Heimasíða Ásgarðs

24.12.2007 14:37

Gleðileg Jól elskurnar mínar!Hér á bæ er jólahaldið á frábærum nótum.

Ekkert stress á hlutunum og við búin óvanalega snemma að öllu sem heitir gjafainnkaup og matarinnkaup.

Við ákváðum að gefa út daginn fyrir Þorlákssmessu og það aðeins ríflega enda öll hross komin á fulla gjöf og ekkert því til fyrirstöðu að gefa þeim vel að borða.
Allir orðnir vel vanir að gúffa í sig töðunni og gefnar voru út einar 7 rúllur sem eiga að duga vel næstu dagana.

Annars var ég að lesa pistilinn hans Magga Lár um Jólamat Skjóna 
http://www.urvalshestar.is/og þótti mér hann skemmtilegur aflestrar og mjög svo fræðandi.
Allt er gott í hófi bæði fyrir menn og skepnur þegar að mat kemur.
Allar stórar sveiflur í fóðri fyrir skepnurnar okkar geta reynst þeim dýrkeyptar og endað með ósköpum.

Þannig að nú er um að gera að missa sig ekki í góðmennskunni við dýrin okkar heldur halda sama takti í fóðruninni en smá brauðmoli gerir nú kannski ekkert til svo okkur líði nú kannski betur hehehehehehehe.....

Því er nefnilega þannig farið með okkur mannfólkið að við erum að þessu aukadekri oft við dýrin svo OKKUR líði nú betur:)Hmmmm......hér tala ég af eigin raun:)

En nú eru Jólin að bresta á og ég er himinlifandi með þessa snjóföl á jörðinni og vonast til að hún haldist aðeins lengur og rigni ekki burt.

Jæja elsku blogglesendur mínir,nú er um að gera að setja jólalögin á og byrja að stússast í matnum og pakka inn restinni af gjöfunum.Það ætla ég að gera.

Kallinn ætlar að fara í útiverkin að gefa kindunum,kanínunum,
fuglunum og hrossunum sem inni eru á meðan ég dúlla mér innandyra í hlýjunni.

Eigið frábær Jól með ástvinum ykkar,ættingjum og vinum.
Kveðja til ykkar allra frá
Ransý og Hebba í Ásgarði .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 107
Gestir í dag: 1
Flettingar í gær: 123
Gestir í gær: 12
Samtals flettingar: 59959
Samtals gestir: 3075
Tölur uppfærðar: 29.6.2022 09:49:50