Heimasíða Ásgarðs

18.05.2009 17:39

Skjóna köstuð 17 Maí,kindur bornar og gotsprenging hjá kanínum


Skjóna að soga í sig "barnailminn" emoticon  .

Loksins kastaði hún Skjóna mín og kom hún með jarpskjótt hestfolald einsog hún gerði líka í fyrra.

Ég sem ætlaði að fá hryssu undan honum Glófaxa.

Önnur hryssa sem var hér í fyrravor með Glófaxa kastaði svo í dag 18 Maí leirljósri hryssu.

Innilega til hamingju með hana Kolku Glófaxa/Herudóttur Magga mín emoticon .

Glófaxi getur ekki neitað því að eiga þetta folald!
Alveg einsog pabbi bæði að lit og lögun emoticon .

Hér er flikrið http://www.flickr.com/photos/magga64 hennar Möggu fyrir þá sem vilja sjá fleiri myndir af henni Kolku frá Katanesi.

En þetta er bara alltílagi með hestfolaldið hennar Skjónu því allt gekk þetta vel og folaldið heilbrigt.Það er fyrir mestu.

Myndarinnar gripur með langar lappir en ég ætla ekki að birta mynd af honum á fótunum sínum fyrren "hófkransinn" er dottin undan hófunum hans.
Hann er nefnilega einsog ho......i  á háhæla skóm hehehehehe........emoticon

Í dag voru kransarnir ekki enn dottnir af en þeir detta nú yfirleitt fljótlega af folöldunum.

Í fyrra þegar að ég birti mynd af svona hófkrans þá vorum við búin hér á blogginu að finna út flott íslenskt nafn á þetta fyrirbæri sem ver fæðingaveg hryssunnar á meðan að framfætur folaldsins er á leið út.

Ef ég man rétt þá var hún Freyja Imsland komin með rosalega íslenskt og gott nafn á fyrirbærið.

Hvað var það aftur Freyja???emoticon

Nú ef einhver sem les bloggið veit hvað þetta kallast þá endilega commenta hér undir og það þarf ekkert að vera nafn með,bara nafnlaust ef þið eruð voðalega feimin:)
Allar upplýsingar eru vel þegnar og þeim mun íslenskara þeim mun betra.

Karen kind er borin og við hjónin klúðruðum þessu algjörlega fyrir henni og bæði lömbin (hrútlömb)drápust.

Aðgæsluleysi að okkar hálfu og þetta er nokkuð til að læra af en næsta vor verður sett upp Vef camera yfir burðarstíunum þannig að hægt verður að fylgjast með þeim heima beint úr tölvunni.

Nágranni okkar greip þessa hugmynd hjá mér um daginn og framkvæmdi!
Alveg snilld að geta séð kindurnar í burðarstíunum án þess að vera á svæðinu hangandi sólahringunum saman og stunda fulla vinnu með eins og hann/þau gera.

Stolt móðir með gimbrarnar sínar.

Nú Forysta var að bera í fyrsta sinn og kom hún með tvær fínar og nettar gimbrar.
Rosalega dugleg og mikil mamma hún Forysta.

Við erum nokkuð sátt með útkomuna,10 kindur báru 19 lömbum (1 einlemba og rest tvílembur) en við misstum 3 lömb og það voru allt hrútar.

En skiptingin á kynjunum er 5 hrútar á móti 14 gimbrum.
Það verður hægt að setja eitthvað á af gimbrum í haust.

Loop læða að reyta sig.

Kanínurnar eru að gjóta á fullu og brjálað að gera hjá þeim að útbúa flott hreiður úr fiðu sem þær reyta af sér í gotkassana.

Ungar sjást ógreinilega í vinstra horninu.

Ég taldi að gamni hjá fyrstu læðunni og er hún með 8 unga got sem er kannski heldur mikið.

Fæðingargangurinn fullur af gotkössum alls 25 stykki.

Ég er sátt með 5-7 unga í goti en þá mjólka þær vel í skarann.
Allt fyrir ofan 7 er fullmikið fyrir eina læðu.

Það er í lagi en ungarnir verða aldrei eins stórir og í minni gotunum.

Læða nr.3101 frá Merete á Hrauni á Skaga gotin stóru goti vænti ég.
Snilldarlæða,geðgóð,frjósöm og frábært dýr í allri meðhöndlun.

Farin út í góða veðrið að slá blettinn og undibúa grillmatinn fyrir kvöldið.

Folaldalærisneiðar á grillið því ekkert fær maður hollara og betra og ekki verra af heimaræktuðu.

Ég veit að þið trúið því ekki hvað þetta kjöt er meyrt og gott.Ég fitusnyrti það og skelli því í mareneringu (BBQ Oil Original fæst í öllum búðum) í nokkrar klukkutíma inní ískáp.

Þetta er alveg magnað og með því ferskt salat og grillkartöflur með hvítlaukssmjöri.

Má ekki gleyma heldur hvað það er brjálæðislega gott að setja heilan hvítlauk í álpappír og grilla!

Svo bara að kreista hvítlaukinn úr hýðinu og borða.
Hann fær svona einskonar sætakeim við grillunina og heill hvítlaukur passar á mann emoticon .
Allir út að grilla og nota góða veðrið!

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 654
Gestir í dag: 83
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296911
Samtals gestir: 34168
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 19:21:00