Heimasíða Ásgarðs

27.12.2007 23:07

Jólasnjór og glens í stóðhestunum:)



Hrókur í hríðarbyl.
Enginn fór í jólaköttin hér á bæ enda yrði sá köttur ekki langlífur hér ef að Busla og hinar tíkurnar fengju ráðið einhverju um það.


Útigangurinn fékk heyið sitt,kanínurnar heyið og kornið sitt,fuglarnir brauð og korn og nú nenni ég bara ekki að tuða þetta áfram en semsagt allir voru/eru saddir og sælir.

Loksins kom snjórinn sem er alveg ómissandi á þessum árstíma.Mikið betra að hafa hann heldur en þetta eilífa rok með úrhellisrigningu.

Það var soldið flott að sjá stóðhestana ösla útí snjóinn en þeir þurftu að hafa fyrir því og ætluðu alveg að gugna að fara yfir skaflana hehehehehe.........En yfir þá fóru þeir.

Dímon Glampasonur er að fara frá Ransý "ömmu" en hann er að fara í tamningu og nú hefst alvaran hjá kalli fyrir alvöru.Það verður spennandi að vita hvernig hann kemur út  og vonandi fær maður fréttir af honum reglulega:)
Set hér inn syrpu af honum og Hrók sem ég tók af þeim í leikslag í gær.





Í dag hefur verið gestagangur einsog venjulega en samt var þessi gestagangur ekkert venjulegur því í eitt skipti þegar að bankað var og Hebbi fór til dyra þá heyrði ég rödd sem ég kannaðist svo við! Þessa rödd átti ég að þekkja en hana hafði ég ekki heyrt lengi!Eða í ein 5 ár!
Var ekki Stína gamla vinkona mín mætt á hlaðið og það alla leið frá Danmörku!
Það var mikið skrafað og rætt og gamlir dagar rifjaðir upp,hestaferðir smal og annað sem viðkom hrossum,hvað annað.

Ég sagði ykkur frá því að ég ásamt tveimur vinkonum af Suðurnesjunum erum að fara á knapamerkjanámskeið 1-2 kannki 3 ef við verðum duglegar (erum að vonast til að geta spýtt í lófana og skyrpt úr hófum:)

Ég náttúrulega er búin að leggja á Biskupinn og máta hvort ég kemst á bak "vitlausu" megin og auðvitað gat ég það en fæ kannski ekki alveg 10 í einkunn hehehehehe.....
Eitthvað er maður orðinn stirður og pattaraleg um mig miðja en hva.........ef viljinn er nægur þá get ég hvað sem er.

Hrókur að passa nýju gestafolöldin.

Hrókur slapp við þessar æfingar hjá mér í þetta sinn en næst verður hann tekinn og látinn æfa það sem hann kann en ég var að spá í að fara með Biskupinn stóra bróðir Hróks á námskeiðið en held að hann henti kannski ekki alveg þó hann kunni nú helling af þessum krúsindúllum öllum.Hann er skapmeiri og erfiðari en Hrókurinn.
En okkur vinkonunum hlakkar alveg óskaplega til að byrja og getum varla beðið eftir fyrsta tímanum:)

Bræður munu berjast .Glófaxi og Völusteinn að tuskast í snjónum.
Sá yngri (ljósari) er að ná bróður sínum á hæðina,enda duglegur að úða í sig tuggunni .

Um mig

Nafn:

Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir (Ransý)

Farsími:

869-8192

Afmælisdagur:

25 Júlí

Heimilisfang:

Ásgarði

Staðsetning:

250 Garði

Heimasími:

422-7363

Um:

Ég er með hestabakteríuna ógerlegu einsog svo margir aðrir.Náði mér í bónda og fór að búa með honum Hebba mínum í Ásgarði 1998.Muna að kvitta í gestabókina!Njóttu.

Kennitala:

250766-4839

Bankanúmer:

0157-05-400339

Tenglar

Fána teljari

free counters

Eldra efni

Flettingar í dag: 302
Gestir í dag: 55
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 297299
Samtals gestir: 34231
Tölur uppfærðar: 26.4.2024 22:22:14