Heimasíða Ásgarðs

04.05.2009 00:55

Beðið og beðið eftir rest af lömbum


Lambakrútt.

Hér er bara beðið og beðið eftir síðustu 4 kindunum sem hafa mikið gaman af allri athyglinni sem þær fá.
Allir fengu að fara smástund útí dag en þá fór að rigna einsog hellt væri úr fötu!!

Hundblaut folöld í dag.

Allir inn aftur og svo var bara gefið og beðið og beðið eftir fleiri lömbum.
Þær hafa verið svo yndislegar við mig gibburnar sem búnar eru að bera að gera það seinnipart dags en þá er ég orðin liðugri í skrokknum af gigtinni.
Ég er alveg hrikaleg fyrri partinn og kemst ekki almennilega útúr húsi og ef ég þarf að æða út með látum þá getur það endað með því að ég hryn gjörsamlega saman og get mig ekki hreyft.
Helv................mjaðmargrindin lætur einsog hún sé að jagast í sundur og það er sko sárt.
Allt leiðir þetta niður í rófubein og rassbein og stundum missi ég undan mér löppina ef mikið gengur á.

En í allri óheppninni með gigtarverki fyrri part dags þá er kallinn einsog einsog belja að vori og hleypur um allt eða þartil ég skríð í vinnugallann og kemst út.

Þá hrynur hann niður og fer að væla.
Hann er ekki að virka seinnipartinn.

Rosaleg hentugt í sauðburðinum því hann er með morgunvaktina og fyrri part dags en ég seinnipartinn,kvöld og frammá nótt ef eitthvað er að ske.

Nú ætla ég að sjá hve klár þið eruð!

Hvað er þetta á myndinni!

Ég sá þetta á rölti mínu í dag og náði svona dropamómenti emoticon .
Dýralæknar mega EKKI svara því þeir vita strax hvað þetta er hehehehehe...............emoticon
Taki það til sín sem eiga emoticon .
 

Hér er öll kúpan af hrossinu.

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 532
Gestir í dag: 73
Flettingar í gær: 170
Gestir í gær: 34
Samtals flettingar: 296789
Samtals gestir: 34158
Tölur uppfærðar: 25.4.2024 15:47:16