síminn og allir vilja fá pláss í vetur fyrir hrossin sín.

Auðvitað vill ég taka að mér öll hross í heiminum! Jörðin bara ber þau ekki,heystæðan mettir þau ekki og við bæði orðin svo giktveik að við ráðum bara ekki við þetta allt saman.
Og þá drögum við saman seglin og nú er bara spurningin,hvert getur allt þetta fólk leitað til með hrossin sín sem er að hringja hingað?
Mér datt í hug hvort fólk gæti ekki kíkt á td http://www.hestafrettir.is/
en þar eru margir aðilar að auglýsa þjónustu sína við hesteigendur.

Usssssssss.................nú er nóg komið af neikvæðu Ransý!
Þið elskurnar mína eigið þetta ekki skilið af mér!
Hafið lesið mig í gegnum súrt og sætt og ég má bara þakka fyrir að hafa ykkur hér inná blogginu mínu  .

En að einhverju miklu skemmtilegra.

Hingað komu síðastliðinn Föstudag 3 stóðhestar í vetrapössun.
Gaman gaman að renna augunum yfir stóðhestahúsið og telja upp feðurna að þessum fallegu stóðhestum.
Kormákur frá Flugumýri.Álfasteinn frá Selfossi,Parker frá  Sólheimum og Glampi frá Vatnsleysu er feður þeirra .
Issssss................maður á eftir að missa eina og eina meri "óvart"undir þá áður en þeir fara hehehehehehe..........


Hesting,Sif Hróksdóttir og Rán Hróksdóttir með Biskup frænda.

Það liggur við að maður þurfi áfallahjálp ef sú gula fer að skína!
Sólin náði að brjótast fram um daginn í einhverja klukkutíma og ég var ekki lengi að koma mér út að mynda!
Síðan þá er búið að rigna eld og brennisteini og cameran í hvíld uppí hillu.
Þá tókum við okkur til hjónakornin og réðumst í að slátra lömbunum og var ég hin ánægðasta með vigtina á þeim.
Við vorum alveg á síðustu stundu með þetta því þetta voru hrússalömb en sá minnsti undan Tótu vóg 16 kg næsti undan Gránu 22 kg og sá þyngsti undan veturgamalli frá Hermanni á Stað vóg 24 kg! Einhver gen frá Hermanni sem gerðu hann svona vígalegann á skrokkinn.......
Þeir eru aldeilis búnir að renna ljúft niður (ekki allir sko:) en ég var ekki lengi að matreiða glænýtt lambaket og bragðaðist það virkilega vel.
Held bara að við séum nokkuð góð í fjárbúskapnum! Minnsta kosti í þeim þætti sem kemur að eldamennsku hehehehehe..............

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 898
Gestir í dag: 181
Flettingar í gær: 521
Gestir í gær: 192
Samtals flettingar: 301789
Samtals gestir: 35108
Tölur uppfærðar: 8.5.2024 17:05:36